Morgunblaðið - 22.05.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 22.05.1966, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1966 EG KYS SJALFSTÆÐISFLOKKINN Framkvæmdirnar tala sinu máli Elín Thorarensen, verzlunarstjóri. | Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að ég vil að stjórn Reykjavíkurborgar sé í styrk- um höndum. Framfarirnar og framkvæmdirnar í borginni undanfarin ár tala sínu máli. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, hefux með atorku sinni sannað ágæti sitt sem borgar- stjóra, og—ég álít að á betri manni sé ekki völ. Tryggjum áíram uppbyggingu Garðar Jóhannsson skrif- stofumaður: Aldrei hafa orðið eins stör- kostlegar framfarir í Reykja- vík, sem á undanförnum fjór- um árum. Hvarvetna blasa við mannvirki, sem hafa orðið til vegna hinnar öruggu stjórnar Sjálfstæðismanna undir for- ystu Geirs Hallgrimssonar borgarstjóra. Sjálfstæðismenn hafa þegar sýnt og sannað, að þeim er vel treystandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu borgarinnar. Ungu fólki sem gengur nú í fyrsta sinni að kjörborðinu, ber skylda til að stuðla að slíkri þróun og þess vegna mun ég kjósa Sjálfstæðis flokkinn við borgarstjórnar- kosningar í dag. Dugandi ungt fólk á D-Hstanum Sigríður Biering í Gjafa- og snyrtivörubúðinni segist kjósa D-listann vegna þess: — Að hann einn styður frjálst framtak og frjálsa verzl un. Á listanum er hópur ungs fólks, sem er dugandi og fram- sækið, Reykvíkingar, sem vilja borginni það sem henni er fyrir beztu. Þetta fólk er fætt í borg inni og skilur þarfir hennar og framtíðarhlutverk. Geir Hall grímsson hefur þá og sannað það að hann er dugandi ungur maður, framtakssamur og vel- viljaður Reykjavík. Þetta er það, sem þarf að prýða fólk í framboði og þess vegna kýs ég D-listann. Starfhæf borgarstjórn Ásbjörn Magnússon, fulltrúi liggur ljóst fyrir. D-listann kýs ég fyrst og fremst vegna þess, að ég trúi á frelsi og einka- framtak, ekki til hagsbóta fyrir fáa, sem verða ríkir, heldur fyrir alla, sem eiga möguleika á því að hefjast handa um einhver áhugamál sín án þess að þurfa að vera ofurseldir embættismanna- valdi og hinum alræmda rík- iskapítalisma, sem sumir vilja nefna sósíalisma. -— Einasti möguleikinn til þess að hér verði starfhæf borgarstjórn er að kjósa Sjálf- stæðismenn, hvort sem menn fylgja þeim flokki að málum almennt og fast eða ekki. Ómögulegt er að ætlast til þess, hvað þá meira, að minnihlutaflokkarnir, sem ver ið hafa, gætu skapað hér sam- starfshæfa borgarstjórn. Við mundum þurfa jafnvel áratugi til þess að ná okkur eftir þann glundroða, sem hér mundi óhjákvæmilega skapazt, og þótt það væri aðeins eitt kjör- tímabil, sem þessir flokkar færu með völd. Á slíkt er hreinlega ekki hættandi fyrir Reykvíkinga. Uppbygging borg- arinnar verður að halda áfram Hildur Lárusdóttir í gesta- móttöku Hótel Borgar sagði: — Það er mikið af ungu fólki í Reykjavík, og Sjálfstæðis- flokkurinn hefur á lista sínum unga menn, sem þekkja okkar sjónarmið og þarfir. Þess vegna mun ég kjósa Sjálfstæðisflokk- inn. f öðru lagði fylki ég mér undir merki Sjálfstæðisflokks- ins, því að hvert sem augum er litið sjást miklar framkvæmdir og framfarir, og það er stað- reynd að enginn flokkur í borg arstjórn hefur gert jafn mikið fyrir einstaklinginn og borg- ina í heild, sem hann Nær það yfir öll svið borgarmála. En ég held að það yrði rot- högg á allar þessar framkvæmd ir og uppbyggingu borgarinn- ar, því að ef minni flokkarnir kæmust að, mundu þeir veita fjármagninu burtu frá Reykja- vik og út á landsibyggðina. Yrði það hvorki landsbyggðinni né Reykjavík til góðs því að þar með myndi Reykjavík, sem er þungamiðja iðnaðar, verzlunar fjármálalífs o.fl., lamast. Til þess að koma í veg fyrir þetta þá ber öilum að styðja Sjálf- stæðisflokkinn nú, og tryggja honum öruggan meirihluta í borgarstjórn. Þá mun uppbygg ing borgarinnar halda áfram í sömu mynd og verið hefur. Að lokum vildi ég segja: Ungt fólk, fylkjum okkur um Sjálfstæðisflokkinn og Geir Hallgrímsson. Á hans stefnuskrá sameinast allt eðli Islendingsins Sigurður Steinsson, verziun- armaður, segir: Það er i rauninni gott fyrir hvern og einn að fá slíka spurn- ingu, til að þurfa að staldra við og gera sér grein fyrir hvert maður lætur atkvæði sitt. Þegar ég sem ungur maður fór að hugsa u m stjórnmál. þá var um að velja þrjá flokka: Sjálfstæðisflokkinn, Alþýðu- flokkinn og Kommúnistaflokk- inn. Framsóknarflokkurinn kom ekki til greina, enda hefur framvindan sannað að það var rétt ályktað. Kommúnistaflókk urinn verður til hér á landi við góð skilyrði fyrir þá. Lítið um stórhuga menn og atvinnuleysi og vonleysi hafði gripið um sig hjá almenningi, enda kreppu- ár. Við þessi skilyrði gengu margir ungir, reiðir menn í Kommúnistaflokkinn með eld- móð og hugsjónir um að bæta lífskjör almennings. En hug- sjónirnar og eldmóðurinn fjaraði út með goðföllunum í Rússlandi og nafnabreytingum flokksins. Eftir stóðu aðeins ráðvilltir menn, með tækifæris sinnuðum flokksforingjum, sjálfum sér sundurþykkir. Um Alþýðuflokkinn var það að segja, að hann hafði komið mörgum góðum málum fram á þessum árum, en btást svo og var ósamkvæmur sjálfum sér og fylgdi ekki stefnuskrá sinni. Er leitt til þess að vita, því ég tel eðlilegt að til sé í landinu sterkur vinstri flokkur, til að halda uppi jafnvægi, flokkur, sem væri þess megnugur að vera ábyrgur í stjórn sem stjórnarandstöðu. Þá kemur röðin að Sjálfstæðisflokknum, flokki allra stétta. Sem ungur maður var ég honum reiður fyrir að vera ekki meiri bar- áttuflokkur fyrir launþega, en hann var á þessum árum. En þó varð hann fyrir valinu, vegna þess að á hans stefnuskrá tel ég að sameinist allt eðli fslend- ingsins, frjálsræði til athafna og viðurkenning á sjálfsbjarg- arviðleitni. Enda sjálfum sér samkvæmur og hefur verið það. í dag kýs ég Sjálfstæðis- flokkinn af sömu ástæðum, og vegna þess að ég hef þá bjarg- föstu trú, að hann einn geti í næstu framtíð brotið niður dýrkunina á meðalmennskunni og skapað möguleika fyrir þróttmiklu atvinnulífi í land- inu. Og einnig tel ég Sjálfstæð- isflokkinn einan hafa þá ungu stjórnmálamenn innan sinna raða, sem vænta má af stjórn- festu og trausta og ábyrga stjórnarandstöðu, ef um hana væri að ræða — sem ég vona að verði ekki í náinni framtíð. Máli mínu til sönnunar, vitna ég til ræðna borgarstjórans okkar, Geir Hallgrímssonar, sem hefur sýnt stjórnvizku og drengilegan málflutning, sem ekkert á skylt við það, sem við eigum að venjast. Mín skoðun á stjórnarandstöðunni í dag er, að hún sé óábyrg og skaði þjóð ina. Og ég vil segja, að ef við kveðum hana ekki niður séum við að rassskella sjálf okkur, í staðinn fyrir að rassskella forustumenn stjórnarandstöð- unnar. Og það getum við bezt með því að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn. Og það mun ég gera. Enginn baff nú að vera atvinnulaus Hallgrímur Marinósson, toll- þjónn, segir okkur ástæðuna fyrir því, að hann kýs lista Sjálfstæðisflokksins í kosning- unum í dag: — Ég kýs lista Sjálfstæðis- flokksins vegna þess, að hann hefur beitt sér fyrir miklum framkvæmdum og hefur verið mjög framfarasinnaður á liðnu kjörtímabili. Ungt fólk kann vel að meta það, sem vel er gert og verkin tala bezt sínu máli. Mikið hefur verið gert í húsbyggingarmálunuim og at- vinna er nægileg. — Ég minnist þess er ég var að ljúka gagn- fræðanámi var mjög erfitt fyrir ungt fólk að fá atvinnu. Þessi tími er nú liðiníi og nú þarf enginn ungur maður að ganga atvinnulaus. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri er okkar hæfasti ungi maður. Hann er ákveðinn og framtakssamur, sannur maður unga fólksins og ég vil taka undir orð hans, er hann við- hafði á fundinum i Háskóla- bíói í fyrrakvöld, þar sem hann sagði það vera ævintýri líkast, hve borgin hefði vaxið á undan förnum árum. Að endingu vil ég taka fram, að okkar von er, að unnt verðj á næsta kjörtimabili að koma upp smáíbúðum fyrir ungt fólk. þannig að það geti eignast íbúð ir við sitt hæfi. Til þess treysti ég Geir HaUgrímssyni bezt. Samstillt átak / kosningum skiptir mestu Jón Bjarni Þórðarson. — Kosningarnar leggjast vel í mig, sagði Jón Bjarni Þórð- arson, kaupmaður í Heima- kjöri, er blaðið átti við hantt stutt rabb í gær. — Borgarstjórnin hefur stað HAGUR BORGARINNAR ER I VEDI X E3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.