Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 23
 5" TUtt b UiTv-yh r ívt (&ICÍA-1tltflUbllCIW MORGUNBLAÐIÐ Miðvlkudagur 27. apríl 1966 23 Mörg mál tll umræðu í báðum deildum — Frumvarpið um ferðamál að lögum Á LÁUGAiRDAG voru fundir í báðum deildum AHþingis. Voru þá tvö frumvörp afgreidd frá neðri deild til efri deildar. Voru ! það stjórnarfrumvörpin um Seðla þanka landsins og um Fram- | kvæmdasjóð íslands. Voru bæði þessi mál tekin til 1. umræðu | í deildinni í gær. Mælti forsætis- ráðherra Bjarni Benediktsson fyrir fyrrnefnda frumvarpinu, en viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason fyrir hinu síðarnefnda. Var síðan báðum frumvörpun- um vísað til 2. umræðu og fjár- hagsnefndar deildarinnar. Á laug ardaginn var frumvarpið um ferðamál afgreitt sem lög frá Al- þingi, en frumvarp það gerði ráð fyrir aukinni lántöku ferðamála- sjóðs, er svaraði 20 milljónum króna. Umferðarlög >að stjórnarfrumvarp kom til 2. umræðu í neðri deild á laugar dag og mælti iþá Matthias Á. Matthiesen fyrir breytingartil- lögu, sem hann flytur við frumvarpið og fjallar tillagan um það að í þétt býli megi ekki aka hraðar en 45 km. á klst. Utan þéttbýlis megi ekki aka hraðar en 70 km. á klst. Dömsmálaráð- geti þó heimilað —Alþingi Framhald af bls. 8 vega. Nefnd þessi ætti að skila af sér áliti fyrir lok ágústmán- aðar n.k. og yrði því að teljast eðlilegast að bíða með ákvarð- anir í þessum málurn, unz séð yrði hvað nefndin hefði til mál- anna að leggja. Framsögumaður sagði að meiri-hluti nefndarinn- ar legði því til að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. ökuhraða allt að 90 km. á kþit. á hraðbrautum eða einstökum vegum og verði þá heimildin bundin við ákveðna árstíma. >á gerir breytingartillaga Mattíasar ráð fyrir því, að al- menningsvögnum, sem flytja megi 10 farþega og vörubifreið- um, sem eru 3% tonn eða meira að heildarþyngd megi_ þó ekki aka hraðar en 60 km. á klst. og bifreiðar sem draga tengivagna megi ekki aka hraðar en 45 km. á klst. Dómsmálaráðherra getur sett nánari reglur um ökuhraða, þar á meðal ákveðið lægri há- markshraða almennt en að fram- an segir eða á einstökum veg- um. í kaupstöðum og kauptún- um megi setja slíkar reglur inn í lögreglusamlþykktir. Frumvarp ið var síðan afgreitt til 3. um- ræðu. MÖRG mál komu til umræðu í ibáðum deildum Alþingis í gær og voru afgreidd milli umræðna. í neðri deild var frumvarpið um sölu jarðarinnar örlygsstaða í Helgafellssveit afgreitt til 2. umræöu og landbúnaðarnefndar án umræðna. Tvö önnur jarða- sölufrumvörp um sölu Gufuskála í Gerðahreppi og Gilsbakka í Arnarneshreppi voru afgreidd til 3. umræðu eftir að framsögumað ur landbúnaðarnefndar deildar- innar Gunnar Gíslason hafði mælt fyrir nefndaráliti. Frum- varpinu um vátryggingafélag fyrir fiskiskip var afgreitt frá neðri deild til efri deildar með 26 samhljóða atkvæðum. >á mælti Magniús Jónsson fjármála- ráðherra fyrir stjórnarfrumvarp- inu um lántöku vegna fram- kvæmdaáætlunar 1966 og var málinu, að ræðu ráðherra lokinni vísað til 2. umræðu og fjárhags- nefndar. Birgir Finnsson (A) mælti fyrir áliti sjávarútvegsnefndar um frumvarpið um kaup á síldar leitarskipi og var síðan frumvarp inu vísað til 3. umræðu. Matthias Á. Mathiesen mælti fyrir nefndaráliti fjárhagsnefnd- ar um frumvarpið um ríkisbók- hald, gerð ríkisreiknings og fjár- laga, svo og þeim breytingum er nefndin gerði við frumvarpið. Voru þær breytingartillögur sam þykktar og málinu viísað til 3. umræðu. í efri deild mælti Bjarni Bene diktsson forsætisráðherra fyrir frumvarpinu um Framkvæmda- sjóð íslands. Var frumvarpinu að ræðu ráðherra lokinni vísað til 2. umræðu og fjárihagsnefndar. Til fjárhagsnefndar var einnig vísað frumvarpinu um Seðla- banka íslands, en viðskiptamála ráðherra Gylfi Þ. Gíslason mælti fyrir því. í efri deild var einnig afgreitt til 2. umræðu frumvarp- ið um veitingu ríkisborgararétt- ar. >ví máli var vísað til alls- her j arnef ndar. Ný mál í gær var lögð fram á Alþingi svohljóðandi tillaga til þings- ályktunar er Hjörtur E. >órarins son flytur: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela Vegagerð ríkisins að láta, svo fljótt sem unnt er fara fram ýtarlegar rannsóknir og tilraunir í því skyni að leiða í Ijós hvers konar tæki og tækni henta 'bezt til þungaflutninga hér á landi, þegar fannalög og óstöðug vetrartíð gera venjuleg samgöngutæki óvirk. Álfrumvarpið í nefnd í efri-deild Að lokinni ræðu framsögu- manns meiri-hluta gerði Fáll >or steinsson (F) grein fyrir áliti minni hluta nefndarinnar og einnig talaði Helgi Bergs í mál- inu. Við atklvæðagreiðslu var síðan tillaga meiri-hluta sam- göngumálanefndar samþykkt og málinu vísað til ríkisstjórnarinn- ar. Til 3. umræðu Til 3. umræðu í efri-deild var Vísað þremur frumvörpum. Frið- jón Skarphéðinsson mælti fyrir nefndaráliti allsherjarnefndar um frumvarpið um lögheimili. Ólaf- ur Björnsson fyrir nefndaráliti meiri-hluta fjárihagsnefndar um frumvarpið um verðtryggingu tfjárskuldbindinga, og Helgi iBergs fyrir minni-hluta áliti, og Auður Auðuns mælti fyrir nefnd aráliti menntamálanefndar um tfrumvarpið um iðmfræðslu. Voru öl'l þessi mál afgreidd til 3. um- ræðu. Efri-deild afgreiddi til annarar umræðu frumvarpið um vátryggingartféiag fyrir fiskiskip og var því frumvarpi vísað til ej'ávarútvegsnefndar deildarinn- ar. Afgreidd til neðri-deildar Efri-deild afgreiddi mál til neðri-deildar í gær: Frumvarpið um hreppamörk milli Hafnar- hrepps og Nesjahrepps og frum- varpið um aðstoð við vangefið fólk. Frumvörp afgreidd sem lög Eftirtalin lagafrumvörp voru I gær afgreidd sem lög frá Al- þnigi. Frá efri-deild. Frumvarp- ið um stofnlánadeild verzlunar- íyrirtækja og frá neðri deild tfrumvarpið um 1. maí sem al- mennan frídag, frumvarpið um lántöku vegna vega og flugvalla- gerðar og frumvarpið um toll- sktá og ÍL Á LAUGARDAGINN hófst í efri deild 1. umræða um álbræðslu- samninginn og lauk henni í fyrrakvöld og var þá málinu vís- að til álbræðslunefndar deildar- innar. Jóhann Hafstein dóms- málaráðherra fylgdi málinu úr hlaði í deildinni, en auk ráð- herra töluðu þeir Ólafur Jóhann esson, Björn Jónsson, Gils Guð- mundsson og Helgi Bergs. Ólafur Jóhannesson (F) sagði samninga þessa óaðgengilega og gallaða og bæri því að fella þá. Sú afstaða byggðist einnig á því ástandi er nú ríkti í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. Einnig væri staðsetning verksmiðjunn- ar hér í þéttbýlinu fráleit. Ólafur sagði að það sem ís- lendingar þyrftu að stefna að væri íslenzk stóriðja^ helzt í 'höndum okkar sjálffa, en ef um erlendt fjármagn væri að ræða þyrfti það að vera lítið hlutfall af fjárfestingu íslendinga í fyrirtækjum. Ræða Ólafs fjallaði að öðru leyti að mestu um geðardóms- ákvæði samninganna og sagði ihann að ekkert fordæmi væri finnanlegt á Norðurlöndum um slí'ka samninga og forstjóri ál hringsins hefði lýst því yfir að slík gerðardómsákvæði væru einsdæmi í samningum fyrir- tækisins við önnur lönd. >að væri því vanvirða fyrir íslend- inga að ganga að þessum ákvæð- um. Björn Jónsson (K) lagði á- herzlu á það, að með þessum samningum væri tekin upp ný stefna og mundi annað líkt á eftir fylgja .>að væri því krafa Allþýðubandalagsins að þjóðar- atkvæðagreiðsla færi fram um miálið. Björn taldi einnig að hinu erlenda fyrirtæki yrði á margan hátt veitt ýmiss sér- réttindi t.d. kæmi það fram í rafmagnsverði og tollamálum. Bygging verksmiðjunnar mundi einnig hafa mjög slæm áhrif á efnahagslífið í heild svo og á vinnumarkaðinn, þar sem fyrir- sjáanlegur væri mikll vinnu- aflsskortur. Eins og áður segir töluðu einnig þeir Gils Guðmundsson og Helgi Bergs sem gerði raf- orkusamningana einkum að um- talsefni. Einnig tók Jóihann Haf- stein til máls og kvaðst ekki vilja lengja umræður um málið að þessu sinni, en svara atriðum er fram hefðu komið í ræðum stjórnarandstæðinga við 2. um- ræðu málsins. , N auðungaruppboð sem auglýst var í 11., 14. og 16. tbl. Lögbirtinga- blagtes 1966 á Skálafelli við Breiðholtsveg, hér í borg, %alinn eigandi Edvard Lövdal, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hafþórs Guð- mundssonar, hdl. og Hafsteins Sigurðssonar, hrl., á eigninni sjálfr ifimmtudaginn 28. apríl 1966, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Ketíll Ingólfsson leikur einleik með Sinfóníuhljómsveitinni Tónlist og edlisfræði eiga margt sameiginlegt Sinfóníuhljómsveit íslands heldur 14. reglulegu hljómleika sina næstkomandi fimmtudag kl. 9 eftir hádegi í Háskólabió. Stjómandi hennar er Bohdan Wodiszko, en einleikari með hljómsveitinni að þessu sinni er Dr. Ketill Ingólfsson. Efnisskrá þeirra er Toccata og fúga í d-moll eftir Bach, siðan Píanókonsert í d-moll K 466 eftir Mozart, og þar leikur dr. Dr. Ketili Ingólfsson, eðlisfræð- ingur og píanóieikari. Myndin var tekin á blaðamannafundin- um í gær af ljósm. Mbl. Sv. Þorm. Ketill einleik. Er þetta í fyrsta skipti, sem þessi konsert er leik inn hérlendis, og svo er einnig um síðasta verkið á efnisskránni Sinfóníu nr. 9, op. eftir Sjosta- kovits. Dr. Ketill Ingólfsson, er fædd- lir í Reykjavík 6.7. 1636. Hann gekk í almenna skóla og í Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann varð s \ dent úr stærð fræðideild vorið 1956. Síðan stundaði hann nám við Háskóla Islands einn vetur, en eftir það nam hann eðlisfræði og stærð- fræði við Háskólann í Ziirich í Sviss. >ar lauk hann námi með kennibundna eðlisfræði sem að- algrein árið 1963, en varði síð- an doktorsritgerð við sama skóla í júní 1965. Frá ársbyrjun hefur Ketill starfað við háskólann Ziirich við vísindalegar rannsókti ir í eðlisfræði (nánar tiltekið mesónufræðum). Tónlistarnám sitt hóf Ketill 8 ára í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Fullnaðarprófi lauk hann þar undir handleiðslu Arna Kristjánssonar, 18 ára að aldri. Síðan nam hann við Tón- listarháskólann í Zúrich hjá Walter Frey og síðustu árin hjá Svava Savoff. Ketill hefur kom- ið fram á ýmsum skólatónleilc- um hér heima og í Sviss, en með Sinfóníuhljómsveitinni lék hann haustið 1963 einleik í Konzertstúck eftir Weber. Á blaðamannafundi með dr. Katli í gær, var hann spurður, hvort eðlisfræði og tónlist færu saman? Hann sagði: „Tón- list og kennibundin eðlisfræðt fara að vissu leyti nokkuð sam- an. Það er nú einu sinni þannig að raunvísindi byggja á „ab- strakt logik“, sem er stærð- fræði. Hins vegar er músík í eðli sínu hin „abstraktasta“ list- grein. Nægir að benda á stærð- fræðiiegan grundvöll kontra- púnkts. Mörg dæmi eru til um eðlisfræðinga, sem eru ágætir tónlistarmenn. Heisenberg er t.d. píanóleikari og Einstein var fiðluleikari. Fyrst spurt er um uppáhaldstónskáld mitt, þá er það Brahms. Vist var það erfitt á sínum tíma, að sameina þessi nám min, en aðalkennari minn heima, Árni Kristjánsson kenndi mér mörg góð ráð til að sameina þetta tvennt.------ Ég er nýkominn tii Iandsins, kom um páska og fer aftur um næstu helgi“. Gunnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sagði, að þetta leiktímabil hljóm sveitarinnar hefði verið metað- sókn að hljómleikunum, og kæmi þá einkum til flutningur á 9. sinfóníu Beethovens, en 6% Reykvíkinga hefði hlustað á flutning hennar, en það sam- svaraði því, að íbúar London hefðu þurft að fylla Albert Hall, hvert einasta kvöld í heilt ár. Askrifendur að hljómleikum hljómsveitarinnar væru nú um 800, en í salinn kæmust 976. Næstu hljómleikar hennar yrðu 6. maí undir stjórn Wodiczko, þar næstu 12. maí undir stjórn Buketoffs, og 17. maí fjölskyldu tónleikar undir stjórn þess sama. Síðustu hljómleikar hennar yrðu sýo 26. og 27. maí, en þá léki Wilhelm Kempf, einleik á píanó, fyrra kvöldið píanókons- ert Schumanns, en síðara 4. pí- anókonsert .Beethovens. Gunnar gat þess að lokum, að í vetur hefði mest verið um það, í miörg ár að ný verk hefðu verið flutt hér í fyrsta sinn á í tónleikum. Móðir m£n, MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR frá Hergilsey, andaðist 26. þessa mánaðar. Kristján HafLiðason. Konan mín, móðir og fósturmóðir JÓHANNA PÉTURSDÓTTIR Fögrukinn 4, Ilafnarfirði, andaðist að Sólvangi að kvöldi 25. þessa mánaðar. Guðinundur Fiiipusson, Anna Guðmundsdóttir, Jón Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.