Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 1
32 síður B3. árgangur. 84. tbl. — Föstudagur 15. aprfl 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. S-Vietnamstjórn heitir kosningum innan 3-5 mán. Búddatrúarmenai áuægðír - Kyrrt í öa \ang og Hué Nguyen Cao Ky, forsætisráðherra S-Vietnam og fyrsti vara- mattur hans, Nguyen Huu Co, við setningu ráðstefnu þeirrar wm stjórnmálaástandið í landi nu er lauk í Saigon í dag. Þung- húin andiit peirra speglast í gl jáfægðum borðfletinum fyrir framan þá. Saigon, 14. apríl, NTB, AP. FOKSETI S-Vietnam, Nguyen Van Thieu, hershöfðingi, undir- ritaði í dag tilskipun um að efnt skyldi til almennra þingkosninga í landínu innan þriggja til fimm mánaða. Flestir leiðtogar Búdda- trúarmanna í Saigon fögnuðu þessum tiðindum og mótmæla- göngu þeirri sem fara átti í Saigon á þeirra vegum var snúið upp í sigurgöngu í staðinn. Óvíst var þó talið, hversu þess um tilslökunum stjórnarinnar gagnvai't kröfum Búddatrúar- manna yrði tekið í Da Nang og Hue þar sem mótmælaaðgerðir gegn stjórninni hafa verið ákaf- astar. Þar hafa Búddatrúarmenn krafizt þess að stjórnin í Saigon dragi sig í hlé eins fljótt og þess sé kostur, en engin ákvæði eru um það í tilskipan stjórnarinnar í dag. Thieu undirritaði skjal þetta á iokafundi ráðstefnu þeirrar sem setið hefur í Saigon undan- farið og sagt hefur verið frá í fréttum og kemur fram í tilskip- aninni að núverandi stjórn mun sitja að völdum unz þing kemur saman. Ekki var tiigreint hvenær stjórnin skyldi fara frá, en því lýst yfir að hún færi aðeins með völd til bráðabirgða. Lagt var til að skipuð yrði nefnd innan 10 daga til þess að leggja drög að kosningalöggjöf og einnig var þess ffarið á leit við alía stjórn- mála- og trúarflokka í landinu að þeir létu af mótmælaaðgerð- um og áróðri. Leiðtogar Búddatrúarmanna í Saigon ákváðu við þessi tíðindi að breyta mótmælagöngu þeirri sem fara átti í dag í sigurgöngu að fagna yfirlýsingu stjórnarinn- ÍRAKSFORSETI FERST I FLUGSLYSI Kúrdar segjast hafa ráðið hann af dögusn Þjóðarsorg wiða í löndum Araba ! Bagdad, 14. afpríl. AP, NTB. ABJHJL Salem Aref, forseti íraks, lét lifið í flugslysi í gær- kvöldi skammt frá hafnarborg- inni Basra og með honuin 10 inenin aðrir. Slysið varð skömmu eftir að forsetinn lagði upp frá Basra, þar sem hann hafði talað á fjölmennum útifundi. Lenti þyrla hanis í sandbyl er skail á skömmm eftir flugtak og í miðju iians að því er talið er. Tvær þyrlur aðrar voru með þyrlu for- setans og björgnðust báöar úr bylnum. Þjóðarsorg hefur verið fyrir- skipuð í írak vegna fráfalls for- setans og á að standa í einn mán- uð ög einnig hefur verið fyrir- skipuð þjóðarsorg i mörgum öðrum Arabalöndum. Útför Arefs verðwr gerð á laugardag og eru »ú á leið til Iraks sendinefndir frá Arabaríkjunum að vera við útföriDia. Fyrst á vettvang varð sendinefnd frá Egyptalandi og var fyrir henni einn nánasti sam starfsmaður Nassers, Abdul Hakim Amer, varaforseti. Var hann á flugvellinum í Bagdad ásamt forsætisráðherra, íraks Bazzaz, sáðar í dag, að taka á móti kistum þeirra er fórust og báru þeir tveir kistu Arcfs úr flugvélinni, að því er Bagdad- útvarpið sagði í dag. Bróðir Arefs forseta, Abdul Rahman Aref, yfirmaður herráðs iandsinis, var staddur í Moskvu er siysið varð, til viðræðna við sovézka ráðamenn um hernaðar- lega aðstoð frá Sovétríkjunum, og vopnakaup o.fl. Hann er sagð- ur á heimleið og þykir ekki ó- senniiegt að hann verði kjörinn til forseta eftir bróður sinn, en samkvæmt landslögum í írak ber að kjósa forseta innan viku. For- sætisráðherra íraks, Rahman al- Bazzaz, fer með æðstu völd í írak þessa stundina og þangað til nýr forseti tekur við. Ostaðfestar fregnir, hafðar eft- ir útvarpi kúrdanskra uppreisnar manna í írak, er sikýrt var frá í dagblaði í Teheran, herma, að ekki hafi sanitlbylur sá er áður greindi orðið' að bana Aref og mönnum hans heldur hafi þar verið að verki Kúrdar sjálfir og tilnefndur náfrændi Barzanis leiðtoga Kúrda, sem sagður er hafa skotið niður vél íraks- forseta. Er slysið yarð var forsetinn á ferð um Basra-hérað ásamt ýms- um ráðherrum sínum og yfir- völdum þar um slóðir. Hafði hann m.a. talað á útifundi í Basra og kom síðast við í þorp- inu aLQuranah. Skömmu eftir flugtak þaðan skall á sandbyiur mikill og heyrðu fylgdarvélar forsetavélarinnar það siðast til flugmanins hennar, að hann sagð- ist ekki sjá handa sinna skil. Framhald á bls. 31. ar. Var stytt leið göngumanna og ekki farið um miðborgina. Fór gangan hið friðsamlegasta fram og tóku þátt í henni um 30.000 manns. í Hué var farin ganga í dag til að lýsa yfir fylgi við Banda- ríkjamenn. Voru það um 1.000 félagar úr Kuomitang, flokki þjóðernissinna, sem gengu til bandarísku ræðismannsskrifstof- unnar í borginni og höfðu uppb spjöld sem á stóð „Við þökkum þeim sem berjast fyrir frelsi vietnömsku þjóðarinnar". í Da Nang var allt með kyrrum kjör- um í dag. í Saigon var frá því skýrt, að 95 bandarískir hermenn hafi beðið bana í viðureign við her- menn Viet Cong í fyrri viku en af herliði S-Vietnamstjórnar hafi fallið 67. Er það í fyrsta sinni sem fleiri falla af Bandaríkja- mönnum en Vietnömum. Á sama tíma töldust 501 bandarískur hermaður hafa særzt en fjögurra var saknað. Af skæruliðum Viet Cong voru felldir 785 í fyrri viku og 140 teknir til fanga. Fréttastofan Nýja Kína til- kynnti í dag að bandarísku kommandóskipi hefði verið sökkt innan iandhelgi N-Vietnam í morgun og í gær hefði verið skotin niður yfir Nghe An héraði í N-Vietnam bandarísk flugvél. VETRARRÍKI í VORBYRJUN Fannkoma og kuldar í Evrópu London, 14. april. — (NTB) — MIKIL fannkoma og kuldi gekk yfir Norður-Evrópu í dag og etöðvaðist umferð víða af þeim sökum, flugvöllum var lokað, lestum seinkaði og þílar sátu fastir á vegum úti. Brezkir veð- urfræðingar segja að hér sé um oð kenna sjaldgæfum loftstraum um norðan frá heimskautinu, Síberíu og Norður-Rússlandi. — Víða úr Evrópu berast þær fregn ir að þar ríki nú meiri kuldi en komið hafi í manna minnum á þessum árstíma. Hvassviðri og fannkoma gekk yfir Vestur-Þýzkaland og snjór féll á útsprungin tré í görðum Brússel. í Finnlandi mældist 10 etiga frost og á norðvesturströnd Frakklands 5 stig en hafði verið vorblíða undanfarna daga. í Bretiandi suövestanverðu féll svo mikill snjór að ekki hefur komið þar annað eins í þrjátíu ár og krapahríð var á baðströndunum þar um slóðir. í Dannmörku sunnanverðri var umferð erfið og nær ókleift að komast leiðar sinnar víða. — Kastrup-flugvöllur var lokaður til klukkan þrjú síðdegis og lest um seinkaði um allt Sjáland og Fjón en krakkar fengu frí í skól um. Sviar segjast sjaldan eða aldrei hafa séð slíkt vetrarríki um þetta leyti árs og verst hafa orðið úti suðurhéruð landsins, þar sem vorið hefði að réttu lagi átt að hafa haldið innreið sína fyrir löngu. Lít.ur helzt út fyrir að þetta verði kaldasti aprílmánuð- ur þar í landi siðan byrjað var að skrá veðurskrý’Blur. í París var sex stiga hiti og þótti lítið og á Spáni var víða rigning og kuldi, en blíðviðri á Italíu og í Júgóslavíu. Abdul Salem Aref, forseti Iraks. Finnska þingíð kem- ur saman Helsinki, 14. apríl, AP, NTB. JOHANNES Virolainen, forsæt- isráðherra Finnlands, baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er hið nýkjörna finnska þing kom saman í fýrsta sinn. Kekkonen forseti tók lausnar- beiðnina til greina, en bað Viro- lainen og stjórn hans starfa enn um sinn, unz mynduð hefíSb verið ný stjórn. * , í þinginu var Rafel Paasio, formaður sósíaldemókrata, kjör- inn þingforseti, en hann er af mörgum talinn líklegur til að verða forsætisráðherra í hinni nýju stjórn og mun þá annar verða kjörinn þingforseti i hans stað, því það er hefð í Finnlandi að þingforseti og forsætisráð- herra séu ekki úr sama stjórn- miálafiokki. loanna V44 í vörzlu Portúgala Beira, Mozaimibique, 14. apríl. — NTB. HAFNARSTJÓRINN í Beira, tók í dag í sína vörzlu hið ríkisfangslausa olíuskip „Ioanna V“ á vegum portó- göisku stjórnarinnar. Skipið var, eins og kumnugt er af fréttuim, upprunalega grískt, en var sett á skipaskná Pan- ama-ríkis fyrir nokik.ruan dög- um. Það stóð 'þó ekki lengi, þvi á þriðjudag tilkynnti Panama að skipið hefði verið tekið aí skrá þar, söikuim þess að það hefði í hyggju að brjóta olíubann S.þ. á Róde- síu. Haft er eftir heimildarmönn um í Pretóriu í S-Afríku að systurskip „Ioanna V“, sem einnig m.un hafa átt að flytja Ródesíumönnum oiíu, „Manu- ela“, muni að ölluxn lákind- u.m halda frá Durban á laugar dag til Rotterdam og losa oliuna þar, því S-Afríkustjórn muni neita að taka við henni í Durban. Ræðismaður Grikkja í Beira sagði í dag að níu grískir skipsmenn á „Ioanna V“ hefðu gengið af skipinu og væru nú á heimleið til Aiþenu. Hefðu sjómennirnir gert þetta af ótta við að missa annars farmannaréttindi sín. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.