Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 31
Sunnuðagur 22. maí 1966 MORGU N BLADIÐ 31 Úr skólagörðunum. Skólagarðar Reykjavíkur: Innritun barna fyrir hvítasunnu MORGUNBLAÐIÐ hafði tal af Hafliða Jónssyni, garðyrkju stjóra, og spurði frétta af Skólag-örðum Reykjavíkur, hvort þeir myndu ekki bráð- lega hef ja starfsemi sína. —• Jú. sagði Hafliði, það líður óðum að því. Að vi.su er frost enn í jörðu og stutt í klakann og horfur því ekki eins góðar og undanfarin ár, en allt um það ætlum við að reyna að byrja um svipað leyti og venjulega, eða um mánaðamótin maí—júní. Að líkindum mun innritun fara fram dagana 25. og 26. maí n.k., miðvikudag og fimmtu- dag fyrir hvítasunnu og þá eiga þau börn að koma og láta innrita sig sem hug hafa á þátttöku í skólagörðunum í sumar. — Skólagarðarnir starfa á tveimur stöðum í borginni, í Laugardalnum við Holtaveg, þar sem hægt er að taka á móti 260—270 börnum. í>ar verður til forstöðu Ragna Jóns dóttir. Hinn staðurinn er í Aldamótagörðunum, austan Umferðarmiðstöðvarinnar og þar geta 250 börn fengið inni með sín garðlönd. f>ar verður Sigurður Runólfsson kennari börnunum til leiðbeiningar. — Svo eru auðvitað, auk forstöðumanna garðanna, stúlkur börnunum til aðstoðgr og leiðbeiningar, sjö í Alda- mótagörðunum, nokkru fleiri inni í Laugardal og loks eru svo „afarnir“ ómissandi, sinn í hvorum garðinum, sjá um verkefni og áhöld og annað efni sem börnin þurfa og hafa eftirlit með umgangi þeirra um garðana. — Að venju stendur starf- semin fram til hausts eða þangað til börnin geta tekið upp úr görðunum. Og það er hreint ekki lítið sem þau fá í sinn hlut eftir sumarið ef þau hafa verið iðin og hlúð vel að garðinum sinum þenn- an tíma. Okkur taldist svo til í fyrra, sagði Hafliði, að meðal uppskera úr garði hvers barns næmi um 1200 krónum ef mið að var við smásöluverð, en þátttökugjald verður að líkind um óbreytt frá því í fyrra kr. 300,00 á barn, og fer til að greiða hluta af útsæðis- kostnaði í garðana, en það sem á vantar leggur borgin til, og sömuleiðis starfslið og áhöld öll. Auk garðvinnunnar er svo farið með börnin í kynnisferð ir um borgina og nágrenni hennar, eins konar kennslu- stundir í átthagafræði, sagði Hafliði, og sitthvað fleira mætti til tína, sem gert er í skólagörðunum, en eigum við ekki að láta þetta duga að sinni? Sjálístæðismenn skrifa FRÁ HAFNAR- KOSNINGABARÁTTAN hefur mjög harðnað nú síðustu daga og við því er ekkert að segja á með- an ekki er farið langt út fyrir takmörk alls velsæmis. Hafnfirðingum brá því illa í brún, er þeir sáu síðasta biað „Borgarans og árás Árna Gunn- laugssonar á hinn valinkunna heiðursmann, Bjarna Snæbjörns- son lækni. Árni gengur svo langd í ósæmi- legu orðbragði, að hann telur Bjarna Snæbjörnsson einn þeirra manna sem „kunni að ljúga á réttum tíma“ og að hann ætti „að biðjast opinberlega af- sökunar“. Það sem olli þessum ofsa Árna var ekki annað en það, að Bjarui skrifaði grein í Hamar þar, s«m hann deildi á sóun fjármuna í búskaparbröltið í Krisuvík á sinum tima. Árni þoldi ekki að þessu fyrrverandi og núverandi ástfóstri hans væri hallmælt. Bjarni Snæbjörnsson er búinn að eiga nær hálfrar aldar starfs dag á meðal Hafnfirðinga. Hann hefur ávallt reynst sannur mað- ur í orði og verki og alltaf verið reiðubúinn til að hjálpa og likna. Enginn Hafnfirðingur ber Bjarna annað orð — nema einn, Árni Gunnlaugsson, frambjóð- andi óháðra. Hafnfirðingar sem einn maður mótmæla hinum rakalausa og ósanna óhróðri Árna Gunnlaugssonar um Bjarna Snæbjörnsson og munu láta Árna verða einangraðan um skoðanir sínar á mönnum og málefnum. ★ Æskulý&sheimili opnai í Kópavogi ' Á uppstigningardag var opnað nýtt æskulýðsheimili í Kópavogi. Er það til húsa í 200 ferm. hæð á Álfhólsvegi 32. Er heimilið út t>úið leiktækjum og þar er stór •alur til skemmtanahalds. Er þetta fyrsta æskulýðsheimilið, sem komið er upp í Kópavogi. í fjárhagsáætlun Kópavogskaups staðar í ár er ætluð hálf milljón króna til æskulýðsstarfsemi. Opnunarathöfnin hófst með því að sóknarpresturinn sr. Gunnar Árnason, vígði heimilið. Þá afhenti Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri, æskulýðsráði þetta nýja heimili með stuttri ræðu. Æskulýðsfulltrúinn, Sigurjón Hillaríusson tók við því og sagði m.a. að með þessu stæðist æsku- lýðsstarfsemin í Kópavogi sam- anburð við slíka starfsemi hvar sem værL ÆFRAM I GÆRMORGUN var logn eða NA-gola á landinu. Víða norð vestan til var léttskýjað og yfirleitt þurrt í öðrum lands- hlutum, nerua austan til á Rangárvöllum og í Vestur- Skaftafellssýslu, þar voru skúrir. Hiti var víðast 2—6 st. á láglendi. f dag má búast við ágætu kosningaveðri um aLlt land, víðast stillt veður og bjart, þó senniléga skúraleiðingar síð- degis á Suðurlandi. Kiörhverfaskipt- ing í Reykjavík MANNTALSSKRIFSTOFAN vill vekja athygli kjósenda á því, að kjörhverfaskipting í Reykjavík er< nokkuð breytt frá því, sem var í síðustu kosningum. Aðalbreytingin er í því fólgin, að tekin er upp nýr kjörstaður, Álftamýrarskóli, og er kjörsvæði hans sem hér segir: Álftamýri, Ármúli, Fellsmúli, Háaleitisbraut, Háaleitisvegur, Hvassaleiti, Kringlumýrarvegur, SafamýrL Seljalandsvegur, Síðu- múli, Starmýri, Suðurlandsbraut (vestan Elliðaárbrúar). Ennfremur hefur litillega ver- ið breytt frá síðustu kosningum mörkum kjörsvæða að öðru leytL þannig að kjósendur, sem bjuggu 1. des. sl. við eftirtaldar götur, eiga nú kjörstað sem hér segir: Gata: Núverandi kjörstaður: Bjarnarstígur — Miðbæjarskóli Breiðholtsvegur — Laugarnes- skóli Dalbraut — Langholtsskóli Engjavegur — Laugarnesskóli Hringbraut — Melaskóli Marargata — Melaskóli Múlavegur — Laugarnesskóli Reykjanesbraut — Austurbæjar- skóli Selvogsgrunn — Langholtsskóli Smiðjustígur — Austurbæjar- skóli Sporðagrunn — Langholtsskóli Sölvhólsgata— Austurbæjar- skóli Traðarkotssund — Austurbæjar- skóli Vegamótastígur — Austurbæjar- skóli Að öðru leyti er kjósendum bent á áð kynna sér auglýsingu frá skrifstofu borgarstjóra um kjörhverfaskiptingu í heild og skiptingu kjörhverfa í kjördeild- ir. — STÓRAUKIN GATNAGERB. Á þessu kjörtímabili voru 2200 m. af götum lugðar varanlegn sltt- lagi. Á öllum kjörtimabilum AI- þýðuflokksins og kommúnista ▼ar varanlegt slitlag aðeins sett á 1624 metra. Hafnfiröingar vilja áfranxhaldandi stórátök í varan- legri gatnagerð og kjósa þvi D- listann. ★ SJÁI.FSTÆÐISMENN hetta á Hafnfirðinga, eldri og yngrt att tryggja það, að einn flokkur — Sjáilfstæðisflokkurinn — hfjóti hreinan meirihluta i bæjar- stjórn. Þeir hjóða hinn fjöl- menna hóp, sem flutt hefur til bæjarins á kjörtimabilinu vel kominn til þátttöku i uppbygg- ingarstarfinu. En fyrst og fremst heitir Sjálfstæðisflokkurinn á liafnfirzka æsku, að hún nú, svo sem í undanförnum kosn- ingum fylki sér um Sjálfstæðis- flokkinn og geri sigur hans sem mestan. Sjálfstæðisflokkurinn miðar, nú sem fyrr, stefnu sína og störf við það, að Hafnarfjörður megi vera fagur bær þróttmikils at- hafnalifs og blómlegs menning- arlífs. ALLIR E I T T Alþjóðaþing um blóðstreymi fræði í Rvík. FYRSTA alþjóðaþing um blóð- streymisfræði (hemorheology), verður haldið í Háskóla íslands dagana 10.—16. júlí í sumar. Þing þetta munu sitja milli 60 og 70 erlendir vísindamenn frá mörg- um þjóðlöndum, ásamt nokkrum íslenzkum vísindamönnum. Á þinginu verður fluttur mikill fjöldi fræðiiegra fyrirlestra á sviði læknisfræðL lífeðlisfræði, lífefnafræði og eðlisfræði. For- seti þingsins mun verða dr. A.L. Copley, prófessor við læknahá- skóLa New Yorkborgar. (Fréttatilkynning frá Manntalsskrifstofunni). X D Nefnd geri tillögur um sumarstarf unglinga BORGARSTJÓRI skýrði frá því á síðasta fundi borgarráðs, að hann hefði falið þeim Stefáni Kristjánssyni, fulltrúa, Ragnari Júlíussyni, skólastjóra og Reyni Karlssyni, framkvæmdastjóra að gera tillöeu til borgarráðs um það, hverjar ráðstafanar sé unnt að gera af borgarinnar hálfu til að sjá fyrir heppilegu sumar- starfi fyrir þá aldursflokka, sem ekki komast að í vinnuskólanum, en eru hins vegar eidri en svo að beir sæki skólaearðana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.