Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.04.1966, Blaðsíða 31
Fðstudagur 15. apríl 1966 31 MORGUNBLADiÐ — íraksforseti Framhald af bls 1 Töldu þeir þyrluna myndu hafa lent í miðju sandstormsins en höfðu þó von um að flugmann- inum tækizt að nauðlenda vél- inni. Komust fylgdarlþyrlurnar aftur til al-Quranah og voru þá kynt þar bál á torgum og gatna- mótum til að vísa þyrlu Arefs veginn ef hún leitaði þangað aft- ur eins og hinar. Hvorki varð þó vélin séð né heyrð, en bylur- inn og myrkrið hamlaði leit fyrr en í dögun. Þá lögðu tíu þyrlur upp frá Basra og fundu vél for- setans eftir skamma leit. Var hún þá brak eitt og mjög brunn- in og er talið að hún hafi sprung- ið í ioft upp er hún snerti jörðu. Eins og áður sagði, fórust alls ellefu menn í slysi þessu og voru þar á meðal, auk Arefs sjálfs, innanríkisráðherra hans, Latif al-Darraji, hershöfðingi, iðnaðar- málaráðherrann, Mustapha Ab- dullah, og landsstjórinn í Basra- héraði, ásamt fleiri tignanmönn- um. Á hádegi í dag var fyrirskipað útgöngubann í höfuðborginni, Bagdad, fyrst um sinn og öllum opinberum skrifstofum lokað og skólum sömuleiðis. 1 tilkynningu frá ríkisstjórninni sagði að for- sætisráðherrann, Abdul Rahman al-Bazzaz, hefði tekið við stjóm landsins og myndi fara með öll völd unz nýr forseti yrði kjör- inn, en samkvæmt landslögum á að kjósa hann innan vi'ku og þarf til % meirihluta í rikisstjórn og þjóðvarnarráði til þess að kjör teljist löglegt. Þá var og fyrirskipuð þjóðar- sorg i einn mánuð í írak vegna fráfalls forsetans en í nágranna- löndunum hefur víða verið lýst yfir þjóðarsorg í samúðarskyni og eins í löndum Múhameðstrúar manna lengra burtu, bæði Araba og annarra. í Kairó blakta fánar í hálfa störng um borgina alla og útvarpið þar hefur fíutt þjóðlega ■tónlist og vers úr Kóraninum. hinni helgu bók Múhameðstrúar manna, í allan dag í virðinagr- skyni við hinn fallna leiðtoga íraks. Flutt var minningarathöfn um Aref við Al-Azhar háskóla Múhameðstrúarmanna í borginni og honum lýst þar sem dyggum verndara trúarinnar. Sjálfur er Nasser forseti sagður harmi sleg inn yfir fráfalli Arefs, sem talinn var einna mestur vinur háns af leiðtogum annarra Arabaríkja og var honum jafnan mjög fylgi- spakur. Sendi Nasser þegar í stað til Bagdad einn nánasta sam starfsmann sinn, Abdel Hakim Amer, marskálk, varaforsætisráð herra, og fleiri menn, að vera við útför Arefs. íranskeisari lýsti einnig yfir hryggð sinni vegna hins sviplega fráfalls Arefs og fyrirsikipaði fimm daga hirðsorg í landi sínu ©g að fánar skyldu blaikta í hálfa stöng á öllum opinberum bygg- ingum í Teheran í dag í virðing- arskyni við hinn látna íraks- forseta. í Als£r hefur verið lýst yfir viku þjóðarsorg vegna fráfalls Arefs og fánar blakta einnig í hálfá stöng í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Ayub Khan, forseti Pakistan hefur einnig sent sam- úðarkveðjur sínar og segir mik- inn harm kveðinn að öllum Mú- hameðstrúarmönnum við fráfall Arefs. Svipaða sögu er að segja úr öðrum löndum Araba og það- an sem Múhameðstrúarmenn ráða ríkjum. Frá Teheran berast þær fregn- ir, hafðar eftir útvarpi kúrd- anskra uppreisnarmanna í írak, að þyrla Arefs forseta hafi ekki orðið sandbylnum að bráð held- ur hafi uppreisnarmenn Kúrda skotið hana niður. Frá þessu var skýrt í kvöldblaðinu „Ettelaat" í Teheran og sagði þar að fregn- ir frá útvarpsstöð Kúrda hermdu að þyrlunni hefði verið grandað skömmu eftir að forsetinn kann- aði varðlið stjórnarinnar í ná- grenni Basra. Þó sagði og í frétt útvarpsins að sögn „Ettalaat“, að sá Kúrdanna, sem skotið hefði vélina niður, hafi verið Moham- ad Amin Barzani, náfrændi Mustafa Mulla'h Barzani, leið- toga Kúrda í baráttu þeirra gegn stjórninni í Bagdad uindanfarin Abdul Salem Aref ABDUL Salem Aref, forseti íraks, var 45 ára er hann lét lífið í flugslysi því, er getið er um á forsíðu. Aref var at- vinnuhermaður og útskrif- aðist frá herskólanum í írak árið 1939, Hann gat sér fyrst frægð sem hermaður fyrir framgöngu sína í Palestínu- stríðinu árið 1949. Aref var á sínum tíma ötull samstarfs- maður Karim Kassem og lét mikið að sér kveða í upp- reisninni gegn Feisal kon- ungi árið 1958. Eins og kunn- ugt er þá varð Kassem fof- sætisráðherra í stjórn þeirri, sem mynduð var eftir fall konungsins. Aref var skömmu síðar ákærður fyrir samsæri gegn Kassem, var dæmdur til dauða en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi. Aref var þó látinn laus árið 1961 og er Kassem var steypt og hann myrtur árið 1963, voru Aref fengin öll völd 1 hend- ur. Aref var alla tíð einlægur aðdáandi Nassers og lýsti því hátíðlega yfir eftir að hann sex ár. Fréttamaður „Ettelaat", sem staddur var á landamærun- um um þetta leyti, sagði að Kúrd ar hefðu hætt öllum skærum þeg ar er þeim bárust fregnir um dauða Arefs. Annað dagblað í Teheran ,Kayhan“, sagði að auk- inn hefði verið vörður á landa- mærum Iraks og írans, írans- megin og einnig hefðu skipaferð ir um Shatt el-Arab sem næst stöðvast fyrir atburð þennan. Loks eru svo þær fréttir frá Moskvu, að bróðir Arefs forseta, Abdul ítahman Aref, sem þar var staddur til viðræðna um vopna- kaup og hernaðarlega aðstoð Sovétríkjanna við írak, og hafði m.a. étt óformlegar viðræður við Zaharov yfirmann sovézka her- ráðsins og Malinovsky marskál'k landvarnarmálaráðherra, muni halda heimleiðis í bítið á föstu- dag en aðrir úr sendinefnd þeirri er hann fór fyrir til Moskvu, verði þar eftir til frekari við- ræðna við sovézka ráðamenn. — 40 innbrot Framhald af bls. 32 hveuir aðrir þjófar höfðu stolið honum þaðan. Voru miklir peningar í hon um? Nei, það var ekki mikið reiðufé, en víxlar, ýmis skjöl og samningar, sem slæmt var að missa, tjónið var 50 þús. kr. og það voru talsverðir peningar á þeim tímum. — Geturðu ekki sagt frá einhverju atviki í samfoandi við þetta? — Einu sinni þegar ég kom f búðina, sá ég að brotist hafði verið inri, en við fyrstu sýn virtizt sem engu hefði verið stolið. Svo sá ég í hi'll- unni riffil, sem ég kannað- ist ekki við. Þegar lögreglan kom sagði ég þeim frá þessu, en þeir hrisstu höfuðið og héldu að ég væri orðin eitt- hvað ruglaður, en það kom á daginn að maður hafði brot- izt hér inn og skipt um byssu, því næst stal hann hesti hér út á Barónsstíg og fór í út- reiðatúr upp í sveit, þar sem hann fleygði byssunni, þegar fór að renna af honum, en hún fannst skömmu seinna. — En ykkur að segja veit ég ekki hvað á að gera til að koma í veg fyrir þessi sí- feldu innbrot. tók við völdum, að Nasser hefði veitt uppreisnarmönn- um ómetanlega aðstoð. Dag- inn eftir uppreisnina flutti hann Nasser kveðju í útvarp inu og hófst hún á þessum orðum: „Til bróður mins, Nassers“. í október 1964, tilkynntu þeir Nasser og Aref, áð lönd þeirra hyggðust koma á sam eiginlegri stjórn og myndu þeir tveir og sex ráðherrar frá hvoru landinu sitja í henni. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra, var takmarkið að koma á stjórnmálalegri og stjórnarskrárlegri samstöðu milli landanna innan tveggja ára. Einnig skyldi unnið sam eiginlega að varnarmálum, svo og að þróun ýmissa mála innanlands. í september í fyrra var gerð uppreisn gegn Aref, en honum tókst að bæla hana niður. Aref mun ekki hafa gengið heill til skógar að undan- förnu. Hann er sagður hafa þjáðst af sykursýki og maga- sjúkdómum. Áður fyrr var Nasser Egyptalandforseti og Aref einhverju sinni eir Aref kom til Kairo að finna Nasser. Aref maður þéttvaxinn og hraustlegur, en af síðustu myndum af honum að dæma, var hann orðinn grannur mjög og veiklulegur. Araf var sagður góður heimilisfaðir og átti sjö börn. Hann var frómur múhameðs- trúarmaður, sem hvorki reykti né drakk. Tsarapkin sendi herra Sovétríkj- anna í V-Þýzka- landi Moskvu, 14. apríl. — (NTB) — SEMJON Tsarapkin, fyrrum for- maður sovézku sendinefndarinn- ar á afvopnunarráðstefnunni í Genf, verður innan skamms gerð ur að sendiherra lands síns í V- Þýzkalandi, að því er fregnir frá Moskvu herma. Tsarapkin tekur við af Andrei Smirnov, sem hefur verið sendi- herra Sovétríkjanna í Bonn síð- an 1956 og hverfur nú aftur til Moskvu til starfa í utanríkisráðu neytinu þar. LEIKFELAG Reykjavíkur hefur undanfarnar vikur leikið þrjá einþáttunga eftir svokallaða framúrmenn í leik ritum á laugardagseftirmið- dögum. Þættirnir eru allir skrifaðir á frönsku (í einum er reyndar ekki sagt orð), en höfundarnir af ýmsu þjóð- erni, Samuel Beckett er af írsku bergi brotinn, Arrabal er Spánverji, en Jean Tardieu er Frakki. Myndin er úr þætti hins síðarnefnda, Ég er kominn til að fá upplýs- ingar, sem er fyrsta verk höf- undar, sem ftutt er hér á landi. Á henni eru þeir Guð- mundur Pálsson og Bjarni Steingrímsson, sem fara með einu hlutverkin í leiknum. Viðtökur áhorfenda og gagn- rýnenda hafa verið með ágætum, en áhorfendur færri en skyldi og verða því leik- þættirnir, sem sýndir eru undir samfoeitinu Oríí og leikur, fluttir í síðasta sinn á laugardag. Söfnimin til Hauksstaða- fólksins SEM KUNNUGT er brann fyrir nokkru ofan af fólkinu á Hauksstöðum á Jökuldal og missti heimilisfólk þar allt sitt, bæði innl|i og gripi. Varð tjón þess mjög tilfinnanlegt. Hafin var þá söfnun til handa fólkinu og gengust nokkrir ein- staklingar í Reykjavík fyrir henni, ásamt Austfrrðingafélag- inu í borginni. Ýmsum fyrirtækjum voru sendir um 200 söfnunarlistar og er búizt við að árangur af þeim komi í ljós innan skamms. Morgunblaðið var einn þeirra aðila, sem tekur á móti söfn- unarfé, en skrifstofur Rauða krossins tekur á móti fatagjöf- um. Söfnun mun halda áfram enn uni hríð. — Prófessor Ólafur Framhald af bls. 32 ósæmileg. Ég hef aldrei hald- ið því fram, sagði Jóhann Hafstein, að þingmenn stjórn- arandstöðunnar bæru ábyrgð á samningunum eða einstök- um ákvæðum þeirra, þótt þeir hafi þannig fylgzt með gangi málsins, enda hefur það alltaf legið fyrir, að full- trúar Alþýðubandalagsins væru andvígir samningunum en afstaða Framsóknarmanna hefur verið óljósari. Hins veg- ar tel ég það vera fyrir neð- an allt velsæmi, sagði Jóhann Hafstein að lokum, að þing- menn stjórnarandstöðunnar skuli allt í einu nú halda þvi fram, að gerðardómsákvæðin séu ,.vansæmandi“ fyrir ís- lendinga eftir að þeir hafa állir átt þess kost að gera athugasemdir þar um, en Lát- ið undir höfuð leggjast. Hvað er líka fráleitara en að telja það ósæmilegt að hafa i samningum ákvæði um gerðardóm, sem hvor aðiii á að nefna einn fulltrúa í og sá þriðji á að vera hlutlaus aðili, forseti Alþjóðadótn- stólsins eða annar slíkur og í úrskurðum sínum á gerðar- dómurinn að byggja á grund- vallarreglum íslenzkra laga og siðmenntaðra þjóða?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.