Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. apríl 1966 Aukum fjölbreytni í fram- leiðslu sjávarafurða Efla þarf iðngreinar, sem vinna útflutningsverðmæti úr sjávarafla Matthías Bjarnason ílutti á Alþingi sl. miðvikudag fram- söguræðu fyrir tillögu ti þings- ályktunar um athugun á aukinni fjölbreytni í framleiðslu sjávar- afurða og eflingu þeirra iðn- greina, sem vinna útflutnings- verðmæti úr sjávarafla. í þessari ræðu eru margar at- hyglisverðar upplýsingar um sjávarútveginn og birtir Morgun blaðið þessa ræðu lítið eitt Stytta: Herra forseti. v Ég flyt á þingskj. nr. 379 eftirfarandi tillögu til þingsá- lyktunar: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að skipa þriggja manna nefnd til þess að gera ýtarlegar athuganir á því, á hvern hátt verði bezt að því unnið að koma á mikilli fjöl- breytni í framleiðslu sjávaraf- urða og bæta nýtingu sjávar- aflans með því að efla þær iðn- greinar, sem vinna úr honum þær vörur, sem skapa mest út- flutningsverðmæti . Jafnframt skal nefndin kynna sér og gera tillögur um, ef tök eru á, að komið verði í fram- kvæmd nýjum vinnsluaðferðum, svo sem frystiþurrkun og geisl- un með geislavirkum efnum. Nefndin skal enn fremur at- huga að gera tillögur um, á hvern hátt megi efla kynningu og sölumöguleika á þessum af- urðum meðal viðkiptaþjóða okk ar og leita úrræða til að selja íslenzkar sjávarafurðir til fleiri þjóða en r|í er gert. Nefndin skal leggja áherzlu á að hraða störfum sínum eftir föngum og skila áliti sinu og tiilögum til rikisstjórnarinnar. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. Sjávarútvegurinn gegnir for- ystuhlutverki í íslenzku atvinnu lífi og við munum um ófyrirsjá- anlega framtíð verða að styðj- ast við sjávarútveginn sem okk- ar aðal atvinnuveg, þó að við eðlilega ætlum okkur að koma á fjölbreyttara atvinnulífi og eiga ekki afkomu okkar næst- um eingöngu undir einni at- vinnugrein. En jafnhliða því að koma upp fleiri atvinnugreinum verðum við að hugsa alvarlega um á hvern hátt við getum bezt treyst grundvöll sjávarútvegsins. Við getum engan veginn lagt £ það höfuð áherzlu að auka sífellt aflamagnið, því það hlýt- ur að vera takrrjörkunum háð. Uppbygging fískiskipastólsins. Við höfum á undanförnum ár- um byggt glæsilegan fiskiskipa- flota eins og bezt sést á því að fyrir rúmlega tveimur áratug- um eða árið 1944 áttum við 61 fiskiskip yfir 100 rúml. samtals 15200 rúml. og 560 fiskiskip með þilfari undir 100 rúml. samt. 11700 rúmlestir. Samanlagður fiskiskipastóll okkar var þá 636 skip samanlögð stærð þeirra 26.900 rúmlestir. Tuttugu árum síðar, árið 1964, áttum við 204 fiskiskip yfir 100 rúml. samtals 56.600 rúml. og 648 fiskiskip, undir 100 rúml. samtals 21700 rúmlestir. Samanlagður fiski- skipastóll okkar það ár var því 852 skip og samanlögð stærð þeirra 78.300 ílúmlestir. Á þessum 20 árum hefur rúm- lestafjöldi íslenzka fiskiskipa- stólsins hækkað úr 26.900 rúml. í 78300 rúmlestir eða um 191%. En þessar tölur segja okkur «kki allt. Fyrir tveimur áratug- um var floti okkar að verulegu leyti gömul skip og úr sér gang- in. En floti okkar rj"i er að miklu leyti nýleg skip, búin fullkomn- ustu tækjum bæði hvað öryggi snertir og veiðiskap. >að má því fuilyrða að hér hefur orðið mikil breyting og möguleikar á foflun hráefnis hefur fyliilega fylgt þróun tímans á þessum árum tækniframfara. Aukið aflamagn. Aflamagnið sýnir að gvo hefur verið: Árið 1944 var heildar- magnið461.904 tonn, þar af síld 221.843 tonn og var það ár mik- ið síldarár. Á árinu 1964 var heildarmagnið 971.514 tonn þar af sild og loðna 553.036 tonn. Á sl. ári 1965 var heildaramgn ið 1198.304 tonn, þar af síld og loðna 812.612 tonn. í>ó er eftir- tektarvert að bolfiskaflinn hef- ur minnkað frá árinu 1964 til 1965 og margt bendir til að yf- irstandandi vertíð verði ennþá lak*ri en sl. ár. Það er eðlilegt að þeirri spurn ingu sé oft varpað fram, hvort við getum vænst þess í framtið- inni að aflamagnið fari vaxandi án þess að fiskistofninn sé skert ur. Vissulega hljóta að vera tak- mörk sett fyrir þvi, hversu mik- ið má moka af sjávarafla svo að stofninn verði ekki skertur og margir vilja halda því fram að við höfum þegar gengið of langt með mikilli veiði. Þess vegna er það ekki óeðlilegt að minnsta kosti þeir, sem tiltölulega þekkja lítið til þessa atvinnuvegar trúi því að honum fari hnignandi á næstu árum. Það er mín skoðun að svo þurfi ekki að vera. Þó að afla- magnið aukist ekki frá því, sem nú er, þá höfum við mikla mögu leika til þess að auka fjölbreytni í vinnslu sjávarafla og fara inn á víðtækara svið, vinna meira úr aflanum hér heima og gera hann að verðmætari útflutnings- vöru. Sú grein fiskiðnaðar, sem tekið hefur mestum breyting- um og hefur á undanflirnum ár- um verið stærsti þátturinn í út- flutningsverzlun okkar er hrað- frystiiðnaðurinn. Uppbyggiing hraðfrystiiðnaðar- ins. Ég get ekki stillt mig um að rekja í örstuttu máli byrjunar- sögu þessarar greinar fiskiðnað- arins. Á árunum 1934-35 fór mjög vaxandi áhugi á hraðfrystingu fiskjar, og var þá Fiskimála- nefnd sett á stofn. Eitt helzta verkefni hennar var að starfa að eflingu fiskiðnaðar í land- inu. Á árunum 1934-37 skapaðist mikið vöruaðlögunarvandamál hjá okkur íslendingum, einkum vegna verðfalls á fiskinum og borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Ríkisvaldið gerði á þessum tíma í samvinnu við framleiðendur mikið til að leysa þessi vanda- mál, og einn merkasti þátturinn í því var stofnun og starf Fiski- málanefndar. Reynt var að afla markaða fyrir saltfiskinn í Suð- ur-Ameriku og efla sem mest fiskiðnaðinn í landinu, og í því efni voru hraðfrystihúsin merk- asti þátturinn og sá, er borið hefir ríkulegastan ávöxt. Þegar nefndin hóf starf sitt, voru aðeins tvö hraðfrystihús starfandi í landinu, og voru bæði í Reykjavík. A fyrstu árum sín- um lét Fiskimálanefnd frysta nokkurt magn af fiski til að gera sölutilraunir með. Nefndin seldi freðfisk bæði til Evrópu og Am- eríku, en þessar tilraunir gengu illa, og tapaðist fé á þeim. Gekk svo fram um nokkurt skeið, eða þar til Fiskimálanefnd gerði samning um :/_>lu freðfisksins við enskt fyrirtæki, fisksölufyrir- tæki, E. Smethurst Ltd., í Grims by. Þessi samningur var gerður árið 1936, og markaði hann al- ger tímamót í þessari grein og hraðfrystiiðnaðarins yfirleitt. Með þessu var opnaður markað- ur fyrir hraðfrystan fisk í Bret- landi, þó að salan væri ekki mikil fyrstu árin, en þessi mark aður fór sivaxandi ,og svo að segja allur freðfiskurinn var seldur til Bretlands til loka heimsstyrjaldarinnar síðari. Fiskimálanefnd kom sér upp eigin hraðfrystistöð. Hún keypti frystihús, stækkaði það og flutti í betri húakynni. Þetta hús varð nokkurs konar tilraunastöð og skóli í hraðfrystingu, þar sem ýms tæki og vélar voru reynd, og fólki kennd vinnubrögð við Matthías Bjarniason. hraðfrystingu. Þeirri þekkingu, sem þarna fékkst var síðan miðl að til annarra, sem reistu hrað- frystistöðvar. Nefndin eignaðist líka eigið kæliskip, en rekstur þess gekk ekki vel, og ollu því m.a. ýms óhöpp. 1 stuttu máli má segja, að framkvæmdir Fiskimálanefndar á sviði hraðfrystingar hafi ver- ið fólgnar í eftirfarandi: 1. Nefndin aflaði - hraðfrysta fiskinum markaðs, annaðist sölu hans og reyndi að tryggja gæði framleiðslunnar. 2. Nefndin var ráðgefandi um stærð og gerð frystihúsa, véiar og tæki, keypti nauðsynjar handa húsunum. Hún tók fi.sk í geymslu fyrir þau hús, er litlar geymslur höfðu, og var forsjá margra húsa í upphafi. 3. Nefndin útvegaði verkvant fólk til þess að leiðbeina við hraðfrystingu í nýjum húsum. 4. Nefndin veitti allflestum frystisTóðvum lán til að koma upp húsum þeirra, auka þau og stækka og til vélakaupa. Fyrstu tilraunir Fiskimála- nefndar með sölu freðfisks gengu mjög illa, sérstaklega voru vonbrigðin mikil með Am- eríkumarkaðinn árið 1937. Þessi markaður er nú bezti markaður okkar í dag fyrir freðfik. Sögu hraðfrystiiðnaðarins síðar er óþarfi að rekja að sinni. Það þarf að byggja upp niðursuðuiðnaðinn Hvað viðkemur niðursuðunni, þá hefur þessi iðngrein aldrei orðið aðnjótandi stórrar og markvissrar fyrirgreiðslu eins og frystiiðnaðurinn, þó margar sundurlausar tilraunir hafi verið gerðar í þessa átt, en oftast af miklum vanefnum. Fiskimálanefnd átti á sínum tíma aðild að stofnun niðursuðu- og niðurlagningarverksmiðju í Reykjavík, en sleppti síðan af henni hendinni. Síðan hafa verið gerðar tilraunir til að byggja upp einstakar verksmiðjur víðs- vegar um landið, en með mjög misjöfnum árangri og án nokk- urs heildarramma. Enda er ekki hægt með réttu að tala um neinn ísienzkan niðursuðuiðnað sem heitið getur í dag. Ef borið er saman við ýmsar aðrar þjóðir, sem stunda sjávar- útveg að verulegu leyti sjáum við þetta enn greinilegar. Árin 1961—1964 var hlutur niðursuðu í útflutningsverðmæti sjávarafurða, hjá íslendingum 0,6% — Norðmönnum 17,7% — Dönum 7,1% og hjá ýmsum öðrum þjóðum er þetta hlutfall ennþá hærra, eins og t. d. Japönum, en þar er niðursoðið fiskmeti allt að 40% af heildarútflutningi þeirra af sjávarafurðum. Ef við svo ber- um saman verðmæti útflutnings sjávarafurða þessara þjóða mið- að við einingu, þá er áberandi, að þær bera meira úr býtum en við. Næst verður þá fyrir að spyrja hvaða möguleika við höf- um á því að byggja upp slíkan iðnað. Undirstaða alls iðnaðar hlýtur alltaf að vera gott og nægilegt hráefni. Á þessu sviði erum við íslendingar sérlega vel settir. Við ráðum yfir eða gætum ráðið yfir miklu magni af hrá- efni í þessa vinnslu. Má þar telja þorsk- og ufsahrogn, grá- sleppuhrogn, þorsklifur, síld af öllum stærðum, krækling, kú- fisk, kolkrabba, rækjur, humar grálúðu, hámeri, háf, hvalkjöt og ýmislegt fleira. Það er fróðlegt að nefna nokkur dæmi um það, í hve stórum stíl aðrar þjóðir hagnýta sér ýms af þessum hrá- efnum, sem við alls ekki berum við að nota. Árið 1962 fluttu Hollendingar út 68.000 tonn af kræklingi, og sama ár öfluðu Danir 13.500 tonn af sömu vöru. Bandaríkjamenn fluttu út 1962 3.500 tonn af niðursoðnum kol- krabba, og niðursoðinn kúfiskur frá Bandaríkjunum er boðinn til sölu í vérzlunum hér í Reykja- vík. Það er heldur ekki neitt nýtt fyrirbæri, að nýjar vinnslu aðferðir og veiðiaðferðir, valdi því, að afli sem áður var talinn einskis nýtur verði að mjög verðmætri útflutningsvöru. Áður fyrr var allur fiskur nema þorskur kallaður ,tros“, því hann var ekki hæfur í saltfisk. Nú eru margar aðrar fiskteg- undir verðmætari en þorskurinn. Eitt eftirtektarverðasta dætnið er þó leturhumarinn, sem til skamms tíma var alls ekki nýtt- ur. Ef sjómenn fengu hann í veiðarfæri sín var honum hið bráðasta varpað fyrir borð. Á síðustu árum eða frá 1961 til 1964 hefir útflutningsverðmæti humars og afurða úr honum aukist úr 26,4 millj. króna upp í 105,5 millj. króna. Ennfremur er það athyglisvert, hversu ýmsar aðrar þjóðir sækj- ast eftir þessum hálfunnu eða lítt unnu vörum frá okkur, sem hráefni í eigin verksmiðjur. Hér er ekki ástæða til að fara mikið nánar út í þann verk- smiðjukost, sem fyrir hendi er í dag, en óhætt er að fullyrða, að bæði húsrými og vélakostur myndi nægja fyrir stóraukna framleiðslu ef önnur skilyrði væru fyrir hendi. Það sem háir þessum iðnaði er í fyrsta lagi skortur á fé, bæði stofnfé og eins rekstrarfé. Engin lánastofnun telur það sitt hlutverk að lána hagkvæm stofnlán til niðursuðu- iðnaðar, og engin framleiðsla þessa iðnaðar er talin veðhæf, nema hún sé seld fyrirfram. Þá er og ennþá erfiðara að fá láns- fé til kaupa á umbúðum, hjálpar- efnum og hráefni, og engin sam- stillt samtök hafa enn getað myndast um slík innkaup. Af þessu leiðir, að engin skipuleg söluframkvæmd hefir getað skapast, því söluframkvæmd, sem alltaf á að byggjast á hrá- efni í sjónum en ekki tilbúinni vöru getur aldrei orðið raunhæf, þegar um fullunna vöru er að ræða. Auk alls þessa ber svo að gæta að söluframkvæmd verður að ske í harðri samkeppni við gömul og gróin erlend fyrirtæki, sem í heimalandi sínu njóta oft alls konar fyrirgreiðslu hins opin bera, njóta mikið þægilegri um- búðaöflunar, og í mörgum til- fellum hagkvæmari tollakjara en hliðstæður iðnaður hér á landi. Aukið útflutningsverðmæti Þá vaknar sú spurning, til hvers sé hér að vinna. Þó að þ*»su sé nú að nokkru svarað hér að framan, er fróðlegt að taka •tvö dæmi, sem engan veginn eru neinir loftkastalar. Ef 2.200 tonn af þorskhrognum væru skorin niður, í stað þess að flytja þau út frosin eða söltuð, sem hráefni fyrir aðrar þjóðir, eins og nú ér gert, myndi út- flutningsverðmæti þeirra aukast úr ca. 38,5 millj. króna í ca. 80 millj. króna. Að frádreginni hækkun á umbúðakostnaði við niðursuðuna nemur netto verð- mætisaukningin um 21,5 millj. króna. Annað dæmi á sama hátt, grásleppuhrogn. Ef 2.200 tunnur af þeim væru lögð niður í glÖ3 í stað þess að selja þau óunnin, söltuð í tunnur, sem fara beint í vinnslu í erlendum verksmiðj- um, eins og nú er að mestu gert, myndi verðmæti þeirra aukast úr ca. 11 millj. króna í ca. 24 millj. króna, og að frádreginni hækkun á umbúðakostnaði nem- ur netto verðmætisaukningin 8 millj. króna. Hér ber þess að geta, að einungis eru hér tekin tvö lítil dæmi sem hægt væri að framkvæma án nokkurrar veru- legrar f járfestingar í vélum eða byggingum. Dæmi þessi sýna ljóslega hvernig með betri nýtingu er hægt að auka útflutningsverð- mæti þess hráefnis sem við þeg- þegar öflum, án þess að höggva árlega stærra og stærra skarð i þær hráefnislindir, sem við eig- um völ á. í báðum ofangreind- um dæmum, er magn það, sem miðað er við, aðeins lítill hluti þess hráefnis, sem við árlega öflum af viðkomandi tegundum. Eitt lítið dæmi enn um 1.000 kg. af sild, sem unnin væri á þrjá mismunandi vegu: í síldarverksmiðju sem mjöi og lýsi ea. verðmæti kr. 3.000,— • f síldarsöltun (umbúðakostn. 1.000,— kr.) verðmæti kr. 8.000,— f niðurlagninu (umbúðakosn, 3.000,— kr.) verðmæti kr. 18.000,— Til að gera sér nokkra hug- mynd um markaðsmöguleika fyrir slíkar vörur, má geta þess, að árið 1963 fluttu eftirtalin lönd inn niðursoðnar sjávaraf- urðir sem hér segir: Efnahagsbandalagslöndin fyrir ísl. kr. 3.100 millj. Bretland fyrir ísl. kr. 4.700 millj. og Bandarikin 1962 fyrir ísL kr. 3.100 millj. Flestir markaðssérfræðingar virðast vera á þeirri skoðun að matvæli í því formi, sem þau eru auðveldast matreidd, en þar skara einmitt niðursuðuvörurnar fram úr, eigi stöðugt vaxandi vin sældum að fagna. Frystiþurrkun og gelslun meff geislavirkum efnum. Ég minnist í till. einnig á tvær nýjar aðferðir við vinnslu matvæla, þ.e. frystitþurrkun og geislun með geislavirkum efnum. Tilraunir munu öú vera í undir- búningi með frystiþurrkun hér á landi og hefur Rannsóknar- stofnun iðnaðarins fest kaup á tæki til þess að gera ákveðnar tilraunir í samibandi við frysti- þurrkun og eru tveir sérfræðing- ar í þjónustu rannsóknarstofnun ar iðnaðarins, báðir efnaifræðing- ar, sem vinna að þessuim tilraun- um og er Iþetta fyrsti vísirinn aff því að kynna sér frystiþurrkun hér á landi. En frystiþurrkunin er í því fólgin, að matvælin eru Iþurrkuð frosin, án þess að þau þiðni. Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.