Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 17
SunnudagW VL. maí 1*966
MORCU NBLAÐIÐ
17
Atkvæðin ráða
úrslitum
Deilt er um það hversu mikil
áhrif kosningabarátta hafi á
kosningaúrslit. Sumir telja, að
allur áróðurinn, sem yfir menn
dynur síðustu vikur fyrir kjör-
dag, hafi nauðalítil áhrif, því að
svo að segja allir kjósendur séu
foúnir að gera upp hug sinn áður.
í>ess vegna setji þeir sig ósjálf-
rátt í varnarstöðu gegn öllum
málflutningi þegar að kjördegi
líður. A'ðrir eru sannfærðir um
þýðingu rösklegrar kosningabar-
áttu. Augljóslega eru stjórnmála-
flokkar hvarvetna í þeim hópi,
iþví að ella mundu þeir ekki
leggja sig svo fram í baráttunni
sem raun ber vitni. Hvað sem um
það er, þá er víst, að sárafáir
skipta um skoðun eftir að sjálf-
ur kjördagurinn er kominn. Hitt
er líklegt að ýta þurfi við ýms-
um til þess að þeir komi á kjör-
fund, því að áhuginn er misjafn.
REYKJAVÍKURBRÉF
^Laugard. 21. maí ___
Margir hafa gaman af því að
láta ganga á eftir sér, þó að þeir
mundu trúlega koma af sjálfs-
dáðum, ef enginn hirti um að
herða á þeim.
Flestir vita af eigin raun, að
það, hverjir fara með stjórn,
jafnt í sveitarmálum sem lands-
málum, skiptir þá raunhæfu
máli. Þess vegna greiða þeir at-
kvæði. Þeir hafa valdið og vilja
beita því. Hvert einstakt atkvæði
hefur sín áhrif og getur ráðiö
úrslitum.
Kosið iim málefni
og menn
f hlutfallskosningum, svo sem
hér í borg, er bæði kosið um mál-
efni og menn. Eðlilegt er, að kjós
andi velji þá, sem hann þekkir
bezt af eigin raun eða orðspori,
og einnig þann flokk, sem hann
telur fylgja heilbrigðastri stefnu.
Þó að kosið sé um menn, er
œskilegt, að kosningabaráttan sé
fyrst og fremst málefnaleg. Á
það hafa Sjálfstæðismenn lagt
höfúðáherzlu nú e.t.v. meiri en
nokkru sinni fyrr. Hafa þeir þó
*etíð verið allra flokka fjarlæg-
astir því að blanda persónulegu
níði inn í málflutning sinn. Ekki
er um það að villast, að hverfa-
fundir borgarstjóra mörkuðu
þáttaskil í baráttuaðferðum. Þar
var gerð málefnaleg grein fyrir
viðfangsefnum borgarstjórnar,
og undanbragðalaust svarað at-
hugasemdum og spurningum,
*em fram voru bornar. Málflutn-
ingur blaða flokksins og fram-
fojóðenda hefur og allur verið í
þessum anda. Eðlilegt er, að
borgarstjóri sé oddviti í barátt-
unni. Á honum hlýtur mest að
mæða. E.t.v. er það lærdómsrík-
ast í kosningabaráttunni að þessu
cinni, að andstæðingarnir hafa
gjörsamlega gefizt upp við að
gera grein fyrir hvernig þeir
eetluðu að stjórna bænum, ef
þeir í sameiningu hlytu meiri-
hluta, hvað þá að þeir tilnefni
eigið borgarstjóraefni. Þeir
byggja allir á þeirri forsendu, að
Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að
halda meirihluta sínum, en tala
uu að veita eigi honura aðhald
eða áminningu. Ef flokkurinn
hefði unnið til þes« að missa
völdin, þá mundi sannarlega
ekki standa á andstæðingunum
að hamra á því og heimta meiri-
hluta sér til handa. Málflutning-
ur þeirra sýnir þess vegna, að
þeir vita, að meirihluti Reykvík-
inga treystir bezt bæði frambjóð-
endum og stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Hinsvegar vona þeir,
að óánægja með einhver minni-
háttar atriði, smámuni, endist til
að afla sjálfum þeim fylgis. Þess
vegna fjasa þeir um þörfina á að
haldi og áminningu til Sjálf-
stæðisflokksins. Ef verulegur
fjöldi tæki slíkt tal alvarlega,
mundi af því leiða, að Sjálf-
stæðisflokkurinn tapaði meiri-
hlutanum, og á hinum flokkun-
um lenti sú skylda, að taka við
stjórn borgarmálefna.
„Skipta um skoðun
á leiðinni af nef nd-
arfundi á þing-
fundw
Ef svo færi, mundi forustan
lenda í höndum annað hvort Al-
þýðubandalags- eða Framsóknar-
mönnum. Báðir mundu þessir
flokkar ásamt Alþýðuflokknum
verða áð mynda nýjan meiri-
hluta. Hver hefur trú á því, að sú
samfylking yrði starfshæf? Und-
anfarið hefur raunar verið náið
samstarf milli Alþýðubandalags
og Framsóknar, bæði í Alþýðu-
sambandinu og í stjórnarand-
stöðu á Alþingi. Þess vegna er
hollt að lesa lýsingu Þjóðviljans
hinn 11. maí sl. á starfsháttum
Framsóknar. Þar segir:
„Því aðeins er mark takandi á
kosningaúrslitum, að hægt sé að
túlka þau sem stuðning við ein-
hverja stefnu, en Framsóknar-
flokkurinn er stefnulaus í öllum
málum. Hafa fulltrúar flokksins
náð þvílíkri fullkomnum að und-
anförnu í hringdansi stefnuleysis
ins að með ólíkindum er. Þeir
hafa skipt sér í hverju einasta
stórmáli; þeir voru bæði með og
á móti alúmíhsamningum og
kísilgúrframkvæmdum. Þeir eru
ýmist með eða móti hernáms-
framkvæmdum. Þegat fjallað var
um málefni Atlantshafsbanda-
lagsins á Alþingi, skiptu þeir um
skoðun á leiðinni af nefndar-
fundi á þingfund. Þegar tekin
var ákvödðun í bæjarstjórn Hafn
arfjarðar um Straumsvíkursamn
ing tókst eina bæjarfulltrúa
Framsóknarflokksins að greiða
atkvæði með, móti og sitja hjá
við eina og sömu atkvæða-
greiðslu. Þegar fjallað var um að
ild að Vinnuveitendasamband-
inu í stjórn Landsvirkjunar, var
fulltrúi Framsóknarflokksins
fyrst meðmæltur aðild, sSðan sat
hann hjá, og nú hefur verið til-
kynnt formlega í Tímanum að
hann ætli að greiða atkvæði á
móti á næsta fundi“.
„Mat á atkvæðum44
Enginn skyldi ætla að þessi lýs-
ing á Framsókn væri gefin í fljót
ræði, því að t.d. hinn 18. maí
mátti lesa þetta í Þjóðviljanum:
„Reykvískir kjósendur ættu að
minnast þess að leiðtogar Fram-
sóknarflokksins hafa alltaf bar-
izt fyrir þeirri skóðun að at-
kvæði borgarbúa væru ómerki-
legri en atkvæði annarra lands-
manna og ættu að hafa minna
gildi. Þegar kosningalögum hef-
ur verið breytt aftur og aftur á
undanförnum áratugum, m.a.
sökum umfangsmikilla fólks-
flutninga í landinu, hefur Fram-
sóknarflokkurinn alltaf beitt sér
af hörku gegn jafnrétti Reykvík-
inga við aðra. Seinast gerðist
þetta þegar kosningalögunum
var breytt 1958; þá reyndi Fram-
sóknarflokkurinn að egna til ó-
vildar í garð Reykjavíkur hvar-
vetna um land, og taldi það sálu-
hjálparatriði að atkvæði þeirra
sem hér búa væru sem lægst met
in. Raunar hefur saga Fram-
sóknarflokksins alla jafna ein-
kennzt af óvildaráró'ðri í garð
Reykjavíkur og Reykvíkinga,
„fólksins á mölinni“, og þeim á-
róðri hefur oft verið fylgt eftir
í verki þegar Framsóknarflokk-
urinn hefur haft aðstöðu til.
Þeir borgarbúar sem kjósa
Framsóknarflokkinn á sunnudag
inn kemiir hljóta að vera sam-
mála þeirri skoðun flokksforust-
unnar að atkvæði Reykvíkinga
eigi að hafa lítið gildi. Kannski
eru þeir einmitt að sanna þá
skoðun".
Hvörugum að
treysta
Það er rétt að Framsóknar-
menn hafa stöðugt sýnt Reykvík
ingum lítilsvirðingu og vilja
lóta þó vera réttminni en aðra
landsmenn. Sannleikurinn er sá,
að í báðum flokkum, Framsókn
og Alþýðubandalagi vaða uppi
ofmetnaðarfullir angurgapar. Ó-
samlyndið í Framsókn sauð upp
úr í atkvæðagreiðslunni um ál-
samninginn og kísilgúrfrumvarp
íð á Alþingi. Togstreitan í Al-
þýðubandalaginu er svo hat-
römm, að jafnvel í sjálfri kosn-
ingahríðinni hafa þessir svoköll-
uðu flokksbræður ekki getað
stillt sig um innbyrðis illindi.
Framsókn sýnist helzt sameinast
um það að liggja hundflöt
fyrir kommúnistum. — Það
sést t.d. af frammistöðunni í Al-
þýðusambandsstjórn. Þar hafa
Framsóknarmenn látið Alþýðu-
bandalagsmönnum líðast það
furðulega uppátæki að svipta Al-
þýðusambandið aðild að ákvörð-
un um verðlag landbúnaðarvöru.
Þetta er gert undir því yfirskyni,
að samvinna bænda og verka-
lýðs að þessari ver'ðákvörðun
muni spilla lífsnauðsynlegri sam
vinnu þessara tveggja höfuð-
stétta! Þess vegna sé betra, að
ríkisstjórnin, sem í hinu orðinu
er skömmuð blóðugum skömm-
um fyrir að ráða ekki við verð-
bólguna, semji við bændur um
vertSlagninguna án aðildar laun-
þega! Framsóknarmenn þykjast
raunar hafa verið á móti þessari
kynlegu ákvörðun. Engu að síður
knúðu Alþýðubandalagsmenn
hana fram og var þó vitað, að
bæði fulltrúar Sjálfstæðismanna
og Alþýðuflokksins á Alþýðu-
sambandsþingi voru henni and-
snúnir. Hvernig halda menn að
fari um samvinnu þessara
tveggja flokka, Framsóknar og
Alþýðubandalags í hinum flókn-
ari og erfiðari málum, þegar
þannig hefur reynzt í jafn ein-
földu grundvallaratriði, sem ó-
umdeilt hafði verið bundið í lög-
um í nær tvo áratugi? Hvaða
mark halda menn að sé sétakandi
á tali Framsóknar um, að hún
ætli að veita öðrum „aðhald“,
þegar hún gugnar fyrir svo ber-
sýnilegu frumhlaupi Alþýðu-
bandalagsmanna? Enda er það
athyglisvert, að þrátt fyrir mörg
skeyti frá kommúnistum, þá hef-
ur Tíminn nú í kosningabarátt-
unni ætíð farið í flæmingi und-
an árásum þeirra.
Um það ráða at-
kvæði engu
f lýðfrjálsum löndum rá'ða at-
kvæðin úrslitum um stjórnar-
stefnu. Hinsvegar eru önnur efni,
sem atkvæði ráða engu um, og
er þó fróðlegt að kynnast skoð-
unum manna um. í New York
Times hinn 16. maí er t.d. sagt
frá því, að þá skömmu áðúr.hafi
verið birt úrslit Gallupskóðana-
könnunar um það, hversu marg-
ir Bandaríkjamenn tryðu á Gúð.
Samskonar skoðanakönnun hafði
áður farið fram á árinu 1952, og
eru úrslit hennar höfð til saman-
burðar.
Samkvæmt könnuninni nú
trúðu 97% þeirra, sem spurðir
voru, „meira eða minna“ á _
Guð. Sambærileg tala árið -1952
var 99%. r
Þýðingarmeiri er sög’ð sú breyt
ing, sem orðið hafi á trúarviss-
unni. Á árinu 1952 sögðu 87%,
að þeir væru „algjörlega örugg-
ir“ um, að til væri Guð', 10%
sögðust vera „sæmilega vissir“,
2% sögðu, að þeir væru ,íékki
alveg vissir, en kysu þó heldur
að telja að til væri Gúð“, oé.1%
sagði hreinlega, að þeir tryðu
ekki á tilveru Guðs.
Á árinu 1966 hafði fjöldi
þeirra, sem sögðust vera „algjör-
lega öruggir" minnkað í 81%.
12% voru „sæmilega vissir"' 3%
voru ekki „alveg vissir“ og 1%
sögðu, að þeir vildu gjarnan trúa
á Guð, en væru ekki „alveg viss-
ir“ um tilveru hans, 2% lýstu
sjálfum sér sem sannfærðum
trúleysingjum og 1% sögðust
„bara hreint ekki vita“.
„Sá eini sem efeki
getur tapað66
Þvílík skoðanakönnun kemur
manni óneitanlega nokkuð kyn-
lega fyrir sjónir. Þó er hún fróð-
leg vegna þess, að hún gefur
nokkra hugmynd um viðhorf
manna. Gildi þeirrar hugmyndar
fer þó alveg eftir því hfvaða
mark má taka á skoðanakönnun-
um.
Hver mundu t.d. verða úrslit
slíkrar könnunar í Sovét-Rúss-
landi, ef hún væri raunverúlega
frjáls og leynileg? Menn greinir
mjög á um, hver áhrif trúleysis-
áróður kommúnista hafi. T.d. er
fullyrt, að yfirmaðúr kaþólsku
kirkjunnar í Póllandi hafi á dög-
unum í lok þúsund ára kristni-
afmælisins þar verið hylltur svo
almennt, að ekki sé um a'ð víll-
ast hver skoðun yfirgnæfandi
meirihluta Pólverja sé.
Hitt er óþarft a’ð taka fram að utm
tilveru Guðs verður aldrei skori3
með atkvæðagrefðslu. Trú sina í
tilvist hans verður hver og ein«
að gera upp við sína eigin -sam-
vizku. En margir munu taka und-
ir með Matthíasi Johannessen
sem segir í sinni nýju bók „Fag-
ur er dalur“:
„Svo elskaðir þú heiminn
að þú veittir jafnvel mér
aðild að fegurð hans.
Án þess að beygja kné mín
í auðmýkt þrælsins
geng ég inn í önn dagsins
eins og lítill drengur
sem fær að fara á Völlinn.
Og langt er sí'ðan
ég gerði mér þess grein
að engu skiptir
þó einhver hrópi:
Útaf með dómarann —
því hann er sá eini
sem ekki getur tapað“.