Morgunblaðið - 14.04.1966, Síða 18

Morgunblaðið - 14.04.1966, Síða 18
18 MORGUNBLADID Fimmtudagur 14. april 196< Auglýsing frá Bifreiðastjórafélaginu Frama varðandi gjaldmæla Vegna óstöðugs verðlags undanfarin ár hafa orðið nokkuð örar aksturtaxtabreyt- ingar hjá leigubifreiðum, sem hefir haft það í för með sér að ógerlegt hefir reynzt að breyta gjaldmælum í ieigubifreiðum hverju sinni, þannig að þeir sýndu raun- verulegt akstursgjald á hverjum tíma. Til að ganga úr skugga um, hvort fáanlegir væru gjaldmælar í leigubifreiðir, sem fljót- virkara væri að breyta, en þeim mælum, sem nú eru notaðir, þá leyfum vér oss hér með að leita til allra þeirra, sem möguleika hafa á útvegun gjaldmæla í leigubifreiðir, að láta félagi voru í té vitneskju þar um, og jafnframt um verð og breytingahæfni þeirra. — Þeir, sem kynnu að óska eftir nánari upplýsingum varðandi mál þetta, þá verða þær veittar í skrifstofu félagsins. Umbeðnum upplýsingum óskast skilað í skrifstofu Bifreiðastjórafélagsins Frama, Freyjugötu 26, fyrir 15. maí nk. Reykjavík, 13. apríl 1966. Bifreiðastjórafélagið Frami. Viljum ráða stúlku hálfan daginn til afgreiðslustarfa í vefn- aðarvöruverzlun. — Upplýsingar gefur: Starfsmannahald S. f. S. íbúðaskipti Ég vil selja góða 5 herb. íbúð í blokk í Hlíðunum. í staðinn vil ég kaupa einbýlishús eða stóra hæð, a.m.k. 140 ferm. — Þeir, sem kynnu að vilja athuga möguleika á skiptum, leggi upplýsingar inn til afgr. Mbl. fyrir 21. þ. m., merkt: „íbúðaskipti — 8808“. Skortur á lögregluþjónum í FRAMHAL.DI af fregn Morg- unblaðsins 31. f.m. um skort á lögregluþjónum, vil ég hér með skýra að mínu áliti og væntan- lega flestra starfandi lögreglu- manna orsakir þess, að svo erfið- lega gengur að ráða hæía menn til lögregluþjónsstarfa. Vil ég þó í upphafi taka fram, að vönt- un lögreglumanna má í reynd teljast meiri, en fram kemur í umræddri frétt, þar eð sífellt fleiri lögreglumenn komast á þann aldur, að þeir teljast varla með fullri sanngirni fullfærir að inna þá þjónustu af hendi, sem ætlast er til af lögreglumanni í erilsömu og oft erfiðu starfi og komnir yfir þann aldur, sem al- mennir lögreglumenn eru við störf í nógrannalöndum okk- ar. Geta má þess einnig, að Undanfarið hefur verið farið út á þá braut, að ráða til lögreglustarfa unga menn allt að 18 ára aldri og er ekki 'hægt að ætiazt til þess, að þeir ungu menn séu orðnir full harðnaðir og standi jafnfætis eldri starfsbræðrum, sérstaklega ef til átaka kemur. Samkvæmt kjaradómum í vet- ur er nýráðnum lögreglumönn- um í Reykjavík greidd laun sam- kvæmt 13. launaflokki í launa- kerfi opinberra starfsmanna, en byrjunarlaun þar eru kr .9.170, 00 auk verðlagsuppbótar. Lög- regiumenn, sem lokið hafa við- bótarprófi, fá greidd laun samkv. 14. iaunaflokki, en hámarkslaun í þeim flokki, þ.e. eftir 15 ára starf, eru kr. 11.601,00 auk verð- lagsuppbótar. Lögreglumenn á vöktum fá 33% vaktaálag á unn- ar vinnustundir utan venjulegs dagvinnutíma. Um áramót í vetur var sam- þykkt reglugerð um veitingu lög- reglustarfs, lögregluskóia o. fl. Fyrsta grein nefndrar reglugerð- ar hljóðar þannig: Um veitingu starfs í iögregiuliði. 1. gr. Þeir, sem sækja um lögreglu- mannsstöðu, skulu fullnægja eft- irfarandi almennum skilyrðum: 1. Umsækjandi skal vera ís- lenzkur ríkisborgari, 21—30 ára, fjár síns ráðandi og má ekki standa fjárhagslega höllum fæti. Hann skal hafa gott mannorð og vera kunnur að reglusemi og háttvísi. 2. Umsækjandi skal vera vel vaxinn, a.m.k. 176 cm hár, með góða líkamsburði, heilbrigður andiega og líkamlega og laus við likamslýti. Hann skal hafa góða sjón á báðum augum, góða heyrn og rétta iitaskynjun. Ákjósanlegt er, að umsækjandi hafi stundað einhverjar iþróttir og sé a.m.k. allvel syndur. Ganga skal umsækjandi undir læknisskoðun hjá iækni þeim, er lögreglustjóri ákveður. 3. Umsækjandi skal hafa lok- ið a.m.k. gagnfræðaprófi með góðri meðaleinkunn eða öðru sambærilegu prófi. Sérstök áherzla skal lögð á góða eink- unn í íslenzku. Æskilegt er, að hann hafi nokkurt vald á ein- hverju Norðurlandamálanna, ensku eða þýzku. Umsækjandi skal hafa almenn réttindi til að stjórna bifreið. Víkja má frá einstökum skil- yrðum hér að framan, ef um lausráðningu í lögreglumanns- starf er að ræða, eða sérstakar ástæður mæli með þvi að mati lögreglustjóra. Eftir að lögreglumaður er svo ráðinn til starfa, er honum gert að stunda all yfirgripsmikið nám í skóla og við starf næstu tvö ár. Fullyrða má, að slík alhliða inntökuskilyrði til starfa, sem hér að framan segir, eru ekki til hjá öðrum starfshópum hér á landi, enda ekki óeðlílegt, að þjóðin gera allmiklar kröfur til hæfni lögreglumanna, þegar litið á hin persónulegu afskipti þeirra við einstaklinga þess og svo hins, að lögreglan er hin eina undir- staða undir framkvæmdavaldi þjóðarinnar. Einstök atriði í inn- tökuskilyrðum hinnar nýju reglugerðar eru nokkru þyngri, en áður hefur verið í fram- SENDLA A SKELLIIMÖÐRIJ EÐA HJÓLI VAIMTAR - HATT KAUP Samtök í Revkjavík vantar nokkra duglega sendla strax, hálfan eða allan daginn í IVz mánuð. — Hátt kaup í boði. — Frekari upplýsingar í dag og á morgun í síma 17-807 og 17-100. ATVINNA Traustur og ábyggilegur maður óskast til lagervinnu, fram- leiðslustarfa og aksturs. — Hreinleg vinna og þægileg miðaldra manni. — Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ. m., merktar: „Traustur — 8806“. kvæmd og vil ég þar sérstaklega til nefna skilyrðin um mennt- un. Lögreglumenn flestir eru nú I hópi þeirra launamanna, sem skila lengstum vinnutíma eða 44 klst. á viku hverri. Vinnuvöku- mönnum eru auk þess ekki tryggðir í fyrrnefndum dómum neinir kaffitimar í vinnutíma þeirra, og má því telja, að þeir eigi að skila þeim mun lengri vinnutíma en aðrir launamenn. Engan þarf að undra þótt erfiðlega gangi að fylla nú skörðin í lögregluliði borgarinn- ar á meðan lögreglumenn búa við þau kjör, sem hér að fram- an eru rakin miðað við þær kröfur, sem til þeirra eru gerð- ar, og hefur nokkuð borið á þvi í vetur, að reyndir lögreglu- menn hafa horfið til annarra starfa. Ég tel, að eina mögulega leiðin til þess að halda við hæfu lög- regluliði í borginni, sé að bæta verulega þau launakjör og starfs kjör, sem lögreglumenn eiga við að búa í dag, þótt launagreiðend- ur eða dómendur kjaradóms hafi ekki séð ástæðu til þess við síð- ustu samninga. Kristján Sigurðsson form. Lögreglufél. Reykjavíkur, ALLTAF FJÖLGAR V0LKSWAGEN Volkswayen 1300 er fyrirliggjandi Volkswagen 1300 — /■fik >r pk-;, í—]<g>l <Ö)1 1-vQ)- Votkswagen 1500 er fyrirliggjandi Volkswagen 1500 — Volkswagen 1600 TL Fastback © © © Gerið samanbtirð á fráganpi, öllum búnaði og gæSum Volkswagen og aniutrra bíla. írá Vestur-Evrópuu © © © Komið, skoðið og reynsiuakið Varahlutaþjónusta Volkswagen er landskunn HÍILDVIIZLUNIN HEKLA hf Laugaveqi 170172

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.