Morgunblaðið - 05.06.1966, Qupperneq 10
10
MORGUNBLADID
Sunnudagur 5. júní 1966
Þjóðleikhúsið:
0, þetta er indælt stríð
Höfundar: Charles Chilton, Joan Littlewood o. fl.
Þýðandi: Indriði G. Þorsteinsson
Leikstjóri: Kevin Palmer
FHUMSÝNINGARGESTIR I>jóð-
leikhússins urðu fyrir minnis-
verðri reynslu á fimmtudags-
kvöldið, og bar margt til þess.
í fyrsta lagi sáu þeir sýningu
sem var svo stílhrein og þraut-
unnin í öllum smáatriðum, að
hún telst til viðburða á íslenzku
leiksviði. í annan stað átti hyert
atriði sýningarinnar sér ná-
kvæma fyrirmynd í veruleikan-
um, þannig að hún var í raun-
inni meira og minna skopfærð
sviðsetning á sögulegum stað-
reyndum. í þriðja lagi var inn-
tak sýningarinnar svo furðu-
lega samanslungið af skopi og
s alvöru, að grátur og hlátur tog-
uðust oftlega á um leikhúsgesti.
í fjórða lagi varð hin óbeina og
næstum kaldhamraða túlkun á
hrikalegri heimsku og harmleik
fyrri heimsstyrjaldar að teater í
þess orðs beztu merkingu: hinir
sundurleitu þættir verksins lifðu
srnu sjálfstæða lífi á sviðinu og
gæddust innra samhengi sem
gerði sýninguna samfellda og
hrífandi, jafnframt því sem hún
vakti áhorfendur til alvarlegra
þenkinga um skepnuskap styrj-
alda.
„Ó, þetta er indælt stríð" er
brezkur söngvaleikur settur
sa'man af Charles Chilton, Joan
Littlewood og samstarfsfóiki
þeirra í Theatre Workshop í
Lundúnum. Leikurinn er að
meginefni saminn á sviðinu,
skapaður af samstilltum hópi
leikhúsmanna sem lifa og hrær-
ast í list sviðsins. Að því leyti er
hann óvenjulegt vark, og auk
þess er hann þannig vaxinn, að
sennilega yrði það ofraun öðr-
um en iærisveinum Joan Little-
woods að setja hann á svið með
viðunandi árangri. Þess vegna
var það sjálfsögð ráðstöfun að
kveðja hingað hinn snjalla leik-
stjóra Kevin Palmer og fela hon-
um verkefnið. Ég þykist vita,
að starf hans að undirbúningi
sýningarinnar hafi einnig orðið
leikurum Þjóðleikhússins kær-
komin og uppörvandi reynsla.
Mun vera í ráði, að hann starfi
við Þjóðleikhúsið næsta vetur,
og er það fagnaðarefni.
„Ó, þetta er indælt stríð" er
beinlínis samið fyrir Breta og
miðað við brezkar aðstæður, svo
hætt er við að ýmislegt í verkinu
eigi fremur ógreiðan aðgang' að
íslendingum eða hafi a.m.k. ekki
jafnsterk áhrif hér og í heima-
landinu. Leikurinn er snörp
ádeilda á þátt Breta í fyrri
heimsstyrjöld, og má nærri geta
að hún hafi komið við kaunin á
ýmsum þjóðræknum Bretum af
gamla skólanum. Þjóð eins og
íslendingar, sem einungis þekkir
hörmungar styrjalda af afspurn,
hlýtur að bregðast öðru vísi víð
slíku verki en þær þjóðir sem
lifað hafa hörmungarnar og eiga
um sárt að binda, bæði að því
er varðar fallna syni og stríðs-
örkumlamenn sem eru fjöl-
mennir víða í borgum Evrópu.
Eigi að síður á verkið tvímæía-
laust erindi við alla sem láta sig
heimsmálin og afdrif manneskj-
unnar á jörðinni einhverju
skipta. Það er nærgöngul hug-
vekja og þörf áminning, þó hinu
verði vart neitað, að ekkert
mannlegt sköpunarverk geti með
fullnægjandi hætti dregið upp
mynd af harmleik þar sem 10
milljónir manna létu lífið, 21
milljón særðist og 7 milljónir
týndust.
Svipmyndirnar, sem brugðið er
upp í þessu verki, eru einungis
lítil leiftur af stóru báli. Þær eru
einskorðaðar við hermennsku
og hemaðarrekstur, en rétt tæpt
á tildrögum stríðsins í byrjun.
Stjórnmálamenn koma þar ekki
við sögu, og þykir sumum það
miður, en augljóslega varð að
draga mörkin einhvers staðar.
Mér virðist það skynsamlega
ráðið að kalla vopnaframleið-
endurna á vettvang, því raun-
Heræfingaratriðið í fyrra þætti: Bessi Bjarnason, Uunnar isyjoiisson, i-iosi wiaissoi., o.^*.**
Guðmundsson og Gísli Alfreðsson.
Helga Valtýsdóttir í hlutverki Avis.
Til sölu
\rolkswagen ’62 í fyrsta flokks ástandi
til sýnis á mánudag í bílasöluskála —
Egils Vilhjálmssonar hf
Laugavegi 118, sími 2-22-40.
Dömur Dömur!
Nýjar sendingar af SUMARHÖTTUM.
Notið tækifærið, meðan úrvalið er mest.
Verzlunin Jenný
Skólavörðustíg 13 A.
verulega eru það þeir sem kynt
hafa stríðseldana um heim allan
og einatt haft pólitíkusana í
vasanum, eins og m.a. kom fram
í ævisögu eins frægasta vopna-
framleiðanda aldarinnar nýlega.
Hver skyldi t.d. vera gróði
bandarískra vopnaframleiðenda
af harmleiknum í Víetnam? Og
hvernig ætli sé háttað sambandi
Johnsons forseta og McNamara
við þessa herra?
Leikurinn er sem sé fyrst og
fremst ádeila á Breta og brezku
herstjórnina í fyrri heimsstyrj-
öld. Að því leyti er hann stað-
og tímabundinn, á ekki sama
erindi við okkur og Breta. Hins
vegar er það misskilningur, sem
komið hefur fram á prenti hér-
lendis, að höfundar leiksins hafi
„gert“ alla helztu yfirforingja
Breta „ýmist að fíflum, glæpa-
mönnum eða ofstækisvitfirring-
um“. Allt sem fram kemur í
leiknum er tekið úr opinberum
skýrslum, dagbókum og endur-
minningum þessara manna. Á
það ekki sízt við um þann
alræmda Haig jarl, yfirforingja
brezku herjanna á Vesturvíg-
stöðvunum, sem var sannkallað-
ur „ofstækisvitfirringur" og einn
stórtækasti slátrari aldarinnar
(á eigin mönnum).
Ég geri ráð fyrir að kunnug-
leiki á sögu fyrri heimsstyrjald-
ar geri margt í leiknum Ijósara
en ella, en hitt er jafnvíst að
hann dregur upp svo almenna
mynd af eðli og afleiðingum
styrjalda, að hann á erindi við
allt hugsandi fólk. Skopið í
leiknum er mergjað og kann í
fljótu bragði að virðast draga
úr alvöruþunga hans, en í raun-
inni dýpkar það harmleikinn og
magnar ádeiluna.
Formið á sýningunni er sér-
kennilega leikhúslegt. „Stríðs-
leikurinn“ er kynntur af flokki
trúða eða „pérróta", sem taka á
sig hin margvíslegustu gervi,
líkamna hvert atriði og tengja
atburðarásina saman. í leik-
skránni er þess getið, að pérróta-
sýningar hafi verið vinsælasta
form enskra baðstrandaskemmt-
ana á árunum fyrir 1914, en þær
eru líka nátengdar hinni ítölsku
Commedia dell’arte og alþýðu-
leiklist Evrópu. Þannig stendur
leikurinn djúpum rótum í gam-
alli leikhúshefð Evrópu, en einn-
ig mátti greina áhrif frá Bertolt
Brecht, þó ekki væru þau áber-
andi.
Ýmis nýtízkuleg leikbrögð
voru vel heppnuð í sýningunni,
svo sem skuggamyndir á tjaldi
og ijósletraðar fréttatilkynning-
ar á rennandi bandi, sem eru
nokkurs konar skýringar við
gang leiksins. Á myndatjaldinu
var bæði brugðið upp ljósmynd-
um úr fyrri heimsstyrjöld og alls
kyns plakötum á ensku sem
veittu góða hugmynd um stríðs-
áróðurinn, þó að visu væri baga-
legt að hafa ekki texta þeirra á
íslenzku. Það hefði, að ég held,
verið tæknilega ógerlegt, enda
heyrast erlendar glósur, bæði
þýzkar og franskar, víða í tal-
texta leiksins. Þá ber þess að
geta, að leikhljóð öll að tjalda-
baki voru fádæma eðlileg, og
ber að fagna þeirri framför.
Eins og fyrr segir var sýning-
in á fimmtudagskvöldið heil-
steypt og ákaflega myndræn.
Hún var hröð og lifandi frá upp-
hafi til enda, og hef ég sjaldan
séð öllu meirt líkamlega snerpu
hjá íslenzkum leikurum. Hlut-
verk eru mýmörg og sífellt ver-
ið að skipta um gervi, þ.e.a.s.
um höfuðföt eða yflrhafnir.
Verkið gerir ekki kröfur til
persónutúlkunar eða innlifunar,
heldur skopstælingar og týpu-
mótunar. Aðalhlutverk eru eng-
in, og var frammistaða leikenda
mjög jafngóð, þó betur hefði
mátt vera skipað í ýmis minnstu
hlutverkin. Af karlmönnunum
kvað mest að þeim Bessa Bjarna-
syni, sem skóp nokkrar mjög
skemmtilegar manngerðir, Búrik
Haraldssyni, sem m.a. lék Haig
hershöfðingja, Jóni Sigurbjörns-
syni, sem að vonum fór langbezt
með sönglögin, Róbert Arnfinns-
syni og Ómari Ragnarssyni, sem
m.a. var „kynnir“ og talaði frá
eigin brjósti í byrjun. Sverrir
Guðmundsson brá upp ákaflega
kátlegri mynd af klaufskum ný-
liða í hernum. Kvenþjóðin kem-
ur eðlilega minna við sögu, en
mest kvað að þeim Þóru Frið-
riksdóttur og Helgu Valtýsdótt-
ur í kvenhlutverkum.
Meðferð söngtexta var víða
mjög ábótavant, þannig að efni
þeirra kom ekki til skila nema
með höppum og glöppum, en
það kom ekki verulega að sök
vegna þess að þýðingar söng-
textanna eru gerðar af miklum
vanefnum, og furðar mig satt að
segja á t>ví, að ekki skyldi vera
fenginn æfður ljóðaþýðari til að
snara söngvunum eða yrkja þá
upp. Þýðing Indriða G. Þorst-
einssonar var að öðru leyti
skammlaus, en mig grunar að
hann geti gert betur.
Leikmynd og búningar áttu
ekki hvað síztan þátt í stíl og
glæsileik sýningarinnar. Una
Collins hafði allan veg og vanda
á þeim, enda teiknaði hún einn-
ig búninga og leikmuni fyrir
.frumuppfærslu verksins í Lund-
únum. Má með sanni segja, að
samstarf þeirra Palmers og
Collins hafi fært okkur ein-
hverja glæsilegustu sýningu sem
hér hefur sézt.
Söngvarnir í leiknum eru
gamalkunn lög frá árum fyrri
heimsstyrjaldar, og stjórnaði
Magnús Blöndal Jóhannsson
hljómsveitinni með prýði.
Frumsýningunni var að von-
um firnavel tekið af leikhús-
gestum. í lokin tók Rúrik Har-
aldsson til máls, ávarpaði Kevin
Palmer, þakkaði honum ánægju-
legt og lærdómsríkt samstarf og
lét í ljós þá von, að hann kæmi
til starfa í Þjóðleikhúsinu á
vetri komanda. Undir þá ósk
geta víst allir reykvískir leik-
listarunnendur tekið.
Sigurður A. Magnásson.