Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 7
Föstuiffagur 15. apríl 1966 MORGU N B LAÐÍÐ líslandskynning Fyrir nokkru barst okkur í hendur tímarit frá Svisslandi L.EBEN UND GLAXJBEN, og fjallar marzhefti þess ein- göngu um ísland. Er það á- rangur af ferð blaðamanna og ljósmyndara blaðsins til ts- lands á s.l. sumri. Fjölmargar greinar og frásagnir frá ís- landi eru í blaðinu, sem er 50 síður að stærð, og mvndirnar skipta tugum og margar þeirra í eðlilegum litum. ís- lenzki þjóðfáninn er á baksíðu blaðsins. Blaðið er allt hið eigrulegasta. Á forsíðu blaðs- ins er málverk eftir frú JutLu Guðbergsson, úr Hafnarfirði. Frú Jutta er fædd og upp- alin í Lúbeck. Hún fór til fæðingarborgar sinnar í fyrra sumar, og afhenti þá borginni málverk sitt af Gullfossi, sem strax var hengt upp í einka- skrifs*ofu fræðslumálaráð- herra, landsins, senator Heine Hann afhenti henni áletraða bók um borgina. Hún hefur fengið loforð um sýningarsal í Lúbeck sumarið 1967 fyrir málverk sín, og einnig hefur dr. Max Adenauer. sem hún hitti í Köln, lofað henni aðstoð við að koma upp fleiri sýn- ingum í Þýzkalandi. Mynd frú Juttu Dewulder Guðbergsson á forsíðu Leben und Glauben er frá Faxaflóa, og á annari síðu blaðsins fær hún eftirfarandi dóm um verk FRETTIR Stúdentar frá Menntaskól- anum í Beykjavík 1946. Fund ur í Tjarnarbúð föstudags- . kvöldið 22. apríl kl. 8.30. Á- ríðandi að sem flestir mæti. Sjálfstæðisfélag Garða- og Bessastaðahrepps. Spilað verður i samkomuhúsinu á Garðaholti mánudaginn 18. apríl kl. 8 30. Frá Guðspekifélaginu. Fundur verður í stúkunni Septímu í kvöld kl. 8.30 Grétar Fells les óbundin Ijóð. Guðjón Sigurðs- son sýnir skuggamyndir. Tónlist. Kaflfiveitingar. Kvenfélag Garðahrepps. Fund- ur þriðjudaginn 19. apríl kl. 8.45. Bingó. Fjölmennið. Stjórnin. Kvenstúdentafélag íslands Árs hátíð félagsins verður haldin í Þjóðleik'húskjallaranum þriðju- daginn 19. apríl og hefst með borðhaldi kl. 19:30. Árgangur MR 1941 sér um skemmtiatriði. Hringkonur, I-Iafnarfirði. Aðal fundur Hringsins verður haldinn 5 Alþýðuhúsinu mánudaginn 18. apríl kl. 8.30. Venjuleg aðalfund- arstörf. Spilað verður Bingó. Konur fjölmennið. Stjórnin. Mæðrafélagið. Fundur verður 1 Aðalstræti 12 föstudaginn 15. apríl kl. 8:30. Mörg áríðandi sitt, en Ingvar Brynjólsson íslenzkaði textann: Listmálarinn. sem málað hefur þessa lífsþrungnu sjávar mynd. ber ósvikið norrænt na.fn og heitir Jutta Guðbergs son. Hún er búsett á. íslandi. í Hafnarfirði, sem er um það bil 11 km suður af Reykjavík, höfuðborg þessarar afskekktu eyjar í norðurhöfum. Myndin er af sjávarlands- lagi, e<f nota má hugtak, sem ber nokkra mótsögn í sjálfu sér. Frá Reykjanesskaga norð anverðum sést í fjarska hinn firnamikli Snæfellsjökull, lík ur snæviþakinni keilu, sem rís úr hafi allt að því 1500 metra yfir sjávarmál. Stærsti jökull íslands er 150 km lang ur og næstum 100 km breiður. Þeir eru ekki eins fjöl- mennir og forðum sjávar- málararnir, en svo nefndist þessi allsérstæði hópur mélara á sínum tíma. Að visu eru enn málaðar margar myndir atf haf inu, en sjávarmyndir frá Adria hafinu, Cote d’Azur eða Costa Brava eru ekki í miklum met- um hjá fagmönnum. Lítill hluti hafs og blár litur við Baleareyjar, það er að vísu snoturlegt, en ekki raunveru- legt haf. Sjávarmyndir verða ekki Ri nema við Atlanzhaf eða þá við Norðursjó. Eí við virðum fyrir okkur mynd Juttu Guðbergsson, skynjum við fljótlega, hvað máli skipt ir í þessum myndum af haf- inu. Vandamálið mun vera nokkurn veginn hið sama og við sköpun fjallamynda- Þótt fjaliamálarar séu margir, er fáum léð sú list að mála fjall- ið, eins og það raunverulega er. Aðeins sá, sem þekkir fjall ið af eigin raun, þekkir mátt þess, hrikaleik þess og hætt- ur, getur gert atf því sanna mynd. Og þannig sjáum við nú fyrir okkur úfið hatf og brim við klettótta strönd. Klettar og sker ógna farmanninum, og myndin fræðir okkur um það, að maður og haf eru andstæð ingar. Aðeins hinir hugprúð- ustu gátu tekið upp baráttuna við hafið, gátu vogað sér út á óendanlega víðéttu þess, og þannig voru víkingarnir, sem bjuggu við þetta haf, í Noregi eða á íslandi, djanfastir allra sæfara öldum saman. Með slíkan bakgrunn verð- ur sjávarmynd til, á borð við þá mynd, er við sjáum fyrir okkur. Venjulegur mælikvarði verður ekki lagður á myndir af þessu *agi. Jutta Guðbergs son hefur ósvikið listahand- bragð, gerir viðfangsetfni sínu fúll skil og málar af djúpri þekkingu, en það er listræn dyggð, sem hún er gædd í ríkum mæli, ef dæma skal eftir þessari einu mynd. K. R. MENN 06 = M/HLEFN!= félagsmál á dagskrá. Sýndar skuggamyndir og myndir frá 30 ára afmælishófi félagsins verða til sýnis á fundinum. Kvennadeild Skagfirðingafé- lagsins í Reykjavík heldur skemmti- og fræðslufund mánu- daginn 18. apríl kl. 8:30 í Lind- arbæ uppi. Dagskrá: Keppni milli austan og vestanvatna- kvenna. Kynning á síldarrétt- um. Sextettsöngur. Fjölmenmð og takið með ykkur gesti. Stjórn- GAMALT oc con Stúlka við dáinn unnusta, söng fyrir hana: Aldrei skyldi barkinn þinn fúna. Víst hetfurðu væna rödd, og vel söngstu núna. Smíðum eldhiúsinnréttingar og fata- skápa. Sími 32252. Til leigu tveggja herbergja íbúð í háhýsi við Austurbrún ásamt síma og inmbúi. — Upplýsingar í síma 36986. oZ/öff dc ^foö cLacfóuFó Minning Það eitt er víst, að ég aldrei, augunum þínum gleymi, er sáistu sumarið koma sunnan úr bláum geimi. Svo feginn varstu, að mér fannst þú, fegursta konan í heimi. Þið voruð þrjár þessar systur, og þú varst sú í miðið. Eitt kvöld í kyrrlátu veðri, ég kvaddi þig út við hliðið. Nú er hann kominn á norðan, og nú er sumarið liðið- Jóhannes úr Kötlum. Volkswagen ’56—’58 óskast til kaups. Staðgreiðsla. Sími 16095. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum biöðum. Hfúkrunarfélag íslands heldur fund að Hótel Sögu mánudaginn 18. april og hefst fundurinn kl. 20,30. FUNDAREFNI: 1. Kosnir fulltrúar B. S. R. B. og fulltrúar til S. S. N. 2. Magnús Óskarsson, hrl. vinnumálafull- trúi Reykjavíkurborgar talar um starfs- réttindi hjúkrunarkvenna. STJÓRNIN. Aðaifundur Blindravinafélags ísiands verður haldinn mánudag- inn 18. apríl nk. að Bjarkargötu 8 og hefst kl. 9. Venjuleg aðalfundarsiörf. STJÓRNIN. Aðalfundur Byggingarsamvinnufélags Kópavogs verður haldinn föstudaginn 22. apríl nk., kl. 8,30 síðdegis, að Neðstu tröð 4, Kópavogi. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Karlmannavinnuskór Karlmannagötuskór ódýrir og sterkir Breiðablik Laugavegi 63. INIý sending ítalskir kjólar Glugginn Laugavegi 49. Verzlunarhúsnæði Verzlunarhúsnæði óskast f-yrir sérverzlun í Reykja vík. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 30. apríl, merkt: „Verzlun — 8812“. Plymouth #50 til sölu ódýrt, ef samið er strax. — Upplýsingar í síma 4-13-74.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.