Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 28
28 MORGU NBLAjDIB Sunnudagúr 22. maí 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU Ég leit á hana hálf-tortryggin. — Ég á að koma klukkan hálf þrjú, sagði ég. — Jæja, þá verð ég hér i há- degisverSi, flýtti hún sér að segja. Ég ætla bara að fara út í hesthúsin og hitta hann Borm gamla og fá að líta á folaldið, og svo kem ég aftur. I>ér skuluð ekkert hugsa um matinn — ég tala við hana Amelíu um leið og ég geng. Hún er alvön því, að ég detti hér inn á hvaða tíma dags sem er. Svo bætti hún við með brosi, sem var eins og sól- skin á jökli: — Ég á hér næst- um heima! Svo gekk hún áleiðis til eldhússins, og skildi mig eft- ir við blómaskreytinguna og hugsanir mínar. Við borðuðum saman hádegis- verð, Jill, ungfxú Daly og ég. í dag kom Steve ekki heim. Jill talaði við ungfrú Daly í þesum háværa uppgerðar-vin- gjarnlega tón, sem sumt fólk not ar við barnfóstrur, en ungfrú Daly virtist ekkert taka eftir þessum verndaratón og hélt áfram að skrafa um kvikmynd, sem hún hafði séð daginn áður — hún sagði okkur ailt efni mynd arinnar og svo um einkalíf og ástir stjömunnar, sem lék í myndinni. Þegar ég var að hlusta á þetta, mér til leiðinda, datt mér í hug, að enda þótt ég kannski fyndi mig miklu æðri hjúkrunarkonunni, engu síður en Jil Stansfield, þá gæti ég að minnsta kosti talað við hana í eðlilegum tón. Við fengum kaffi — sem Jill hafði pantað hjá Piero, án þess að hann breytti svip á stein- gerðu andlitinu — og drukkum það úti í garðinu. Það var ekki um að villast, að hún þóttist vera heldur betur eins og heima hjá sér. Eftir matinn stakk JiU upp á þvi, að við skyldum fara að leggja af stað til Haywood. Ég tók töskuna mína og höfuðklút- inn og gekk til hennar út á brautina. En þegar ég opnaði bílhurðina og stakk höfðinu inn í bílinn, var ég altekin velgju og hræðslu. Ég rétti úr mér og studdi mig upp við bílinn. — Eruð þér frísk? spurði ung frú Daly. Þér eruð orðin svo föl. Ég gat eki svarað henni strax, en eftir nokkrar sekúndur hafði ég jafnað mig. — Ég er svolítið lasin, sagði ég, — en ég býst við, að það líði hjá fljótlega.... □--------------------------D 13 □--------------------------"□ Jil steig út úr bílnum og nú störðu þær báðar á mig. — Þetta kom þegar ég opnaði dyrnar, sagði ég. — Það greip mig einhver hræðsla....... — Það hefur kannski verið endurminning um slysið, sagði ungfrú Daly Þetta er samskon- ar bíll, er það ekki? Svona sport bíll..... — Það er hugsanlegt, sagði ég, — en það getur líka verið, að mér hatfi ekki orðið gott af matn um. En nú er ég orðin góð aftur. Ég var það nú alls ekki, en hinsvegar vildi ég ekki fara að gera neinum neitt ómak. Jill setti bílinn af stað og við ókum niður eftir malarstígnum. Ungfrú Daly veifaði í kveðju- skyni. — Mér finnst þér munuð varla þarfnast hjúkrunarkonu lengur, sagði Jill. — Nema náttúrulega, ef yður hættir við yfirliðum. — Það var ekki beinlinis yf- irlið, sagði ég. — Ég yarð bara allt í einu svo hrædd. — Og bráðum farið þér til Fraklands aftur? spurði JilL — Já, sagði ég. — Kemur Tom ekki að sækja yður? — Ég býst við því, sagði ég varlega. Sýnilega vissi Jill ekki, að enginn hafði frétt neitt af manninum mínum. — Þá fengju víst kjaftakind- umar nóg að gera, sagði Jill. — Þér vitið, að Tom hefur ekki komið til Sorrell í tíu ár? — Mér hefur verið sagt, að honum og Steve hafi lent saman. — Það var Tom, sem byrjaði. Steve langaði aldrei neitt í rif- rildi, sagði Jill og röddin var hvöss, og þegar ég sagði ekkert, hélt hún áfram: — Þér eruð ekk ert lík því, sem óg bjóst við. — Þekktuð þér Tom? — Ekki mikið. Ég var ekki nema þrettán ára þegar hann fór, en hann var vel þekktur hérna í nágrenninu, og fólk tal- aði um hann. Hann hafði tals- vert orð á sér. Jill hló ofur- lítið og gaut til mín augunum. — Og ekki alltaf sem bezt orð á sér. Hann þótti nokkuð villt- ur. — Og hvernig bjuggust þér við, að ég væri? — Ég hef alltaf haldið, að þér væruð frönsk, en þér lítið alls ekki út fyrir það. Þó að þér séuð dökkhærð, þá eruð þér hör undljós en ekki ólívugræn. Ég þagði. Hvað gat ég svo sem sagt? Mér fannst sjálfri ég held- ur ekki vera frönsk, og útlitið benti heldur ekki til þess, að svo væri. — Þér talið ekki einu sinni með frönskum hreim, hélt Jill áfram. — Maður skyldi þó halda að svona löng dvöl í Frakklandi, hefði skilið eftir einhver frönsk spor. — Ég býst við, að ég sé ein I þessara, sem samlíkjast ekki um hverfinu, sagði ég. Ég er viss um, að ég er alensk þó ég hafi lifað 1 Frakklandi þann tíma, sem ég hef verið gift. — Það hljóta að vera ein sex ár? sagði JilL Hún ók hægt — líklega mín vegna, en ég beið þangað til hún var komin fyrir krappa beygju með að leggja fyrir hana spum- inguna, sem efst var í huga mín- um. — Út af hverju fóru Tom og Steve að rífast? — Það vita allir hér um slóð- ir, sagði Jill. Sem snöggvast leit hún af veginum framundan og sendi hér oddhvasst augnatillit. — Steve erfði allt eftir föður sinn — umráðin yfir fjölskyldu- fyrirtækinu, og eins Sorrell-eign ina, og Tom þóttist hafa orðið útundan. Svo að hann Tom minn vesa- lingurinn hafði þá verið gerður arflaus? En ekki gátum við nú verið mjög á nástrái, ef við átt- um skemmtiskip og höfðum efni á að eiga það. Hvað kostaði svona skemmtiskip? Hvað var það nú, sem sagt var um svona skip? Jú: „Ef þú þarft að vita,- hvað það kostar, þá hefurðu ekki efni á því“. — Hann virðist hafa orðið fyr ir ranglæti, sagði ég. — Tom var nú alltaf I ein- hverju klandri, sagði Jill. —. Pabba þeirra fannst hann vera algjörlega ábyrgðarlaus. Hann skammaðist sín fyrir yngri son sinn og var mjög ósveigjanlegur við hann. Þó gerði hann hann ekki alveg arflausan. Hann lét TRELLEBORG hjólbardar Sölustaðir: Reykjavík: Hraunholt v/Miklatorg. Akranes: Jón Einarsson. Borgarnes: Bifreiðaþjónustan. Stykkishólmur: Kristinn Gestsson. Blönduós: Hjólið s.f. Akureyri: Þórshamar h.f. Athugið verðið gæðin eru alkunn 520x10 4 ply kr. 783,00 520x12 4 ply kr. 655,00 520x13 4 ply kr. 675,00 560x13 4 ply kr. 747,00 590x13 4 ply kr. 820,00 640x13 4 ply kr. 947,00 725x13 4 ply kr. 1.567,00 520x14 4 ply kr. 747,00 560x14 4 ply kr. 820,00 590x14 4 ply kr. 875,00 700x14 4 ply kr. 1.115,00 520x15 4 ply kr. 765,00 560x15 4 ply kr. 857,00 590x15 4 ply kr. 930,00 600x15 4 ply kr. 1.140,00 640x15 4 ply kr. 1.005,00 670x15 6 ply kr. 1.185,00 710x15 6 ply kr. 1.315,00 760x15 6 ply kr. 1.605,00 820x15 6 ply kr. 1.805,00 500x16 4 ply kr. 820,00 590x16 4 ply kr. 965,00 600x16 4 ply kr. 1.180,00 670x16 6 ply kr. 1.730,00 W TRELLEBORG - ÞEGAR UM HJÚLBARDA ER AD RÆDA W Suðurlandsbraut 16 . —. Sími 35-200.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.