Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 10
10 MORCU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. apríl 1966 — Fundur — borgarstjóra Framhald af bls 1 Fjöldi fyrirspurna barst eins og á fyrri fundunum. Borg- arstjóri hefur nú haldið þrjá fundi af þeim sex, sem hann hefur boðað til. Gífurlegt fjölmenni hefur verið á þess- um fundum og lætur nærri að um 1706 manns hafi sótt þá þrjá fundi, sem þegar hafa verið haldnir. Fundirn- ir hafa vakið óskipta athygli borgarbúa og almenna á- nægju. Ræða borg-arstjóra. í ræðu sinni í gærkvöldi ræddi borgarstjóri almennt um mál- efni borgarinnar, eins og hann hefur gert á fyrri fundunum, en vék síðan sérstaklega að mál efnum Mið- og Austurbæjar. Hann sagði, að ekki væri rými í gamla miðbænum, fyrir alla þá starfsemi, sem miðbær þarf á að halda á skipulagstímabili Aðalskipulagsins, sem nær fram til 1983. Það kom til mála að staðsetja nýjan miðbæ á fiug- vallarsvæðinu, en Reykjavík þarf á flughöfn að halda og við komumst ekki hjá því að hafa flugvöllinn áfram á þessum stað. Nýr miðbær verður staðsettur í Kringlumýri skv. Aðalskipulag- iun. Aðalskipulagið gerir ékki að- eins grein fyrir skipuiagi nýrra hverfa, heldur einnig hinna eldri svo sem Mið- og Austur- bæjar. Á því svæði er mest um eignarlóðir og byggðin þéttust. Vegna vaxandi umferðar er erf- itt að auka húsrými á þessu svæði. Nákvæm könnun hefur farið fram og er komið í ljós, að þörf er á 3000 bifreiðastæðum í Miðbænum en útilokað er að fullnægja meir en helming þeirr ar þarfar. Sömu sögu er að segja um Austurbæinn. Byggðina í Miðbænum er ekki hægt að auka að ráði. Hún er nú um 300 þús. gólfflatarmetrar en getur komist upp í 350 þús. gólfflatarmetra með endurbygg- ingu. Sama er í Austurbænum I Aðalskipulaginu er gerð nokk ur grein fyrir nýtingu á lóðum á þessu svæði, húsahæð o. fl. Endurbygging þessara hverfa tekur langan tíma og mikil nauð syn er á, að þessi svæði séu ekki í sárum meðan hún stendur yfir. Eini ómalbikaði bletturinn í þessum hverfum er við Iðnskól- ann. Vatnsskortur Kvartað hefur verið yfir vatnsskorti á Skólavörðuholti. Þótt endurbætur hafi átt sér stað á aðalæðum er samt sem áður kvartað yfir vatnsskorti á þessu svæði á mesta álagstíma eftir hádegið. Skólavfirðuholt fær vatn frá tveimur æðum, Vesturbæjaræð og æð sem tekin er úr Kringlumýrarbraut og er ný tilkomin. Sú æð getur haldið uppi nægilegum þrýsting fyrir þetta svæði með því að vatni til vatnsfrekra fyrirtækja svo sem Sundhallar o.fl. aðila sé veitt úr öðrum æðum. Að lokinni ræðu borgarstjóra flutti ,Birgir ísl. Gunnarsson ávarp sem birt verður í Mbl. á morgun, en síðan hófust fyrir- spurnir. Fyrirspurnir til borgarstjóra. Þorkell Sigurðsson: Hvaða ráðagerðir eru fyrirhugaðar til að létta á umferðinni við Mikla- torg og öðrum slíkum umferðar- punktum, þar sem umferðahnút- ar eru mest áberandi? Borgarstjóri: Varðandi Mikla- torg er ætlunin að afnema hring keyrsluna, koma þar á kross- gatnamótum með umferðarljós um til að byrja með. En annars er það þáttur í aðalskipulagi borg arinnar að unnt verði að aka eftir Miklubrautinni endilangri frá Elliðaánum og allt inn að Miðbænum, án þess að fara yfir nokkur gatnamót. Það verður að vísu langt þangað til, en ætiun- in er að byggja þau gatnamót, sem verða við Miklulbraut á tveimur hæðum. En til bráða 'birgða verður Miklatorg afnumið í þeirri mynd, sem við þekkjum það, og gerð krossgatnamót með ijósum. Þorvarður J. Júlíusson: Hve- nær er ráðgert að malfoika og skipuleggja óðinstorg? Borgarstjóri: Ég býst við því, að það verði ekki gert í sumar, nema þá mal'bikslag verði sett yfir torgið, en endurskipulagning þess mundi ekki verða fyrr en á næsta ári. Hilmar Fenger: I. Standa vonir til að hægt verði að auka bifreiðastæði í Mið bænum á næstunni? Borgarstjóri: Því er til að svara, að smátt og smátt — eða eftir því sem eldri hús hverfa, þá eru gerð bifreiðastæði á þeim lóðum. Grjótaþorpið er í raun Og veru eina svæðið í Miðbænum, sem til íhlutunar borgaryfirvalda kemur varðandi niðurrif og end- uruppbyggingu. í gegnum Grjóta þorpið á að fara ein meginum- ferðaræð, þ.e.a.s. Suðurgatan á að framlengjast í boga í gegnum Grjótaþorpið sjálft, og þar þarf að koma til íhlutun borgarinnar varðandi kaup á lóðum og upp- byggingu svæðisins. Þar er einn ig ætlunin að reisa bílageymslu- hús, en þó væri æskilegra að hefja byggingu slíks húss í aust- urhluta Miðborgarinnar, þar sem fleiri bifreiðar og þyngri um- ferðarstraumur kemur að austan, vegna þess að bærinn er stærri þeim megin Tjarnarlægðarinnar eða Miðbæjarkvosarinnar. Bif- reiðastæði aukast þannig að ein- hverju leyti á tímabili, en því miður verður aldrei hægt að fullnægja þörfinni fyrir bílastæði í Miðbænum, og varla nema 50% af þörfinni, og þá er vist eina ráðið, að koma á mjög góðu kerfi almenningsfarartækja, þ.e.a.s. strætisvagnaleiðirnar séu þannig settar frá bífreiðastæðum, að menn geti í raun og veru hoppað upp í strætisvagn, hvenær sem er, ef þeir eiga erindi í Miðbæ- inn. Sú hugmynd hefur komið fram fyrir nokkrum árum, að bifreiðastæði vaeru gerð í Alda- mótagörðunum, eða einhvers stað ar nálægt Umferðarmiðstöðinni og þaðan komið á tíðum strætis- vagnaferðum. Það er annars athyglisvert, að bifreiðastæða- þörfin í Miðbænum og Austur- bænum, samkvæmt áætlunum, geymsla, þannig að unnt verður að flytja til landsins ópakkað korn, og ætlast til þess að með því sparist mjög flutningsgjald. Auknir möguleikar á hagkvæmri uppskipun myndast við tilkomu hinnar nýju Sundahafnar. Sveinn Guðmundsson, verk- fræðingur: Hefur nokkurn tíma verið íhugað hjá borgaryfirvöldum hvort eigi væri rétt að setja upp fullkomið hljómflutningskerfi, sem næði yfir Arnarhóls, Lækjar torgs, Lækjargötu og Austur- vallarsvæði og nota mætti við hátíðarhöld borgarbúa, svo að þeir megi njóta þeirra ótruflað, t. d. 17 júní ár hvert. Borgarstjóri: Ég verð að játa það að það hefur ekki verið athugað — svo hennar, og það er nú svo komið, að teikningar eru tilbúnar, en við höfum ekki viljað hefja framlivæmdir fyrr en nægilegt fjármagn væri til staðar. Og vinnuafl viljum við nýta fyrst til þess að ljúka stórframkvæmd- um eins og Borgarsjúkrahúsinu og öðrum slíkum framkvæmd- um, sem lengi hafa verið í gangi. Það er líka sérstaklega nauðsyn- legt varðandi þennan stað og allar framkvæmdir við Tjörn- ina að þær taki ekki langan tíma, og nægilegt fjármagn og vinnu- afl sé til staðar, þegar til framkvæmda verður tekið. En ráðhúsnefnd hefur ákveðið, að það verði ekki á yfirstandandi ári. 2. Er meiningin að halda Borgarstjóri býður fundarrtí ara velkomna á fundinn, þau Gerði Hjörleifsdóttur og Þor- kel Þorkelsson. er fyrst og fremst vegna þeirra, sem starfa á viðkomandi svæð- um, en ekki hinna, sem eiga þang að stutt erindi. Samkvæmt um- ferðarkönnuninni er t.d. bifreiða stæðaþörf fyrir skrifstofur mun meiri en bifreiðastæðaþörf verzl- ana, vegna þess að menn fara í verzlanir og ijúka fljótlega sínu erindi, en erindi á skrifstofu tek- ur yfirleitt lengri tíma, og þar vinnur fleira fólk, miðað við flatarmeter húsnæðis. 2. Er gert ráð fyrir vöru- geymslum innflytjenda í hverf- inu við hina nýju Vogahöfn? Borgarstjóri: Já, það er gert ráð fyrir strax í fyrsta áfanga stórum og mikl- um vörugeymslum. Þar í næsta nágrenni verður og byggð korn- Hluti fundarmanna í Sigtúni í gærkvöldi. Húsfyllir var á fundinum. að ég viti til — að koma slíku kerfi á. Sigurður Sigurjónsson: 1. Hvað líður fyrirhugaðri ráð húsbyggingu við Tjörnina? Borgarstjóri: Um ráðhússtaðsetninguna var eins og kunnugt er gerð sam- þykkt í bæjarstjórn Reykjavík- ur árið 1955 með atkvæðum allra 15 bæjarfulltrúa. Sumir þeirra gátu þess að vísu að þeir kysu heldur einhvern annan stað. Mig minnir að það hafi verið þrír af þeim fimmtán, sem gerðu sér álit að þessu leyti, en tóku fram, að frágengnum sínum uppáhalds stað, þá gætu þeir vel fellt sig við — og vildu eiga þátt í ákvörð un staðsetningarinnar við norð- urenda Tjarnarinnar, sem var samkvæmt samhljóða áliti skipu- lagsnefndar og raunar mörgum samþykktum skipulagsnefnda á árunum þar á undan. Síðan var ráðhúsbyggingin undirbúin, og eftir að ekki tókst að efna til samkeppni um teikningu ráð- hússins var sérsstökum arkitekt- um falið að teikna það. Þegar teikningin birtist var hún sam- þykkt með tólf atkvæðum borg- arfulltrúa af fimmtán, og tveir af þeim borgarfulltrúum, sem ekki greiddú atkvæði tóku fram; annar, að hann væri í sjálfu sér samþykkur teikningunni og stað- setningunni, en vildi gera það að skilyrði, að skipulag Miðbæj- arins yrði staðfest, áður en fram- kvæmdir hæfust, en hinn vildi fá hálfsmánaðar frest til þess að athuga, hvort nokkrar breyting- ar mætti gera á teikningunni. Þannig hefur verið mikil sam- staða um þetta mál og nokkuð óvenjuleg þegar um slíkt mál er að ræða í borgarstjórn. Þótt mér sé ljóst, að skiptar séu skoðanir meðal bæjarbúa, og mörgum er þessi staður viðkvæmur. En ég hygg. að bæði þeir, sem fylgja byggingu ráðhúss í norðurenda Tjarnarinnar og hinir, sem eru á móti byggingu ráðhússins, hafi það sama grundvallarsjónarmið, að fegra Tjörnina og umhverfi áfram rekstri Bæjarútgerðarinn- ar? Borgarstjóri: Eins og kunnugt er þá hefur reksturinn gengið mjög illa og tap verið á Bæjarútgerðinni und anfarin ár. Mikið fjármagn borg arbúa hefur þannig bundist í þessum rekstri, og til þess að firra frekara tapi hefur verið ákveðið að selja verstu og óhag kvæmustu togarana. Tveir þeirra eru þegar seldir, sá þriðji er bundinn við bryggju, og það verður gert allt sem unnt er til þess að minnka þetta tap útgerð arinnar. Hinsvegar er hér um þann avinnurekstur að ræða, sjávarútveg, grundvallaratvinnu veg borgarbúa, sem ég tel að nauðsynlegt sé að efla. En það er mín skoðun að skera ben á þau tengsl, sem eru á milli borg- arsjóðs annars vegar og Bæjar- útgerðarinnar hinsvegar, og hef ur valdið því, að án sérstakra samþykkta hefur af tapi Bæjar- útgerðarinnar leitt það, að Bæ;- arsjóður hefur án sérstakrar samþykktar borgarstjórnar þurft að greiða stórar fjárupphæðir. En ég kysi heldur að sjá þessa breytingu og rekstrarfyrirkomu lag Bæjarútgerðarinnar í því horfi, að samvinna og samtök reykvískra útgerðarmanna og borgarbúa leiði til þess, að slík- ur atvinnurekstur eflist í borg- inni. Sigriður Þorláksdóttir: Er það ófrávíkjanleg áætlun að nýr flugvöllur verði ekki byggður fyrr en eftir tuttugu ár? Borgarstjóri: Það er vissulega ekki ófrá- víkjanleg áætlun, en hinsvegar hafa menn ekki beint trú á því, að fjármagn verði til staðar til að byggja nýjan flugvöll nægi- lega nálægt borginni, til að unnt sé að leggja þennan flugvöil niður. Nú er starfandi nefnd á vegum ríkisstjórnarirvn>ar, sem fjallar um framtiðarflugvöll fyr ir Reykjavík og Reykjavíkur- svæðið, og til mála kemur vissu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.