Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1966 Loftleiðir með klukku- tíma dagskrá í Vínarutv. ÞRIÐJUDAGINN 17. maí sl. var útvarpað klukkutíma dag- skrá í Vínarborg um ísland og starfsemi Loftleiða. Þessi dag- skrárliður útvarpsins í Vínar- borg nefndist „Fljúgið með okk- ur“, og fengu Loftleiðir hann til umráða að þessu sinni. Um 500 gestir voru viðstaddir upptökuna og var þeim að henni lokinni sýnd fslandskvik- mynd, sem Bandaríkjamaður- inn William Keith hefur gert um ísland fyrir Loftleiðir, en kvikmynd þessi, sem Loftleiðir eiga nú í mörgum eintökum með þýzkum og enskum textum, Guðimiiidur á Auðunnarstöð- um jarðsun«inn LAUGARDAGINN 7. þ.m. fór fraan að Víðidalstungu, útför þeirra Guðmxmdar Jóhannesson- ar, fyrrum bónda á Auðunnar- stöðum, f. 25. júní 1884, og Jó- hönnu Björnsdóttur, fyrrum hús- freyju í Víðidalstungu, f. 9. des. 1868. Sr. Þorsteinn Gíslason próf astur í Steinnesi og sr. Gisli H. Kolbeins á Melstað jarðsimgu. — Var óvenju fjölmennt við jarðar förina og athöfnin öll mjög virðu leg. B.G. , hefur að undanförnu verið sýnd 1 víðs vegar vestan hafs og fengið góða dóma. Útvarþsdagskráih hófst með ávarpi íslenzka aðalræðismanns ins í Austurríki, dr. Szenkovits. Þrír kunnir útvarpsþulir, Rose- marie Isopp, Willy Kralik og Reinald Walter lásu texta, sem samdir höfðu verið til kynningar á fslandi og starfsemi Loftleiða. Talað var við Ernest Gasser, for stöðumann hinnar nýju skrif- stofu Loftleiða í Vínarborg. Davíd Vilhelmsson, skrifstofu- stjóra í Frankfurt, Ragnheiði Briem flugfreyju, sem klædd var íslenzkum skrautbúningi, sem áhorfendum þótti sér- kennilegur og fagur, Toni Niesser, söngvara, sem sagði frá ferð með Loftleiðum og Sig- urð Magnússon, blaðafulltrúa, sem einkum ræddi um hinar vin sælu orlofsdvalir Loftleiða á ís- landi. Svanhvít Egilsdóttir, sem kennir tónlist í Vínarborg og nemandi hennar, Waltrand Drechsler, sungu íslenzk lög, en Toni Niesser söng austurrísk lög. íslenzk lög voru leikin af hljóm- sveit og flutt af hljómplötum milli dagskrárliða. Útvarpað var milli klukkan 19.30 og 20.30 og var talið að tala hlustenda myndi hafa skipt milljónum. Dagskrá þessi þótti góð, og var talið, að hún myndi verða íslandi og starfsemi Loft leiða til góðra kynna f Austur- ríki. Jarðarför móður minnar VALGERÐAR GUÐNADÓTTUR Hringbraut 99, fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 24. maí kl. 10.30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. F. h. aðstandenda. Halldór B. Ólason. Útför sonar okkar og bróður ÞÓRARINS KRISTBJÖRNSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25/5 kl. 13,30. Katrín Einarsdóttir, Kristbjörn Þórarinsson og börn. Útför eiginmanns míns og föður okkar PÁLS GUÐMUNDSSONAR bónda í Dalbæ, Hrunamannahreppi, verður gerð frá Hrepphólakirkju miðvikudaginn 25. maí kl. 2. Margrét Guðmundsdóttir og böm. Útför bróður okkar og mágs BJARNA RÚTS GESTSSONAR bókbindara, Skúlagötu 60, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. maí kl. 10,30 f.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á úknarstofpanir. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Inga Gestsdóttir. Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar, tengda föður og bróður GUÐMUNDAR KR. ERLENDSSONAR vélstjóra. Sérstakar þakkir færum við Skipaútgerð ríkisins og skipsfélögum hans á M.s. Esju. Erlendur Guðmundsson, Kristín Guðmundsdóttir, Bjarai Þórðarson, Valgerður Erlendsdóttir, Jóel Fr. Ingvarsson. ( Islendingaheim- ili í Munchen RÆÐISMAÐUR íslands í Múnch en, hr. Heinrich Bossert, hefur nýlega keypt húseignina Fried- richstrasse 25, sem er nálægt há- skólanum og tækniháskólanum, og hyggst gera þar íslendinga- heimili, svo að allir íslendingar, er í Múnchen dvelja skamman eða langan tíma eigi kost á sam- eiginlegum vistarverum. Væntir ræðismáðurinn að Jafntefliíl7 skákinni SAUTJÁNDA skákin í heims- meistarakepþninni milli iþeirra Petrosjans, núverandi heims- meistara, ' og áskorandans Spasskys, var tefld á miðviku- dag. Lauk henni með því að keppendur sömdu um jafntefli eftir þrjátíu leiki. Standa leikir nú þannig að Petrosjan hefur 9 vinniriga, en Spassky 8. Eftir eru átta skákir. fc etta geti orðið til þess að styðja lendinga í námi og efla menn- ingar- og félagsleg samskipti ís- lands og Þýzkalands. Hr. Heinrich Bossert hefur, frá því hann var skipaður ræðis- maður í Múnohen fyrir sjö ár- um, borið hag íslenzkra náms- manna þar í borg mjög fyrir brjósti og hvorki sparað fé né fyrirhöfn í því skyni. Hann var sæmdur riddara- krossi Fálkaorðunnar í vor. (Frá Utanríkisráðuneytinu). Þorvaldur Þórðarson frá Skerðingsstöðum Kvebja frá börnum Því sit ég hljóð í minninganna straumi stormarnir sterkir strjúka vanga minn Meloskólo gefið kennslutæki en hverfullt er lán í lífsins ofurstreymi hve ljúft var að vera sólargeislinn þinn. Blessum þig öll og biðjum guð að geyma göfuga sál er barstu faðir kær. UM nokkur ár hefur verið starf- andi við Melaskóla svonefnt: Foreldraráð, standa að því for- eldrar barna sem nám stunda þar. Fjallar ráðið um ýmis mál er snerta skólastarfið. Einn lið- ur í starfi þess eru frjáls sam- skot foreldranna, til kaupa á kennslutækjum til skólans. Fjrrir nofckru afhenti Foreldraráð skólastjóra Melaskólans fyrsta kennslutækið sem það keypti. Er hér um að ræða sýningarvél með útbúnaði til þess að varpa á sýningartjald eða vegg mynd teiknaða á hvaða pappír sem vera skal. Formaður Foreldra- ráðs er dr. Gunnlaugur Þórðar- son, og sagði hann að Foreldra- ráðið myndi herða fjársöfnun- ina til frekari kennslutækja- kaupa vegna skólans. Væri það vissulega mikið hagsmunamál fyrir börnin, að skólinn sé búinn góðum kennslutækjum og mik- ill samhugur er um það hjá foreldrum og forráðamönnum bamanna. Og beri þig blítt í birtu æðri heima brims yfir öldur brjósti sinu nær. Þökkum þér allt því margt er nú að minnast mari ég hve ljúft þú leiddir hópinn þinn á ströndinni stóru seinna munum finnast sólroða sveipuð elsku faðir minn. Þú stóðst sem hetja helgaður lífsins starfi stórhuga gæddur glöggur hugurinn frá föður og móður fékkstu það að arfi fyrirmynd allur lífsferillinn þinn. Allt var líf þitt láni og lukku veitt lundin glöð þó höndin yrði þreytt. yfir bugður lífsins gekkstu greitt að gefast upp það þýddi ekki neitt. í hinzta sinn er kveðjan, ég kveð þig faðir minn klökk ég vildi krjúpa og kyssa vanga þinn ég lít til baka vinur og sáran trega finn en leiðin allra liggur í lága legstaðinn. Ragnhildur Þorvaldsdóttir, Fékk 70 rauð- maga og 100 grósleppur Akranesi, 14. maí. ALLIR bátar hér eru búnlr að taka upp þorskanetin. Sigurborg tók síðast upp netin í gær og fiskaði 6 tonn. Skipaskagi landaði í gær 6.15 tonnum af úrvalsfiski, sem hann fiskaði á línuna. Hann er einí báturinn sem héðan hefur róið alla vertíðina með línu. Reytingsveiði hefur verið í hrognkelsanetin undanfama daga. T. d. fékk einn grásleppu- karlinn núverið í 3 eða 4 trossur eftir 4 daga legu 70 rauðmaga og 100 grásleppur. í dag ri? kom- inn brimhroði og ekki ólíklegt, að net fyllist af þara og þursa- skeggL — Oddur. Dar es Salaam, Tanzaníu, 21. maí (AP). TVÆR „galdranornir“ voru í dag dæmdar til hengingar vegna morðs á 12 ára dreng. — Kon- urnar tvær eru frænka og amrna drengsins, sem dó í fyrrasumar. Voru þær sekar fundnar' fyrir að hafa myrt drenginn og hirt ýmsa líkamshluta hans til að þjóna galdrastarfsemi þeirra. — Fannst lík drengsins í grunnri tjörn, og hafði því verið illa rntsiþyrmt. J @ Andersen & Lauth hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.