Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. maí 1566 MORGU NBLAÐIÐ 7 i i Sumarfrí í Kerlingarfjölfum EINS og undanfarin ár eru ráðgerð skíðanámskeið í Kerl ingafjöllum í sumar. Alls verða 10 námskeið. Við höf- um það frá áreiðanlegum heim ildum, að slíkt sumarfrí á há- fjöllum, sé einhver mesta heilsubót, sem hugsast getur, og menn búi að slíkri veru um langan tima, og eitt er víst, að margir þeir sömu koma ár eftir ár. Af þessu til- efni hittum við að máli Valdi mar örnólfsson leikfimiskenn ara, sem allir þekkja úr morgunleikfiminni, þegar hann með góðum árangri fær menn til að byrja daginn með hollum æfingum, en Valdi- mar er einn höfuðforgöngu- maður um þessi námskeið. Hann lét okkur fá mynd þá af skálanum, sem þeir hafa reist í Kerlingarfjöllum, og sem með þessu birtist, og segir þá nú vera flutta úr skála Ferða- félagsins í þennan, sem þeir hafa reist í Kerlingarfjöllum, og sem með þessu birtist, og segir þá nú vera flutta úr skála Ferðafélagsins í þenn- an, sem er með sturtuböðum og allskyns „fíneríi“ . Seinna verður svo byggður þarna annar og stærri skáli með eins- og tveggja manna herbergjum, svo og sundlaug, en heitt vatn er þarna nærri. Og við spyrjum Valdimar, hvort virkilega sé hægt að vera á skíðum á sumrin? Valdimar svaraði með heil- um fyrirlestri á þessa leið: Já svo sannarlega — og al- drei betra en þá! Bezta skíða færið er sumarsnjórinn, af því að hann er orðinn grófkorn- óttur og fastur fyrir. Auk þess er veðrið oftast svo hlýtt að óþarft er að kappklæða sig. í Kerlingarfjöllum hefur verið starfræktur Skíðaskóli undanfarin 5 sumur. Þar eru skíðabrekkur við allra hæfi og landslag fjölbreytt til lengri og skemmri gönguferða. Kerlingarfjöll eru skammt frá Kjalvegi við suðurjaðar Hofsjökuls. Um 90 km. frá Gullfossi. Vegur þessi er yfir- leitt fær flestum bilum, ef gætilega er farið. Þetta er einn ákjósanlegasti staður hérlendis fyrir þá sem óska að eyða sumarleyfi sínu við holla útivist. Fyrir skömmu var gerður f.lugvöllur í Kerlingarfjöllum. Er þangað ekki nema hálf- tima flug frá Reykjavík. — Flugvöllur þessi er aðeins 10 mín. akstur frá skíðaskálan- um. Á öræfum uppi er allra veðra von. Ástæðulaust er að láta smá úrkomu hindra úti- veru. Bæði skíða- og göngu- ferðir má hæglega stunda þótt rigni, ef maður er vel búinn. Er ágætt að taka með léttan regngalla eða regnkápu, sjó- hatt, og jafnvel regnskálmar. — Gleymið heldur ekki „föð- urlandinu“ eða öðrum hlýum ullarnærfötum, og takið meira en eina vettlinga með ykkur. Sjálfsagt er einnig að hafa nokkur pör af hlýjum sokkum til skiptanna. Síðast en ekki sízt, takið með ykkur söng- bókina og góðaskapið, en skiljið áhyggjurnar eftir heima. Bezt er að ganga þannig frá farangrinum að hafa hann í töskum. Ekið er alveg heim að skálanum, þar sem gist verður, og því óþarfi að geyma farang urinn í bakpokanum. Hins vegar getur verið gott að hafa léttan bakpoka eða hliðar- tösku til þess að geyma í nesti á gönguferðum. Og að síðustu mætti geta þess, að hægt er að fá upp- lýsingar um námskeiðin í símum 36917 og 12270 og hjá Ferðafélagi íslands. Fólk er vinsamlega beðið að hafa hraðan á að tilkynna þátttök- una, sagði Valdimar um leið og hann var rokinn út úr dyrunum, léttur í spori, al- búinn að klífa fjöll og steypa sér á skíðum ofan af snæ- kolli í Kerlingarfjöllum. áagJi að hann ætlaði hérmeð að gefa út smáyfirlýsingu í tilefni kosningadagsins, eins og hinir „póletíkusarnir". „Stefnuskrá mín i borgarmál- um er hér eftir eins og hingað til þessi: 1) að vel sé jafnan séð fyrir íuglunum á Tjörninni. 2) að hitaveita verði aukin á vetrum í Tjörninni, svo að fugi- arnir fái ekki lungnabólgu. 3) að allir borgarbúar fái jafn an tækifæri til þess að vera í storksskapi, því að hláturinn lengir lífið og gott skap, en það er sama og storksskap, kemur meltingunni í lag og leysir allar sálarflækjur“, Er þá ekki annað eftir en að vona að svona verði Á F R A M. Leyfist mér svo að tilkynna, mínum elskulegu vinum og vel- unnurum, að ég er farinn í smá- frí fram yfir Hvítasunnu, en þá mun ég birtast ykkur aftur og halda Á F R A M að ræða við ykkur um lífið og tilveruna, þessa heims og annars. Verið þið sæl að sinni! Og með það flaug storkurinn út á landsbyggðina til þess að sjá, hvernig bænd- unum hefur reitt af eftir að þeir lækkuðu smjörið til að lækka Smjörfjallið. fKÉTTIR NÁMSKEIÐ fyrir unglinga, er lokið hafa barnaprófi, verða haldin í júní og ágústmánuði í Laugarnesskóla, Melaskóla og Réttarholsskóla. Hvert nám- skeið stendur í 4 vikur. Kennt verður 4—5 stundir á dag, fimm daga vikunnar. Kennd verður matargerð, fram reiðsla, ræsting, meðferð og hirð ing fatnaðar, híbýlafræði, vöru- þekking o.fl. Sund verður á hverjum morgni kl. 8—9. Námskeiðsgjald verkur kr. 1000.00 á þátttakanda. Nánari upplýsinga og innritun á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur, dagana 23.—27. maí n.k. kl. 2—4. Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur Hjálpræðisherinn. Majór Allister Smith, lögfræð ingur, talar laugardag kl. 20:30 og sunnudag kl. 11 og 20:30. Brigader H. E. Driveklepp stjórn ar. Allir velkomnir. Ræðuefni laugardag: Endurk-oma Krists. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhlið 16 sunnudagskvöldið 22. maí kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Málverkasýning Elínar K. Thor arensen í Hafnarstræti 1 er opin daglega frá kl. 2—10. Kvenfélag Óháða safnaðarins Félagskonur mætið kl. 8:30 mánudagskvöldið 23. maí í Lista verkasafni Ásmundar Sveinsson ar við Sigtún. Listamaðurinn sýnir verk sín, og að lokinni þessarri heimsókn verður kaffi- drykkja í Kirkjubæ. Systrafélag Keflavíkurkirkju Fundur verður haldinn í Æskulýðsheimilinu þriðjudaginn 24. mai kl. 8:30. Stjórnin. Æskulýðsfélag Bústaðasóknar, yngri deild. Lagt verður að stað í ferðalagið á mánudagsmorgun kl. 9. Stjórnin. Kristileg samkoma á Bæna- staðnum Fálkagötu 10. Sunnu- dag 22. þm. kl. 4. Bænastund alla virka daga kl. 7. e.m. Allir velkomnir. Dómkirkjan. Fundur verður í Tjarnarbúð uppi mánudag 23. maí kl. 2. Verið stundvísar og mætið vel. Kirkjunefnd kvenna. Félag ausfirzkra kvenna held- ur sína árlegu skemmtisamkomu fyrir aldraðar austfirzkar kon- ur í Breiðfirðingaheimilinu Skólavörðustíg 6 A, mánudaginn 23. maí kl. 8 stundvíslega. Kvenfélagið ESJA, Kjalarnesi heldur basar og kaffisölu að Klébergi, Kjalarnesi sunnudag- inn 22. maí kl. 3. Basarnefndin. Kópavogsbúar! Styrkið hina bágstöddu! Kaupið og berið blóm Líknarsjóðs Áslaugar Maack á sunnudaginn. Kvenfélag Neskirkju. Hin ár- lega kaffisala félagsins verður sunnudaginn 22. maí kl. 3 að lokinni guðsþjónustu. Kaffi- nefndin. Fíladelfía, Reykjavík. Sven Björk, einsöngvari frá Svíþjóð, syngur í Fríkirkjunni í dag kl. 5. Undirleik annast Árni Arin.bjarnarson. Öllum heimill aðgangur. 19 ára Kennaraskólastúlka óskar eftir atvinnu í sumar. — Upplýsingar í síma 14012. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn, Skólavörðu- stíg 23. Sími 23375. Kaupið 1. flokks húsgögn Sófasett, svefnsófar, svefn- bekkir, svefnstolar. 5 ára áoyrgð. Valhúsgögn, Skóla vörðuitíg 23. — Simi 23375. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. ei langtum ódýrana að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum | blöðum. DALA-GARNIÐ Ný mynztur, nýir litir. DALAgarnið viðurkennd norsk gæðavara. Notið aðeins það bezta, heklið og prjónið sumarpeysuna úr DALA-garni. AÐEINS ÞAÐ BEZTA. ziustursiræu þ. I sveitina Molskinnsbuxur — Gallabuxur — Peysur Skyrtur — Nærföt — Sokkar R. 6. Búðin Skaftahlíð 28. — Sími 34925. Skriistofastarf Viljum ráða mann til almennra skrifstofu starfa .aðallega við erlendar bréfaskriftir. Laun eftir samkomulagi. — Einnig vilj- um við ráða mann til innheimtustarfa. Upplýsingar á skrifstofunni (ekki í síma). Ásbjörn Olnlsson hf * Heildverzlun — Grettisgötu 2A. Stúlka eða kona oskast tíl eldhússtarfa á hótel úti á landi. Upplýsingar í síma 10039.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.