Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. aprfl 196< Landsleikurinn « gærkvöldi: Franskur dómari tryggöi f ranskan sigur 16-15 Lélegur landsleikur þar sem ísland hafði yfir í hálfleik 9-8 — en hlutdrægur dómur rétti hlut Frakka í síðari hálfleik ENN urðu ísl. handknattleiksmenn að láta í minni pokann i lands- leik. í gærkvöldi sigruðu Frakkar Islendinga með 16 mörkum gegn 15. Leikurinn var lélegur og slakur hjá báðum liðum, einkum fram- an af. En það sem gerir hann eftirminnilegan eru dómarastörfin. Sænski dómarinn, sem átti að dæma náði ekki til landsins fyrr en um það bil sem leiknum var lokið vegna sólarhrings seinkunar flug- vélar í Glasgow. Varð þá að samkomulagi að Hannes Þ .Sigurðsson dæmdi fyrri hálfleik en franski fararstjórinn Nelson Paillou dæmdi síðari hálfleikinn. Hannes slapp vel frá sínu hlutverki en dómur Frakkans var fyrir neðan allar hellur. Er raunar hneyksli að bjóða upp á slíkt í landsleik. Það er hægt að krefjast mikils af landsliðs- mönnum, en ekki að þeir geti leikið vel meðan þeim er haldið eða á þeim legið, þeim hrint eða ýtt til. En þetta urðu leikmenn að gera og kom það mjög niður á ísl. liðinu. Má hreinlega fullyrða að Paillou hafi tryggt Frökkum sigurinn með dómum sínum. ★ Hæg byrjun íslendingar hófu leikinn með kvöldsólina í augun fyrstu mínúturnar. f>að var enginn glans yfir byrjuninni — skorti neistann. Ingólfur skaut fyrsta skotinu en, en það var illa fram- kvæmt og lenti í varnarvegg. Fyrsta markið kom eftir 2 mín. leik skoraði Roger Lambet fyrsta mark leiksins með eld- snöggu og óvæntu skoti aftur fyrir sig og mín. síðar bætir Etcheverry (8) öðru við með línu skoti. Annað markskot fslendinga — frá Herði — er varið og útlitið er heldur svart. Á 5. mín. er fsl. dæmt víta- kast og Gunnlaugur skorar af öryggi og tveim mínútum síðar jafnar Hörður með fallegu marki. Stefán Sandholt nær forystu fyrir fsland mínútu síðar með fallegu marki af línu og maður lifði í voninni um að ísl. liðið vaknaði nú af dvalanum. En Frakkar ná að jafna bæði við 3—3 og eftir 12 mín. 4—4. íslendingar ná síðan tveggja marka forskoti með mörkum Stefáns Jónssonar og Geirs Hall- steinssonar. En það var aldrei fylgt eftir heldur spilað á hálfum hraða og eiginlega án allrar leikgleði. Hinn hávaxni Brunet skorar nú sitt fyrsta mark með þrumuskoti í þverslá og inn og örlitlu síðar jafna Frakkar. Varði markvörð- urinn skot fslendinga sendi langt fram. Þar voru hinir fljótu sókn armenn Frakka komnir, en eng- inn til varnar og auðvelt að jafna. Frakkar ná svo frumkvæðinu er Silvestro skorar eftir 19 mín., en Stefán Jónsson jafnar. Aftur komast Frakkar yfir en tvö síð- ustu mörkin skora Hörður Krist- insson og Gunnlaugur út víti og tryggðu þar með eins marks for- ystu íslands í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn allur var mjög lélegur hjá báðum Iiðum, hraðinn enginn ef undan eru skilin hraðupp- hlaup Frakka og tilþrif næsta lítil. Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi fyrri hálfleikinn. Komst hann vel frá dómun- um, en vantaði þó ákveðni og meiri hraða í störf hans. Hörður brýst í gegn og skorar a f línu. — Myndir Sv. Þorm. Gunnlaugur skorar glæsilega. Urslitin um bikarinn í kvöld Tekst Reykjavlkurliðinu að vinna þriðja sigurinn? í KVÖLD kl. 8,15 fer fram að Hálogalandi lei'kur í körfu knattleik milli Reykjavíkur- úrvals og úrvals Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli. Þetta er þriðja árið, sem keppni þessi fer fram og hef- ur Reykjavíkurúrvalið sigrað tvisvar sinnum. í kvöld fer fram fimmti og síðasti leikur þessa keppnistímabils. Leikar standa þannig, að hvort lið hefur unnið tvo leiki. Er því hér um hreinan úrslitaleik að ræða. Vafalaust má Iþví búast við tvísýnum leik. Reykjavíkur- úrvalið er þannig skipað: Agnar Friðriksson, ÍR Hólmsteinn Sigurðsson ÍR Einar Bollason, KR Gunnar Gunnarsson, KR Kolbeinn Pálsson, KR Kristinn Stefánsson, KR Einar Matthíasson, KFR Ólafur Thorlacius KFR Birgir Ö. Birgis, Á. Hallgrímur Gunnarsson Á Er þetta sama lið og sigraði Dani í Polar Cup um páskana að Þorsteini Hallgrimssyni undanskildum. Körfuknatt- leiksunnendur eru hvattir til að koma og sjá fjörugan og skemmtilegan leik. Á undan leik þessum fer fram úrslitaleikur íslandsmóts ins í II. fl. karla milli Ar- manns og KR. if Bezti kafli íslands Roger. Lambert skoraði tvö fyrstu mörk síðari hálfleiks og náði þannig forystu fyrir Frakka. En þá tók ísl. liðið f jörkipp — þann eina sem eitthvert bragð var að allan leikinn. Iiermann jafnaði 10—10 með glæsilegu marki í bláhornið uppi og síðan kom kapituli Gunnlaugs. Á 3 næstu mínút- um skoraði hann 3 mörk með þrumuskotura gegnum glufur í vörn Frakka. Voru öll þessi mörk steypt í sama mótið með fallegum leikandi aðdraganda. Vonirnar um öruggan sigur kviknuðu í brjóstum áhorf- enda, og Frakkarnir stóðu agn dofa og lafhræddir er Gunn- laugur nálgaðist. En Adam var ekki lengi í Paradís. Á næstu tveim mínút- um hverfur þetta 3 marka for- skot. Það var Jean Faye sem skoraði þrjú mörk í röð öll af línu og var eitt þeirra viður- kennt þó markvörður veifaði að stigið hefði verið yfir línu. Dóm- arinn anzaði ekki slíkri afskipta- semi. Baráttan tók nú að harðna. Geir skorar 14—13 fyrir ísland en Frakkar jafna — en aftur nær Ingólfur forskoti 15—14. Voru þá 13 mín. af hálfleiknum. ★ Hlutdrægur dómari Hafði nú ísl. liðið náð öllu betri tökum á leiknum, en Frakk arnir tóku þá að leika mjög fast með sífelldum og endurteknum hrindingum, halda í menn, stympast og káfa. Franski dóm- arinn tók aldrei fast á slíku, en sífelld aukaköst voru fram- kvæmd. Hvað eftir annað dæmdi sá franski hreinlega hlutdrægt. Þannig hafði hann af íslending- um augljóst vítakast er einn sókn armaður íslands var gripinn er hann flaug inn í markteig Frakka. Enn dæmdi hann Frökk- um aukakast fyrir að brjóta á íslendingum og fleiri einstæða hluti hafði hann í frammi. Á 17 síðustu míntúunum voru aðeins tvö mörk skoruð í þessum einstæða landsleik. Frakkarnir skoruðu þau bæði og tryggðu sér þannig sigur. Er markatalan í síð ari hluta hálfleiksins þó í engu samræmi við gang leiksins og hreinlega furðuleg. Franska liðið er alls ekki gott. Það hefur að skipa skotmönnum, vinstrihandar skyttum sem oft eru hættulegar. En leikur liðsins er þunglamalegur. Aðalmáttur- inn fólst í hröðum upphlaupum hinna léttu sóknarmanna er vörn var snúið í sókn — og var raunar undarlegt hve seint ísl. liðið hóf varnaraðgerðir við þeim. fsl. liðið átti og slakan leik —* einkum þó í fyrri hálfleik. Það skorti allan léttleik í leik liðsins og alla sigurgleði lengst af. Svarið við þungum sóknarleik Frakka framan við varnarvegg var léttur leikur og hraður, en til hans var aldrei gripið. Mis- heppnuð skot voru mörg og var Ingólfur þar efstur á blaði. Skipt ingar inná voru afar lélegar i síðari hálfleik og sátu þeir langt um of á bckkjunum Hermann, Geir og Hörður. Beztu menn liðs ins voru Gunnlaugur, Geir Hall- steinsson, Stefán Jónsson og Hörður. Jón stóð sig vel þá stund sem hann var í marki af nýliða að vera en Þorsteinn tók ekki að verja fyrr en langt var liðið á leikinn. Mörk Frakka skoruðu: Roger Lambert 4, Jean Faye 3, Brunet, Portes og Etcheverry 2 hver, Silvestro, Richard og Sellenet 1 hver. Mörk fslands skoruðu: Gunn- laugur 5 (2 úr víti), Geir 3, Hörður og Stefán Jónsson 2 hvor, Stefán Sandholt, Hermann og Ingólfur 1 hver. — A. St. Sfeinþórsmótið í Hamragili d sunnudag HIÐ svonefnda „Steinþórsmót" skíðamanna verður haldið á sunnudaginn kl. 2 siðdegis við skíðaskála fR í Hamragili. Sér skíðadeild ÍR um þetta mót sem haldið er til minningar um Steinþór Sigurðsson fyrsta for- mann Skíðasambandsins. Keppt er í sveitakeppni i svigi, sex manna sveitir. Nafna- kall fer fram kl. 1 e.h. á sunnu- daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.