Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 22
22 MORGU NBLADIÐ Föstudagur 15. apríl 1968 Móðir okkar, VEBÓNIKA BORGARSDÓTTIR frá Þverdal, andaðist að morgni 13. apríl sl. að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Sólvangi. Börn og fósturbörn. Jarðarför, JÚLÍÖNU JÓNSDÓTTUR frá Sæbóli í Garði, sem lézt að Sólvangi 11. þ.m. fer fram frá Útskála- kirkju laugardaginn 16. þ.m. kl. 2 e.h. Björn Finnbogason. Jarðarför móður okkar, MARGRÉTAR SKÚLADÓTTUR sem andaðist 8. þ.m. fer fram í Stykkishólmi laugar- daginn 16. apríl kl. 2 e.h. Málfríður Sigurðardóttir, Kristján Sigurðsson, Jón Sigurðsson. Faðir og tengdafaðir okkar, KJARTAN STEFÁNSSON Flagbjarnarholti, Landssveit, verður jarðsunginn laugardaginn 16. þ.m. •— Athöfnin þefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 12,30. — Jarðsett verður að Skarði kl. 2 síðdegis. — Bílferð verð ur frá Umferðamiðstöðinni kl. 9,30 árdegis. Börn og tengdabörn. Kveðjuathöfn um MARKÚS GUÐBRANDSSON Spágilsstöðum, Dalasýslu, fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 16. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Jarðsett verður að Hjarðarholti, Dölum, mánudaginn 18. þ.m. kl. 14. Salbjörg Halldórsdóttir og börnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför EIRÍKS SIGURÐSSONAR Mófellstaðakoti, Skorradal. Jónína Magnúsdóttir og dætur. Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU S. BJÖRNSDÓTTUR Skipholti 6. Garðar Jónsson, Þórunn Garðarsdóttir, Helgi Hannesson, Sigurveig Garðarsdóttir, Jón Mýrdal, Gerða Garðarsdóttir, Árni Ingvarsson, Auður Garðarsdóttir, Jóhannes Bergsveinsson, Gíslína Garðarsdóttir, Henry Þór Henrýsson, og barnabömin. Einlægar þakkir fyrir auðsýnda virðingu og hlýhug til ÞÓRUNNAR J. HANSSON við fráfall hennar og útför. Guðbjörg og Þór Sandholt, Þórhildur Sandholt. — N Ý T T — — N Ý T T — Teygju netsokkar fyrir TÁNINGA Bleikar, hvítar, svartar og rauðar sokkabuxur. v E R Z L U N I M Sími 13076 — Hugleiðingar Framh. af bls. 19 ur og litaði á fagran veg, sumt, er féll smekklega á hvítar gærur og mislitar og klæddi húsgögnin með þeim. Síðan kembdi hún ull ina unz áferðin var eins og lama ull væri. í stofum hennar voru einnig fögur teppi og dúkar, er hún gerði með eigin höndum, af list og smekkvísi. Á stólunum, sem ég áður gat, kom hún fyrir ýmiskonar dúskum og föndri, öllu mjög haganlega gjörðu. Einnig gerði hún fagrar sessur, sem athygli vöktu og aðdáun. Á Fellsmúla var snotur skrúð- garður með trjám og blómum. Hann hirti frú Ólafía sjálf að verulegu leyti. Einnig ræktaði hún ýmsar matjurtir, sem þá var fátiítt. Gestkoma var mjög tíð á Fellsmúla. Meðal annars komu þangað oft erlendir menntamenn og aðrir fyrirmenn. Bœði voru hjónin gestrisin, en séra ófeigur mun ekki alltaf hafa fylgzt með því, hvort nægar vistir voru til á heimilinu. Fram úr þeim vanda varð frú Ólafía jafnan að ráða. Eitt sinn bar þar að garði 4 er- lenda menn, er þurftu að fá mat, en lítið var til, er frambærilegt þætti. Kom frú Ólafía þá að máli við Króktúnsbræður, nágranna sína, og bað þá leita einhverra úrræða. En þeir voru bæði úr- ræðagóðir og hjálpfúsir. Fyrir kom, að silungur fékkst í læk, er rann skammt frá. Þangað fóru þeir með gamalt, lélegt net. Brátt sáu þeir vænan sliung, lögðu fyr- ir hann og tókst að festa hann 1 netinu. En svo ónýtt var netið, að þeir þorðu ekki að draga það, heldur óðu út í lækinn, sem þarna tók þeim í axlir og hand- sömuðu silunginn, sem var fast- ur í netinu. Frú Ólafía þakkaði nágrönnum sínum vel drengilega aðstoð. Börnum og ungmennum var frú Ólafía einkar góð og nær- gætin. Ég minnist þess með þakk læti, að mér gaf hún einhverju sinni fallegar afklippur til að gera brúðuföt úr. Einnig gaf hún mér hring með gullnu handa- bandi á. Honum fylgdu þau til- mæli, að við yrðum ávalt vin- konur. Má nærri geta, að slíkt mat ég mikils. Og um alla hluti reyndist hún mér þannig, að ég hlýt að minnast hennar með þakklæti og virðingu. Og þegar ég hugsa til frú Ólafíu og hins mikla og fagra og hljóðláta starfs sem hún lét heimili sínu í té, verður mér um leið hugsað til hinna snilldarfögru ljóða, sem sonur hennar, séra Ragnar Ófeigsson, orti um hana látna. Með þeim Ijóðum, sem mæla I senn máli hjartans og máli spek- innar, hefir frú Ólafíu verið minnzt á svo hugljúfan og við- eigandi hátt, að ég hlýt að ljúka máli mínu með þeim: Vertu sæl og farðu heim í friði fátæklega duftsins barn þig kveður. Elsku mamma, angrað hjartað gleður aðeins ljós frá Herrans dýrðar sviði. f ljósi þessu lít ég horfna móður lengra komna eftir dauðaélið. Stari ég upp í stjörnufagra hvelið storminn lægir, andinn gerist hljóður. Heyri ég rödd er herrann Kristur segir himnastiginn liggur gegnum dauðann. Æskufegurð, elli gleðisnauða allar brautir eru Drottins vegir. Drottinn, berðu heim til móður minnar mildi vorsins, sumaryl míns hjarta. Jesús, gefðu jólaljósið bjarta er jarðnesk ljósin missa birtu sinnar. Fataslitinn feginn verð ég móðir fá að leggja tötra mína niður, hjá kistu þinni. Kom svo Herrans friður kveð mér ró um huldar ævislóðir. í janúar 1966 Árný I. Filippusdóttir. Tilkynning Að marggefnu tilefni viljum við vekja athygli á, að við hvorki lánum glös né annan borðbúnað til veizluhalda. Hjörtur Nielsen hf Templarasundi 3. 5 herbergja Ibúð á 1. hæð við Rauðalæk til sölu. Sér hitaveita, sér inngangur, tvöfalt gler, teppi. — Bílskúrsréttindi. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Laufásvegi 2 — Símar 19960 og 13243. 5 herb. hæð Til sölu er skemmtileg 5 herb. hæð, 130 ferm. að stærð í húsi við Kópavogsbraut í Kópavogi. — Selst fokheld. Afhendist eftir nokkra daga. — Sér inngangur. — Sér hiti. — Sér þvottahús á hæðinni. Hagstætt verð. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4. — Sími 14314. 5 herb. íbúðarhæð óskast Höfum fjársterkan kaupanda að 5 herb. íbúðarhæð í steinhúsi í Vesturborginni. Skipa- og fasíeignasalan Útgerðarmenn, skipstjórar Snurpunótaflár Við framleiðum flárnar, sem þið notið (norska gerðin). — Tvær stærðir. — Einnig með harðplastfóðringu. Hagstætt verð. Hringver hf Garði — Seltjarnarnesi. Símar 22310 og 21180.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.