Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 4
4 NORGUNBLADID ' Miðvikudagur 27. apríl 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 BILA LEIGft MAGNUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir íokon slmi 40381 "Hl 3-U-6B mfíiF/m Volkswagen 1905 og ’60. ðt' RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BIFREIDALEIGAK VECFERÐ Gretttsgötu 10. Símj 14113. Þetta er hórkremið sem aUir spurja um I Halldór Jónsson hf. B O SC H ÞOKULUKTIK BRÆBURNIR ORMSSON Lágmúla 9. — Síxni 38820. 'A Með hægri handar akstri Fyrr í þessum mánuði birtist bróf frá manni, sem var á móti hægri akstri. Sagði hann m.a.: „Hægri handar akstur, hugs- ið yður, ef stýrið væri nú kom- ið hægra megin í bíl yðar og þér væruð að mæta bifreið á Þingvallaveginum, þar sem kantarnir eru varasamir. Mund uð þér þá treysta yður til að víkja út á blákantinn, eins og þér gerið svo auðveldlega nú, með stýrið vinstra rnegin?" Nú sendir „Marbendill“ Vel- vakanda svarbréf, sem birtist hér lítið eitt breytt: „Aumingja maðurinn, hann virðist leggja allt traust á að geta vaktað kantinn til Þing- valla, til þess að komast þangað ómeiddur, nú og í framtíðinni. Annars sýnir bréfkorn hans og fleiri þessa daganá, hvað margir íslendingar ætla að vera lengi öfugu-megin, etf um Þjóð þrifamál er að ræða .Þó finnst mér einkennilegt með mann, sem hefur verið í 66 löndum (að eigin sögn), að hann skuli ekki hfaa öðlazt meiri framsýni en þetta, sem hann kemur með í boðskap sinum 5. þ.m. Hann er glöggt dæmi um landann, sem getur alls ekki losað sig við moldvörpu-hugs- unarháttinn í gömlu moldar- kofunum og gert sér ljóst, hvað þessi jarðarkúla okkar fer ört minnkandi. Þess vegna getum við hér á íslandi ekki ilokað okkur frá umheiminum, nema um tiltölulega stuttan tíma, og vaknað síðan við vondan draum Væri ekki rétt að leggjast nú þegar á eina sveif og fiá erlenda aðstoð í þessu máli frá t.d. Bandaríkjunum, sem eru lengst komin á öllum sviðum, hvort sem þessum ötfugu-megin- mönnum líkar það betur eða verr? Það er þó nokkur afsökun fyrir manninn, að hann hlýt- ur að miða við núverandi hugs unarhátt hér um framkvæmd- ir í vegagerð, þ.e.a.s. gera ekk- ert af viti eða varanlegt og til- biðja skjaldibökuna. Það vill annars svo til, ef maðurinn veit það ekki, að það er vissara að vakta báða kantana og ef til vill eitthvað af miðjunni líka. — Marbendill". Móti hægri handar akstri Tii þess að hafa alla góða, birtír Velvakandi hér til mót- vægis bréf frá „Bílstjóra“: „Nú, þegar allar líkur benda til þess, að misvitrir alþingis- menn samþykki hægri handar akstur, og leiði þar með ó- happa- og slysaöldú yfir þjóð- ina, meiri en nokkru sinni fyrr, — og er þó vart á bætandi — verður mér á að efast um, hvort þeir góðu menn hafi leitt hugann að því, að vegir hér á íslandi eru af þeim vanefnum gerðir, að mjög erfitt er víða að mætast á þeim, vegna þess hve mjóir þéir eru, og þegar vanir vinstri menn eru í van- dræðum með að fylgja veg- kanti, svo að vel fari, hvemig mun þá óvönum hægri mönnum reiða af? Vitað er, þótt okkar ágætu „vitringar" vilji e.t.v. ekki við urkenna það, að á bílum, sem hér eru flestir með vinstri hand ar stýri, er ólíkt betra að fylgj ast með vegkanti, í vinstri hand ar akstri, en hægri handar, og mín reynsla er sú, að betra sé að forðast bílinn, sem á móti kemur, en kantinn á veginum, sem fiáir vita hve traustur er, einkum þegar vora tekur, og klaki er að fara úr jörðu, enda munu þeir ótaldir, sem lent hafa út af veginum við að mæta öðrum bíl, þó að mun hægara sé að áætla fjarlægð frá vegar brún nú, en etf um hægri hand- ar akstur væri að ræða. Aðalrökin, sem hægri menn færa fyrir sínu máli, eru þau, að við verðum að fylgja þróun inni, og erfitt muni reynast í framtíðinni að fá til landsins bíla, gerða fyrir vinstri handar akstur, þar sem flestar þjóðir aðrar séu hægra megin. Því er til að svara: Er okkur vandara um en öðrum eyþjóðum? Við höfum engin sameiginleg landa mæri með öðrum löndum, frem ur en t.d. Bretar og Ástraliu- menn, og meðan þjóðir eins og Japanir framleiða t.d. ljósker fyrir vinstri handar akstur, (ljósin munu vera mjög á heiia hægri manna, þó að þau virðist litla birfcu bera þar) ætti okkur að vera auðvelt að ráða fram úr því vandamáli, einkum þar sem heyrzt hefur, að þessar þjóðir hafi ekki í hyggju að gerast hægri menn. Að vísu mun slíkt hafa komizt til tais í Bretlandi, en lítinn hljóm- grunn fengið, enda hafa Bret- ar fengið orð fyrir að vera at- hugulir menn og lausari við sýndarmennsku og eftiröpun en við fslendingar. Það er oft talað um, og ekki að ástæðulausu, hvílík blóð- tak« það sé okkar fámennu þjóð, að missa þá einstaklinga, sem farizt hafa í bitfreiðaslysum undanfarin ár, en hvað mætti þá segja um þá tugi, og jafnvel hundruð, sem elzta löggjafar- þing veraldar hyggst dæma til dauða á næstu árum, aðeins vegna þess, að nokkrir „betri borgarar" þurfa að hafa bílinn með sér, þegar þeir fara í inn- kaupaferð til annarra landa. Góðir íslendingar. Tökum allir höndum saman og forðum íslenzkum þjóðveg- um fná því að fljóta í blóði landsmanna. — Bílstjóri". Velvakanda finnst það galli á öllum þessum skrifum um hægri handar eða vinstri hand- ar akstur, hve menn taka stórt upp í sig. En það er annars sama, um hvað íslendingar rífast á prenti, alltaf skal æs- ingúr og ofsí hlaupa í spilið, sbr. sjónvarpið, ölið, álið oJl. Hægri eða vinstri enn „Kontórfrauka* sendir Velvakanda þetta bréf: , „Mér finnst það einkennilegt í umræðum um hægri eða vinstri handar akstur, hve and- stæðingar nýbreytninnar reyna að gera sér mikinn mat úr því, að við séum eyþjóð, -búum á eyju „langt frá öðrum löndum“ Þesss vegna getum við haldið í vinstri handar aksturinn, eins og ekkert sé. Þessi röksemd er einskis viröi lengur. Ferða- menn, sem koma hingað, eru sumir farnir að taka bíla sina með 9ér, eða, sem er enn al- gengara, þeir taka sér bíi á leigu hér, um leið og þeir stíga á land, og aka síðan sjálfir. ís- lendingar, sem ferðast til út- landa, fcaka margir bílinn sinn með, enda er hann orðinn al- menningseign á fslandi, eða þeir taka sér bíl á leigu er- lendis og aka sjálfir. Ég hef nokkrum sinnum skroppið út fyrir pollinn í sumarleyfum minum og alltatf tekið mér bíl á leigu og ekið eins og mig lystir. Sama veit ég, að allir kunningj ar mínir gera. Þá er maður frjáls og óháður öllum járn- brautarlestum, langferðavögn- um og flugvélum. Þetta fer sí- fellt í aukana hjá fólki, enda er mjög auðvelt að fcaka sér bíla á leigu erlendis, og kostn- aðurinn við það fer hlutfalis- lega lækkandi samanborið við annað, sem maður leggur út fyrir í ferðalögum. — Kontórfrauka". ■ý( Maður eða guð „Ólafur liljurós“ sendir Velvakanda þetta bréf: „Góði Velvakandi. Aldeilis varð ég nú hlessa, þegar einn helzti kirkjunnar maður lýsi því ytfir á prenti nú um hátíðarnar, að Jesús frá Nazaret hefði aðeins verið mað ur, eins og ég og þú, en ekki guðdómlegur. Ég hef alltaf staðið 1 þeirri meiningu, að trúin á guðdóm Krists væri undirstaða kristinn ar trúar, já, að kirkjan stæði og félli með þeirri kenningu. Draga guðspjöllin ekki upp þá mynd af Jesú, að hann hafi verið guðlegrar ættar? Var hann ekki dæmdur fyrir að halda því fram, að hann væri guðssonurinn? Og bendir ekki allt Nýja testamentið í sömu átt? Já, er hann ekki meira að segja nefndur Drottinn, þvi nafni, sem engum hæfir nema Guði? Er það ekki hann sjálf- ur, sem gerir sig að Guði — af því að hann er það? Ég ætla að ítreka fyrri ósk mína um, að biskupinn, yfir- maður kirkjunnar, fræði okkur almenning um, hver sé undir staða kristinnar trúar. Kannske vöðum við í villu og svíma með þvi að halda fast við það, sem við lærðum, þegar við vorum börn. Ef svo er, þarf að breyta biblhisögunum, já biblíunni sjálfri. Og hætta að kalia kirkj una lúfcherska. Ég bíð með óþreyju eftir þes* aroi fræðslu. Úlafur liljurós". ' Vantar 2-3 verkamenn í byggingavinnu á Hjarðarhaga 44—50. — Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. Hafnarfjörður 1—2 herb. og eldhús óskast á leigu í Hafnarfirði. — Upplýsingar í lögfræðiskrifstofu Árna Grétars Finns sonar, sími 51-500. Óinnréttað ibiíðarhúsnæði ca. 120—150 fermetrar til leigu. — Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl., merkt: „9671“. Iðnaðarhusnæði Til leigu ca. 250 ferm. hæð, hentug fyrir léttan iðnað. Upplýsingar í síma 33090 kl. 4—5 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.