Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. maí 1966
KJÓSUM SNE
Þai hefur mikla þýðingu, a) allir þeir,
sem því geta komið við, kjósi snemma
Merkjasala Hringsins er í dag
KvenféiagriS HRINGURINN l
efnir til merkjasölu til ágóða
fyrir líknarstarfsemi sína fyrir
sjúk börn. Hefur merkjasala fé-
lagsins aðeins farið fram á kosn
ingadögum til Alþingis og borg-
arstjórnar.
l Eins og alþjóð er kunnugt af-
henti félagið Barnaspítalann síð-
astliðið haust, og enn hefur það
í huga að sleppa ekki hendinni
af honum, heldur styrkja hann
áfram og efla, og beina kröft-
um sínum og starfi að öðrum
verkefnum í þágu sjúkra barna.
>ess má geta að félagskonur
vinna öll sín störf endurgjalds-
laust, og hafa engan launaðan
starfsmann.
Kvenfélagið HRINGURINN
væntir góðs stuðnings borgar-
búa n>ú, eins og ætíð áður.
Átök í Danang og Saigon
Bandarískar flugvélar fluttar frd Danang
Saigon og Danang, 21.
maí (AP-NTB).
MIKLAR óeirðir urðu í Saigon
í dag, og varð Iögreglan að
beita táragasi til að dreifa um
5 þúsund Búddatrúarmönnum,
sem safnast höfðu saman í mót-
mælaskyni við stefnu herfor-
ing jast jórnarinna r.
t Danang var barizt í morgun,
og náðu hermenn stjórnarinnar
á sitt vald einu af hofum
Búddatrúarmanna þar eftir fjög-
urra tíma bardaga.
Bandariska flugstöðin við
Danang hefur tvisvar orðið fyrir
sprengjuársásum að undanförnu,
og i dag var skotið að flugstöð-
inni úr vélbyssum. 15 Banda-
rikjamenn særðust, og er nú
hafinn brottfiutningur herflug-
véta frá flugstöðinni. Hafa tals-
menn Búddatrúarmanna hótað
því að flugstöðin verið eyði-
lögð, ef Bandaríkjamenn gripa
ekki til ráðstafana til að stöðva
aðgerðir stjórnarhersins.
Um 20 þúsund bandarískir her
menn eru á flugstöðínni við Da-
nang, og þar hafa sprengjuþotur
aðsetur, sem notaðar eru til loft-
árása á norðurhéruðin og á
Norður Vietnam.
Mótmælaaðgerðir Búddatrúar-
manna í Saigon hófust strax í
birtingu í morgun. Voru um
fimm þúsund þeirra saman
komnir við aðal Búddahof höf-
uðborgarinnar. I>eirra á meðal
voru kuflklæddir munkar og
nunnur, sem voru í hungurverk-
falli til að undirstrika kröfur
sínar um að herforingjastjórn
Ky marskálks segði af sér. Lög-
reglan varpaði um 15 táragas-
sprengjum að mannfjöldanum,
sem lagði á flótta.
Leiðtogum Búddatrúarmanna
tókst þó að safna fylgismönnum
sinum saman á ný, og var þá
hafizt handa um að reisa götu-
vígi í nánd við hofið. Seinna
komu svo hermenn úr liði stjórn
arinrvar og lokuðu öllum helztu
götunum frá hofinu inn til mið-
borgarinnar. Var óttazt að Búdda
trúarmenn hefðu í hyggju að
fara í mótmælagöngu inn í borg-
ina.
Meðan lögreglan í Saigon átti
í höggi við Búddatrúarmenn
þar, mátti víða heyra spreng-
ingar og skothríð í Danang.
Beitti stjórnarherinn nú í fyrsta
sinn flugvélum gegn uppreisnar-
mönnum þar í borg. Vörpuðu
flugvélarnar sprengjum á stöðv-
ar uppreisnarmanna handan við
Danang-fljót. Einnig var barizt
í návígi inni í borginni, og tókst
stjórnarhernum að ná aðal mark
aðstorginu í sinar hendur eftir
tveggja daga átök. Nokkrir er-
lendir fréttaritarar voru nálægt
markaðstorginu meðan bardagar
voru hvað mestir. Segja þeir
svo frá að stjórnarherinn hafi
handtekið einn af uppreisnar-
mönnum, sem staðinn hafði ver-
ið að því að kasta þremur hand
sprengjum á sveitir stjórnarinn-
ar. Eftir að maðurinn hafði ver-
ið handtekinn, kom að liðsfor-
ingi einn úr stjórnarhernum, og
ræddi nokkra stund við fang-
ann.
Ekkert lát er á átökuhum, en
fulltrúar Búddatrúarmanna hafa
sent Johnson Bandarikjaforseta
orðsendingu þar sem þeir fara
þess á leit að Bandaríkin hætti
aðstoð sinni við Ky hershöfð-
ingja og stjórn hans.
Glæsilegur ffundur Sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði
LESBÓK Morgunblaðsins er
í dag helguð Reykjavík.
Nokkrir kunnir borgarar
skrifa hugleiðingar um
Reykjavík, Árni Óla skrifar
um skipulag Reykjavíkur
fyrr og síðar, og Valdimar
Kristinsson skrifar greinina
„Gengið um Reykjavík 19&3“.
I>á má nefna kvæði um
Reykjavík, þeirra á meðal
kvæðið „Við höfnina“ eftir
Tómas Guðmundsson. Lista-
mennirnir Halldór Pétursson
og Baltazar myndskreyta
Lesbókina í dag.
KOSNINGAFUNDUR Sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði í fyrra-
kvöld er einn fjölmennasti stjórn
málafundur, sem haldinn hefur
verið þar í bæ.
Ræður fluttu 7 frambjóðendur
D-listans ásamt bæjarsfjóra,
Hafsteini Baidvinssyni. Fundar-
stjóri var Páll V. Daníelsson,
hagdeildarstjóri, og fundarritari
Sigurður Kristinsson, málara-
meistari.
Einkenndist fundurinn af bar-
áttuvilja og sigurvissu fundar-
manna, enda fjölgar þeim Hafn-
firðingum stöðugt, sem gera sér
grein fyrir nauðsyn þess, að sam-
herrtir menn annist stjóm þeirra
margþættu framkvæmda, sem nú
eru á döfinni í Hafnarfirði og
ætla sér því að hafna hinum
sundurleitu smáflokkum og.kjósa
í dag 5 Sjálfstæðismenn í bæjar-
stjórn.
Fjörutíu skip
á miðunum
f GÆR átti blaðið tal við skip-
stjórann á síldarleitarskipinu
Hafþóri þar sem það var statt
fyrir Austurlandi. í fyrrinótt
fengu tvö skip síld 65—70 mílur
austur af Glettingi. Björg 1000
tunnur og Hólmanes 400 tunnur.
Flest síldveiðiskipanna eru nú
um 230 mílur austur í hafi og
voru þar að veiðum í gær. >ac
virðist álitlegasti veiðistaðurinn
eins og er, því nær landi er
síldin bæði stygg og stendur
djúpt.
Alls eru nú rúmlega 40 skip
komin á miðin og er veður ágætt
fyrir austan.
Norðurlandamótið í
bridge hefst í dag
NORÐURLANDAMÓTIÐ I
bridge hefst í dag að Hótel
Sögu. Borgarstjórinn í Reykja-
vík, Geir Hallgrímsson mun
setja mótið kl. 10 en kl. 10,15
hefst keppnin.
Dagskráin í dag og á morgun
er þessi: f
Finnland II — Danmörk I
Noregur I — Finnland II
í.sland I — Danmörk II
Svíþjóð I — Noregur II
Svíþjóð II — ísland II
Kl. 13,30 keppni haldið áfram
í 1. umferð í opna flokknum og
1. umferð í kvennaflokki og
keppa þá:
Kl. 20.00. Keppni haldið áfram
í 1. umferð í kvennaflokki og
Mikil aðsókn að
Bjarnalaug
AKRANESI, 20. maí. — 339
manns hafa sýnt í norrænu
keppninni í Bjarnalaug. Árið
1965 sóttu laugina 44 þús. manns
ungir og gamlir.
Minningarsjóður Bjarna Ólafs
sonar, skipstjóra frá Litla Teigi,
hefur gefið Bjarnalaug, sem ber
nafn hans afbragðs gott hátalara
kerfi. Hljómar hið talaða orð
jafnt og tónlistin út yfir alla
laug og inn í búnings- og bað-
herbergi, þar sem veggir allir
eru klæddir mosaik. Forstjóri
Bjarnarlaugar er Helgi Hannes-
son og annar aðalmaður Ævar
Sigurðsson, báðir útlærðir á
íþróttakennaraskólanum á Laug-
arvatni.
— Oddur.
2. umferð í opna flokknun
Noregur I — Finnland Ii
ísland I — Danmörk I
Svíþjóð I — Finnland I
Svíþjóð II — Danmörk II
ísland II — Noregur II
Á morgun (mánudag) hefst
keppnin kl. 20.00 og mætast þá
eftirtaldar sveitir í opna flokkn-
um:
Finnland II — fsland I
Svíþjóð I — Noregur I
Svíþjóð II — Danmörk I
ísland II — Finnland I
Noregur II — Danmörk II
í kvennaflokki mætast þessai
sveitir:
Danmörk — Svíþjóð
ísland — Noregur
Keppnin fer fram í Súlnasai
Hótel Sögu. Sýningartjald verð-
ur í notkun á kvöldin.
Selás
UMDÆMISSKRIFSTOFA
Sjálfstæðisflokksins í
Selási er í Glæsibæ l#,
sími 60182 og 60153.
Leiðréttincj
Á LAUGARDAG birtist í blað-
inu grein um Sinfóníuhljómsveit
ina. Með greininni birtust mynd-
ir af hljómsveitarstjóranum
Bohdan Wodiczko og Igor Buke-
toff. Myndatextarnir víxluðust
og eru hlutaðeigandi aðilar hér
með beðnir velvirðingar á slysni
þessari.