Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 3
Sunnuðagur 22. maí 1966 MUKGUNÖLAOIO | ■ Úr leikherbergi barnanna. í miðju er Geirþrúð Einarsson, en til vinstri Sigurgreir Sigurðsson, sveitarstjóri. IMytt barnaheimili á Seltfarnamesi tuiuim NÝTT barnaheimili var tekið í notkun í Seltjarnarnes- hreppi nú fyrir skömmu, eins og skýrt var frá hér í blaðinu á dögunum. Nefnist heimilið Fagrabrekka og stendur við Lambhússtaðaveg. Húsið er 180 fermetrar að stærð með 1300 ferm. eignarlóð. Á barna heimilið að geta tekið á móti 30 börnum. Mun þarna verða bæði dagheimili og leikskóli. Fu'llnægir tþetta heimili algjör lega þörfinni fyrir gæzluheim ili í Seltjarnarnesshrepp núna. Forstöðukona barnaheimilis- ins er Geirþrúð Einarsson. Börnin matast í borðstofunni. (Ljósm.: Sv. tÞorm.). >f Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; Himnaförin MENN spyrja, og síðast góður kirkjumaður fyrir skömmu: Hversvegna eruð þið enn með uppstigningardag? Sá dagur segir mér ekkert fram yfir það, sem páskarnir sögðu. Á þessa leið hugsa margir. Hvern sess skipar uppstigningar- dagur í helgihaldinu? Hvað seg- ir hann mér og þér? Hann er minningardagur himnafarar Krists og frá önd- verðu var litið svo á, að „upp“ til himna, inn í dýrðarhimin Guðs, hafi Kristur ekki stigið fyrr en 40 dögum eftir uppris- una. En hvað þá um þessa 40 daga? Um hulin rök eins og þessi verða menn að taka það, sem þeim þykir trúanlegast, skyn- samlegast. Menn „v.ita“ ekki ákaflega mikið. Eftir upprisuna virðist Krist- ur fylgja lögmálum, sem allir verða að láta, lögmáli þróunar- stig af stigi. Séu upprisufrásög- urnar gaumgæfðar, gefa þær nokkra bendingu um það. Að morgni páskadags sér María Magdalena Krist uppris- inn við gröfina. Henni bregður mjög. „Snertu mig ekki“, segir hann og hverfur því nær sam- stundis, að því er séð verður af frásögninni. Þetta sama kveld kemur hann óvænt en öllum sýnilegur, þar sem vinir hans eru saman og vita ekki, hvað þeir eiga að halda um sögurnar, sem farnar eru að berast um borgina. Nú er hann ekki óljós svipmynd, eins og um morgun- inn við gröfina. Meira vald hefir hann nú yfir nýja líkamanum. Hann talar við vinina og sýnir A Listi Alþýðuflokksins B Listi Framsóknarflokksins X D Listi Sjálfstæðisflokksins G Listi Alþýðubandala gsins' Óskar Hallgrímsson Einar Ágústsson Geir Hallgrímsson Guðmundur Vigfússon Páll Sigurðsson Kristján Benediktsson Auður Auðuns Sigurjón Björnsson Björgvin Guðmundsson Sigríður Thorlacius Gísli Halldórsson Jón Snorri Þorleifsson Bárður Daníelsson Óðinn Rögnvaldsson Ulfar Þórðarson Guðmundur J. Guðmundsson Jóhanna Sigurðardóttir Guðmundur Gunnarsson Gunnar Helgason Guðrún Helgadóttir Eiður Guðnason Gunnar Bjarnason Þórir Kr. Þórðarson Jón Baldvin Hannibalsson Jóna M. Guðjónsdóttir Kristján Friðriksson Bragi. Hannesson BjÖm Ölafsson Guðmundur Magnússon ■ Daði Ólafsson Birgir Isl. Gunnarsson Svavar Gestsson óskar Guðnason Halldóra Sveinbjörnsdóttir Styrmir Gunnarsson Böðvar Pétursson Sigfús Bjarnason Rafn Sigurvinsson Sverrir Guðvarðsson Adda Bára Sigfúsdóttir Þóra Einarsdóttir Gísli ísleifsson Þorbjörn Jóhannesson Þórarinn Guðnason Jónas S. Ástráðsson Dýrmimdur Ólafsson Kristín Gústafsdóttir Höskuldur Skarphéðinsson Þormóður ögmundsson Þröstur Sigtryggsson Runólfur Pétursson Bjöm Th. Bjömsson Torfi Ingólfsson Einar Eysteinsson Kristjáp. J. Gunnarsson Guðjón Jónsson Emilia Samúelsdóttir Bjarni Bender Róbertsson Sveinn Helgason Helgi Guðmundsson ögmundur Jónsson Þuríður Vilhelmsdóttir Magnús L. Sveinsson Birgitta Guðmundsdóttir Þórunn Valdimarsdóttir Richard Sigurbaldursson Sigurlaug Bjamadóttir Bergmundur Guðlaugsson Ásgrímur Björnsson Jón Guðnason Páll Flygenring . Bolli Ölafsson Ingólfur R. Jónasson Guðný Laxdal Hilmar Guðlaugsson Amar Jónsson Einar Gunnar Bollason Jón Jónasson Guðmundur Guðmundsson Haraldur Steinþórsson Eyjólfur Sigurðsson Áslaug Sigurgrímsdóttir Ing^var Vilhjálmsson Baldur Bjarnason Svanhvít Thorlacius Asbjöm Pálsson Friðleifur I. Friðriksson Sólveig Einarsdóttir Siguroddur Magnússon .Lárus Sigfússon Björgvin Schram Jóhann J. E. Kúld Njörður Njarðvík Kristinn J. Jónsson Sigurður Samúelsson Guðrún Guðvarðardóttir Jón Viðar Tryggvason Böðvar Steinþórsson Guðmundur Sigurjónsson Einar Laxness Bogi Sigurðssou Jón Kristinsson Magnús J. Brýnjólfsson Ida Ingólfsdóttir Ólafur Hansson Markús Stefánsson Kristján Aðalsteinsson Magnús Torfi Ólafsson - Soffía Ingvarsdóttir Anna Tyrfingsdóttir Gróa Pétursdóttir Gils Guðmundsson Jóhanna Egilsdóttir Egill Sigurgeirsson Páll Isólfsson Sigurður Thoroddsen Jmi Axel Pétursson Bjöm Guðmundsson Bjarni Benediktsson Alfreð Gíslason .1 Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar D-Iistinn — listi Sjálfstæðisflokksins kosinn með því að krossa fyrir framan D. hefur verið þeim sig til sannindamerkis um upprisuna. Þetta sama kveld á hann all- langar viðræður við vinina tvo á veginum til Emmaus. Og enn er hann orðinn sterkari viku síðar, þegar hann lætur Tómas þreifa á sér. En Tómas fellur á kné af undrun. Vika er liðin frá páskamorgni, og nú hefir Kristur það vald yfir hipum nýju lífsaðstæðum, sem hann hafði ekki úti við gröfina, þegar hann bannaði Maríu að koma við sig, snerta sig. „í dag skaltu vera með mér í Paradís", sagði Jesús við ill- virkjann, sem iðraðist. Hver er Paradís? Sleppum gömlum goðsögnum og gagns- lausum bollaleggingum um þúe- und-ára-ríki og endurkomu Krists í skýjum. Er ekki Para- dís einfaldlega lífssvið, sem líkast er jörðunni? Nauðsynleg- ur milliliður jarðar og æðri heima? Landamæraveröld, þar sem dvalið er unz „lengra“ er haldið frá jörðu? Guðspjöllin bera Jesúm sjálf- an fyrir því, að til Paradisar hafi þeir farið á sama degi, hann og iðrandi illvirkinn. Um það er ekkert sagt, að í þessum landamæraheimi hafi þeir átt jafnlanga dvöl og horfið til sömu heimkynna, þegar þeirri dvöl var lokið. Frá þessu lUssviði hverfur Jesús á uppstigningardegi. Er óeðlilegt að draga af þessu þá ályktun, að tii endanlegra bústaða fari engiri mannssál þeg- ar eftir andlátið, heldur bíði hennar margir vegir um heima og himna? Óteljandi sögur fara af birt- ingum látinna manna. Sjálfsagt er að taka þeim sögum með var- úð, en viturlegt er ekki að hafna þeim, svo rí-kur þáttur eru þær í mannlegri reynslu margra ár- þúsunda. En langflestar þessar sögur segja frá birtingu nýlát- inna manna. Getur það ekki stafað af því, að látnum mönn- um sé auðveldara að hafa sam- band við jörðina meðan þeir dveljast í Paradís, en erfiðara síðar? Postulasagan gefur ástæðu til að ætla, að breyting hafi orðið á birtingum Krists við himna- förina. En þeim var ekki lokið. T.d. birtist hann Páli löngu eftár þessa atburði. Þó ekki með sam* hætti og fyrr. í kristilegum bók- menntum allra alda eru vitnis- burðir hins sama. >ó væri rangt að segja, að Kristur hafi „fjarlægzt" vinina á jörðu við himnaförina. Eftir hana er hann þeim í rauninni nær en nokkru sinni áður. Þá hefst 'hin dæmalausa sigurför þessara sannleiksvotta. Á þeirri för vita þeir hinn upprisna dag- lega með sér og í fararbroddi. Mun hann hafa þurít að losna við líkamsgerfið, sem hann bar í Paradís, til þess að geta orðið vinunum á jörðu það, sem Post- ulasagan sýnir með órækum hætti að hann varð þeim? Um þessi efni er margt að sjálfsögðu mjög á huldu. En um þau er mikið spurt og mun lengi verða. Það er gott að menn þurfa að spyrja, Tómlætið þekkir ekki þá þörí. Oftrúin þarf ekki að spyrja um neitt. Og vantrúin „veit“ alla hluti. Tryggjum 'AFRÆM trausta stjórn •r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.