Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 22. maí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti >5. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. 1 lausasö'lu kr. 5.00 eintakið. ' ÁRVEKNIN RÆÐUR ÖRLÖGUM \T OSNINGABARÁTTUNNI er að ljúka. í dag heldur fólkið á fjöreggi framtíðar sinnar. Heilbrigð dóm- greind þess kveður upp dóminn um það, hverj.um skuli falin forustan í málefnum borgar- og sveitarfélaga. í dag eru það íbúar 14 kaupstaða og um 30 kauptúna, sem að kjörborðinu ganga. Baráttan hefur verið misjafnlega hörð í hinum einstöku b'yggðarlögum. Hér í Reykjavík hefur hún fyrst og fremst mótast af málefnalegum og þróttmiklum málflutningi Sjálf- stæðismanna undir forystu Geirs Hallgrímssonar borgar- stjóra, sem lagt hefur hagsmunamál borgarbúa fyrir fólkið - af hreinskilni og ábyrgðartilfinningu. Er sennilega óhætt að fullyrða að sjaldan hafi borgarmálefnin í heild verið lögð jafn ljóst fyrir af borgaryfirvöldunum og í þessari kosninga- baráttu. Þeirri staðreynd er vissulega ástæða til að fagna. Þekking borgaranna á málefnum borgar sinnar hlýtur jafn- an að mynda traustan grundvöll og forsendu hyggilegrar niðurstöðu þeirra á kjördegi. Þær staðreyndir blasa nú við í lok kosningabaráttu að Reykjavík hefur verið vel stjórnað á liðnu kjörtímabili. Haldið hefur verið uppi stórfelldum framkvæmdum af hálfu borgarinnar á öllum sviðum. Stórframkvæmdir hafa verið unnar í gatnagerð, þannig að borgin hefur að verulegu leyti skipt um svip að þessu leyti, til stórkostlegs hag- ræðis fyrir allan almenning. Heildarskipulag hefur verið gert af borginni, og þar með lagður grundvöllur að fram- tíðarvexti hennar, fegrun og viðgangi. Að baki hinu nýja skipulagi liggur geysileg vinna, sem unnin hefur verið af fróðustu og færustu mönnum. í sjúkrahúsmálum, skólamálum, hitaveitumálum, fþrótta- og hvers konar félagsmálum hefur hver stórframkvæmdin . „ rekið aðra. í húsnæðismálum hefur verið gert stærra átak en nokkru sinni fyrr. Hér hafa aðeins verið nefndar örfáar staðreyndir um þá heillavænlegu þróun, sem gerzt hefur í höfuðborginni á síðasta kjörtímabili. Allar sýna þær og sanna að borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur starfað af festu, dugnaði og fram- sýni að hagsmunamálum borgarbúa. En í dag kjósa Reykvíkingar ekki aðeins borgarstjórn. Þeir velja sér borgarstjóra til næstu fjögurra ára. Um það ríkir enginn ágreiningur að Geir Hallgrímsson hafi gegnt borgarstjórastarfi af frábærum dugnaði. Hann mun verða borgarstjóri áfram ef Reykvíkingar fela Sjálfstæðismönn- um áframhaldandi forystu. Minnihlutaflokkarnir hafa hins vegar ekkert borgarstjóraefni. Þeir.hafa ekki getað bent á einn einasta mann, sem líklegt væri að þeir gætu komið sér saman um í þessa þýðingarmiklu stöðu, ef þeir fengju valda- •aðstöðu. Raunar er vitað að þeir gætu ekki komið sér sam- an um neitt, hvorki borgarstjóraval né annað. Sigur hinna svokölluðu vinstri flokka í Reykjavík þýddi þess vegna glundroða og upplausn, svipaðri þeirri, sem þessir flokkar leiddu yfir íslenzku þjóðina með vinstri stjórn sinni á ár- unum 1956 til 1958. Þau spor hræða. En til þess að tryggja Reykjavík áfram örugga forystu Sjálfstæðismanna þarf hver einasti ábyrgur og hugsandi Reykvíkingur að gera skyldu sína við borg sína. Árvekni borgaranna ræður í dag örlögum Reykjavíkur. Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi á liðnum tíma notið öflugs fylg- ig og flestir telji sigur hans líklegan í þessum kosningum fer því þó víðs fjarfi áð nokkurn tíma sé hægt að telja úrslit kosninga viss og örugg fyrirfram. Þess vegna verða aiiir Sjálfstæðismenn og aðrir þeir, sem fela vilja núverandi borgarstjórnarmeirihluta áframhaldandi völd að halda vöku sinni í dag, rísa árla úr rekkju, kjósa snemma, stuðla að því að kjörsókn annarra verði sem greiðust. Allir Reykvíkingar unna borg sinni og vilja að hún haldi áfram að veita fólkinu sem bezta aðstöðu í lífsbaráttunni. Það verður fyrst og fremst gert með þvi að fela þeim mönn- um forystuna, 3em sýnt hafa og sannað að þeir eru færir um að stjórna af víðsýni og dugnaði. Kejrkvíkiogw! Fram til signrs og rákoar fyrir Reykjavík. Steinar Þorfinnsson kennari: Rógur um barnakennara Á KJÓSENDAFUNDI G-list- ans, sem haldinn var í Austur- bæjarbíói, fannst Sigurjóni Björnssyni, sálfræðingið það við- eigandi að rægja reykvíska barnakennara í áheyrn fundar- manna. Ræða hins mikla mennta manns var birt í Þjóðviljanum 15. maí sl. Þar stendur orðrétt: Þráfaldlega hef ég rekið mig á það, að sæmilega greindir nem endur eru ekki orðnir bænabók- arfærir 10-11 ára gamlir, án þess að kennara þeirra detti í hug að hreyfa hönd né fót. — Sá kennari, sem hreyfir 'hvorki hönd né fót í slíku til- feili sem þessu, hefur gerzt brot legur í starfi sínu sbr. erindis- bréf kennara. Þó er það öllu alvarlega, ef kennarinn er sokk inn það djúpt í anivaraleysi sínu, að honum dettur það ekki einu sinni í hug að gera skyldu sína. Slíkur kennari hefur misst sjónar á réttu og röngu í kennslu starfi sínu. Hver kennari hefur lágmarksskyldum, að gegna í starfi sínu og eru þær skyldur ekki bundnar neinu sérstöku eftirliti. Sigurjón Björnsson skil ur væntanlega, að það er ai- varlegur hlutur að brigzla barna kennara um vanrækslu. Barna- kennsla er viðkvæmt starf og öll vanræksla í því getur haft alvarlegar afleiðingar. Ef sálfræðingurinn færir ekki fram óyggjandi sannanir fyrir ofanritaðri fullyrðingu sinni, þá verður hann að sætta sig við það að vera kallaður rógbsri. Ekki lét blessaður sálfræðing- urinn staðar numið. Orðrétt Steinar Þorfinnsson. sagði hann. „Ekkert er gert til að stuðla að samvinnu heim- ila og skóla og búa kennara undir að hafa forystu í þeirri samvinnu." Þessi orð verða varla skilin á annan veg, en að samvinna heimila og skóla sé ekki fyrir hendi. Allir vita, sem eitthvað hafa kynnt sér starf barnaskó'anna hér í borg, að þetta er rangt. Bæðí kennarar og skólastjórar hafa haft forystu í því að koma á samvinnu heimila og skóia, enda kennurum ljós sú nauð- syn að eíga gott samstarf við foreldra þeirra barna, sem þeir kenna. Þessu til frekari stuðnings víl ég minna á eftirfarandi: Stéttarfélag barnakennara í Reykjavík hefur um langt ára- bil gefið út Foreldrablaðið, en i því eru greinar um hina ýmsu þætti skólamála. Stéttarfélagið hefur og boðað til funda með foreldrum, þar sem skólamálin hafa verið rædd af báðum að- ilum; foreldradagar eru í barna- skólunum að minnsta kosti einu sinni á ári, þar sem foreldrar og kennarar ræða um nám og starf barnanna í og utan skóla; fyrir utan þessa formlegu fundi, þá hafa kennarar samband við foreldra, þegar ástæða þykir til; foreldra-félög eru og starfandi við suma barnaskólana og hafa þau unnið gott starf. Af þessar upptalningu sézt, að mikið er gert til að stuðla að samvinnu heimila og skóla. Reykvískir barnakennarar hafa og vinna starf sitt af alúð og samvizkusemi. Um það vitna m.a. þær skólasýningar nú í vor þar sem sýnd voru vinnubrögð nemenda. Ég hygg, að þeir sem skoðuðu þessar sýningar telji það ekki ofmælt, að reykvískir barnakennarar kunni nokkuð vel til verka. Ekki veit ég, hvort hinn há- menntaði sálfræðingur hefur verið svo lítillátur að skoða þesa ar sýningar barnaskólanna. Vonandi stendur Sigurjón Björnsson ekki í þeirri mein- ingu, að frami hans og gifta í stjórnmálum byggist að ein- hverju leyti á því að lítilsvirða störf barnakennara. Frá Sameinuðu þjóðunum Hvaða horfur eru í því að hægt verði að þjálfa og end- urmennta það vinnuafl, sem losna mun ef til afvopnunar kemur? Bandaríkin, Sovétríkin og 18 Evrópuríki hafa nú veitt svör við spurningaskrá, sem send var út af tveimur sér- stofnunum Sameinuðu þjóð- anna, Alþjóðavinnumálastofn uninni (ILO) og Efnahags- nefndinni fyrir Evrópu (ECE). Öll svara ríkin á einn veg, að það mundi hafa jákvæð áhrif í flestum tilfellum að koma á afvopnun. Sú aðlög- un, sem nauðsynleg verður á vinnumarkaðinum, er iítilvæg i samanburði við þau vanda- mál, sem skapazt hafa af hag- ræðingu landibúnaðarins, fiótt anum úr dreifbýlinu og sjálf- virkni iðnaðarins. Fjórar ástæður liggja til þess, að vandinn er einfald- ari en margir halda: í sambandi við vélvæð- ingu varnarmálanna hljóta æ fleiri liðsforingjar og sér- fræðingar menntun sem einn ig kemur að notum í borgara legu lífi. í flestum tilvikum verður einfalt að breyta hernaðarlegum menntastofn- unum í borgaralegar mennta- stofnanir. Á seinni árum eru ein- stök lönd í æ meiri mæli far- in að hjálpa starfsmönnum varnarmála til að taka próf, sem jafnframt veita þeim að- stöðu til borgaralegra starfa sem iðnaðarmenn, tæknifræð ingar, verkfræðingar o.s.frv. Þetta gerist ýmist vegna þess að herþjónusta þeirra krefst slíkrar þjálfunar eða til að veita þeim „aðra möguleika“. ★ I flestum löndum er lögð mikil áherzla á tækni- kunnáttu, sem hermenn og sérfræðingar afla sér áður en þeir hefja herþjónusu. Þess vegna er það altítt, að þess- ir menn fá hjálp bæði til halda við kunnáttu sinni og auka við hana. ★ Hvorki í löndum með langa eða stutta herþjónustu mun skapast veruleg vanda- mál hjá þessum hluta her- mannanna. Þar sem herþjón- usta er löng fá menn venju- lega framhaldsmenntun, sem bæði miðast við borgaralegt líf og hermennsku. Skortur á vinnuafli. í flestum svaranna er vís- að til þeirrar eklu á fag- lærðum mönnum, sem mjög gerir vart við sig bæði í Ev- rópu og Norður-Ameríku. Bandaríkin »g Sovétríkin skírskota til þeirrar reynslu sem fengizt hefur á þessu sviði í sambandi við hagræð- ingu innan varnarkerfanna. Það vinnuafl, sem þannig hefur losnað, hefur þegar í stað verið hagnýtt á borgara- j legum vinnumarkaði. í ná- j lega öllum tilvikum hefur ! reynzt unnt að skipuleggja 1 endurþjálfun sem gert hefur einstaklingnum til borgara- legs lífs algerlega sársauka- 1 laus. / j Tvö atriði eru mikilvæg í þessu sambandi, segir í skýr- ingum ECE við svörin sem bárust. 1 fyrsta lagi eru menn í flestum löndum vanir lang- drægri stefnu í ráðningum innan hersins til að koma í veg fyrir atvinnuleysi, sem skapast kynni af breyttum þörfum. 1 öðru lagi er framleiðsla hergagna minna sédhæfð en áður. Hún á sér oftast stað samhliða framleiðslu á efn- um til borgaralegra þarfa. Við ríkjandi efnahagsað- i stæður er eftirspurn yfirleitt svo mikil frá borgaralegum aðiljum, að verksmiðjurnar geta flutt verkaménn, vélar verkfæri og annan úbúnað yfir í aðrar framleiðslugrein- 1 ar — einnig ef svo skyldi fara að eftirspurnin eftir her- gögnum minmki skyndilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.