Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 19
Föstuðagur 15. april 1966 MORCUNBLADIÐ 19 Verzl. Herjólfur opnar að Skipholti 70 FYRIR skömmu var ný verzlun opnuð að Skipholti 20 hér í borg. Ber hún nafnið Herjólfur og er eign Kristjáns Sigfússonar, sem um langt árabil hefir rekið verzl un með sama nafni á Grenimel 12. Kristján hefir selt hina gömlu verzlun sína syni sínum Braga, sem rekur hana undir nafninu Bragabúð. Er það eftir sem áður nýlenduvöruverzlun. Verzlunin Herjólfur í Skip- holti 70 er nýlenduvöruverzlun með sjálfsafgreiðslufyrirkomu- lagi. Er hún rúmir 100 fermetr- ar að stærð með kælikistum í búðinni og kæliklefum bak við verzlunina. Öllu er haganlega og skemmtilega fyrir komið. Við hlið verzlunarinnar Herjólfur er kjötverzlun. Þá mun einnig í framtíðinni koma mjólkurbúð þarna skammt frá, en fyrst um sinn verður einnig mjólk til sölu í Herjólfi auk nýlenduvaranna. Mynd sú, er hér fylgir með, er tekin í hinni nýju verzlun og fólkið, sem þar sést er, talið frá vinstri: Dúddý Guðmunds, eigin- kona eigandans, sem um langt árabil hefir staðið við hlið manns síns við afgreiðslustörfin. Þá er Kristján Sigfússon eigandi og verzlunarstjóri, Guðfinna Karls- dóttir afgreiðslustúlka og Sig- urður Einarsson afgreiðslumað- ur. (Ljósm. Sv. Þ.) Hugleiðingar um frú Olafiu Ölafsdóttur að Fellsmúla ÉG var 7 ára gömul, þegar ég eignaðist hina fyrstu kynningu mína um frú Ólafíu. Síðan er liðinn langur tími, en samt er hún mér næsta ljós. Ég var að bíða eftir að faðir minn kæmi heim og flytti fréttir af sr. Ófeigi Vigfússyni, Ólafíu, konu hans og tveim sonum þeirra á 5, ári, sem einmitt þá voru að flytjast að Fellsmúla á Landi frá Guttorms- haga í Holtum. Ég hlakkaði til að sjá hina ungu syni þeirra, og bjóst jafnvel við, að þar kynni ég að eignast nýja leikbræður, því skammt var á milli heimilis míns og prestssetursins. Það skal tekið fram, að þessi tilhlökkun mín varð mér engin vonbrigði, því að þeir reyndust mér síðar góðir og tryggir félagar og hin- ir ágætustu og mætustu vinir, er árin liðu. Á kynningu við þá hefir aldrei borið skugga, en um þá ágœtu menn verður ekki nán- ar rætt í þessari grein. Faðir minn brosti góðlátlega, er við spurðum hann um prests- hjónin. Hann gat þess, að sér lit- ist vel á þau og drengina þeirra. „En ekki veit ég á hverju prest- urinn ætlar að lifa.“ Sagði hann: „Með fimm klyfjar af bókum og þrennar klyfjar af innanstokks- munum." Efni þeirra hjóna hafa víst verið lítil í þá daga, og faðir minn taldi bækurnar ekk- ert búsílag, þótt hann væri fróð leiksfús og hefði áhuga á sögu og menningu erlendra þjóða, og fýsti að fræðast um fjarlæg lönd. Nú eru þessi mætu prestshjón fyrir löngu horfin af sjónarsvið- inu, eh skipuðu sinn sess með mikilli sæmd, og gerðu Fellsmúla að höifðingjasetri, þótt efnahag- ur þeirra væri aldrei rúmur. Tvisvar hefur séra Ófeigs verið minnzt, síðan hann lézt, í síð- ara sinnið á 100 ára afmæli hans, er Landmenn héldu ágæta minn- ingarhátíð um hann. Þann heið- ur verðskuldaði séra Ófeigur fyllilega. — En minna hefur ver ið hirt um að minnast frú Ólafíu, þeirrar ágætu og stórmerku konu. Það er að sjálfsögðu lofsvert, að menn láti að sér kveða, á opin berum vettvangi. Hins vegar geta þau störf, sem unnin eru í kyrrþey innan vébanda heimilis- ins engu síður lofsverð og mikil- væg. Það er afrek, að temja sér slíkt andlegt jafnvægi, að hlýleik inn og ljúfmennskan stýri orð- um og gerðum, jafn vel í stríðu sem blíðu, taka hverjum vanda með kjarki og geðró, og leysa hann með alúð og drengskap. En slík afrek vann frú Ólafía. Þess vegna urðu störf hennar svo heilladrjúg og minningarnar um hana svo bjartar og geðfelldar, sem raun ber vitni. Samt átti frú Ólafía eldheitt og viðkvæmt skap, en jafnframt óvenjulega hjartahlýju og góðvilja. Á verklega sviðinu var hún óvenjuleguip kostum búin. Hún hafði fágaðán smekk og snyrti- mennsku, sem heimili hennar bar órækt vitni um. Þessir eigin- leikar hennar ásamt iðni og at- orku ollu því, að heimili þeirra hjóna var frábærlega hlýlegt og aðlaðandi. Kyrrð, friður, smekk- vísi og hreinlæti voru meginein- kenni þess. Frú Ólafía gerði sófa, stóla og ýmsa smærri hluti að verulegu leyti með eigin höndum. Þessi húsgögn stoppaði hún með ýms- um hætti. Elti síðan kindagærur, klippti þær til ,setti mislitt inn í þær með því að sauma í mynst Framhald á bls. 22 Óskum eftir að ráða trésmiði og laghenta menn til starfa í verksmiðju okkar. Timburverzlunin Völundur hf Klapparstíg 1. — Sími 18-430. Einbýlishús á góðum stað við Miðborgina til sölu. — Húsið er 110 ferm., kjallari og 2 hæðir. — Tilboð, merkt: „Einbýlishús — 9638“ sendist afgr. Mbl. fyrir 19. þessa mánaðar. Heildsölufyrirtæki óskar eftir ungum manni eða stúlku til bókhalds- og gjaldkerastarfa. — Umsókn með upplýsingum um menntun eða fyrri störf, sendist afgr. Mbl., merkt: „Reglusemi — 9049“. Lítil efnalaug til sölu. Tilboð merkt: „Góður staður — 9092“ legg- ist inn á afgr. Mbl. fyrir 28. þ.m. Til leigu Verzlunar- eða iðnaðarhúsnæði í Austurborginni, 80 ferm. — Upplýsingar í síma 15166. Hestamenn Óskum eftir að kaupa góða hesta til útflutnings. Upplýsingar í síma 17180 daglega milli kl. 3 og 5 e.h. „Ford Zephyr“ árg. 55 til sölu. — Til sýnis að Lynghaga 12. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugav. frá 33 - 80 Laugarteig Hverfisg. 1 frá 4 - 62. ‘Freyjugata Þingholtsstræti Bergstaðastræti fMurgíWuMaMfo STMI 22-4- 80 Sjómenn, takið eftir Vegna forfalla vantar nú þegar tvo vana sjómenn á góðan 100 lesta netabát í Þorlákshöfn. Upplýs- ingar í síma 1-79-25 frá kl. 9—18 og í síma 3-73-59, einnig í síma 30 í Þorlákshöfn. Stúlka Rösk stúlka óskast í bókaverzlun. Góð enskukunn- átta nauðsynleg. — Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 124. Atvinna Stúlka óskast í úra- og skartgripaverzlun frá 1. maí eða síðar. Umsóknir ásamt mynd og upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist fyrir 21. þ. m. í pósthólf 812, merkt: „Afgreiðslustúlka“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.