Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 16
16 MOHGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15; apríl 1966 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 llausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. r s ARASARSTEFNU VERÐUR AÐ STÖÐVA C|tjórnraálaástandið í Suður- ^ Víetnam hefur verið mjög ótryggt síðan Ngo Diem var steypt af stóli. Frá þeim tíma hafa a.m.k. tvær ríkisstjórnir fallið, önnur borgaraleg, hin undir forustu Khan hershöfð- ingja. Þær óeirðir og deilur, sem staðið hafa að undan- förnu í Víetnam eru í raun- inni endurtekning á því, sem gerzt hefur frá því að Diem féll. Upphaf deilnanna nú var það, að Ky hershöfðingi, for- sætisráðherra Suður-Víet- nam, vék úr hershöfðingja- stjórninni öðrum valdamesta manni landsins, Thi hershöfð- ingja, og notuðu Búddatrúar- menn þá brottvikningu til þess að rnagna upp óeirðír og mótmæli gegn hershöfðingja- stjórninni. Búddatrúarmenn eru sjálfir klofnir innbyrðis, en markmið þeirra er að kom ast til meiri áhrifa í stjórn landsins en verið hefur. í rauninni er ekki óeðlilegt, þótt stjórnmálaástandið sé ó- tryggt í Suður-Víetnam mið- að við það styrjaldarástand, sem ríkt hefur í landinu um langt skeið. Þegar þar við bætast þeir erfiðleikar, sem rfjölmennt herlið Bandaríkja- manna hlýtur að skapa í þjóð- lífi landsins, þarf engum að koma á óvart, þótt endur- teknar óeirðir og mótmæli gegn ráðandi öflum verði í landinu. S-Víetnam hefur aldrei átt óumdeildan leiðtoga, sem orðið hefur sameiningartákn þjóðarinnar á erfiðum tímum. Af þeim sökum hefur skort alla festu í stjórn landsins, og afleiðingin hefur orðið sú, að hver stjórnin hefur tekið við I úyggt stjórnmálaástand landinu. Það er nú komið ljós, að það hefur ekki reynzt unnt. En jafnvel þótt svo sé ekki, j/erða menn að gera sér ljóst, að árásarstefnu kommúnista í Asíu verður að stöðva. Eftír að Atlantshafsbandalagið hafði stöðvað framsókn kommúnista í Evrópu hlaut að því að koma, að þeir beindu athygli sinni að öðr- um heimshlutum, og þá sér- staklega Asíu. Kóreustyrjöld in var fyrsti prófsteinn á stað festu frjálsra þjóða heims til þess að verjast ásókn komm únista einnig þar. Það var gert undir fánum Sameinuðu þjóðanna, og það tókst. Suð- ur-Víetnam var næsta fórn- ardýr hins alþjóðlega komm- únisma, og Bandaríkin, brjóst vörn hinna frjálsu þjóða heims, hafa gert sér grein fyrir nauðsyn þess, að þar yrði einnig tekið í taumana. Þess yegna hafa Bandaríkja- menn sent fjölmennt herlið til Suður-Víetnam, til þess að aðstoða íbúa þess land við að ráða niðurlögum skæru- liðasveita kommúnista. Öll- um er ljóst, að sá kostur er engan veginn góður, að hið mikla stórveldi Vesturheims skuli senda svo fjölmennt her lið til annars ríkis, en líta verður á styrjöldina í Suður- Víetnam frá heimspólitísku sjónarmiði, en ekki stað- bundnu. Þótt allir geti verið sammála um að sú leið, sem Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra hafa farið í Suð- ur-Víetnam sé ekki góð, hljóta menn einnig að gera sér grein fyrir því, að ann- arra kosta var ekki völ. af annarri, án þess þó að ná | Jafnframt því, sem Banda- nægilegri fótfestu og styrkri jríkjamenn hafa aukið hernað- stöðu í landinu. Ástæðan er araðgerðir sínar í Suður-Viet kannski fyrst og fremst sú, að > nam hafa þeir gert ítrekaðar þær ríkisstjórnir, sem setið hafa í Suður-Víetnam hafa ekki haft innan sinna vé- banda fulltrúa allra meiri- háttar stjórnmála- og trúar- hreyfinga landsins. Þeir, sem fyrir utan hafa staðið, hafa verið það áhrifamiklir, að þeir hafa getað magnað upp óánægju, deilur og mótmæla- aðgerðir gegn ríkjandi mönn- um. Það hefur jafnan verið full mikil bjartsýni allt frá því að Diem var steypt af stóli að ætla, að takast mundi að koma á fót í Suður-Víetnam styrkri stjórn, sem nyti stuðn ing helztu stjórnmála- og trú- arhreyfinga í landinu. Þó hafa menn gert sér vonir um, að hershöfðingjastjórn þeirri, sem nú situr við völd undir forustu Ky marskálks, mundi takast að skapa sæmilega tilraunir til þess að koma á friðarviðra^ðum og er skemmst að minnast hinnar miklu friðarsóknar Johnsons Bandaríkjaforseta í des. sl. En kommúnistar hafa jafnan hafnað öllum tilmælum um friðarviðræður. Sökin á áframhaldandi hernaðarað- gerðum liggur því hjá þeim. Fullvíst má telja að lok styrjaldarinnar í Suður-Víet- nam séu ekki á næsta leyti. Suður-Víetnam er enn einn prófsteinn á vilja og dug frjálsra þjóða heims undir forustu Bandaríkjanna til þess að stöðva framsókn hins alþjóðlega kommúnisma, og þótt erfiðleikar geri vart við sig, eins og hið ótrygga stjórn málaástand í Suður-Víetnam, sem menn eru minntir á nú þessa dagana, má ekki til þess komá, að frjálsar þjóðir 40 ár undir stjórn PORTÚGALAR undirbúa nú mikil hátíðahöld til að minn- ast fjörutíu ára stjórnartíðar hins aldna forsætisráðherra sins, Salazars, sem sjálfur verður 77 ára gamall 28. apríl. Antonio de Oliveira Salazar er maður þéttur á velli, silfur hærður, hæglátur og lítill gleðimaður. Hann lifir einstak lega reglubundnu lífi í litla, gula húsinu sínu, þar sem hvorki eru til truflunar eða augnayndis eiginkona, börn eða barnabörn, aðeins blóm- skrúðið í garðinum, niðandi gosbrúnnur og fuglasöngur — undirspil iðjusamrar og ein- mana ævi þessa piparsveins Portúgals. Salazar tók við embætti fjármálaráðherra 27. apríl ár- ið 1928, degi áður en hann varð 38 ára og varð forsætis- ráðherra 1932. Síðan hefur hann, eins og segir í hinni opinberu ævisögu hans, „hald ið um stjórnvölinn og stýrt landi sínu út úr ógöngum . stjórnmálalegs og efnahags- legs öngþveitis". Sjálfur lítur Salazar til baka hreykinn og stoltur af því sem áunnizt hef- ur síðan 1926 þegar „hið nýja ríki“ — Estado Novo — kom til skjalanna. Og það er líka sitthvað sem Salazar getur verið stoltur af. Þjóðartekjur í Portúgal hafa tólffaldazt og eru nú yfir 600 milljónir dala eða 25,800 millj. ísl. kr., ólæsi barna á skóla- aldri er nú úr sögunni, en var áður 70%, óheyrilega há tala í V-Evrópuríki, lífskjör mánna eru þrisvar sinnum betri nú en þegar hann kom til valda, framleiðsla iðnvarnings ýmiss konar eykst um 71,7% árlega og' tala háskólanema hefur nær sexfaldazt. „Við höfum unnið hörðum höndurn", sagði Salazar í við- tali nýverið, „og sem næst einir, á tímum styrkja og i tæknilegrar aðstoðar við allt og alla. Við eigum einir allan heiður af því sem áunnizt hef- ur“. En þó margt hafi áunnizt, bjátar enn ýmislegt á hjá stjórnendum í Portúgal. í>ar er þá fyrst stríð þeirra á þremur vígstöðvum í AfríkU, gegn uppreisnarmönnum í Angola, Mozambique og Guin eu, sem til er kostað 42% af fjárlögum ríkisins. Og þótt lífskjör fari sífellt batnandi í Portúgal leita landsmenn burtu unnvörpum, eða um 100.000 á ári, í leit að skjót- fengnari lífsgæðum í öðrum löndum. Flest eru þetta menn á bezta aldri og missir að slíkum mannafla þótt konur taki til höndum við fram- leiðslustörf í æ ríkara mæli og jafnvel börn líka. Salazar lítur Atlantshafs- bandalagið hornauga og telur það „ófullnægjandi", en Portú galar hafa aftur á móti gert milliríkjasamninga um varn- armál við Þýzkaland, Frakk- land og Spán. Bandaríkja- menn, sem sætt hafa töluverð um ákúrum fyrir „skilnings- leysi“ þeirfa ög „slælegan stuðning" við stefnu Portú- gals í nýlendumálum, þ.e. við horfið til landa þeirra í Afr- iku sem þeir ráða enn, eru orðnir uggandi um áfram- hald aðstöðu þeirrar er þeir hafa notið á Azores-eyjum og afnot af portúgölskum flota- höfnum, sem þeir hafa sam- kvæmt sáttmáia gerðum 1947. í innanríkismálum lítur pip arsveinninn aldni bjartari augum á hlutina. Andstaða er nokkur gegn honum, en ekki svo neinu nemi að hans dómi. Kommúnistaflokkur landsins er bannaður og leynilögregla landsins hefur nýverið látið til sín taka starfsemi þeirra er mest höfðu sig í frammi úr þeim hópi, þannig að þeir gera tæplega mikinn óskunda í bráð. Stúdentaóeirðir voru engar í fyrra og taldist held- ur til nýlundu. Lýðræðissinna andstöðuflokkur komst á laggirnar og ætlaði að bjóða fram til þingkosninga í fyrra en hvarf frá þeirri fyrirætlun sinni er til átti að taka. Kristi legir demókratar hafa reynt að koma á stjómmálastarf- semi sinna ínanna, en eiga við ramman reip að draga þar sem er skipulagsleysi og mik- ið aðhald, ritskoðun o. a., af Salazars hálfu stjórnarvalda. Og Antonio de Oliveira ^ Salazar situr enn í litla, gula I húsinu sínu í blómskrýddum | garðinum og lítur yfir farinn veg. Hann gengur þess ekki ! dulinn að hann hefur áunnið , I sér óvild og hatur margra, en , hann á líka vísa vircflng og aðdáun af öðrum. Hann er 1 gamalreyndur í refskák stjórn , l málanna og nú í ár teflir hann , fram áþreifanlegum stað- reyndum, áhrifamiklum fram- 1 ! kvæmdum fjörutíu ára stjórn- arferils gegn óljósri og sund- , urþykkri andstöðu ýmissa landsmanna sinna. • í ágúst verður opnuð til i umferðar hengibrúin mikla 1 yfir ósa Tajo, lengsta hengi- i brú í Evrópu. Einnig á að J koma til framkvæmda í vor \ eða sumar ný verkalýðsmála- V löggjöf og breytingar verða il gerðar á almannarétti. I sum- z arlok verða opnuð almenningi ) til afnota þjóðlistasafn i höfuð borginni, bókasafn og land- I búnaðarmálastofnun, auk 1 fjölda skóla, járnbrautarleiða, V þjóðvega og flugleiða, bæði l heima og í londum Portúgala t 'í Afríku. Eins og áður sagði verður | Salazar 77 ára 28. apríl. Hann i þykir bera aldurinn vel og \ virðist yngri að árum, en seg- ir sjálfur að það sé að þakka [ reglulegum lifnaðarháttum. — i Hann vinnur átta stundir dag , hvern, situr að skriftum einn saman á morgnana, en ræðir 1 við nánustu samstarfsmenn 1 sína, ráðherra og aðra eftir , hádegi. Oft hefur getum ver- ið að því leitt, hvað muni við taka í Portúgal þegar Salazar sé allur og hafðar eru nánar , gætur á sanistarfsmönnum, ef svo færi að þar leyndist eftir- maður forsætisráðherrans. En allar slíkar vangaveltur eru út í bláinn og sjálfur hefur Salazar aldrei reifað málið á opinberum vettvangi. Nánir samstarfsmenn hans segja það hafi ekki borið á góma enn [ og haft er eftir háttsettum starfsmanni í portúgölsku stjórninni að „allt tal um eftir mann Salazars sé ótímabært“. Eftir DENNIS REDMONT heims bresti kjark til þess að takast á við þá erfiðleika og halda áfram þeim aðgerðum, sem þegar hafa verið hafnar til þess að vinna bug á árásar stefnu kommúnista í Asíu. SKÝRAR LÍNUR ¥ ínurnar í íslenzkum stjórn- málum hafa óneitanlega skýrzt mikið á því Alþingi, sem núr situr. Stuðningsflokk- ar ríkisstjórnarinnar hafa allt frá árinu 1960 haldið staðfast- lega fram þeirri stefnu, að koma efnahagskerfi þjóðar- innar á nýjan og heilbrigðari grundvöll, afnema hverskyns höft á viðskipti og fram- kvæmdir, en auka frelsi á öll- um sviðum. Þessari stefnu hefur stöðugt verið haldið á- fram frá 1960, og á hverju ári hafa nýjar ráðstafanir verið gerðar til þess að auka frelsi iandsmanna til athafna og í viðskiptalífinu. Stjórnarandstæðingar hafa á því þingi, sem nú situr, end- anlega kveðið upp úr um það, að þeir eru andvígir þessari stefnu. — Framsóknarmenn lýstu því yfir þegar í upphafi þings, að þeir vildu fara aðra leið, þeir vildu taka á ný upp þá haftastefnu, sem hér ríkti allt frá styrj aldarlokum og fram til upphafs Viðreisnar- stjórnarinnar. Þá yfirlýsingu gaf Eysteinn Jónsson þegar í upphafi þings, þegar hann boðaði „hina leið“ Framsókn- arflokksins. — Kommúnistar hafa einnig tekið undir þessa stefnu og Lúðvík Jósepsson lýst henni í útvarpinu. Hann sagði þá, að ef nokkuð væri, þyrftu höftin að vera enn strangari nú, heldur en þau voru á tímum vinstri stjórn- arinnar. Og nú flytja komm- únistar tillögu á Alþingi um að herða enn verðlagshöft í landinu. - í atvinnumálum hafa stjórn arflokkarnir markað fram- sækna og djarfa stefnu, sem miðar að nýtingu auðlinda landsins, þ. á m. fossaflsink til þess að koma á stórfelldri iðnvæðingu á íslandi og fyrsta skrefið í átt til þess er frumvarp það um staðfest- ingu á álsamningunum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Stjórn arandstöðuflokkarnir hafa tekið afdráttarlausa afstöðu gegn þessum stórhuga fyrir- ætlunum íslendinga og hafa barizt af mikilli heift gegn iðnvæðingu íslands. Þannig eru línurnar skýrar í íslenzkum stjórnmálum. Valið er ljóst. Annarsvegar er frelsis- og framkvæmdastefna ríkisstjórnarinnar og stuðn- ingsflokka hennar, hinsvegar er hafta-, ófrelsis- og aftur- haldsstefna stjórnarandstöð- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.