Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 11
KMuðagur 15. apríl 1966 MOR&U NBLAÐIÐ II Jl Ólafur Ólafsson Kristnibodi: Það er eitthvað að á taugunum MANNI einum í Ameriku er ®ú furðulega gáfa og þekking gefin, að hann telur sig kunna örugg ráð við þeim kvilla, sem lengi hefur — eftir tali fólks að dæma — verið algengastur allra mannlegra meina hér á landi: „Það er eitthvað að á taugun- Því er ekki að undra að „taug- gar“ manna geri vart við sig i löndum þar sem meira gengur á en hér, svo að talað er um að heilar þjóðir séu taugaveiklaðar. Nú segir sá ágæti Ameríku maður, dr. Norman Vincent Peai, — sem hér verður greint frá lit- illega: „Hættið öllu tali uim taug- ar, það gerir aðeins illt verra. Gerið ykkur grein fyrir hvað að ykkur gengur og farið að mín- um ráðum, þau hatfa engum brugðist". Þetta er ekki aiveg orðrétt eftir honum haift, en þessi er hans meining. Kunni einhver að efast um að „hans bjargráð bregðist eigi“, þá Norman Vincent Peale ekal þvi svarað til, að svo hafa þau reynst í heimalandi hans, að hann er af mörgum talinn vera einn aif bjargvættum þjóðarinn- ar. Porn steinkirkja stendur á borni 5. götu og 29. strætis í New York, og er þannig miðsvæðis eins og hefði heimsborgin byggst út frá henni. Ókunnur vegfarandi sér ekki evo þessa kirkju að hann ekki reki augun í auglýsingaspjald með stóru letri. Þar stendur: „MARBLE COLLEGIATE CHURCH: Elzta kirkja mótmæl- enda í Ameríku. í notkun síðan 1628”. Síðan ég sá þá kirkju fyrst, fyrir 45 árum, hefur hún verið stækkuð. Líka hatfa nokkur hús verið tekin í notkun í sambandi við hana. Þar er geðlækninga og sálgæzlu stofnun. Þegar síra Norman Vincent Peal, — framb. píl — var kallað- ur til að þjóna söfnuði Marble- kirkjunnar, en það var árið 1932, þótti hann „ósköp venjulegur prestur“, ekki skara fram úr í neinu nema þá helzt aðlaðandi framkomu. En hann óx í áliti við nánari kynni. Hann vann á í ítarfi sínu sem dugandi prestur. Áheyrendum fjölgaði smám sam an og síðar æ örar, svo að hús- rými gömlu kirkjunnar nægði hvergi nærri. Þá var farið að byggja. Nú er þar einn fjölmenn- asti söfnuður mótmælenda í Ameríku. Síðast liðið ár var dr. Peal kjörinn forseti sambands 1700 mótmælendasafnaða í New York. Dr. Peal er einn þeirra dýr- mætfu manna, sem þjóðum heims notast ótrúiega vel að, vegna fjöl míðlunartækja nútímans. Hann nær þannig til nokkurra miUj. manna að staðaldri.með boðskap sinn og hollráð. Nokkur síðast liðin ár hafa þrjár atf ræðum hans í Marbie- kirkju verið prentaðar mánaðar- lega og sendar nokkrum hundr- uðum þúsunda manna víða um heim. Bækur hans og bæklingar hafa náð feiknmikilli úfcbreiðslu. Fræg eru orðin smáspjöld hans, „How Cards“. Þau eru hvert um sig með spurningum og svörum varðandi einhver ákveðin vanda mál, sem menn eiga almennt við að stríða svo sem áhyggjur og kvíða, minnimáttarkennd, kvaia fulla sektarvitund o.s.frv . Sjálfur skrifar dr. Peal: „Ég hetf í ritverkum mínum . . ., viku legum dál'kum í nær því hundrað dagblöðum, í útvarpserindum um nálega 20 ára skeið, í tírna- riti okkar Guideposts og fyrir- lestrum í tugum borga, gert grein fyrir einföldum, vísindalegum og þrautreyndum lífsreglum .... Fjöldi manna hatfá lesið, h'lustað á og prófað, og árangur hefur undantekningarlaust verið hinn sami: Nýtt líf, nýr þróttur, aukin athatfnasemi, djúpstæð hamingju kennd." í síðasta bindi — V. — hins mikla og víðfræga verks síns, „Kristnisaga 19. og 20. aldar“, skrifar K. S. Latourette um dr. Peal á þessa leið: „Hann hafði etftir mikla pers- ónulega baráttu og hugarstríð sanntfærzt um sannleiksgildi fagnaðarerindisins, sem hann átti að boða, og reynt á áþreifan- legan hátt það, sem hann ráðlagði öðrum: Gleyma sjáMum sér en fela hag sinn Guði. Hann var laus við að miklast atf menntun sinni. Hann hafði öðlast einlæga og barnslega trú á Guð, eins og hann hefur opinberað sig í Kristi, og fölskvalaust traust til Biblíunnar. Hann elskaði menn- ina og hafði einlæga samúð með þeim . . , Boðskap sinn flutti hann á þann hátt að allir skildu. Hann dró ekki fjöður yfir al- vöru syndarinnar né heldur kröf ur Krists. En jafntframt lagði hann áherzlu á fúsleika Guðs og mátt til að fyringetfa iðrandi manni og endurreisa þann, sem falinn er og niðurbeygður . . . Hann lagði mikla stund á persónulegar leiðbeiningar og hótf snemma náið samstartf við geðlækna og sálfræðinga, sem eins og hann trúðu mætti bænar- innar. Úr því var farið að reisa hæli fyrir geðsjúklinga í sam- bandi við kirkjuna. Fastir starfs menn voru 24, prestar, geðlækn- ar, sáltfræðingar og hjúkrunar- lið“. Samstarfi lækna og presta lýs- ir dr. Peal á þessa leið: „Eftir að geðlæknir hefur hjálpað sjúkling til þess að gera sér grein fyrir vanheilsu sinni, tekur prestur við honum og geng ur til verks í bæn, trú og kær- leika . . . Geðlæknir og prestur forðast að grípa hvor inn í ann- ars verkefni. Hvor þeirra beitir sinni aðferð, og það er hin sam- virka aðtferð sem gefur árangur- inn . . . Sá kristindómur, sem hér er iðkaður, er kenning Jesú sjáltfs . . . Eins og við beitum fagnaðarboðskapnum, hetfur hann reynst vera bókstafleg uppfyll- ing á — orðum Páls í I. Kór. 2,9 — Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í huga nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann.“ „Hver er það, sem ákveður hvort þú verður hamingjusamur eða óhamingjusamur?“ spyr dr. Peal, og svarar: „Þú sjáltfur“. Meginmál allra rita hans er leið- beiningar til sjálfsbjargar — með Guðs hjálp. Hann varð um skeið fyrir áköfum árásum, einkum lærðra guðfræðinga, sem sökuðu hann um að rangtúlka boðskap Biblíunnar, boða trú á mann- inn en smækka Guð í vikadreng fyrir eigingjarna menn, sem vilja komast áfram í heiminum. Það var ekki vonum fyrr að hér var gefin út, undir árslok í fyrra, frægasta bók dr. Peals, — Vörðuð leið til lífshamingju Fyrsta útgáfa hennar var í nokkra mánuði metsölubók í Amerí'ku — að skáldsögum undanskildum — og segir Lato- urette að atf henni hatfi selst 4 millj. eintaka. Tilgangur bókarinnar segir hötfundurinn að sé sá, að kynna Það slys varð aðfaranótt páska dags á Keflavíkurvegi, að bifreið valt á sléttum veginum, vegna þess að ökumaður missti vald á henni (talið sökum bilunar á stýrisbúnaði). 1 bifreiðinni voru 4 og tveir hlutu meiðsl. Ljósm.: Sv. Þ. lesendum hennar eintfaldar og þrautreyndar Mtfsreglur. „Ég þarf ekki að taka það fram“, skritfar hann í formálsorðum bók arinnar, „að þær þýðingarmiklu reglur, sem hér eru getfnar, eru ekki uppfundnar atf mér, heldur þegnar af þeim mesta fræðara, sem nokkru sinni hetfur verið til og mun verða til. Þessi bók kenn ir hagnýtan kristindóm, fjölda eintfaldTa en eigi að síður vísinda legra ráðlegginga um það, hvern ig vér fáum ratað raunhætfa leið til lítfshamingjú*. Baldvin Þ. Kristjánsson á mikl ar þakkir skilið fyrir bókina. Þýðing hans er einstaklega lipur og gerð af næmri innlitfun. Bf að líkum lætur fer naumast hjá því að fleiri ritum dr. Peal verði biúðlega snúið á íslenzku. Ólafur Ólafsson. Klæðagerðin Ultíma 25 ára KLÆÐAGERÐIN IJltíma var stofnuð í marz 1941, og á hún því um þessar mundir 25 ára af- mæli Nú fyrir skömmu gafst fréttamönnum kostur á að skoða fyrirtækið undir leiðsögn Krist- jáns Friðrikssonar, forstjóra. Var fréttamönnum fyrst boðið að skoða verksmiðju fyrirtækisins við Nýbýlaveg í Kópavogi, en þar eru efni í fðt, áklæði, og gluggatjöld ofin. Þá var starf- semi fyrirtækisins í Kjörgarði kynnt, en þar rekur fyrirtækið verzlun, og ennfremur klæða- verkstæði. Síðan gerði Kristján nokkra grein fyrir stofnun og starfsemi fyrirtækisins gegnum árin. Tilgangurinn með stofnun Últ- ímu var í upphafi sá að Ieitast við að framleiða karlamanna- fatnað á lægra verði en hér hef- ur áður tíðkazt, að því er Krist- ján tjáði fréttamönnum, með því að beita nýjum vinnuaðferðum, koma á hinum svonefnda hring- saum, sem er fólgin í ákveðinni verkaskiptingu og skipulagningu á starfi. Þessi tilhögun komst þó ekki á fyrr en nokkrum árum eftir að starfsemin hófst, og kvaðst Kristján telja að vel hefði tekizt að ná þeim tilgangi að lækka verð þessarar vöruteg- undar. Kristján sagði, að aðalstarf- semi Últímu hefði lengst af ver- ið að framleiða karlmannaföt á lager, en einnig hefði ætíð verið sumað eftir máli, og væri Ú'ltíma þar fyllilega samkeppnisfær við erlend klæðskeraverkstæði. Hefði sá þáttur starfseminnar farið vaxandi á seinni árum. Kristján gat þess, að um 1950 hefði vefnaðardeild Últímu ver- ið stofnuð. Hefði á þeim árum oft verið erfitt að fá gjaldeyri til fataefnakaupa, og hefði hug- myndin að nokkru leyti verið sú spara gjaideyri með þvi að kaupa garnið og vefa dúkana hér, — en þessari ákvörðun réði einnig al- mennur áhugi fyrir að byggja upp iðnað, sagði Kristján. Hefði verið stofnað til þessa af van- efnum í fyrstu, bæði hvað varð- aði lán og gjaldeyri til véla og efniskaupa. Hefði vefnaðardeild- in lengi verið á hrakhólum með húsnæði, en að síðustu hefði fyrirtækið fengið lóð við Ný- býlaveg í Kópavogi, þar sem verksmiðja þess er nú. Hefði þetta orðið til þess að fyrirtækið gat nú fengið sér vélar, sem Einn vefstólanna í verksmiðju Ultima bættu efnaframleiðsluna til muna. Kristján sagði, að í fyrstu 'hefði fyrirtækið framleitt nokk- uð af fataefnum, en nú hefði sú framleiðsla að mestu lagzt niður, og væru aðalframleiðsluvörur fyrirtækisins nú áklæði og gluggatjöld, aðallega úr íslenzku ullargarni, sem framleitt væri á Álafossi. Sagði Kristján að lengi hefði verið gott samstarf með Últímu og Álafossi. Garnið, sem nú fengist frá Álafossi væri góð vara á samkeppnisfæru verði — sem bezt mætti sjá af því, að Álafoss seldi nú mikið af garni til útlanda. Kristján taldi að garnsala Álafoss og talsverð saia Últímu á gluggatjöldum til út- landa væri nokkur bending um framtíðarmöguleika íslenzks iðn aðar — ef hann fengi þann efna- hagslega aðbúnað, sem vert væri. Lagði Kristján mikla áherzlu á þá skoðun sína, að ísl. smá- iðnaður í ýmsum greinum gæti og þyrfti að renna stoðum undir gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Lagerhúsnæði Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu sem fyrst ca. 200—300 ferm. lagerhús- næði á jarðhæð með góðum innkeyrsludyrum. Þeir, sem kynnu að hafa slíkt húsnæði til ráðstöfunar eru beðnir að senda nöfn sín og nánari upplýsingar í pósthólf 345, Reykjavík, hið fyrsta. Afgreiðslustarf Ungur, reglusamur maður óskast til starfa við vöru afgreiðslu og akstur hjá innflutningsfyrirtæki í borg inni. — Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Afgreiðsla — Akstur — 9051“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.