Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 30
Sunnudagur 22. maí 1966
3U
--------»
BffUKbUNULAtíltí
Eiríkur Jónsson
bóndi í Sandlækjarkoti
Fæddur 2. febrúar 1880.
Dáinn 14. maí 1966.
GAMALL merkisbóndi í Gnúp-
verjahreppi, Eiríkur Jónsson í
Sandlækjarkoti, andaðist 14.
þ.m., 86 ára að aldri. Lauk þar
löngum og farsælum starfsdegi,
sem hófst á öld lestaferða og út-
róðra, en endaði á öld véltækni
og raforku.
Eiríkur í Sandlækjarkoti var
ágætur fulltrúi aldamótakynslóð-
arinnar, sem vér eigum svo
margt gott að þakka. Þó að hann
hefði jafnan vakandi auga á öll-
um nýjungum, sem til heilla
horfðu, þá brást honum aldrei
hin ágæta kjölfesta, er hann
hafði þegið í arf, hyggindi og
forsjálni bóndans, sem byggir á
langri lífsreynslu kynslóðanna,
er á undan fóru.
í Sandlækjarkoti hafa forfeð-
ur Eiríks búið í hartnær 200 ár.
Árið 1789 fluttist þangað frá Ás-
óifsstöðum Jón bóndi Oddsson
og k. h., Guðlaug Bjarnadóttir.
Jón var sonur Odds, bónda í Ás-
um, Eiríkssonar, bónda í Stóru-
Mástungu, Beinteinssonar, bónda
í Lunansholti og Hjallanesi á
Landi, Ólafssonar.
Þegar þau hjón, Jón Oddsson
og Guðlaug Bjarnadóttir, fluttu
að Sandlækjarkoti, bjó á Sand-
læk Loftur Freysteinsson, Rögn-
valdssonar, bónda s. st, Frey-
steinssonar. Höfðu þeir ættmenn
búið á Sandlæk allt frá árinu
1735. Jón Oddsson mun hafa
keypt hálfa Sandlækjartorfuna
á móti Lofti Freysteinssyni. Hafa
jarðirnar Sandlækur og Sand-
lækjarkot síðan talizt jafnar að
landrými.
Oddur hreppstjóri, sonur Jóns
Oddssonar, kvæní^st Þóru Lofts-
dóttur frá Sandlæk og bjó í Sand
lækjarkoti. Þeirra sonur var
Bjarni hreppstjóri Oddsson, sem
kvæntist Guðrúnu Vigfúsdóttur
frá Núpstúni. Tóku þau við búi
í Sandlækjarkoti árið 1839. Vig-
fús í Núpstúni var sonur Þórð-
ar bónda Vigfússonar á Minna-
Hofi, Þórðarsonar, bónda á Hurð-
arbaki í Reykholtsdal. Kona Vig-
fúsar í Núpstúni var Þuríður
Ámundadóttir, snikkara e»g mál-
ara, Jónssonar, systir séra Hall-
dórs á Melstað.
Sonur Bjarna hreppstjóra
Oddssonar og Guðrúnar Vigfús-
dóttur var Jón, er tók við búi
í Sandlækjarkoti árið 1876.
Kvæntist hann Margréti Eiríks-
dóttur, bónda í Árhrauni, Ingi-
mundarsonar, bónda í Mikiholti
og Efstadal, Tómassonar.
ESEV/NRUDE
UTAN BORDS HREYFLAR
LIGHTWIN
3ja ha. hreyfill, mjög léttur og
þægilcgur. Tilvalinn á grunn-
um vötnum. Verð kr. 8182,00
Höfum einnig fyrir sport-
veiðimanninn ANGLER 5,
sem er 5 hö.f léttur en kraft-
mikill. Verð kr. 12.308,00
SPORTWIN 9</2 hö,
Kraftmikill, hljóðlítill og
léttur miðað við orku.
Sérstaklega sparneytinn og
þægilegur i meðförum.
Verð kr. 19.861,00
' Svinrude utanborðshreyflarnir hafa verið framleiddir
samfleytt í 59 ár — einkunnarorðin eru og hafa verið
NÁKVÆMNI og KRAFTUR.
Þér fáið það bezta út úr bátnum, því að það bezta
Lefur verið lagt í hreyfilinn.
LAUGAVEGI 178 SÍMt 38000
VEIBIBJENOUR
SPORTUEIBIMENN
LIGHTWIN
Jón bóndi Bjarnason og Margrét
Eiríksdóttir bjuggu í Sandlækj-
arkoti góðu búi, eins og þeir
langfeðgar höfðu raunar aliir
gert. Varð þeim átta barna auð-
ið, sex dætra og tveggja sona.
Dæturnar giftust allar myndar-
og dugnaðarbændum í héraðinu.
Yngri sonurinn, Bjarni, andað-
ist á unglingsaldri. Hinn sonur-
inn, Eiríkur, f. 2. febrúar 1880,
tók við búi í Sandlækjarkoti af
föður sínum árið 1921. Eiríkur
var kvæntur Kristínu Ingimund-
ardóttur, bónda í Andrésfjósum
á Skeiðum, hinni mestu gæða-
og atgerviskonu, er lifir mann
sinn.
Eiríkur Jónsson tók við blóm-
legu búi af föður sínum. Hafði
hann raunar lengi verið máttar-
stólpi heimilisins, áður en hann
tók formlega við búi. Hina fornu
búskaparhætti þekkti hann út í
æsar. Hann hafði á yngri árum
verið við útróðra á Stokkseyri,
flutt afurðir búsins suður til
Reykjavíkur á hestvögnum og
kaupstaðarvarninginn austur, far
ið á fjall vor og haust, oft í
lengstu leitir, aflað heyja með
handverkfærum, bundið hvern
bagga og lyft til klakks, smíðað
flest algengustu búsáhöld, ofið
voðir í nærfatnað, rúmfatnað og
ytri föt o.s.frv. Hér var um fjöl-
breytt verkefni að ræða og mikl-
ar kröfur gerðar til allra verk-
færra heimilismanna, en mest
reyndi samt á þann, er alla for-
sjá hafði á hendi. Hefur svo jafn-
an verið, og er enn, þótt tímarnir
séu breyttir.
Eiríkur var ótrauður við að
tileinka sér allt hið bezta í hin-
um nýju búskaparháttum, þótt
þeir væru í flestu ólíkir því, sem
hann hafði alizt upp við. Gerði
hann á búskaparárum sínum
stórfelldar endurbætur á jörð-
inni, einkum með miklum rækt-
unarframkvæmdum. Var hann
með afbrigðum forsjáll og út-
sjónarsamur í öllu, sem að bú-
skap laut, svo sem hann átti kyn
til. Snar og lipur verkmaður varr
hann, að hverju sem hann gekk,
hagur bæði á tré og járn. Sagði
hann svo sjálfur, að í æsku hefði
hugur sinn staðið til að læra
járnsmíðar, þó að atvikin hög-
uðu því svo, að eigi gæti af þvi
orðið.
Jafnan var Eiríkur glaður og
reifur og hress í bragði, raun-
góður og traustur maður í hví-
vetna. Hestamaður var hann
ágætur og tamningamaður. Átti
hann löngum góða reiðhesta
sjálfur og var oft beðinn að
temja hesta fyrir aðra. Hann
var dýravinur mikill og einkar
nærfærinn við sjúkar skepnur.
Var oft til hans leitað, þegar
vanda bar að höndum í þeim
efnum.
• Þeim hjónum, Eiríki og Krist-
ínu í Sandlækjarkoti, varð
tveggja dætra auðið. Hin eldri,
Margrét, er gift Eiríki Bjarna-
syni, bónda Kolbeinssonar, frá
Stóru-Mástungu. Hafa þau ungu
hjónin fyrir löngu tekið við búi
í Sandlækjarkoti. Yngri dóttir-
in, María, er gift Birni bónda í
Skálholti, Erlendssyni, hrepp-
stjóra á Vatnsleysu í Biskups-
tungum. Auk þess ólst upp hjá
þeim Eiríki og Kristínu systur-
dóttir Eiríks, Vilborg Krist-
björnsdóttir frá Birnustöðum,
sem gift er Gísla Sigurtryggva-
syni, bifreiðarstjóra. Einnig ólu
þau upp systurdóttur Kristínar,
Elínu Sigurjónsdóttur. Mörgum
öðrum, bæði skyldum og vanda-
lausum, hafa þau hjón reynzt
miklar hollvættir. Þau ágætu
hjón hafa lengi haldið tryggð við
ætt og óðgl, ávaxtað með sæmd
og prýði þann arf, er þau tóku
við, og auðnazt að skila honum í
hendur efnilegum afkomendum.
Mörg síðustu árin hafa þau verið
í skjóli dætra sinna, lengstum í
Sandlækjarkoti, en stundum í
Skálholti.
Nú, að leiðarlokum, kveðja
ættingjar og vinir og aðrir sam-
tíðarmenn Eirík Jónsson, bónda
í Sandlækjarkoti, með virðingu
og þökk fyrir langt og heiliaríkt
ævistarf og góð kynni um leið
og þeir votta frú Kristínu, dætr-
um hennar og öðrum nánustu
ástvinum innilega samúð á þess-
ari skilnaðarstund.
J. G.
IJtgerðarmenn
Dragnótaspil, dargnætur og 4 og 5 mm lína er til
sölu. — Einnig 6 manna gúmmíbjörgunarbátur.
Tækifæriskaup. — Uppiýsingar í síma 37868.
MELAVÖUUR
I kvöld (sunnudag) kl. 20,30 leika
Fram - Víkingur
í Reykjavíkurmótinu. '
Dómari: Grétar Norðfjörð.
Mótanefnd K. R. R.
BOUSSOIS
insulating glass tinangrunar-
gler
Franska einangrunarglerið
er heimsþekkt fyrir gæði.
Leitið tilboða.
Stuttur afgreiðslutími.
HANNES ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími: 2-44-55.
gFS,hQn^9^B
m s°ensk
tf'FALT 9°edavaro
EINKAUMBOD
Tmars tradiixig ooi
I KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373
Bróðir okkar,
LÚÐVÍK ÞORSTEINSSON
Bragagötu 34,
verður jarðsunginn frá Frikirkjunni miðvikudaginn
25. þ.m. kl. 1,30 e.h.
Systklnin.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall
SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR
Fljótshólum.
Börn, tengdabörn,
barnaböm og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við ölluxn þeim ar sýndu
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
MAGNEU TORFHILDAR MAGNÚSDÓTTUR
Stað í Hrúlafirði.
Eiríkur Gíslason, Jóhanna Eiríksdóttir,
Magnús Gíslason, Bára Guðmundsdóttir,
og barnaböm.