Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 17
| Föstudagur 15. apríi 1>I86 MORGUNBLADIÐ 17 BRÉFKORN FRÁ BRETLAIMDI: KOSNINGUM LOKNUM AD j ÉG geri ekki ráð fyrir því, að úrslit kosninganna hér í Bret- landi skipti 1 sjálfu sér jafn- miklu máli og hitt, að ákveðin úrslit hafa náðzt. Um gervallt landið fagna menn því, að nú muni pólitíkin hverfa í skugg- ann um hríð að minnsta kosti, því að þjóðin er orðin lang- þreytt á þrasi og tæpum meiri- hluta Wilsons. Lítum sem snöggvast um öxl aftur til árs- ins 1963, þegar Harold Macmill- an hætti formennsku í íhalds- flokknum en á sama tíma hafði stjórn hans auðsæilega glatað i miklu af því fylgi, sem henni var svo örlátlega veitt árið 1959 í almennum kosningum. Allt frá því sumri hafa kjósendur lifað í stöðugri eftirvæntingu og ótta um kosningar. Frá falli Macmillans urðum við að bíða fram á haust 1964, er Verka- mannaflokkurinn marði vinn- ing með naumum meirihlutá, | eina fjóra þingmenn fram yfir andstæðingana, þótt heildar- tala þingmanna sé 630. Um seytján mánuði síðan hefur þjóðin lifað milli steins og sleggju ög aldrei vitað, hvenær | næstu kosninga var von. Nú er þetta allt um garð gengið. Verkamannaflokkurinn hefur unnið mikinn sigur með ' 97 þingmanna meirihluta yfir I samanlagða andstæðinga sína. ■ Verkamannaflokkurinn hefur I nú 363 þingmenn, fhaldsflokk- urinn( sem tapaði nú 51 þing- I sæti) beið mikinn hnekki og I hefur nú einungis 253 þingsæti; I Frjálslyndi flokkurinn bætti við sig tveim þingmönnum og hefur nú 12 þingmenn. (Þetta gera samtals 628 þingmenn; þau tvö sem eftir eru skiptast þannig: annað hlaut forseti þingsins, og hitt lýðræðissinn- aðir verkamenn í Norður-fr- landi). Öllum landslýð létti stórum við þessi úrslit. Jafnvel íhaldsmenn urðu þeim fegnir, því að nú geta þeir í friði varið næstum fimm árum til að end- I urskipa stefnu sína og baráttu. j En þeir þurfa á allri sinni orku ! að halda, ef þeir eiga að vinna j verulega á um næsta áratug. j Margir leiðtogar utan Bret- lands urðu einnig fegnir þess- um ákveðnu úrslitum. Þótt ! sumir bæru ugg í brjósti um 1 fjármálastefnu Verkamanna- ■ flokksins í Bretlandi og áhrif í hennar á fjármál heimsins, þá róuðust þeir mikið, er þeir sáu fram á það, að Verkamanna- flokkurinn mun ráða traustum meirihluta um næstu fimm árin. Örugg meirihlutastjórn SEXTUGUR er í dag Ingólf- ur Jörundsson, verkfræðingur, frá Hvassafelli í Mýrarsýslu. Hann lagði stund á verkfræði- nám í Danmörku og starfaði síð- an lengi að byggingum og húsa- teikningum bæði hérlendis og í Danmörku, en á bezta aldri tók hann sjúkdóm er leiddi til löm- unar og varð hann af þeim Sök- um að hverfa frá starfi sínu. Hefur hann undanfarin ár starf- að við vélritun hjá skjalasafni Reykj aví kurborgar. Blaðamaður Mbl. hitti Ingólf að máli í gær og ræddi stuttlega við hann í tilefni afimælisins. Ingólfur er fæddur að IJvassa- felli í Mýrarsýslu sonur hjón- vekur traust, þótt eitthvað í henni sé litað af sósíalisma. Verkamannaflokkurinn vann meiri sigur en þeir höfðu látið sig dreyma um, og íhaldsflokk- urinn gekk verr en þá sjálfa hafði grunað. Frjálslyndir hlutu ekki jafnmörg atkvæði og þeir höfðu gert ráð fyrir. Þannig má lýsa úrslitum kosninganna í skemmstu máli. Áhrif kosninganna á stjórn- mál Bretlands um næstu miss- eri eru flókin og torræð. Er það til að mynda líklegt, að viðhorf stjórnarinnar taki miklum stakkaskiptum? Margir töldu, að hinn naumi meirihluti Wil- sons um undanfarin þrjú miss- eri hafi í rauninni verið hon- um til mikils stuðnings, því að þetta hjálpaði honum til að hefta og hamla róttækustu þing mennina í vinstri armi flokks- ins (Wilson er sjálfur í miðjum flokki, eða ívið til vinstri), en þeir vildu láta Bretland for- dæma stefnu Bandaríkjanna í Vietnam, beita herveldi gegn Heath vann á eftir því sem Ieið á kosningabaráttuna. stjórn Smiths í Suður-Ródesíu, og knýja fram þjóðnýtingu á ýmsum atvinnuvegum, einkum stáliðnaðinum. Örlítill meiri- hluti stjórnarinnar verndaði hana gegn uppreisn vinstrisinn- aðra stuðningsmanna hennar. — En nú þegar meirihluti henn ar er orðinn svo mikill, þá er ekki jafnvíst, að Wilson muni auðnast að halda vinstrihlutan- um lengi í skefjum. Og í öðru lagi er hugsanlegt, að Wilson sjálfur muni hneigjast meir til vinstri, meir til róttækari sósíalisma. Allt eru þetta óræðar gátur, en hitt er víst, að úrslit kosn- inganna voru mikill persónu- anna Jörundar Guðbrandssonar oig Sigríðar Sigurðardóttur. ’Hann fluttist ungur í Dala- sýslu þar sem hann ólst upp til 16 ára aldurs, er hann hóf tré- smíðanám, fyrst í Strandasýslu én síðar í Reykjavík. — Hvenær sigldir þú utan til náms? — Það var 1931 að ég fór á tækniháskólann í Horsens í Dan- mörku. Þar var ég við nám þar til ég útskrifaðist 1935 sem verk- fræðingur eins oig það var kallað þá, þá var ekki komið orðið tæknifræðingur. Þar hitti óg eiginkonu mína Minnu Jöngensen, sem siðan hef- ur ætíð staðið með mér í blíðu sigur fyrir Wilson sjálfan. Það varð brátt auðséð í umræðum fyrir kosningar, að Verka- mannaflokkurinn lét að því liggja sem hér væri um að ræða einvígi milli tveggja forvígis- manna: Wilsons annars vegar og Edwards Heaths hins vegar. Wilson kom ávallt fram sem þjóðarleiðtogi, hafinn upp yfir dægurþras og pólitík, forvígis- maður óg föðurleg imynd. Að- ferð hans minnti rækilega á kosningamáta í Bandaríkjun- um, þegar forseti er valinn, enda hafði Wilson aldrei dulið hrifningu sína á Kennedy for- seta og stjórnsemi hans. Og Wilson hefur sloppið úr þessari orrahríð kosninganna óskaddað ur og ósigrandi, maðurinn sem vann þær eins og rauhsönn hetja. Það er því býsna Örðugt að gera ráð fyrir þvi, að vinstri armur flokksins muni sveigja stefnu hans, nema hann sjálíur sé tilleiðanlegur. Menn höfðu gert ráð fyrir því, að Wilson myndi gera miklu meiri breyt- ingar á stjórninni en raun varð á. Þannig hefur hann lítt hirt um að losna við úr ráðuneyti sínu bá menn, sem einna létt- vægastir höfðu verið furfdnir, en á hinn bóginn hefur hann hresst upp á stjórnina með því að taka með í hana á milli 10 og 20 unga og gáfaða þingmenn í minniháttar stöður. Þróttur Verkamannaflokksins er að verulegu leyti fólginn í því, að í honum eru margir afburða hæfileikamenn á milli þrítugs og fertugs. Slíkt boðar góða framtíð. Þótt undarlegt megi virðast, þá hefur leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Edward Heath, einnig stórvaxið að frama í kosningunum. Allir eru á einu máli um það, að hann fór sí- batnandi og sívaxandi eftir því sem lengra leið á kosningabar- áttuna, þótt honum auðnaðist ekki að jafnast á við Harold Wilson að pólítískri tækni, per- sónuleika og skörpum skilningi á stjórnmálalegum vandamál- um. Edward Heath setti fram á skýran og ótvíræðan hátt, hvernig stefna íhaldsflokksins hlýtur að verða í framtíðinni, ef honum á að auðnast að vinna gegn áhrifum sósíalismans: þróttmikil barátta fyrir auk- inni samvinnu við Evrópu, hag- stefna, sem byggist á frjálsu framtaki með skattaívilnunum frepaur en sósíalískri skipulagn ingu, endurskipan á öllu bóta- kerfi velferðarríkisins, svo að einungis þurfamenn njóti fram- Ingólfur Jörundsson og stríðu. — Hvað gerðirðu svo að náml loknu? — Ég kom þá heim til íslands og starfaði við byggingar hér í eitt ár, en var svo næsta ár við störf £ Danrnörkiu hjá verlc- fræðifirma. Þar vann ég aðallega laga og styrkja frá hinu opin- bera, — og að lokum lagði hann áherzlu á fastari tök og eftirlit með verkalýðsfélögum. Enginn vafi getur leikið á því, að íhaldsflokkurinn er nú sem stendur illa á vegi staddur. Og hvergi er þetta berara en hér í Skotlandi. Af 71 þingsæti í Skotlandi höfðu þeir 36 fyrir tíu árum, en nú ráða þeir ein- ungis 20. Einkum hafa kjósend- ur í borgunum horfið frá þeim, svo að íhaldsmenn hafa nú ein- ungis 2 af 15 þingsætum í Glas- gow. í Skotlandi hefur fhalds- flokkurinn í rauninni dvínað og orðið að hreinum bændaflokki, og þó hafa frjálslyndir unnið mikið á í þeim kjördæmum, sem áður voru algerlega á valdi þeirra. í Englandi var einnig miklu meiri hreyfing til Verkamanna flokksins í borgum en í sveit- um. En Skotland er að ýmsu leyti frábrugðið Englandi. í fyrsta lagi ber þess að geta, áð vinstrisinnaðir sósíalistar hafa um langan aldur verið sterkari þar, einkum á Clydesvæðinu en í Englandi. f öðru lagi er það sjálfstæðishreyfing Skotlands, sem jafnan hefur notið meiri skilnings með Verkamanna- flokknum en íhaldsflokknum. En frjálslyndi flokkurinn hefur lagt sérstaka áherzlu á það, að Skotland og Wales ættu að fá sérstök þing til að annast sér- mál sín, en senda jafnframt þingmenn til Lundúna, þar sem fjallað yrði um sameiginleg vandamál alls Bretlands. Einhver mikilvægasti árang- ur kosninganna í Skotlandi er sá, að skozkir þjóðernissinnar hafa nú stóraukið fylgi sitt, svo að nú hlutu þeir 180.000 at- kvæði samanlagt, en einungis 60.000 árið 1964. í þrem kjör- dæmum ferigu þjóðernissinnar næst-hæstan atkvæðafjölda og skutu öðrum flokkum aftur fyrir sig. Þjóðprnishreyfingin og krafan um sérstakt þing handa Skotlandi og raunveru- legt sjálfstæði hefur nú öðlazt meiri virðingu og viðurkenn- ingu en nokkru sinni fyrr. Ef vér lítum á kosningarnar í heild, þá kemur brátt í Ijós merkilegt fyrirbæri: áhrif skoð- anakönnunar og spádómar um úrslit kosninganna fyrirfram. Hér voru ýmsar skoðanakann- anir að verki. Ein þeirra spáði Verkamannaflokknum stórsigri með 250 þingmanna meirihluta, en aðrar gerðu ráð fyrir því, að hann myndi vinna með 100 til 150 þingmanna meirihluta, og fóru því býsna nærri úrslit- unum, sem voru 97 þingmanna meirihluti. En margir töldu það sennilegt, að allar þessar skoðanakannanir hafi hlotið að hafa töluverð áhrif á kosning- arnar sjálfar. f fyrsta lagi eru margir þannig gerðir, að þeir vilja fylgja meirihlutanum eða við vega- og brúarteikningar. — Svo komstu heim aftur? — Já, og þá vann ég einnig við teikningar, en það var frem- ur lítið um verkefni hér þá sem annars staðar. En svo þegar fór að lifna á árunum 41-42 þá var ég alveg sleginn út af sjúkdómi, sem leiddi til þess að ég lamað- ist. — Var ekkert hægt að gera til lækningar? — Nei, það var ekki, en ég fór eitt ár til Bandaríkjanna til lækninga í Mayo stofnuninni, og þar held ég að þeim hafi tek- ist að stöðva sjúkdóminn, því ég hef ekki orðið var við hann síð- an. — Hvað gerðirðu þegar þú komst heim? — Þá var ég nær óstarfhæfur, en ég var að reyna að skrifa ýmislegt, var við það í ein fimm ár. — Hvað skrifaðirðu helzt — Ég fékkst dálítið við að skrifa söigur af ýmsu tagi. — Það hlýtur að liggja heil- mikið eftir þig. Hefurðu aldrei gefið út bók? — Já, maður gæti haldið að 1 Úrslit kosninganna vorn mikill persónulegur sigur fyrir Wilson. þeim flokki, sem líklegastur er til vinnings, og í öðru lagi munu sumir hafa leitazt við að afsanna spádómana með því að kjósa öfugt. Kosningarnar minntu dálítið á kappreiðar, þar sem mikið var veðjað á úrslitin, og verður því ekki neitað, að slíkt hefur neikvæð áhrif á lýðræðislegt eðli almennra kosninga. En hversvegna vann Verka- mannaflokkurinn? Hafði hann stjórnað svo vel um undanfarna 17 mánuði og leyst svo vel úr fjárhagsvandamálum þjóðar- innar, að hann ætti þetta skilið? Hafði honum auðnazt að finna lykilinn að þvi mikla vanda- máli, hvernig ætti að halda verðlagi í skefjum á sama tíma og framleiðsla ykist? Svarið við öllum þessum spurningum hlýt- ur að verða neitkvætt eða vafa- samt. En á hinn bóginn er það augljóst, að kjósendur vildu láta stjórnina fá tækifæri til að sýna hvað hún gat. Gefa henni kost á að ljúka því hlutverki, sem hún hafði sett sér fyrir 17. mánuðum. Næstu fimm árin munu skera úr um það, að hve míklu leyti þetta traust var réttlætanlegt. Sumir óttast, að Wilson hafi leynt þjóðina þeim fjárhagslegu vandamálum, sem nú steðja að henni, og með slíku móti hafi hann unnið sigur sinn í þessum kosningunum. Þetta minnir dá- lítið á skammvinnan sigur íhaldsflokksins árið 1959, en árið 1970 mun skera úr því til fullnustu, hvort samanburður- inn við sigur Macmillan árið 1959 sé að öllu leyti réttmætur. Magnús Magnússon. eitthvað væri til, en ég hef aldrei gefið út bók. Ég sendi einu sinni handrit til útgefanda. Hann sagði að það væri ágætt, en að hann gæti ekki gefið það út, og siðan hef ég ekki reynt það aftur. — Hefur þá ekkert birzt eftir þig á prenti? — Jú, það kom einu sinni smá- saga eftir mig í Morgunblaðinu, svo skrifaði ég nokkur erindi fyrir útvarpið. — Þú starfar eitthvað núna? — Já, ég hef undanfarin ár unnið að vélritun fyrir skjala- safn borgartnnar. Það var ómögu legt að lifa án þess að starfa eitthvað. .— El'tu bitur vegna hlutskiptis þíns í lífinu? — Nei, það er ég ekki. Þrátt fyrir allt er ég ánægður með lífið. Ég á yndislega konu, sem ætíð hefur verið mín stoð, og án hennar hefði lífið verið mér óbærilegt. Við höfum eignast tvo syni, sem hafa reynst o.kkur mjog vel, og komið sér vel áfram. Nei ég er ekki óánægður með mitt hlutskipti, segir þessi þrekmikli maður að lokum. Hef ur barizt het ju- legri baráttu Rætt við Ingólf Jöiundsson, verkfræðing

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.