Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MiðvfkuSagtir 27. apríl 1966 - ' i <w -<■ < - ■' - <" -«■ «< Freyfaxi kemur til Akraness. __ „Freyfaxi" nýtt skip sements- verksmiðjunnar á Akranesi HIÐ nýja sementsflutninga- skip Sementsverksmiðju Rík- isins kom til Akraness í gær. Mikið fjölmenni var saman- komið við bryggju Sements- verksmiðjunnar, er hið nýja sementsflutningaskip lagðist að bryggju síðdegis í gær. Veður var hið fegursta og lagði fjöldi bæjarbúa leið sína niður að bryggju til þess að fagna þessu glæsilega skipi, sem marka mun tímamót í sögu Sementsverksmiðju Rík isins. Er skipið lagðist að bryggju fluttu ávörp Ásgeir Pétursson sýslumaður formað ur . stjórnar Sémentsverk- smiðju rikisins og Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri Akraness. Ásgeir Pétursson, formaður stjórnar Sementsverksmiðju Ríkisins sagði m.a. Það hefur um skeið verið eitt helsta stefnumál stjórnar Sementsverksmiðju ríkisins að bæta dreifingar- kerfi verksmiðjunnar og auka þjónustu við viðskiptamenn hennar. Verksmiðjan annast sjálf alla flutninga semments, sem fram fara á sjó og er sement flutt þannig á 40 hafn ir, víðsvegar um landið. Fram að þessu hefur verksmiðjan orðið að flytja sementið með leiguskipum, sem að sjálf- sögðu hafa reynzt misjafnlega vel, en í skipaflota Iands- manna hefur ekki verið til skip, sem hentar til þessara flutninga. Þá er einnig á það að líta að á mörgum höfnum hefur þráfaldlega reynzt erfitt að fá nægilegan mannafla til þess að skipa sementinu upp með handafli og hefur þá orðið að keppa við aðrar atvinnugrein ar um vinnuafl, sem oft hefur leitt til óhagræðis og tíma- sóunar. Það var grundvallaratriði, að hið væntanlega skip yrði búið sérstökum affermingar- tækjum, sem færanleg eru eftir þilfari skipsins. Með slíkum útbúnaði þarf manns- höndin lítt að koma að upp- skipuninni og sparar hann bæði verksmiðjunni og við- skiptamönnum hennar tíma og fé, auk þess sem varning- urinn mun minna skaðast í flutningi og uppskipun, en áður var. Þá er þess að geta að for- ráðamenn Sementsverksmiðj- unnar voru frá öndverðu ráðnir í því að hagnýta þá merku nýjung á sviði skipa- smiða og siglinga, sem fólg- in er í því að gera aðalaflvél og ljósavél sjálfvirkar og stjórnað að öllu leyti frá stjórnpalli skipsins. Forráða- menn Vélstjórafélags íslands Aðgerðir barnaverndar- nefndar og heimiliseftirlit Barnavemdarnefnd Reykjavík- Ur verður að hafa á hendi ýms- ar aðgerðir til aðstoðar heimil- um og börnum, þar sem vand- kvæði eru á eðlilegu uppeldi þeirra. Sumt leysist með leið- beiningum og ýmiskonar aðstoð, sem nefndin getur látið í té, en önnur tilvik gefa tilefni til frek- ari aðgerða. Stöðugt eftirlit var á eftir- töldum fjölda heimila á síðasta ári vegna ófullnægjandi aðbún- aðar barna. í ársbyrjun voru 65 heimili undir eftirliti með 218 börn. Eftirliti var hætt á árinu á 24 heimilum með 76 börn, en eft- irlit hafið á árinu á 19 heimil- um með 56 börn og í árslok voru 60 heimili undir eftirliti með 196 börn. Á siðasta ári útvegaði barna- verndarnefnd 205 börnum dval- •rstaði um lengri eða skemmri tíma árið þar áður 204. Börn- unum var útvegaður dvalarstað ur á eftirtöldum stöðum: Reykja hlíð, Silungapolli, Hlíðarenda, Skála og á ríkisstofnunum á upptökuheimilinu í Kópavogi og í Breiðuvík ennfremur á Bjargi og í Kumbravogi svo og nokkr- um einkaheimilum. Þá gefur barnaverndarnefnd nokkurt yfirlit um starfsemi flestra fyrrgreindra heimila. Akranesi, 25. apriL SKUGGA-Sveinn, hið vinsæla leikrit Matthíasar Jochumssonar, var sýndur í Logalandi í Reyk- holtsdal sunnudaginn 24. april í síðasta sinn. Meðal þeirra, sem notuðu sér síðustu forvöð að sjá leikinn, var fólk sem fór hópferð vestan úr Saurbæ í Dalasýslu. — Oddur. féllust á þá tilhögun og er þeim hér og nú þökkuð sú víðsýni. Hinn sérstaki tæknilegi út- búnaður skipsins og öryggis- útbúnaður þess veldur því að áhöfn þess verður einungis 12 menn í stað þess að á venju- legum skipum af svipaðri stærð eru einatt 17 — 18 menn. Skipið er smíðað í Noregi hjá skipasmíðastöðinni Aukra Bruk, sem er í nágrenni Molde. Það er byggt sam- kvæmt reglum Norsk Veritas, sérstaklega styrkt til siglinga í ís og er um 1387 tonn að stærð. Það er 64 metra langt, 12 metra breitt og ristir 4,5 metra fullhlaðið. Lestarrými er 1873 kúbikmetrar að stærð og er gert ráð fyrir að skipið geti flutt 1100 tonn af sementi fullhlaðið, enda er það allt flutt á pöllum. Lestarop er 36,6 metra langt og gengur affermingar- kraninn á sporbrautum með því, eftir því sem henta þykir við afferminguna. Kraninn lyftir 5 tonnum og verður unnt að losa með honum um 60 tonn af sementi á klukku- stund með aðeins einum eða tveim mönnum í lest. Aðalaflvél skipsins er 1320 hestafla Deutz-dieselvél og tvær aðrar vélar, 120 hestafla Aðalfundur Kaupmanna- samtakanna AÐALFUNDUR Kaupmannasam taak íslands 1966 verður hald- inn að Hótel Sögu n.k. fimmtu- dag 28. apríl og hefst hann kl. 10.00 f.h. með ræðu farmanns samtakanna, Sigurðar Magnús- sonar og skýrslu framkvæmda- stjóra Knúts Bruun hdl. um starfsemina á sl. ári. Fundinn sitja fulltrúar frá öllum sér- greinarfélögum innan K.í. Kl. 14.00 flytur viðskiptamála- ráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason ræðu. í fundarlok kl. 10.00 sitja að- alfundarfulltrúar boð viðskipta- málaráhðerra í ráðherrabústaðn- um að Tjarnargötu 33. hvor, sem knýja rafala til framleiðslu á raforku fyrir skipið. Gert er ráð fyrir að venjulegur ganghraði skips- ins verði um 11,7 hnútar á klukkustund, en mesti hraði í reynsluferð varð 12,7 hnút- ar. Siglingartæki og öryggis- útbúnaður skipsins er allur hinn fullkomnasti og íbúðir áhafnar voru gerðar vistleg- ar og hollar vistarverur. „Að lokum“, sagði Ásgeir „ber ég fram þá einlægu ósk að þetta skip megi bera fána íslands um höf og hafnir með sæmd og vera sýnilegt tákn þess að íslendingar vilja hag- nýta tækni og þekkingu til þess að skapa hér þjóðfélag, sem býður þegnum sínum að- stöðu til þess að starfa og þroskast og öðlast hamingju í andlega og efnalega sjálf- stæðu landi feðra sinna“. Björgvin Sæmundsson bæj- arstjóri Akraness flutti einnig ræðu og fagnaði komu Frey- faxa til heimahafnar. Að lokinni móttökuathöfn var gestum boðið að skoða skipið undir leiðsögn Friðriks Jónssonar skipstjóra. Róðgert er að Freyfaxi fari í lok vikunnar með sements- farm til Austfjarðahafna. Yfir vélstjóri er Reynir Jónsson. Tónlistarmenii heimsækja Stykkishólm Stykkishólmi 25. april. HINGAÐ kom í gær á vegum Tónlistarfélags Stykkishólms, Guðrún Kristinsdóttir, pianióleik- ari, og blásarakvintett, skipaður Kristjáni Stephensen, óbóleikara, Gunnari Egilssyni klarinettleik- ara, Sigurði Markússyni fagotleik ara, David Hunt, flautuleikara, og Simond, hornleikara. Héldu þau tvenna hljómleika í Hljómskálanum við ágætar und irtektir áheyrenda. Stefán Sigurkarlssön, lyfsali, Iþakkaði þessa ágætu hljómleika fyrir hönd viðstaddra og Gunnar Egilsson þakkaði góðar móttök- ur. — FréttaritarL stakstTTnar Veizlumáia- borgarstjóri ? Alþýðublaðið birtir einlkar at- hyglisverða forustugrein í gær undir fyrirsögninni „Svona er það í Grimsby“. Þar segir m. a. : „Það vakti athygli í sambandi við heimsókn þiessa (þ.e. borgar- stjóra Grimsby) hve skipan borgarmála er ólík í Bretlandi og hér. Staða borgarstjórar er nánast heiðursstarf, enda skipt um mann árlega og fer ekki eftir flokksmeirihluta í borgarstjórn. Hlutverk borgarstjóra er að koma fram fyrir Grimsby og flytja fagrar skálaræður. Hinn. raunverulegi borgarstjóri mun hinsvegar kallast borgarritari og er hann laus við umstang og hátíðahöld. í borgarstjórn eiga sæti 55 fulltrúar, en nefndir um einstök málefni hafa miklu hlut- verki að gegna, og formenn þeirra eru áhrifamenxu. Hin brezka skipan hvílir á breiðari grunni en í Reykjavík, fleira fólk kemur að málum, sérhæfing er meiri, en allt þó í föstum skorðum. Þetta eru miklir kost- ir“. Það fer ekki milli mála hjá þeim, sem þetta lesa, að Alþýðu- blaðið hrífst mjög af hinni brezku skipan þessara mála. Styrkir það þá skoðun, sem fram kom í Morgunblaðinu fyrir nokkru, að Alþýðublaðið vildi „aukið aðhald“ í borgarstjóm til þess að koma borgarstjómarleið- toga sinium, Öskari Hallgríms- syni í borgarstjórasæti. Þá er svo efti-r sú spurning, hvort Al- þýðubl. vill að Óskar verði veizlu málaborgarstjóri eða alvöruborg- arstjóri. Ýmsir mundu telja, að hið fyrmefnda embætti væri meir að skapi Alþýðuflokks- manna. En þótt Alþýðublaðið hrífist af þeirri skipan máia, sem það segir að sé á þann veg, að haldið sé uppi toppfígúrum, sem flytja fagrar skálaræður, þá er það engum vafa bundið að Reykvíkingar hafa aðra skoðun á því máli. Þeir vUja borgar- stjóra, sem vinnur að málefnum borgarinnar, og veitir forustu hinum margvíslegu og nauðsyn- legu framkvæmdum hennar í þágu borgaranna. Þess vegna er líklegt, að Reykvikingar telji ekki „mikla kosti“ við þá skipan mála, sem Alþýðublaðið er mjög hrifið af. Tjarnargata 20. Á baksíðu „Þjóðviljans“ stend- ur tilkynnáng frá kosningar- stjóm Alþýðubandalagsins, og cr þess getið þar að .Jtosningaskrif- stofa Alþýðubandalagsins" sé í Tjarnargötu 20. Þar eru gefnir upp símar kosningaskrifstofunn- ar, sem Sósialistafélag Reykja- víkur og Sósíalistafiokkurinn em skráðir fyrir. Þannig ber allt að sama brunni í málefnum hins svokallaða Alþýðubandalags. — Höfuðstöðvar þess eru í höfuð- stöðvum kommúnista, en súnar þess eru símar kommúnista og er þetta en-n ein vísbending um það, að kommúnistar hafa ÖU ráð Alþýðubamlalagsins og hins svo- kallaða Alþýðubandalagsfélags í hendi sér, en samstarfsaðilar þeirra standa utangátta og vita ekki sitt rjúkandi ráð. En meðal annarra orða; hvem- ig stendur á þvá, að Alþýðu- bandalagsfélagið er aldrei nefnt á nafn í kom<mu n istamál gagninu síðan það var stofnað, heldur aðeins Alþýðubandaiagið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.