Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐID Föstudagur 15. apríl 1966 mm ! EIXS og skýrt var frá í Mað- ( * inu í gær nauðlenti tveggja i Isæta flugvél af gerðinni PiperJ i Cub á túni á Selfossi í fyrra- kvöld, þar sem mennirnir| tveir, sem í henni voru, héldui að oliuleki hefði komið að) henni. Reyndist það ekki' vera. Tókst þeim í annarri til- raun að ná flugvélmni á loft i aftur, en urðu að lenda afturj þar sem gaddavírsstrengur \ festist í henni. Urðu þeir aðí skilja við flugvélina á svo-J kölluðu Selfosstúni. Myndin var tekin af flug-1 vélinni á túninu. Má sjá hjól-i för eftir hana rsvo og gadda-( virsstrenginn til vinstri. • • Onnur skák- ■n ■ bið Petrosjan hefur vinningslíkur MOSKVU, 13. apríl: — Önnur skák þeirra Tigran Petrosjan og Boris Spassky í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í skák fór í bið eftir 41 leik. Petrosjan hefur peð yfir og vinningslíkur. Fyrsta skákin varð jafntefli eins og kunnugt : er. Fæðuskortur fellir álftirnar I FRÉTTABRÉFI frá Kristjáni Þórhallssyni í Vogum, Mývatns- sveit, sem birtist íblaðinu í gær sagði m.a., að þess hafi orðið vart, að nokkuð hafi fallið af álftum við Mývatn í vetur. Morgunblaðið hafði í gær sam band við Finn Guðmundsson, fuglafræðing, og spurðist fyrir um þetta. Finnur sagði, að ájftin væri að nokkru farfugl, en alltaf yrðu nokikrir hópar eftir hér yfir vet- ’^urinn og héldu álftirnar sig mest við vötn sem ekki leggur. Oftast félli talsvert af álftun- um á vetrum, einkum ef þeir væru harðir og miklar ísalagnir. Ástæðan væri fæðuskortur. Safnrit um norrænan skáldskap gefið útáensku KOMIN er út hjá Collier Books í New York og ColIier-McMilIan í London bókin „An Anthology of Scandinavian Literature", sem nær frá Vikingaöld fram til vorra daga. Hallberg Mallmunds- son hefur tekið bókina saman og þýtt sumt efni hennar á ensku, bæði bundið og óbundið mál. Bókin er nær fjögur hundruð blaðsíður að stærð og hefst á Amlóðasögu eftir Saxo og endar á smásögu eftir Martin A. Han- sen. Jafn mörg atriði eru tekin frá hverju Norðurlandanna og hefst kaflinn um ísland á Þryms- kviðu og endar á sögu Halldórs Laxness, „Ósigur ítalska loftflot- ans í Reykjavík“. f kaflanum um fsland er einnig þáttur úr Njálu, Tristanskvæði, ljóð eftir Hallgrím Pétursson, Jónas Hallgrímsson, Matthías Jochumsson, Stephan G. Stephan son og Einar Benediktsson. Auk Laxness eru þættir eftir Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðar- son. Hallberg hefur gert þýðing- una á Þrymskviðu, kaflanum úr Njálu, Tristanskvæði, þrjú kvæði eftir Stephan G , kafla úr Bréfi til Láru og sögu Laxness. Þá ritar Hallberg formála við heildarverkið og eftirmála, svo og formála fyrir hvert landanna og inngangsorð um höfundana. Auk íslenzka efnisins hefur Hall- berg þýtt á ensku af hinum Lík Rafns Magn ússonar fundið VÉLBATURINN Mummi frá Sandgerði fann lík á reki í fyrra- kvöld um 8 mílur út frá Sand- gerði. Var það tekið um borð og flutt til lands. Við skoðun kom í Ijós, að hér var um að ræða Rafn Magnús- son, matsvein á togaranum Þor- móði goða, en hann féll útbyrð- is er togarinn var staddur út at Reykjanesi á páskadagsmorgun. Verður Rafn jarðsunginn frá Fossvogskapellu á miðvikudag- inn. /r'Jffií VU n Æ. I ^5 < <>/■ „ E, \*f HÉR var í gær góðviðri_ og fremur hlýtt. Hiti hér var svipaður og á Bretlandseyj- um, en á öllum Norðurlörvd- unum og jafnvel suður til Þýzkalands var frost og sums staðar snjókoma. Til dæmis snjóaði í Stokkhólmi, Gauta- borg, Kaupmannahöfn, Ham- borg og reyndar einnig í BriisseL Norðurlandamálunum. Hallberg Hallmundsson hefur verið búsettur í New York um árabil og tileinkar hann konu sinni, Maryl, bókina, en hún að- stoðaði hann við verkið. ■ J' '—---rrr Hallberg Hallmundsson Vegurinn rudd- ur yfir Hálfdán Bíldudal, 14. apríl. í MORGUN var hafizt hunda við að moka snjó af fjallveg- inum Hálfdán, milli Bíldudals og Tálknafjarðar. Er mikill snjór á veginum og ekki gott að segja hvenær snjó- mokstrinum lýkur, en vomr standa til að umferð um hann geti hafizt á morgun, föstudag. — Hannes. Þorskur berst til Neskaupstaðar 1 GÆR kom vélbáturinn Bjart- ur með 46 tonn af þorski og í dag .Barði með 12 tonn. Það iná heita að þetta sé fyrsti fiskurinn, sem ‘hér er lagður á land í vetur, og hefur verið heldur dauft yfir atvinnulífi hér, en fer vafalaust batnandi úr þessu. Snjó er nú sem óðast að laka upp en er þó æði mikill enn, enda er þetta með snjóþyngstu vetrum sem menn muna. — Asgeir. Bílddælingar æfa leikrit BÍLDUDAL, 14. april. — Síðari hlutann í fyrravetur var stofn- að hér leikfélag af áhugafólki og hlaut það nafnið Baldur. í vetur hefur verið æft kapp- samlega leikritið Vængstýfðir englar, undir leikstjórn Kristj- áns Jónssonar. Verður leikritið væntanlega frumsýnt síðasta vetrardag. Er ætlunin að sýna leikritið víðar. Formaður leikfélagsins er Heimir Ingimarsson, en aðrlr í stjórn eru Eyjólfur Þorkelsson, Ingólfur Þórarinsson, Hannes Stephensen og Sigríður Steph- ensen. — Ilanues Andstöðuflokkur við Kenyatta í aðsigi? Odinga segir af sér embætti varaforseta og segir sig úr stjómarflokknum Nairobi, Kenya, 14. apríl, AP. JARAMOGI Oginga Odinga, varaforseti Kenya, sagði af sér í dag og gaf í skyn að hann myndi stofna nýjan stjórnmála- flokk í landinu, andstöðuflokk við Jomo Kenyatta, forseta lands ins og stjórnarflokkana. Líst mörgum illa á blikuna og telja afsögn Odinga boða harða stjórnmálabaráttu í Kenya, og jafnvel kynþáttadeilur. Odinga er 54 ára gamall, fyrr- um kennari, og hefur verið einn helzti leiðtogi vinstrisinnaðra landa sinna um langt skeið. Hann á einnig miklu fylgi að fagna af kynþætti sínum, Luo-mönnum, sem eru næstfjölmennastir í landinu á eftir Kikuyu-mönnum. Odinga hélt fund með frétta- mönnum í Nairobi í dag til þess að tilkynna afsögn sína. Kvað hann sér það þvert um geð að hverfa úr stjórninni og úr stjórnarflokknunh, en hann sæi sér ekki annars úrkosta. Þeir sem við völd væru í landinu ein- blíndu á persónulegan hagnað sinn og hann gæti ekki átt sam- leið með slíkum mönnum, sagði Odinga. Aðspurður hvort hann Læknar á röntgen- deild Borgarspítal- ans BORGARRÁÐ hefur samlþykkt tillögu sjúkrahúsnefndar um að skipa Steingrím Jónsson deildar lækni við Röntgendeild Borgar- spítalans. Einnig að veita Erni Srnára Arnaldssyni stöðu a 1 stoðarlæknis við Röntgendeild Borgarspítalans. 6 Akranesbátar með 90 tonn Akranesi, 14. apríl. SEX bátar lönduðu hér í gser samtals 90 tonnum atC þorski. Aflahæstur var Skírnir með 32 tonn, Sigurborg hafði rösk 20 tonn. Línubáturinn Skipaskagi fisk- aði 5,7 tonn. Hér er flutningaskip í dag og lestar saltfisk. Hér er og finnska skipið Rannö og lestar dýrafóður. Ekið utan í bíl. EKIÐ var utan í bíl af gerð- inni Opel Record miðvikudag- inn fyrir páska um kl. 10 árdeg- is. Stóð bíllinn á .Bergstaðastræti fyrir utan KRON-búð. Skemmdist bíllinn á vinstri hlið og eru sjónarvottar beðnir að hafa samband við rannsókn- arlögregluna. myndi þá stofna nýjan stjórn- málaflokk, andstöðuflokk við Kenyatta og Kanuflokkinn, vildi hann hvorki játa því né neita en gaf í skyn að hann myndi til- leiðanlegur til þess, ef eftir væri gengið. „Kanu-flokkurinn hefur lokað dyrum sínum fyrir þjóð- inni“ sagði Odinga, „og þjóðin verður að hafa tök á því að koma skoðunum sínum á fram- færi“. Odinga lauk máli sínu með því að vara menn við þvi að grípa til ofbeldisaðgerða til stuðnings sér eða skoðunum sín- um og sagði að í ofbeldi fælist engin lausn á vandamálum Kenya. 157 iaxar gengu upp í ! klakstöðina A SÍÐASTA ári gengu alls 1 57 laxar upp í klakstöðina Í í Kollafirði, en 4 árið 1964. J í fyrrasumar var slepptj 10 þúsund gönguseyðum íl stöðinni og er vonazt til aðí þau gangi þar upp nú í sum-1 ar og næsta sumar. J Maí með rúm 400 tonn af karfa HAFNARFIRÐI Togarinn Maí kom af Nýfundnalandsmiðum í gærdag með rúmlega 400 tonn af fiski. Er það einkum karfi, en nokkuð þorskblahdað. Var Maí um 17 daga í túrnum. Á þess- um miðum var togarinn Narfi og nú Marz. Er hér um ágæt- an karfa að ræða, sem unninn. verður hér í frystihúsi Bæjarút- gerðarinnar. Voru allmargir nemendur Flensborgarskólans fengnir til að vinna við aflann, Rúða springur í fluíístjórnarklefa NOKKRU eftir að hin nýja Rolls Royce 400 flugvél Loftleiða, Bjarni Herjólfsson, fór frá New York í fyrradag sprakk rúða í flugstjórnarklefa hennar. Tók flugmaðurinn þá ákvörðun að snúa við til New York, þar sem skipt var um flugvél. í rúðum flugstjórnarklefans eru 3 lög og var það miðlagið sem sprakk. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir þessu í þetta skiptið, en þegar hið sama hefur komið fyrir áður í þessari flug- vélategund félagsins hefur það stafað af bilun á hitakerfi. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins UTANKJÖRSTAÐAKOSNING er í Hafnarstræti 19, 3. hæð (Helga Magnússonar húsinu). Skrifstofan er opin alla daga kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og veita henni upplýsingar varðandi kosningarnar. Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi innanlands og utantands. Símar skrifstofunnar eru 22708 — 22637.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.