Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 5
Föstudagur 15. aprll 1980 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÖLLUM ÁTTUM FRÓÐLEIKSFÚSUM borgar- búuxa, ©g öðrum þeim, sem hafa áhuga á sögu Reykja- víkur, gefst um þessar mund- ir kostur á að auka enn á þekkingu sína á Reykja- vík fyrri tíma með því að skoða sýningu þá, sem nú stendur yfir í boga- sal Þjóðminjasafnsins og nefnist „Myndir úr minja- safni“. Eins og nafmið bendir Lárus Sigurbjörnsson við líkanið af Reykjavík árið 1786. „Myndir úr minjasafni" Gengið með Ldrusi SigurbjörnssYni um Reykjavíkursýninguna í Bogasalnum tii er uppistaða sýningarinn- ar málverk, uppdrættir eða kort, teikningar og ljósmyndir af Reykjavík fyrri tíma og allt fram til vorra daga. Sýningin „Myndir úr minjasafni“ var opnuð þann 6. apríl sl. og hún verður op- in út þessa viku kl. 14-22. Mikill mannfjöldi hefur þeg- ar sótt sýninguna, og munu t.d. á þriðja þúsund manns hafa s koðað hana þá daga, sem hún var opin yfir pásk- ana, bæði börn og fullorðnir. Hvetja ætti skóla til þess að gangast fyrir því að nemend- ur sæki sýninguna, því að hún gefur ljósa mynd af þró- un Reykjavíkur sem kaup- staðar, og er hin fróðlegasta. Blaðamaður Mbl. brá sér á sýninguna nú fyrir skömmu, og fékk hann til liðs við sig Lárus Sigurbjörnsson, skjala vörð, sem fræddi hann um helztu þætti sýningarinnar, en Lárus er með fróðustu mönnum um sögu borgar- innar. Gefum þá Lárusi orð- ið: — Það má segja að sýning- unni sé skipj. í sex flo'kka, og hefst hún á gömlum kortum af Reykjavík. Tilgangurinn með því að sýna þau er að leitast við að sýna fram á hvar bæjarstæðið hefur verið á 18. öld. Og í því efni- er þýðingarmikill tengiliður milli þeirra korta, sem þekkt voru áður, kort sem fannst í þjóðskjalasafni Dana, og birtist hér á sýningunni í fyrsta skipti. Kort þetta er dregið upp af ofursta nokkr- um, Eeleff að nafni, árið 1781, og það sýnir í frumgerð sinni ekkert annað en það, sem hér var þá fyrir, þ.e.a.s. kirkjuna og bæjarhúsin. Það sýnir fjögur sjálfstæð hús, sem liggja suður af kirkj unni, og út með tjörninni, og er það ákaflega merkilegt, því að ekkert er því til fyrir- stöðu — nema auðvitað stað- reyndin — að Ecleff hefði getað teiknað húsin fyrir framan kirkjuna, eins og margir hafa viljað halda fram að bæjarstæðið hafi verið. Þetta kort Ecleffs var siðan dregið fram í dagsljósið árið 1783 til þess að sýna fyrir- hugaðar byggingar á Austur- velli, sem sé biskupssetur og skóla. iÞá er að sjálfsögðu einnig innfært á kortið, það sem búið var að byggja handan lækjarins frá því að Ecleff dró up kort sitt, tugt- húsið. — Svo eru hér önnur kort, sem vert er að skoða. T.d. eru það teikningar séra Sæ- mundar Hólm, sem gerðar eru 1783. Önnur er útlitsteikn ing af Reykjavík, en hin er skipulagsteikning, og eins og á korti Ecleffs er þar einnig gert ráð fyrir að á Austur- velli muni rísa biskupsstofa og skóli. En það vill bara svo til að séra Sæmundur kemur ekki hingað til lands fyrr en árið 1789, og því hefur hann ekki getað gert teikningarnar eftir eigin sjón. Hins vegar má rekja þetta kort til þess árs, sem þeir Levetzow og Magnús Stephenssen voru sendir hingað til lands, haust ið 1783 og hafa verið teiknað eftir þeirra fyrirsögn, því að Levetzow var einmitt aðal- hvatamaðurinn að þeirri til- lögu að færa biskupssetrið til Reykjavíkur í landsnefnd- inni síðari 1785. — En snúum okkur aftur að korti Ecleff árið 1731. Við fyrstu athugun má segja, að það stangist á við þessi tvö kort hér, segir Lárus og bend ir á tvö kort, sem hanga rétt við kort Ecleffs. — Annað er frá 1715 en hitt frá 1776. En við nánari athugun sér mað- ur að Hoffgaard, sá sem teiknaði eldra kortð, leitast við að sýna rétta sjónhend- ingu milli kirkjunnar, Reykja Víkurtoæjar og Skildinga- nesbæjar, og það tekst hon- um. En á hinn bóginn verður útlitsteikningin hjá honum skökk því að hann hefur ekki mm er að sýna útlit og afstöðu bæjarins, inréttinganna og fálkahússins og hendir hann þá líkt og Hoffgaard að hann fær ekki rúm fyrir 4 hús innréttinganna sitt hvoru megin við götu (núverandi Aðalstræti) nema með því að Kort Ecleff af Reykjavík 17 31, en þar sjást bæjarhúsin suður af kirkjunni og út með tjörninni. nægilegt rúm fyrir Skildinga- snúa götunni um rétt horn til nesbæinn til þess að hann fái vesturs. rétta afstöðu og því snýr — Til þess að gera það enn hann sjónheningunni um 90 ljósara, hvar bæjarstæðið gráður, og þá kemur allt hefur verið á þessum tíma, er heim. Varðandi kort Minors, sýndur hér á sýningunni sem gerði yngra kortið, þá vitnisburður tveggja manna, kemur það sama í ljós. Hann sem hafa án alls vafa vitað um það — annar þeirra er Runólfur Klemensson, síðasti forstöðumaður innréttingana, en hann leggur til í skjali til Skúla fógeta, sem undirritar skjalið, fyrirmæli um það hvernig vaktarinn eigi að ganga milli húsanna, m.a. í Aðalstræti sem nú er, en hét þá aðeins Gaden. í því segir að hann skuli hrópa við glugga Madame Angels, þar sem nú er Aðalstræti 16, „og allersidst OPPE i Reikevik í mellem Madame Bruuns og Tömmermand Holms Baier“, segir svo orðrétt í skjalinu. Og þetta er staðarákvörðun, sem alls ekki verður ve- fengd. En í þessari deild eru líka fjölmörg önnur kort sem sýna grósku kaupstaðarins allar götur frá 1801 til 1920. Lárus heldur þessu næst í næstu deild. — í þessari deild eru eingöngu Reykjavíkur- myndir eftir Jón Helgason, biskup, en enginn maður hef ur lagt eins mikið af mörkum til sögu bæjarins og til þess að varðveita bæjarmyndina, eins og hann. Elzta myndin í deildinni er frá 1885, máluð út um glugga Latínuskólans, að því er Jón segir sjálfur. — En dr. Jón gerði meira en að mála eftir fyrirmyndum. Hann var svo kunnugur bæn- um sínum og hafði svo gott sjónminni, að hann gat leið- rétt fyrri tíðar myndir er- lendra ferðamanna hér og annarra, fært til réttra hlut- falla og málað réttum litum. Hér eru 27 málverk eftir hann, en samtímis eru einnig til sýnis 57 vatnslitamyndir eftir hann í Skúlatúni 2. — Nú, þá er komið að þriðju deildinni ,segir Lárus, þegar deild Jóns Helgasonar hefur verið skoðuð lengi og rækilega, — en það eru nær eingöngu myndir úr bókum ferðamanna, sem hingað hafa komið, og eru þær flestar vel kunnar. Þó eru hér tvö mál- verk sem ekki hafa verið sýnd áður — myndir sem sýna Reykjavík árið 1789, og eru þær eftir brezka málar- ann Nicholas Pocoock. Hann kom hingað að vísu ekki sjálf ur, heldur gerði máiverkin eftir frumdráttum teiknarans Baines, sem tók þátt í leið- angri Stanley lávarðar hing- að. Pocoock var mjög þekkt- ur málari á sínum tíma, sér- staklega fyrir ýmsar orustu- myndir. Hann málaði m.a. sjóorustuna við Kaupmanna- höfn. — Hér í fjórðu deild, segir Lárus, þegar við höfum virt myndir Pocoock nægilega fyrir okkur, — eru tvær út- litsteikningar af Reykjavik, það eldra frá 1801 en hið yngra frá 1836, gert af Aage Nielsen-Edwin, og auk þess eitt líkan eftir þá Aage og Eggert Guðmundsson list- málara, sem sýnir Reykjavík Framhald á bls. 14 Reykjavík árið 1786. Þar sem litli torfba'rinn, sem er lengst til liægri á myndinni stóð, er nú Morgunblaðshöllin. Því næst kemur geymsluhús stofnanna (síðar Hakonsenshús), fjós Innréttinga og heygarður, dúkvefnaðarhús og íbúðar assistenta (síðar biskupsstofa), kontor og magasinhús, spunahús, kirkjan, lóskurðarstofa (síðar fyrsti barnaskóli bæjarins), og ullar- stofa. Myndin er tekin af líkani þcirra Aage Nielsen-Edwin og Eggerts Guðmundssonar. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.