Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLADID Fostudagur 15. april 1966 Sumar- og baðfatatízkan 1966 ÞAÐ ER fleira en góða veðrið og sjórinn, sem veldur því að Rivieraströndin frá JUAN-LES-PINS til Saint Tropez er vinsæll ferðamanna staður. Það eru líka ungu stúlkurnar, sem streyma þang að spennandi ævintýrum, enda er nóg af skemmtanalíf- inu við frönsku rivieruna. Flestar eiga þessar stúlkur það sameiginlegt, að þegar þær koma eru þær venju- lega klæddar dökkum ferða- Jjtum, en strax daginn eftir eru þær búnar að krækja sér í eitthvað „spennandi" til að fara í, busla í sjónum og njóta þess að vera tiL Þessi urmull af stúlkum ger ir það að verkum, að þarna skapast sumar- og baðfata- tízkan. Stúlkurnar hafa á- kveðnar hugmyndir um hana — þær vilja einfaldlega „smart“ en ódýr föt. Þau mega gjarnan vekja eftirtekt, en mikilvægast er að þau fái þær til að líta vel út. Þetta hafa Rosier í Cann- es, Choses og Vachon í Saint Tropez og nýja verzlunin Er- oq. Madame í JUAN-LES- PINS uppgötvað. Þeir búa til svo skemmtileg og falleg sum ar- bað- og hversdagsföt, að karlmennirnir falla í hrönn- um fyrir þeim rivierasTdkum, þeim klæðast þeim. En það bezta af öllu er þó að þeir hafa fötin það ódýr, að hvaða stúlka sem er hefur efni á að fá sér þau, og það er mikiLs virði. Blá derhúfa frá Gerald, Saint Tropez. að á sumrin. Þær gera um- hverfið skemmtilegt, klæða sig í frumleg og áberandi baðföt, svo að allir snúa sér við og horfa á eftir þeim. Rivierastúlkan er ekki feim in, hún hefur stúlkuhjarta, en karlmannskjark þegar um tízkuna er að ræða. Þangað koma t.d. stúlkurn- ar, sem alltaf eru á sífelldum þönum heimshornanna á milli, en eru samt aldrei fyllilega ánægðar. Þær eiga nóga pen- inga, en það er bara ekki nóg. Einnig koma skrifstofustúlk- urnar, sem sitja inni ailan veturinn yfir ritvélunum sí- um, og bíða þess að sumarið komi, svo þær geti farið til frönsku rivierunnar og dust- að af sér rykið. Svo eru það þær sem eru í sífelldri leit að eiginmanni, eða eru í leit Gul bikini-baðföt með hvítri blúndu frá Croq. Madame. En þetta hefur haft áhrif, því þessi klæðnaður er nú orðinn aðal sumartízkan í Sa int Tropez, Cannes og JUAN- LES-PINS. Og þegar myndin verður sýnd í Evrópu, má búast við að þessi tízka breið- ist út þar líka. — G. L. Eftirliking af húfu sem Birgitte Bardot notar í kvikmyndinni Viva Maria, hvít í grunninn en með rauðum, gulum og bláum bótum. Blár og hvítur sundbolur frá MIX-MAX. Síður „samkvæmissamfestingu r“, blár með rauðum og gulum blómum og pífum. Frá Vachon.. Hvítar buxur, raúður jakki með bláum og hvítum röndum og hvít derhúfa frá Rosier — Cannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.