Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 1
32 siður 53. árgangur. 93. tbl. — Miðvikudagur 27. aprfl 1966 Prenismiðja Morgunblaðsin*. IJ Thant í London London, 26. apríl. — NTB. U 'pHANT, íramkveemdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom flug- leiðis til London í morgun, en hann mun dveljast í fjóra daga í Bretlandi í opinberri heimsókn. Mun hann eiga viðræður um ýmis mál við brezku stjórnina. Mikill jarðskjálfti varð í Tashkent Mosk vu, 26. apríl — NTB-AP f DÖGUN í morgun varð mikill jarðskjálfti í Tashkent, höfuð- borg Uzbekistan í Sovétrikjun- um, og er jarðskjálftinn sagður hinn mesti, sem í Tashkent het- nr komið í nær 100 ár. Frétta- etofan Tass greindi frá því í dag, að Aleksei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna og Leonid Brezhnev, aðalritari koromún- istaflokksins, hefðu farið flug- leiðis til Tashkent til þess að kanna ástandið þar. Segir Tass að 4 lík hafi fundizt, 150 manns hafi verið flutt í sjúkrahús, og nokkrar gamlar bvggingar hafi hrunið. Styrkur jarðskjálftans var sagður 7 stig á 12 stiga skala, notaður er i Sovétríkjunum, en það jafngiidir 5,8 stigum á Bicherskala. Tass hafði áður látið fara frá pér frétt, þar sem sagði að ekk- ert tjón hafi orðið á mönnum og eáralítið á byggingum, en síðan sendi fréttastofan út aðra frét.t, og komu þar fram áðurnefndar tipplýsingar. Eins og fyrr getur varð jarð- ekjáiftinn í dögun. Hvítir leir- veggir húsanna í Tashkent hrundu yfir fóik, sem enn var á fastasvefni. Kil. 19:30 í gær, að staðartóma, fundust enn jarðskjálftakippir í Tashkent, en miklu vægari en hinn harði kippur í morgun. , Tass segir, að í fyrsta jarð- skjálftakippnum í morgun hafi mórg heimili, sjúkrahús, skóiar og apiniberar byggingar eyði- iagst. Að auki urðu miklar skemmdir á tveimur verksmiðj- um í þessum mesta jarðskjálfta, sem herjað hefur milljónaiborg- ina í 9® ár. Hinsvegar er haft eftir sjónar votti í Tashkent að það hafi að- eins verið eldri byggingar, sem hrunið hefðu í jarðskjálftanum, og sá sami sjónarvottur neitaði því, að jarðskjálftinn hefði ver ið mikill. „Við erum hissa á því hér, hvílíka athygli þetta hefur vakið“, sagði sjónarvotturinn. „Við erum rólegir hérna.“ Sjónarvottur þessi, blaðamað-1 fiestir þeirra sem fórusf1 eða ur í Tashkent, sem brezk frétta- slösuðust hafi verið í svefni er 1 stofa átti símtal við, sagði að l Framhald á bls. 31. í stoð Kiúsjeffs Moskvu, 26. apríl — NTB. STÁLIÐN AÐARMAÐUR frá Moskvu, Viktor Klijev, hefur ver ið tiinefndur framibjóðandi í Kalininkjördæmi við kosningar til Æðstaráðs Sovétríkjanna. — Klijev, sem er starfsmaður verk- smiðjunnar „Hamar og sigð“, verður fulltrúi kjördæmisins í stað hins fallna forsætisráðherra Á fundum Gelrs HallgrimssonJ ar með íbúum Reykjavíkur,! ern sýndir ýmsir uppdrættir af aðalskipulagi Reykjavikur og þ.á.m. líkan af hinu fyrir- hugaða skipulagi Miðbæjar- ins, en það hefur vakið sér- staka athygli fundargesta. Á myndinni hér að ofan sést hluti líkansins. Tjörnin til vinstri en höfnin til hægri. Á miðri myndinni - má sjá hvemig Kirk justræti, Amt- mannsstígurr og Grettisgata eru sameinuð í eina aðalum- ferðaræð og Tryggvagatan tengd beint við Hverfisgötu. Geirsgatan uppbyggð með-. fram höfninni og Suðurgatanl framlengd gegnum Grjóta-i þorpið fyrir ofan Mbl.-húsið./ FUNDUR BORGARSTJÚRA FYRIR ÍBIÍA HLlÐA- HOLTA- DG NO RÐURM ÝRARH VERFES I LIDO KL. 8.30 I KVOLD í KVÖLD kl. 8.30 hefst í Lídló fjórði fundur borgar- stjórans í Reykjavík, Geirs Hallgrimssonar og er hann fyrir íbúa Hliða-, Holta- og Norðurmýrarhverfis. — Eins og á fyrri fundunum mun Geir Hallgrímsson flytja ræðu um borgarmál almennt og málefni þess- ara hverfa sérstaklega. Þá svarar hann einnig fyrir- spurnum fundárgesta. Á fundinum í kvold mun Gísli Halldórsson arkitekt flytja ávarp, fundarstjóri verður Guðmundur H. Garðarsson og fundarritar- ar Sigþrúður Guðjónsdótt- ir og Geir Þórðarsonu Þeir þrír fundir, sem borgarstjóri hefur þegar haldið hafa allir verið mjög vel sóttir, jafnvel svo að margir fundarmanna hafa orðið að standa. Fyr- irspurnir hafa verið fjöl- margar og hefur Mbl. birt þær og svör borgarstjóra. Á fundunum eru sýndir uppdrættir af hinu nýja aðalskipulagi Reykjavikur og stórt líkan af skipulagi miðbæjarins eins og það er fyrirhugað í framtíðinni og hefur það vakið sér- staka athygli fundar- manna. Fundir horgarstjóra hafa vakið mikla ánægju og umtal meðal borgarbúa og eru íbúar Hlíða-, Holta- og Norðurmýrarhverfis því hvattir til að fjölmenna á fundinn í Lídó í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.