Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ i Föstudagur 15. april 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR © PIB COPENHAGEN — Kæri, litli, sæti læknir, getið þér ekki líka látið á lyfseðilinn: „Pels“. Bardaginn hélt áfram en óhugnanlega hægt. Rod gat ekki hreyft sig fyrir skothríðinni frá toílnum. Ég gat þegar séð, að mennirnir með byssurnar voru að komast að baki honum. Ég horfði á ^það, án þess að geta nokkuð að hafzt. Loksins sá ég á höfuðið á Rod sem kom nú upp úr fylgsninu. Hann lyfti rifflinum og miðáði vandlega. Annar maðurinn, sem stóð upp við klett, kipptist við og Ihneig svo niður. Mér fannst ég æfla að kasta upp. Skothríðinni var haldið áfram. Maðurinn, sem Rod hafði hitt, var að skríða aftur til bílsins og hélt um öxlina á sér. Hann sást nú fullgreinilega, en Rod skaut hann ekki samt. Særði maður- inn heildist eftir hurðinni á Daimlernum. Handleggur kom út um gluggann og skeftið á þungri byssu kom með heljarþunga á höndina á manninum. Ég heyrði ofurlítið neyðaróp. Hingað til hafði bardaginn gengið hægt og reglulega. En snögglega komst allt á ringul- reið. Ég gat ekki þolað þetta lengur, og nú skildi ég eftir vél ina í gangi og læddist svo áfram eins hratt og ég gat, með byss- una í hendinni. Öðru hverju brödti ég á fætur og hljóp, beygði mig svo og kastaði mér flatri, eins og ég hafði séð, að Rod gerði. En svo heyrði ég allt í einu að baki mér, *að Jagúarinn hamaðist í fyrsta gírL Annar dólgurinn hafði læðzt að baki mér og náð í toílinn og var nú að aka honum burt. En um leið og ég tók eftir þessu, tók ég líka eftir hinu, að annar bíll, sem var bardaganum alveg óviðkomandi, kom í ljós hinum megin við mó- ann. Rod stökk á fætur og hljóp í áttina til mín, kengboginn. Jagú arinn þaut framhjá mér og ég sá, að Glade var við stýrið, og ók eins og vitlaus maður. Ein- hver skaut á mig úr Daimlern- um en hitti ekki, og ég fór að inn þaut áfram, þá heyrðist hár skothvellur, bíllinn herti snögg- lega á sér og síðan stökk hann, bókstaflega talað, í loft uipp, og svo beint ofan í mýrarkeldu. >ar lá hann svo með hjólin í hraða- gangi. Rod var risinn á fætur aftur og við nálguðumst hvort annað, en iþó ekki nægilega enn. Ég skreið í skjól þegar ég sá hurð- ina á Daimlernum opnast og Rochel og Monsieur Philippe koma hlaupandi yfir veginn. En ■þeir voru ekki að koma til okk- ar, heldur hlupu þeir að gamla bílnum, sem kom þarna akandi í mesta meinleysi, inn á vígvöU- inn. Þeir stukku að bílnum, sem fór sér hægt á þessum vonda vegi, og andartaki síðar höfðu þeir ein hvernveginn komizt inn í hann. Ég "at séð ökumanninn, klemmd an eins og fugl að framrúðunni, meðan Rochel reyndi að snúa bílnum við á þrönga veginum. Rod, sem kom haltrandi í átt- ina tU mín, virtist eiga erfitt með að hlaupa og ég sá snögg- lega, að hann var að flýta sér, ekki til mín iheldur að Daimlern um. Og ég skildi, hversvegna. Reykur var farinn að gjósa út úr gluggunum á toílnum, og þeg- ar Rod reif upp hurðina, gaus tolossi út um dyrnar. Á næstu mínútu varð allt grátt fyrir augum mér, landslagið hvarf og svo sá ég ekkert nema þoku. Ég heyrði fólk æpa á mig úr fjarska. Og svo vissi ég ekki meira. 7. kafli. Ég komst aftur til meðvitund- ar við það, að mér fanst eins og kaldur eldur brynni á enninu á mér. Þegar ég loksins gat opnað augun, sá ég andlitið á Rod, sem laut niður að mér með áhyggju- svip. Og vatn rann niður eftir andlitinu á mér. — Hreyfðu þig ekki, Virginia. Vertu grafkyrr. D---------------------------D 25 □—*-------------------------n — En þú ætlar alveg að renn- bleyta mig. — Jæja, þú ert að komast til sjálfrar þín. Gott. Hann hafði verið að þvo á mér andlitið með votum vasaklút og fór klaufalega að því, og þegar ■hann strauk það enn einu sinni, sagði ég önuglega þrátt fyrir verki um mig alla: — Hættu........nú........Rod .....að leika Florence Night- ingale! Hann glotti og sem betur fór, lagði hann frá sér vota vasaklút inn. Ég reis upp við annan olnbog- ann. Ég fann, að ég lá á einhvers- konar skyndirúmi úr ábreiðu og yfirhöfnum, undir stórum steini, skammt þar frá, sem ég mundi, að ég hneig niður. Skammt frá mér lá einhver yfirbreidd mann vera, sem ég gat mér strax til, að mundi vera John Firth. En þá leit ég á Rod og mér varð illt við, er ég mundi, að hann var særður. Hann var að fást við John Firth og þegar ég aðgætti nánar, sá ég, að önnur buxnaskálmin hans var rifin alla leið upp að hné, en blóðugur klútur vafinn um fótlegginn. Mig svimaði aftur. — Rod! — Þegar hann heyrði til mín, snarsneri hann sér við og gekk síðan til mín og kraup á kné við hliðina á mér. — Hvað var það? — Fóturinn á þér. Hann brosti. — Já, finnst þér hann ekki fallegur? Mér hefur blætt eins og svíni í sláturhúsi. Mér sveigdist á og hann sagði strax: — Það er allt í lagi. Kúl- an fór bara gegn um kálfann á mér þar sem hann er digrastur, og út í gegn. Ég er alveg viss um, að hún hefur komizt alla leið í gegn. Ég þvoði það úr sótt- hreinsunarmeðali og batt svo eins fast um hann og ég gat. Það blæðir ekki lengur og ég hef engin óiþægindi af því. — Þú lítur hræðilega út. Hann settist við hliðina á mér í lyngið. Ég tók allt í einu eftir því, að móinn var orðinn alhvít- ur, jafnvel þar sem við sátum. Snjórinn kring um okkur var eins og saltbreiða til að sjá. — Þú lítur ekki sem verst út. Þessi liljuhvíti yfirlitur þinn er farinn að roðna ofurlítið. En rétt áðan varstu á litinn eins og græn ar baunir, get ég sagt iþér, sagði Rod. — Kurteislega til orða tekið. — Já, ég er góður, finnst þér ekki? — Hvernig líður......... hon- um? sagði ég lágt og leit til Firths, sem lá á einhverskonar kodda úr áibreiðum með lokuð augu. — Er allt í lagi með hann? — Já, ég býst við því. Hann hefur fengið taugaáfall. Ég er að toúa til kaffi. Þið hefðuð vdst toæði gott af því, svaraði hann, blátt áfram, eins og ekkert sér- stakt væri um að vera. Það var eitthvað skringilega heimilislegt, íþegeir Rod gekk yfir að prímusn um, sem hann hlaut að hafa bjarg að úr rústunum af Jagúarnum meðan ég var meðvitundarlaus, og fór að hella skyndikaffi í bolla, og þá gat ég ekki annað en hlegið, eftir því sem kraftarn ir leyfðu. Rod gekk til Firths, sem opn- aði augun og leit á hann eins og dáleiddur. Mér fannst hann jafn vel vera dálítið brjálaður, og það fannst mér óhugnanlegt. En Rod lyfti upp höfðinu á honum með hendinni og hjálpaði honum til að drekka úr bollanum. Þegar hann hafði lokið því og lagðist út af aftur eins og máttlaus, kom Rod til mín og gaf mér kaffi, og settist svo niður á snjóaða jörð- ina við hliðina á mér. — Ég hef verið að telja líkin, sagði hann. — Hvað áttu við? svaraði ég og var skjálfrödduð. — Þeir eru tveir farnir. Þessi vesalingur, sem ég hitti í öxlina, fékk það sem á vantaði hjá Roc- hel. Hann klauf á honum haus- inn. Og einhver........ kannski ég, kannski einhver þeirra, kál- aði Glade. Þessvegna fór Jaguar inn eins og hann fór. — Heldurðu, að það hafi verið ég? spurði ég. — Þætti þér fyrir því að hafa drepið mann, sem var að reyna að drepa þig? sagði hann og kveikti sér í vindlingi og starði svo á mig hugsi, en greindarlega frosksandlitið hvarf hálfhulið af reyknum. — Ég veit ekki. Ég hleypti nú úr byssu þarna í Edinborg, en það var allt í hálfgerðri þoku og ég sá í rauninni aldrei, hvað gerðist. — Þú þarft ekki að gera þér neina rellu, kelli mín, því að þú ert galómöguleg skytta, er ég viss um. Þú mundir aldrei hitta toelju á álnarfæri. Hann stóð upp og gekk til Firths, sem hafði opn að augun og var nú risinn upp við olntooga. Það var hætt að snjóa og himininn var léttari og snjólandslagið var þarna allt J kring um okkur, svo langt sem augað eygði. Og vindurinn lék um kinnar okkar kaldur en hresa andi. Nr. 1 ( USA þvi það er raunhcaf hjálp — Clearatll „sveltir” tílípensana Þetta vísindalega samselta efni getur hjálpað yður á sama hátt og það hefur hjálpað miljónum unglinga í Banda- rilcjunum og víðar - Því það er raunverulega óhrifamikið... Hörundilltað: Clearasil hylur bólurnar á meðan það vinnur á þelm, Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast fllípensarnir — samtímis þvf, sem Clearasil þurrkar þá upp með þvf oð fjarlaegja húðfituna, sem nœrir þá — sem sagt .sveltir* þá. f. Fer inní húðina 2. Deyðír gerlano 3. „Sveltir- fílípensano • • • • • • • ••••••••••••••• • • ••••••••• • i •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.