Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikuaagur 27. apríl 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR Inni í káetunni var ekkert inema ferðataska, og iþegar ég hafði tekið í hurðina og fundið, að hiún var læst, opnaði ég tösk- una. Hún var full af kvenfatn- aði, kjólum, skóm og þykkri kápu fóðraðri með sauðagæru. Nú, svo að það átti þá að halda mér í fangelsi, en ekki myrða mig. Ég tók upp skraut- legan, grænan kjól. Það var stenkur framandlegur ilmur af honum. Ég fékk gæsahúð, er ég hugsaði til þess, hver hefði ver- ið í honum síðast, og hvað hún hefði verið að hafast að. Þeir, sem tekið höfðu mig tii fanga, voru að minnsta kosti engir fá- tæklingar. Aftast í hálsmálinu á kjólnum var nafn eins fræg- asta tízkuhúss Panísartoorgar. Ég fór aftur að athuga hurðar húninn. Bfri hlutinn af hurð- inni var úr skásettum listum og er ég gægðist gegn um rifurnar, gart ég »éð, að hurðin var lokuð með læsingu úr málmi. Ég tðk af mér skóinn og reyndi að bifa læsingunni með mjóa hælnum á honum. Þetta ætlaði ekki að ganga vel í fyrstunni, því að læs ingarjámið skrapp alltaf af brúninni á hælnum, en meðan ég var að bölva þessu í hljóði, greip hann ai-lt í einu, og þá var furðulega auðvelt að opna læs- inguna. Ég opnaði dyrnar hljóð- lega, lokaði þeim aftur á eftir mér og læddist svo eftir skugga- legum ganginum. Ég heyrði mannamál gegn um lokaða hurð til hægri, svo að ég við sneri í hina áttina og læddist á tánum í áttina að bláleitum toletti, þar sem dagstoirtan kom gegn um stigaopið. Það var heitt niðri og þessi venjulegi þefur af gufu og olíu, og þegar ég gekk upp stigann, kom kalt útiloftið á móti mér. Ég gekk fjögur skref áfram og sá þá brúnina, þar sem einn maður var við stýr ið. Ég hnipraði mig í skugganum af stiganum og hafði ákafan hjartslátt. Væri þetta niú bara bíómynd, gœti ég sigrazt á honum. Stúlk- urnar í reyfuruaum kunnu allt- af judó. Og svo höfðu þær Mka toyssur. Og loks drógu þær karl- menn á tálar. Og þær gátu synt óraleiðir. í nokkurra skrefa fjarlægð var sjórinn — hvaða sjór sem það nú kjmni að vera — þvf að enga hugmynd hafði ég um, hvar við vorum niður- komin. En hvað stoðaði það? Ef ég hlypi fyrir toorð, myndi ég drukkna og sjórinn var áreiðan- lega eins kaldur og Norðuris- hafið. Maðurinn við stýrið var stór og virtist vera Norðurlandaibúi að uppruna, ijóshærður og ftfl- sterkur. Ég gæti eins vel ráðizt á vililtan fíl. Ég lagði breiða, rólega and- litið á honum á minnið, og skreið niður aftur, en tók um leið eftir bjarghringunum, en á þeim stóð nafnið „s.s. KYLE“. Ég hafði ásett mér að hlusta dyrnar, sem mannamálið Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar, eða um mánaðamótin. Upplýsingar í síma 37737. IViúlakaffí Starfsstúlka óskast BrauÖstofan Vesturgötu 25 Vatnabátur til sölu ásamt tengivagni og utanborðsmótor. Verð kr. 15 þúsund. — Upplýsingar í símum 23375 og 38768. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús og borðstofu Klepps- spítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38160 og á staðnum milli kl. 9 og 16 daglega. Skrifstofa ríkisspítalanna. heyrðist gegn um. Þetta var nú sæmilega heimskulegt, en það var þó að minnsta kosti að haf- ast eitthvað að, og skárra en að liggja toara í kojunni og bíða eftir því, að eitthvað skelfilegt gerðist. Ég varð ekki vör neinna skips- manna, svo að ég iæddist alveg að dyrunum. Mannamálið var há vært, rétt eins og verið væri að skammast, og ég sá, að með því að standa á tánum, gat ég gægzt inn um ofurlitla rúðu, sem var hátt uppi á hurðinni. En guð hjálpi mér, ef einhver skipsmað- urinn kæmi aftan að mér! En ég var of spennt og forvit- in til þess að muna eftir því að vera hrædd. Hertoergið, sem var Mtill sal- ur, var allt á kafi í reyk, og virt ist þéttskipað fólkL Tveir menn sátu við borð, sem var alþakið spilum og glösum, en tveir aðrir sátu út við vegginn og teygðu úr sér. Það fór hrollur um mig, er ég só Monsieur Philippe, snyrti- legan að vanda. Hann sat við endann á borðinu og horfði nið- □-------------------------q 32 □-----------------------------D ur í glas með móðu á, og var að hræra í ísmolum, sem í því voru. Það glamraði í molunum. Ekk- ert hreyfðist nema höndin, sem hrœrði í glasinu og tolái demant- urinn á fingrinum á honum glitr aði. Fólkið kring um borðið, en það var Rochel, ljóshærða stúlk- an, sem ég hafði séð í Golden- hurst, og tveir dólgar, talaði saman á einhverju frönsku skríl máli, og mér til mestu gremju, skildi ég ekki orð af tali þeirra. Meðan ég stóð þarna á gægjum, hreyfði Monsieur Philippe enn höndina og tolái demanturinn gMtraði. Hann skeytti ekkert um fólk- ið, sem kring um hann var og andlitið var eins og stirðnað í þessu sama háðsbrosi. Kápan hans var á herðunum á honum, hárið var sítt, ljóst og nokkuð hæruskotið, og það var greitt frá enninu, eftir fornri tízku. Allt í einu leit hann upp og sagði eina setningu. Allir brugðu við og hlustuðu. Stúikan, sem var iklædd hvítum kjól, hafði verið að stæla við Rochel, en þagnaði í miðri setn- ingu. Monsieur PhiUppe stóð upp og 'það var fyrirUtningarsvipur á andlitinu. Hann hefði getað ver- ið innan um hóp af sláturfé. Hann gekk út að dyrum. Ég brá við skjótt og flúði inn í káetuna mína, kom lásnum í samt lag, með skjálfandi hönd- um og fleygði mér svo á rúmið. Skömmu síðar vöru dyrnar opnaðar, hægt og hægt. Ég lá með lokuð augu og á- toreiðuna næstum upp yfir höfuð, en hjartað í mér hamaðist engu síður en vélin í skipinu. löng þögn. Þetta hlaut að vera Monsieur Philippe. Enginn nema hann gæti iþagað svona lengi í einu. Svo fann ég ofurlítinn þef í loftinu, líkast því sem af sítrónu. Ég heyrði ekkert nema öldu- gjálfur og vélarhljóð. En hann hlaut að standa þarna enn. Ég hugsaði mér hann standa þarna hinumegin við augnalokin á mér, og horfa — ekki fyrst og fremst á mig, heldur á ein- hverja ráðagerð, sem ég ætti að BÓKAGEYMSLA Stórt útgáfufyrirtæki vill taka á leigu allt að 200 fermetra hús- næði á jarðhæð eða í góðum kjallara fyrir bókageymslu. Góð aðkeyrsla nauðsynleg. — Tilboð með nánari upplýsingum óskast send í pósthólf 9, Reykjavík. COSPER PIB — Þetta er ÞVÍ MIÐUR rangt herbergi, ungfrú. verða þáttur I. Hurðin lokaðist, ég heyrði smell í lásnum og svo fótatak eftir ganginum. Ég hlýt að hafa sofnað aftur, eftir þetta, hvort sem það nú hefur stafað af hitanum eða höfuðhögginu, því að þegar ég vissi af mér aftur, var einhver að kilípa í öxlina á mér og hrista mig tii. Þetta var ljóshærða stúlkan og hún var næstum enniþá fallegri við dagsibirtu, og nú var hún í hvítri kápu utan yfir hvíta kjóln um og með kraga úr minka- skinni. — Get ég fengið eitthvað að borða? — Sennilega ekki. Settu á þig skóna og komdu með mér. Ég seildist eftir skónum. Úm leið leit ég á hana, forvitin. Hún var undurfríð. Mitt eigið andlit, fölt og með nokkrum freknum, varð bókstaflegu að engu við hliðina á henni, sem var með ljóst hár, frftt barnalegt andlit og óviðjafnanlega fallegan hör- undslit. Augun voru eins og fallega máluð korntolóm. — Ég toind fyrir augun á þér, sagði hún og tók klút upp úr vasa sínum. — Vaknaðu! Þú átt að drekka þetta og koma með mér, sagði hún á ensku, sem var svo af- bökuð, að hún var vart skiljan- leg, Svo rétti hiún að mér kaffi- bolla. — Það er eitrað, sagði ég og ætlaði að fara að hella því í þvottaskálina. Hún svaraði með fyrirlitningar svip: — Vitanlega er það ekki eitrað. Við viljum, að þú getir gengið. Við kærum okkur ekki um að þurfa bera líkið af þér. Framkoma hennar var svo móðg andi og brosið á sakleysislegu andlitinu svo illyrmislegt, að ég drakk kaffið, 9em var sterkt og svart, orðalaust. — Hvern sjálfan fjandann ætti það að þýða? Ég er vist fangi, er ekki svo? Kemst ekkert burt, Hvaða leyndarmál er þetta, hvar ég sé? — Gerðu eins og þér er sagt. Hún greip mig taki, Hendurnar á henni voru sleipar. Hún dró mig á fætur, og áður en ég gat reitt höndina til höggs, sem ekki hitti, hafði hún komið klútnum fyrir augun í mér. Ég var bálvond og gaf henni heiftarspark með mjóa hælnum. Stúlkan öskraði upp yfir sig af sársauka og reiði, og meðan ég hældist yfir þessu með sjálfri mér, gaf hún mér slíkan löðrung að ég var næstum oltin um kolL Nýtt — Nýtt ítalskir kjólar. Verð kr. 598—698. Peysur. — Verð kr. 250—298. Glugginn Framkvæmdamenn Húsbyggjendur Tek að mér götuvinnu og ámokstur með hinum þekktu norsku Biþyd x 2 vélum. Upplýsingar í síma 20065. Tomas Grétar Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.