Morgunblaðið - 14.04.1966, Page 23
Fimmtuðagur 14. aprfl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
‘23
Eggert Hauksson:
og þjoönýting
— Aburðarverksmið]an hf,
BÚNAÐARÞING, sem iró hefur
nýlokið störfum, hefur auk
margs annars látið áfburðarmál
til sín taka. Hefur það eins og
oft áður bent á ýmislegt, sem
Ibetur yrði á kosið varðandi
framleiðslu Áburðarverksmiðj-
unnar h/f og innfluttar áiburðar-
tegundir. Hefur ekki fram hjá
neinum farið, sem eitthvað
fylgist með þessum málum, hve
megn óánægja bænda með áburð
armálin er. Hefur þessi óánægja
frekar farið vaxandi en hitt.
Bætti á engan hátt úr, þegar
Áburðarsala ríkisins var sam-
einuð Ábvsm h/f, því að ýms-
um bændum þykir sem það litla
valfrelsi, er þó ríkti um áburðar-
kaup, hafi þar með verið úr
sögu.
Einnig hafa þeir sérfræðingar,
er starfa á vegum landbúnaðar-
ins að jarðvegsrannsóknum með
tilliti til áburðarnotkunar, bent
á ýmislegt, sem þeir teldu, að
betur mætti fara, — en einhvern
veginn virðist erfitt að firra sig
þeim grun, að við óskum þeirra
sem og bændanna sjálfra sé
skolleyrum skellt. Nú er svo
komið, að bændur telja, að ekki
verði lengur við unað og krefj-
ast, að Ábvsm h/f verði þjóðnýtt.
Gera þeir að öllum líkindum þá
ráð fyrir, að með því móti verði
Iþeirra hagsmuna tryggilegar
gætt en nú er raunin.
Rök fyrir þjóðnýtingu
1) Bændur hafa kvartað ár-
angurslaust árum saman um
galla á áburðarframleiðslunni,
sem ekki hefur verið bætt úr
enn (sbr. frétt í Tím. af ályktun
Búnaðarþings 6./3. 1966)
2) Búnaðarþing hefur bent á
(Tím. 6./3. 1965), að Ábvsm h/h
hafi að langmestu leyti verið
reist fyrir fé úr ríkissjóði eða
lánsfé, sem ríkið útvegaði. Þetta
er staðfest í greinargerð með
frumvarpi til laga um þjóðnýt-
ingu Ábvsm h/f, sem flutt var
af framsóknarm. í nd. Alþ, í
fyrra.
Nánar tiltekið kemur það fram
í greinargerð með téðu frum-
varpi, að Ábvsm h/f hafi kostað
um 130 millj. Hlutafé hafi verið
10 millj. Af því hafi aðrir en
ríkið lagt fram 4 millj., en af-
gang stofnkostnaðar hafi ríkið
lagt fram sem hlutafé eða lán.
Sú niðurstaða, sem framsóknarm.
komust að í sambandi við þetta,
er (sbr. grg.), að „framlag ann-
arra hluthafa en ríkisins virðist
því næsta lítið til að réttlæta
hlutdeild þeirra í verksmiðj-
unni“.
3) Flutningsmenn frumvarps
um þjóðnýtingu Ábvsm h/f
benda á, að það fé, sem ríkið
hafi lagt fram eða útvegað til
etofnunar verksmiðjunnar, sé nú
endurgreitt af notendum áburð-
arins í gegnum verðlagningu
bans.
4) Samkv. frétt Tím. af Bún-
aðarþingi í fýrra er þess getið í
greinargerð um ályktun um
þjóðnýtingu Ábvsm h/f, að
bændur kaupi meginhluta fram-
leiðslunnar og leggi með því fé
í afskriftir og endurnýjun véla.
5) Ábvsm h/f nýtur einokunar
eðstöðu, sem ekki sé eðlilegt að
sé í hÖndum annarra en ríkis-
heildarinnar (sbr. grg. með frv.
framsóknarm. á Allþ.).
Allar framangreindar röksemd
í_r forsvarsmanna þjóðnýtingar
Ábvsm h/f hafa verið taldar
hníga að nauðsyn þjóðnýtingar.
Mætti þá jafnframt draga af þá
irökréttu ályktun, að með þjóð-
nýtingu Ábvsm færðist það
sama í betra horf, sem nú færi
miður. Ella væri ekki verið að
benda á hina ýmsu vankanta
máiinu til stuðnings.
Tálvonir
í þeim 5 liðum, sem taldir eru
upp hér að framan, telja for-
mælendur þjóðnýtingarinnar sig
vera að benda á vissar stað-
reyndir, sem síðan eiga væntan-
lega eftir að breytast í aðrar og
viðfeldnari staðreyndir, þegar
þjóðnýtingin er um garð gengin.
Ég vil hins vegar benda á nokkr-
ar staðreyndir, sem skera úr um,
svo að ótvirætt er, að þeim, sem
vænta einhvers betra af Ábvsm
ríkisins heldur en Ábvsm h/f,
getur ekki með þeirri nafnbreyt-
ingu einni, eða þeim breytingum
sem framkomin þjóðnýtingar-
frumvörp fela í sér, orðið að von
sinni. Allt annað og meira verð-
ur að koma til, Þess vegna er
nauðsynlegt að gera sér sem
fyllsta grein fyrir þessum stað-
reyndum, þannig að ekki verði
að neinu flanað, heldur fundin
sú lausn, sem verður bændum
fyrir beztu, þ.e. uppfyllir þær
kröfur, sem þeir vilja gera til
áburðarframleiðslu og áburðar-
innflutnings, — og tryggir þeim
bezta þjónustu.
Áburðarverksmiðjan h/f hefur
frá upphafi verið að meirilhluta
í eigu ríkisins. Meirihluti stjóm-
ar hennar er kosinn af Alþingi,
eða 3 menn af 5. Á hluthafa-
fundi hefur ríkið einnig meiri-
hluta. Af þessu er ljóst, að ríkis-
valdið hefur úrslitavald um öll
mál, sem stjórn og hluthafar
hafa með að gera. Sú forsenda er
þar með brostin, að þótt Ábvsm
verði með öllu eign ríkisins, að
stefnubreyting í rekstri hennar
muni af þeim sökum eiga sér
stað. Þvert á móti er ástæða úl
að ætla, að sama stefna og ríkt
hefur í stjórn verksm. fram á
þennan dag, og verður að skrif-
ast á reikning meirihlutans, þ.e.
ríkisins, ríki áfram. A.m.k. eru
engin skynsamleg rök, sem
benda til hins gagnstæða. Hvað
er þá unnið með þjóðnýtingu, er
þetta atriði varðar?
Stofnframlag ríkisins
Varðandi það atriði að Áburð-
arverksmiðjan sé að mestu leyti
reist fyrir fé, sem ríkið hafi lagt
fram eða útvegað, þá er rétt að
benda á, að ríkið hefur ekki
lagt til eyrisvirði umfram þær
6 millj., sem það á í hlutabréf-
um. Verður með naumindum
sagt, að sú hlutdeild ríkisins í
stofnkostnaði verksmiðjunnar á
móti þeim 4 millj. er aðrir hlut-
hafar lögðu fram, réttlæti það
út af fyrir sig, að ríkið sölsi und-
ir sig allt hlutaféð. Og hræddur
er ég um, að ýmsum kotbóndan-
um myndi þá finnast sem farið
væri að þrengjast fyrir sínum
dyrum, ef slíkt yrði gert að al-
mennri reglu, er varðaði sam-
skipti meiri- og minnihluta i
hlutafélögum!
Það, að ríkið eigi eitthvert til-
kall til Ábvsm h/f, þótt það hafi
átt þátt í að útvega lánsfé til
stofnunar hennar, er fjarstæðu-
kennt og á sér sem betur fer
enga hliðstæðu í raunveruleikan
um. Ef svo væri, ætti ríkið eða
lánasjóðir landbúnaðarins ekki
eignar- eða yfirráðatilkall til
þess hluta í jörð og bústofni
bóndans, sem lánað hefur verið
til, óháð því, hvort staðið er í
skilum eða ekki?
Endurgreiðsla lána og verð-
lagning
Því er haldið fram af þeim,
sem flytja á Alþ. frv. um þjóð-
nýtingu Ábvsm h/f, að þau lán,
sem verksm. hafi tekið, séu end-
urgreidd af notendum áburðarins
í gegnum áburðarverðið. í rekst-
ursreikningum Ábvsm h/f er
hvergi að finna kostnaðarliði,
sem fela í sér útgjöld vegna
endurgreiðslna lána. Þessi rök-
semd er því blekking ein.
Það skiptir í grundvallaratrið-
um engu, hvort eitthvert atvinnu
fyrirtæki er stofnað með lánsfé
eða eigin framlagi stofnenda
þess. Það er ráð fyrir því gert,
að óbreyttu verðlagi, áð and-
virði þeirra fjármuna, sem not-
aðir eru við starfrækslu fyrir-
tækisins, varðveitist, og á móti
eðlilegu sliti fjármunanna komi
afskriftarsjóður. Það fé, sem
inn kemur vegna afskrifta,
rennur síðan til þeirra, sem á
sínum tíma lögðu fram fé til
kaupa á fjármununum, þ.e. eig-
enda fyrirtækisins eða lána-
drottna þess í þeim hlutföllum,
er þeir lögðu féð til. Það hefur
því ekki haft nein áhrif á verð
Eggert Hauksson
áburðarins, að Ábvsm. var á sin-
um tíma að miklu leyti reist fyr-
ir lánsfé.
Hitt er annað mál, að hlutafé
verksmiðjunnar er óeðlilega
lítið miðað við stofnkostnað
hennar. Það eitt út af fyrir sig
er þó engin röksemd fyrir þjóð-
nýtingu, ef engir aðrir kostir
fylgjai — sízt af öllu á meðan
ekki hefur verið á það bent með
hverjum hætti lítið hlutafjár-
framlag á sínum tíma hafi átt
sök á því, að bændum og öðrum
formælendum þjóðnýtingarinnar
finnst aðfinnsluvert að öðru
leyti.
Afskriftir lögboðnar
Búnaðarþing hafði það í fyrra
út á Ábvsm h/f að setja samkv.
frétt Tímans, að þar sem bændur
keyptu meginhluta framleiðsl-
unnar leggðu þeir með því fé í
afskriftir og endurnýjun véla.
Þetta er undarleg aðfinnsla. Þó
er rétt að ganga ekki með öllu
fram hjá henni, — ella kynni svo
að fara, að einhverjum fyndist
hún merkileg fyrir eitthvað
annað en hversu fáheyrð hún er.
Með þessu er Búnaðarþing að
leggja til, — vitandi eða óafvit-
andi, — að Ábvsm. verði ekki
leyfðar afskriftir af fjármunum
sínum, sem þó þykir sjálfsögð og
eðlileg tilhögun í öllum atvinnu-
rekstri, — einnig landbúnaði.
Það má vera, að Búnaðarþing
geri sér þær gyllivonir, að afskr.
verði felldar niður í Ábvsm., er
hún verður gerð að ríkiseign, en
á Það má benda, að Ailþingi hef-
ur nú, — á sama hátt og það
kemur til með að hafa, ef
verksm. yrði þjóðnýtt, — allan
ákvörðunarrétt um stærð af-
skriftarprósentunnar, vegna þess
að hún er bundin í lögum um
Ábvsm., sem sett voru og verð-
ur eingöngu breytt af Aliþingi.
Þannig eru þetta heldur engin
rök fyrir nauðsyn þjóðnýtingar
Ábvsm h/f. Er bændum naumast
mikill greiði gerður með slíkri
röksemdafærslu, — allra sízt í
nafni samtaka þeirra. Hvoru-
tveggja veikir það málstað
þeirra og birgir þeim sjálfum
sýn í leit að heppilegustu lausn.
Hvernig skyldi bændum nú
annars líka, ef verð á afurðum
þeirra yrði ákveðið svo lágt, að
ekki entist til endurnýjunar og
viðhalds bústofni þeirra? Eru þó
sömu rök, sem mæla með því, að
neytendur, sem eru einu við-
skiptavinir bænda, hættu að
leggja fram það fé, rétt eins og
ef bændur hættu að leggja fram
fé til viðhalds og endurnýjunar
fjármuna Ábvsm h/f!
Eitt atriði er þó eftir, sem vert
er að gefa mestan gaum. Það er
einokunaraðstaða verksm., bæði
varðand^ áburðarframleiðslu og
innfl. áburðar. í þessu atriði
getur falizt veigamikil ástæða
fyrir að breyta eitthvað til, er
varðar rekstursform og stjórn
Ábvsm. Þó er rétt að gera sér
alveg ljóst, að sú einokunarað-
staða verksm. verður jafnt fyrir
hendi, þótt hún komist öll í rík-
iseign. Eins og þegar'hefur verið
bent á, er þess ekki að vænta,
fyrst að ríkið ræður nú þegar lög
um og lofum um málefni verk-
sm., að neitt færist í betra horf
frá því, sem verið hefur með
þau atriði, sem helzt hafa þótt
gágnrýnisverð varðandi þá fram
léiðslu og þjónustu, sem hún læt-
ur í té. Bændur væru þar af
leiðandi engu betur staddir varð-
andi sín áburðarmál, þótt úr
þjóðnýtingu yrði, nema ef vera
akildi andlega fyrir þá, sem
telja þjóðnýtingu vera markmið
í sjálfu sér.
Kjarni málsins
Allt ber að sama brunni. Engin
þeirra röksemda, sem settar
hafa verið fram um þjóðnýtingu
Ábvsm h/f og taldar eru upp hér
að framan, hafa við neitt það að
styðjast, sem bendir til nauð-
syn þjóðnýtingar, né heldur
hins að vænta mætti þeirra úr-
bóta í sambandi við rekstur
hennar, áburðarframleiðslu og
þjónustu, sem bændur telja þó
brýnnrar þörf. Öll vandamál
bænda varðandi áburðinn væru
óleyst eftir sem áður. Það verður
því að leyta annarra úrræða, ef
raunhæfs árangurs er að vænta.
Það er ljóst, að enn um sinn
mun framleiðsla og innfl. áburð-
ar vera í einni hendi. Það er
fyrst og fremst sú einokunarað-
staða, sem skapar hættuna fyrir
að hagsmuna þeirra, sem eiga að
njóta, verði ekki fyllilega gætt.
Á slíkt engu síður við, þótt fyrir
tækið sé fremur í höndum ríkis
en einkaaðila, eins og reynslan
um Ábvsm h/f hefur þegar
sannað, því að þar ræður ríkis-
valdið öllum úrslitum. Það er
mest um vert í slíkum tilvikum,
að þeir hafi úrslitaáhrifin, sem
eiga hagsmunanna að gæta sem
þiggjendur viðkomandi gæða. 1
þessu tilviki eru það bændur. —
Bændur ættu sjálfir að hafa
stjórn Ábvsm. með höndum, en
ekki þurfa undir aðra að sækja
í þeim efnum.
Hugsanleg lausn
1 grein, er ég ritaði í Mbl.
12./3. 1965 um þjóðnýtingu
Ábvsm h/f, var bent á leið, er ég
taldi í alla staði haldbetri og
raunhæfari lausn fyrir bændur
heldur en þjóðnýting eins og
hingað til hefur verið lagt til á
Alþ. að hún yrði. Síðan sá tími
er liðinn, hef ég betur en áður
sannfærzt um gagnleysi þjóðnýt
ingar Ábvsm. sem tæki til að
rétta við hlut bænda í samskipt-
um þeirra við hana. Jafnframt
hef ég styrkzt í þeirri trú, að
farsælast yrði á allan hátt, að
gera bændurna sjálfa ábyrga
fyrir framleiðslu áburðar og inn
flutningi hans, með því að af-
henda þeim í einhverri mynd
yfirráð yfir rekstri Ábvsm. og
innfluttningi á áburði til lands-
ins, a.m.k. á meðan ekki þykir
fært að veita innflutningsfrelsi á
því sviði.
Sú tillaga, er kom fram um
þetta atriði í fyrrnefndri blaðá-
grein minni, er á þessa leið:
„væri mjög eðlilegt, að Alþingi
veitti ríkisstjórninni heimild til
að kaupa hlutabréf af núverandl
hluthöfum á matsverði, en bænd-
um eða samtökum þeirra leigð
Aburðarverksmiðjan gegn því,
að'þeir varðveittu jafngildi nú-
verandi verðmætis hennar, og
greiddu í afnotagjald vexti af
þeirri sömu upphæð, sem væru
jafnlágir vöxtum af lánum tU
núverandi hluthafa".
Þetta er enn tillaga mín.
Bændur eru til þess fyllilega
færir að taka rekstur Ábvsm að
sér, — og eins og málum er
háttað nú, — hæfari til þess en
allir aðrir, vegna þess, að þeir
hafa einir beina hagsmuhi af því,
að Ábvsm, sé sem bezt rekin.
Lokaorð
í fljótu bragði verður ekki
séð, hvers vegna bændur mundu
ekki fremur kjósa þessa lausn en
þá að fela ríkisvaldinu, sem
hingað til hefur ekki sinnt vilja
bænda í áburðarmálunum, öll
völd í þessum efnum. Um þetta
atriði mun framtíðin væntan-
lega skera úr. Þó er ástæða til
að vera ekki alltof bjartsýnn, því
að reynslan hefur kennt mörgum
íslendingi það, að þegar einhver
hagsmunahópur er kominn af
stað með mótaðar kröfur sér til
framdráttar, að þá verði litlu
hnikað, því að enn er sú skoðun
ríkjandi meðal margra, að það
að verða að játa mistök sín sé
meiri ósigur en hitt, að fá raun-
verulega engu áorkað.
Sé það hins vegar tilgangur
þeirra forystumanna bænda, sem
krafizt hafa þjóðnýtingar Ábvsm
h/f, að velta í framtíðinni yfir á
ríkisvaldið bagga, sem þeir sjálf-
ir vilja ekki bera, sbr. kvörtun
þeirra yfir að verða að leggja fé
í afskriftir verksm., þá verður
ekki séð hvernig bændur, —
heilbrigð skynsemi — og al-
mennir skattborgarar geti átt
samleið í þessu máli.
Varðskipið Óðinn fann síldarnót á reki á skirdag 16 sjómilur
vestur af Surtsey og tók hana um borð. — Myndin er tekin er
nótin var tekin að síðu Óðins. Ljósm.: Adolf Hansen.