Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 22. maí 1966
BÍ LALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Slmi 14970
SÍM' 3fl-GG
m/UF/Ð/fí
Volkswagen 1965 og '66.
BIFREIÐALEiCAK
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
Fjölvirkar SKURÐGROFUR
J
0
L
V
I
R
K
I
N
N
-
ÁVALT TIL REIÐU.
SÍÍJll: 40450
IMAGNÚSAR
SKIPHOITI21 SÍMAR 21190
eftir lokun simí 40381
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.
LOGl GUBBRANDSSON
héraðsdómslögmaður
Laugavegi 12 — Sími 23207.
Viðtalstimi kl. 1—5 e.h.
Rauða myllan
Smurt brauð, heilar og nálfai
sneiðar.
Opið frá kl. 8—23,30.
Sími 13628
BOSCH
Flautur
6 volt, 12 volt, 24 volt.
Brœðurnir Ormsson
lÁgmúla 9. — Sími 38820.
Kosningadagur
Og þá er kosningadag-
urinn runninn upp. Vonandi
sýna veðurguðirnir okkur
betri hliðina á sér í dag svo
að háttvirir kjósendur geti
slegið tvær flugur í einu höggi:
Fengið sér heilsubótargöngu
um leið og þeir kjósa.
í dagblöðunum í gær birtist
auglýsing frá skrifstofu borg-
arstjórans í Reykjavík og voru
þar tilgreindir allir kjörstað-
ir í borginni svo og hverjir
ættu að kjósa á hverjum —
þ.e.a.s. hvert íbúar við hinar
ýmsu götur ættu að fara til
þess að kjósa. í»eir, sem enn
hafa ekki kynnt sér málið ættu
ekki að draga það öllu lengur,
en annars ætti enginn að vera
í vandræðum með að fá allar
slíkar upplýsingar — t.d. með
því að hringja í kosningaskrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins.
Kjörstaðirnir í Reykjavík
eru í Melskólanum, Miðbæjar-
skólanum, Austurbæjarskólan-
um, Sjómannaskólanum, Laug-
arnesskólanum, Langholtsskól-
anum, Breiðagerðisskóla, Álfta
mýrarskóla — svo og að Elli-
heimilinu og Hrafnistu.
Kjörfundur hefst á öilum
stöðunum klukkan níu árdegis
og honum lýkur klukkan ell-
efu í kvöld. Ennfremur er vert
að vekja athygli á því, að óski
kjörstjórn þess, að kjósandi
sanni hver hann er, ber kjós-
anda að framvisa nafnskírteini
sínu.
ÍC Dragið það ekki
Ástæða er til þess að
hvetja alla tii þess að kjósa
snemma. Dragið ekki að fara
á kjörstað. Mörgum finnst
þægilegt að Ijúka því fyrir
hádegi, því þá er sjaldnast
nokkur bið. Fleiri ættu að
taka daginn snemma og kjósa
fyrir hádegi, eða strax eftir
hádegið. Enginn ætti að fara
úr borginni án þess að kjósa
fyrst. Alltaf getur eitthvað
komið fyrir, hjólbarði sprung-
ið, bíllinn bilað eða eitthvað
því um líkt og mörg dæmi eru
þess, að fólk hafi komið nokkr
um mínútum of seint á kjör-
stað eftir slíkt ferðalag.
>ess vegna vill Velvakandi
hvertja fólk til þess að kjósa
snemma, draga það ekki.
'tr Vill ekki hafa það
á samvizkunni
Hér er bréf frá einni,
sem hefur fengið áhugann:
„Kæri Velvakandi,
Ég skrifaði þér einu sinni
fyrir mörgum árum og þess
vegna ætia ég að senda þér
nokkrar línur nú fyrir kosn-
ingarnar í von um að þú birt-
ir þær. Yfirleitt hef ég ekki
skipt mér mikið af stjórnmál-
um, leitt þau hjá mér — ein-
faldlega vegná þess, að ég hef
verið ánægð með borgarstjórn-
ina og fundizt hún komast af
án mín. Ég veit, að svo er um
fleiri.
En áhugi minn á stjórnmál-
um hefur vaknað undanfarn-
ar vikur. Hann hefur vaknað
vegna þess, að við erum ný-
búin að fá bíl — og nú hef ég
getað skoðað borgina vel í fyrsta
sinn. Og eftir að hafa séð borg-
ina okkar vil ég ekki hafa það
á samvizkunni, að þessir fram-
óknarmenn, sem alltaf hafa
verið óvinir Reykvíkinga, nái
betri árangri en hingað til
vegna þess, að ég sat heima
og gerði ekki skyldu mína.
Ég er stolt yfir borginni, það
getum við öll verið — og til
þess að tryggja áfram góða
borgarstjórn ætla ég nú að
labba á kjörstað. Og ég skora
á konur og karla, alla þá, sem
vilja stuðla að áframhaldandi
grósku og uppbyggingu höfuð-
staðarins, að ganga ekki út frá
því sem vísu, að Geir Hall-
grímsson komist af án þeirra.
Við styðjum Sjálfstæðisflokk-
inn í kosningunum á sunnu-
daginn og syðjum hann vel.
— G. R.‘
Hvað yrði um
borgina?
Austurbæingur skrifar:
„Velvakandi,
>ið Morgunblaðsmenn eruð
alltaf úti um hvippinn og hvapp
inn talandi við fólk og spyrj-
andi um afstöðu þess til kosn-
inganna á sunnudaginn. Af því
að þið hafið enn ekki heimsótt
mig — og ég geri ekki ráð
fyrir að þið komið úr þessu,
ætla ég að eiga frumkvæðið:
Hvað þýðir þetta fjas Fram-
sóknar-kommans um að veita
borgarstjórnarmeirihlutanum
„aðhald"? Það þýðir einfald-
lega, að Framsóknar-kommarn
ir þora ekki að tala um að fella
borgarstjórnarmeirihlutann af
því að þeir vita, að Reykvík-
ingar eru ánægðir með Geir
Hallgrímsson og forystusveit
hans. Meira að segja ánægðir
Og enginn andstöðuflokkur
hefur þorað að nefna það, að
hann stefndi að, því að ýta
Geir Hallgrímssyni úr borgar-
tjórastarfinu — einfaldlega
vegna þess, að Reykvíkingar
vilja ekki skipta um borgar-
stjóra. Hvað yrði eiginlega um
höfuðborgina okkar, ef Fram-
sóknarmönnum tækist að pota
eínhverjum þessum Hannesum
frá Undirfelli í borgarstjóra-
embættið — eða kommúnistar
kæmu einhverjum af þessum
Rauða-torgs-afturgöngum í
valdamesta embætti borgarinn-
ar? Ég get ekki hugsað það til
enda.
Nei, við Reykvikingar erum
ánægðir með það, sem áunnizt
hefur og við viljum áfram á
sömu braut og gera höfuðborg-
ina enn glæsilegri undir dug-
andi forystu Sjálfstæðismanna.
— Kjósandi í Austurbænum"
Virði það, sem vel
er gert
J. S. skrifar:
„Velvakandi góður.
Sjálfsagt er það að bera
í bakkafullan lækinn að minn-
ast á borgarstjórnarkosningar
í þín eyru, en þó sendi ég þér
línukorn.
Ég er einn þeirra manna,
sem ekki eru sammála borgar-
stjóranum í pólitík. Engu að
síður mun ég nú sem áður
styðja Geir Hallgrímsson í
kosningunum 22. maí. !>að væri
fjarri mér að gera það til að
þóknast Sjálfstæðisflokknum,
en ég tel enga vansæmd í því
að virða það, sem vel er gert,
og sannfæring mín er sú, að
sá maður sé vandfundinn, sem
fer með tærnar þar sem Geir
Hallgrímsson hefur hælana.
Reykvíkingar, hvar í flokki
sem þeir standa gera sér ljóst,
að borginni er og verður bezt
stjórnað undir forystu hans,
ekki vegna pólitískrar skoðun-
ar hans heldur mannkosta. Mér
er ánægja að því að fá tæki-
færi til að viðurkenna þetta
með atkvæði mínu.
Þú mátt gjarnan skila til
hans beztu kveðju og þökk-
um. J. S..“
'tr Óvæntur liðsauki
afþakkaður
Borgari skrifar:
í dag bað Tíminn kjósendur
um að stuðla að því, að hér
í Reykjavík yrði betri borgar-
stjórn.
Allir, sem þekkja stigbreyt-
ingu lýsingarorða hljóta að
skilja það, að með þessu orða-
lagi er því beinlínis haldið
fram, að hér sé góð borgar-
stjórn, — og vissu það reyndar
fleiri.
Auðvitað ber að þakka þenn-
an tímabæra áróður Framsókn
armanna daginn fyrir kosning-
ar, — en hins vegar verða
Reykvíkingar að afþakka þetta
góða boð um að betrumbæta
hina ágætu borgarstjórn með
einni miðaldra framsóknar-
konu.. Sama dag slær Alþýðu-
blaðið því föstu, að sá borgar-
stjórnarmeirihluti, sem nú sit-
ur sé í alla staði ákjósanlegur
og telur vafalaust, að við
kosningarnar í dag munu
Reykvíkingar sýna honum
sama traust og áður. Þetta var
mjög vinsamlegt, og væntan-
lega mælt af heilum hug. Að
vísu bætir Alþýðublaðið þvl
við, að jafnvel hinir beztu
menn þurfi góðra manna að-
hald, þó að ekkert dæmi sé
nefnt, að aðhaldsins hafi verið
þörf, — og verður þetta ekki
skilið á annan hátt en þann, að
blaðið og flokkur þess van-
treysti þessum eina manni sín-
um til að veita þetta marg-
nefnda aðhald, og vilji þv4
setja annan mann til gæzlu-
starfsins með honum. Er þetta
beint vantraust á Óskar Hail-
grímsson, sem annars hefur
sýnt mikið gæflyndi í borgar-
stjórn á liðnu kjörtímabilL
Ef skriffinnar Alþýðuflokks-
ins og Framsóknar telja sér
það vænlegast og nálega einu
færu leiðina, til að ná hylli
kjósenda að hæla borgarstjórn
Sjálfstæðismanna, þá ber að
þakka það og meta, hvað þeir
vilja á sig leggja í hollustu
sinni, með því að bjóða íram
aðstoðar-gæzlustjóra frá Al-
þýðuflokknum, að ógleymdri
húshjálp Framsóknar.
Þessa ofrausn munu Reyk-
víkingar þó neyðast til að af-
þakka við kjörborðið í dag'
með því að kjósa þá borgar-
stjórn, sem að dómi andstæð-
inga hennar er góð borgar-
stjórn. Tryggingalæknir Al-
þýðuflokksins þarf því ekiki að
bæta á sitt breiða bak aðstoðar-
argæzlustarfi, og .Sigríður
Thorlacíus getur ótrauð hald-
ið áfram að tróna á kvenpalli
Framsóknar.
^ Nauthólsvíkin
Gísli Halldórsson, verk-
fræðingur, krifar:
„Kæri Velvakandi.
Má ég biðja þig um að koma
eftirf arandi greinarkorni á
framfæri: ..
„Nauthólsvík hituð upp.“
>að gladdi mig að lesa frá-
sögn undir þessari fyrirögn 1
Morgunblaðinu 20. maí.
>að eru nú nákvæmlega 20
ár síðan ég stakk upp á því að
byggja upphitaðan baðstað, þar
sem nú er Suðurtjömin. Var
það í bókinni „Á ferð og ílugi“.
Gerði ég síðan áætlun um
kostnað við slíkan baðstað fyr-
ir borgaryfirvöldin og skyldi
hann geta rúmað 6000 baðgesti
í einu. Var þar gert ráð fyrir
hvítri baðströnd, gosbrunni og
rafsólum á súlum til að ilja
baðgestum á ströndinni, meðan
þeir nytu sólar og loftsvala.
Ég benti síðan á möguleika
til að byggja þennan baðstað
sunnan við tjörnina og alveg
niður við Nauthólsvíkina. Enn
fremur benti ég á möguleik-
ana til að hita upp þá vík og
halda heita vatninu í skefjum
með fljótandi segldúksgirðingu.
Nú virðist þessi hugmynd að
hita upp baðstað í Nauthóls-
Framhald á bls. 8