Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.1966, Blaðsíða 22
22 MOHGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 27. april 196« Hjartans þakkir til vina og vandamanna fyrir heim- sóknir, gjafir, blóm og skeyti á 75 ára afmæli mínu 22. apríl sl. — Blessun Guðs fylgi ykkur öllum. Guðrún Teitsdóttir, Jósefsspítala, HafnarfirðL Konan mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG PÁLSDÓTTIB Skólabraut 45, Seltjarnarnesi, lézt í Landakotsspítala 25. apríl. — Jarðarförin auglýst síðar. Guðjón Guðlaugsson og böm. Móðir okkar, SIGRÍÐUR ODDSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Hrólfstaðahelli, Landssveit þriðjudaginn 26. apríl. Böm hinnar látnu. Elsku drengurinn okkar, JÓN GRÉTAR Lyngbrekku 24, Kópavogi, andaðist í sjúkrahúsi Hvítabandsins mánudaginn 25. þessa mánaðar. Svava Svavarsdóttir, Halldór Jónsson. Bróðir minn- 1 BJARNI ÞÓRIR ÍSÓLFSSON andaðist mánudaginn 25. apríl. — Fyrir hönd vanda- manna. Margrét ísólfsdóttir. Faðir minn, GUÐJÓN JÓNSSON frá Tóarseli, Breiðdal, sem andaðist 18. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju fifnmtudaginn 28. apríl kl. 10,30 f. h. — Athöfninni verður útvarpað. — Fyrir hönd vanda- manna. Guðmundur Guðjónsson. Útför konu minnar, móður okkar og tengdamóður, ELLY SALÓMONSSON, f. LARSEN fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 28. apríl kl. 1,30 Haraldur Salómonsson, börn og tengdaböm. Jarðarför föður okkar, ÞÓRÐAR HALLDÓRS BENEDIKTSSONAR frá Amarbæli, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 29. apríl kl. 3 e.h. — Fyrir mína hönd og systkinanna. Ólafur Amberg. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ÓLÍNU ÓLAFSDÓTTUR Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Siglufjarðar. — Fyrir hönd bama, tengda- barna, barnabama og annarra vandamanna. Ægir Jóakimsson. Hjartans þakkir fyrir vinarhug við andlát, BJÖRNS ÞORGRÍMSSONAR og alla alúð honum sýnda síðustu árin. Marta Valgerður Jónsdóttir, Anna Sigríður Björnsdóttir, Ólafur Pálsson. Þökkum sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför, JÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Dufþaksholti. Kristín Þorgeirsdóttir, Ágúst Magnússon. Frá opnun útibús Iðnaðarbankans á Akureyri — Iðnfánasjóður Framh. af bls. 20 um Iðnlánasjóð, og með þeim lög um eru mörkuð þáttaskil í starf- semi hans, starfsviðið er aukið og honum er séð fyrir nýjum tekjustofni. Iðnlánasjóður er gerður að sjálfstæðri stofnun undir stjóm þriggja manna sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Sjóðnum er séð fyrir nýjum tekjustofni, iðnlánasjóðs- gjaldi, 0,4% gjaldi sem innheimt- ist af iðnaðinum í landinu, og lagt er á sama stofn og aðstöðu- gjaldið er lagt á. Þá eru sett fyllri ákvæði um lántökuheimild Iðnlánasjóðs sem má vera allt að 100 milljónum króna, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar í er- lendri mynt. Starfsvið sjóðsins er aukið og honum heimilað að lána til bygginga verksmiðju- og iðnaðarhúsa og endurskipulagn- ingar iðnfyrirtækja auk véla- kaupa. Upphæð lána má nema allt að 60% kostnaðarverðs, og lánstími eigi lengri en 15 ár og sjö ár til vélakaupa. Síðan er gerð breyting á lögum Iðnlána- sjóðs 1964 þegar sjóðnum er falið að sjá um breyting á lausaskuld- um iðnaðarins í föst lán. Síðasta breyting á lögum Iðnlánasjóðs er svo sú, sem í upphafi var skýrt frá og gerir ráð fyrir stór- felldri aukningu hans. — Hver eru helztu skilyrði til þess að fá lán úr Iðnlánasjóði? — í fyrirrúmi um lán úr Iðn- lánasjóði sitja þeir, sem greiða gjald til sjóðsins — iðnlánasjóðs- gjald — eða koma til með að greiða það, ef um nýtt fyrirtæki er að ræða. Gjald þetta er greitt af allri iðnaðarstarfsemi nema kjöt- og fiskiðnaði. Annað skil- yrði er það, að einstaklingur eða fyrirtæki sé að ráðast í einhverja nýja framkvæmd til þess að bæta framleiðslustöðuna s.s. véla kaup eða bygging iðnaðarhús- næðis. Iðnlánasjóður veitir ekki rekstrarlán. — Hvað veitti sjóðurinn mörg- um aðilum lán á sl. ári og hvað hafa margir fengið lán úr hon- um síðustu árin? — Á síðasta ári voru veitt 145 lán til vélakaupa og 72 lán til verksmiðjubygginga eða sam- tals 217 lán. Tölu lána frá upp- hafi hef ég ekki við hendina, en síðustu árin hefur sjóðurinn veitt samtals 751 lán. — Hver eru lánskjör sjóðsins? — Útlánsvextir sjóðsins eru nú 8!4, en almennir víxilvextir 9—9Vz%. Annars má geta þess til gamans, að varla kemur fyr- ir, að menn spyrji um vaxtakjör- in. Spurningin er einungis „er hægt að fá lán?“ — Hefur Iðnlánasjóður lagt á- herzlu á lánveitingu til ákveð- inna iðngreina umfram aðrar? — Járniðnaður og tréiðnaður hafa löngum verið stærstu lána- flokkarnir. En síðustu árin hef- ur sjóðurinn einnig veitt mynd- arleg lán til skipasmíðastöðva og svo mun væntanlega verða á næstu árum. — Eru fastar reglur um það hvort sami aðili getur fengið lán úr sjóðnum oftar en einu sinni eða með vissu árabili? -— Segja má, að ef tveir hlið- stæðir aðilar sækja um lán til svipaðra framkvæmda, hafi sá minni lánsmöguleika, sem skuld- ar sjóðnum verulega fjárhæð. Annars er reynt að meta lána- þörfina og kemur þá margt til greina, t.d. staðsetning fyrir- tækisins, en sjóðsstjórn er ó- bundin af reglum í þessu efni. — Eru áætlanir til um það, hvað sjóðurinn mun hafa yfir miklu fjármagni að ráða, t.d. 1970? Við höfum ekki gert áætlanir um þetta efni, ejn í framsögu- ræðu sinni á Alþingi fyrir nefnd aráliti um Iðnlánasjóðsfrumvarp ið, er áður getur, gerði Sveinn Guðmundsson ráð fyrir því, að árið 1970 muni útlán sjóðsins nema um 700 millj. kr. og þá gert ráð fyrir núverandi tekju- og lánamöguleikum sjóðsins. Hygg ég þetta eigi fjarri lagL Svo sem fram kemur í þess um upplýsingum Péturs Sæ- mundsen, bankastjóra, hefur Iðnlánasjóður þegar veitt inn lendum iðnaði verulega að- stoð með stofnlánum. Með stóreflingu Iðnlánasjóðs, sem samþykkt hefur verið á Al- þingi mun sjóðurinn hafa enn betri aðstöðu til þess en áður að stuðla að framförum og vexti innlends iðnaðar. | Stúlkur óskast Verksmiðjan Föt hf Hverfisgötu 56 — Sími 10510. Félagssamtök vantar fundarherbergi 16—20 ferm. á góðum stað í bænum. — Tilboð send ist í box 674 Reykjavík, auðkennt: „Skák“. Keflavík 2 herbergí og eldhús óskast til leigu fyrir eldri konu. — Alger reglusemi. — Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Upplýsingar í síma 1735. LOKAÐ verður fimmtudaginn 28. apríl, vegna jarðarfarar frú ELLY SALÓMONSSON. Gufupressan Stjarnan hf Laugavegi 73. LOKAÐ í dag frá kl. 1—4 e.h. vegna jarðarfarar. SÍMONAR D. PÉTURSSONAR. Rafvélaverkstæði Símonar Melsted og Rakarastofa Péturs Melsted. Okkar alúðarfyllstu hjartans þakkir færum við ykkur öllum, vandamenn og vinir, kunnir og ókunnir, fyrir ykkar ómetanlegu hjálp, sem fleytir okkur yfir örðugasta hjallann til að endurreisa heimili okkar. — Kærleiki ykkar og hlý samúð veitir okkur líka andlegan styrk. Guð blessi ykkur ölL Fjölskyldan, sem brann hjá Melgerði 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.