Morgunblaðið - 05.06.1966, Síða 17
Sunnudagur 5. Júní 1966
MORGU N BLAÐID
17
i Eilíf veðrabrigði
UM úrslit í lýðfrjálsum kosning-
um verður aldrei sagt fyrirfram
með neinni vissu. Öruggt er þó,
að ætíð verða einhverjir fyrir
vonbrigðum. Jafnvel þótt úrslit
verði mjög í samræmi við það,
sem áður var, eða flestir bjugg-
ust við, þá verða þau samt önn-
ur en einhverjir töldu sér trú
um eða a.m.k. vonuðu undir
niðri. Oftast verða einhverjar
sveiflur, iðulega með öðrum
hætti en flestir ráðgerðu, og þyk
ir þá þeim sem atkvæ'ðum töp-
uðu, hart undir að búa, en hinir
sem unnu á gleðjast.
Úrslit sveitarstjórnarkosning-
anna hinn 22. maí sl. urðu þau,
að Sjálfstæðisflokkurinn sætti
andbyr, meiri en flestir flokks-
menn höfðu búizt við, og eru
vonbrigði þeirra þess vegna eðli-
leg. Með sama hætti er sjálfsagt,
að andstæðingarnir miklist af
sínum hlut og hælizt nú um yfir
því, að þeir hafi áð þessu sinni
staðið sig betur en Sjálfstæðis-
menn, svo oft sem hinir síðar-
töldu hafa borið sigurorð af
hólmi. Allt er þetta í samræmi
við eðli baráttunnar og ekki til
Wilson forsætisráðherra
REYKJAVÍKURBRÉF
að fást um. Enda er atkvæða-
breytingin ekki meiri en menn
vebða ætíð að vera viðbúnir.
Allir telja sig berjast fyrir góð-
um málstað. Annar hlaut með-
toyr áður, hinn nú. En heilshug-
ar barátta fyrir góðum málsstað,
byggðum á staðreyndum, ar sig-
urvænlegust til lengdar.
Orusta, sem vannst
Sjálfstæðismenn hafa sízt löng
un til að gera lítið úr atkvæ’ða-
missi sínum né tjóni þeirra
byggðarlaga, sem nú fá yfir sig
fálmkennda upplausnarstjórn
sundurleitra afla í stað samhentr
ar stjórnar Sjálfstæðismanna
áður. En hvorki vonbrigði Sjálf-
stæðismanna né sigurtal sundr-
ungarflokkanna eyða þeirri stað-
reynd, að Sjálfstæðismenn unnu
þá orrustu, sem langmesta þýð-
ingu hafði: borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík. Að vísu
fékk flokkurinn ekki alveg full-
an helming atkvæða, en svo hef-
ur einnig farið hvað eftir annað
éður og ekki komið að sök. Víst
er, að Sjálfstæðismenn í Reykja-
vík munu ekki láta andvaraleysi,
•em nú stafaði af of mikilli sig-
urvissu, verða að voða í brá'ð.
Þó að hættan hafi að þessu sinni
reynzt meiri en flesta uggði, þá
hefur enn sannazt, að það, sem
máli skiptir, eru leikslok en ekki
vopnaviðskipti.
Hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða ver, þá er það óhagganleg
ataðreynd, að Sjálfstæðismenn
hafa enn unnfð meirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur og hlot
ið fýlgi hér um bil helmings kjós
enda í höfuðborginni. Hvort-
tveggja gerðist um svipað leyti,
að Sjálfstæðisflokkurinn var
stofnaður og gildandi kosninga-
fyrirkomulag lögboðið til bæjar-
stjórna. Síðan hafa hinir mestu
umrótstímar gengið yfir þetta
land og íbúatala Reykjavíkur
nær þrefaldazt. Engu að sfður
hafa Sjálfstæðismenn ætíð feng-
ið hér um 50% atkvæða, nokkru
meira, þegar vel hefur viðrað en
nokkru minna á stundum. Öldu-
gangur er óhjákvæmilegur, en
um þýðingu þessa fasta fylgis
þarf ekki að fjölyrða.
Árás hrundið
Um orsakir þeirna breytinga,
zem að öðru leyti hafa 4 orði'ð
Laugard 4. júní ,
bæði hér í borg og annars stað-
ar, hefur hver og einn sínar hug-
myndir. Óhagganlegt er, að víða
eru staðbundnar ástæður að
verki, svo sem þeir, er í barátt-
unni hafa staðið, gera sér sjálfir
bezt grein fyrir. En þrátt fyrir
þessar ástæður og þann svipti-
vind stjórnmálanna, sem að
þessu sinni bitnáði á Sjálfstæðis-
flokknum, þá er önnur megin-
staðreynd einnig óumdeilanleg.
Hún er sú, að enn halda stjórnar-
flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur, saman ríflegum
meirihluta á meðal kjósenda.
Ákaflega er erfitt að bera til
fulls saman úrslit sveitarstjórna-
kosninga og kosninga til Al-
þingis. En hvernig sém á er litið,
þá er alveg Ijóst, að mistekizt
hefur tilraunin, sem stjórnarand-
stæðingar gerðu til að svipta
núverandi stjórnarflokka umboði
meirihluta kjósenda. í lýðfrjáls-
um löndum er undantekning, að
við völd séu ríkisstjórnir, sem
njóti stuðnings stærri hluta kjós-
enda en kosningarnar hinn 22.
maí sanna, að stjórnarflokkarnir
njóta sameiginlega. Flestar ríkis-
stjórnir hafa mun minna fylgi,
og efast samt enginn um stjórn-
skipulegan og siðferðilegan rétt
þeirra til að fara með völdin.
Prófið, sem Helgi
Bergs boðaði
Nú getur margt breytzt þang-
að til að ári, þegar reglulegar
þingkosningar eiga að fara fram.
Um úrslitin þá er bezt að spá
sem minnstu. Sjálfstæðismenn
munu áreiðanlega ekki gera sig
seka um neina sigurvissu. En vel
má minnast þess, sem Helgi
Bergs, ritari Framsóknarflokks-
ins, sagði á flokksstjórnarfundi
15. marz sl. og Tíminn prentaði
þegar upp:
„Á þessu ári fara fram sveitar-
stjórnarkosningar, sem verða
munu örlagaríkari en slíkar kosn
ingar eru alla jafna. Úrslit
þeirra munu í verulegum atrið-
um móta vígstöðuna við alþingis
kosningarnar að ári, en þær
verða prófraun á þingræðisfyrir-
komulag okkar. Fái ríkjandi
meirihluti ekki verðskuldaða
hirtingu þá, þá hefur það fallið
á prófinu“.
Því fer fjarri, að Helgi Bergs
sé nokkur orðhákur e'ða einfeldn-
ingur. Hann hefði ekki tekið svo
stórt upp í sig að fordæma með
þessum hætti sjálft þingræðið,
ef hann hefði ekki verið innilega
öruggur utn, að úrslit sveitar-
stjórnarkosninganna að þessu
sinni yrðu þau, að sýnt væri, a‘ð
stjórnarflokkarnir væru vonlaus
ir lun sigur við þingkosningar
1967. Þegar hugleidd eru þessi
orð þess forystumanns Fram-
sóknar, sem öðrum fremur er
kenndur við raunsæi og tölvísi,
þá er óþarft að fjölyrða um,
hverjir raunverulega hafi orðið
fyrir mestum vonbrigðum með
kosningaúrslitin að þessu sinni.
Þar með var
draumurinn búinn
Ekki nóg me'ð það. Stjórnar-
flokkarnir hafa ekki einungis
eftir nær 8 ára ábyrgð á stjórn
landsins hlotið stuðning stærri
hluta kjósenda en yfirleitt tíðk-
ast, að ríkisstjórnir hafi í lýð-
ræðislöndum, jafnvel í upphafi
valdatíðar sinnar. Ofan á þetta
bætist fyrir Framsóknarflokk-
inn, að úr sögunni er draumur
hans um að koma hér á tveggja
flokka kerfi, þannig að Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknar-
fiokkur vegi nokkurn veginn
salt. Það er rétt að Framsóknar-
flokkurinn hefur unnið nokkuð
á. Um hitt má endalaust deila, að
hve miklu leyti sá vinningur sé
að mestu staðfesting á atkvæða-
tölum flokksins við þingkosning-
arnar 1963, að hve miklu leyti af
staðbundnum ástæðum og að hve
miklu leyti til komi aðrar
ástæður, þ. á. m. trúin á vöxt og
valdatöku Framsóknar, sem er
ein áðaluppistaðan í áróðri henn-
ar.
Framsóknarmenn hafa t.d.
vissulega ástæðu til að vera á-
nægðir með úrslitin i Keflavík.
Engum blandast þó hugur um,
að allverulegur hluti fylgis
þeirrá þar eru atkvæði komm-
únista, sem þeir munu ekki hljóta
við þingkosningar. Annar at-
kvaeðaslöttungur kemur af ó-
ánægju með vegaskattinn, og eru
Framsóknarmenn þó jafn frá-
bitnir því að afnema hann, eins
og aðrir þingmenn. Úrslitum
ræður, að Framsóknarflokkurinn
hefur sennilega aldrei verið jafn
fjarri því eins og eftir þessar
kosningar ,að brjóta undir sig
fylgismenn Alþýðuflokksins og
Alþýðubandalagsins. Með þessu
er ekkert sagt um það, hvort
æskilegt væri eða ekki, að hér
kæmist á slíkt tveggja flokka
kerfi, sem Framsóknarflokkur-
inn hefur opið stefnt að hin síð-
ari ár. Hváð sém hverjum og
einum finnst um það efni, þá
að sá draumur Framsóknar er nú
búinn í fyrirsjáanlegri framtíð.
Helzt vinnufriður?
Vangaveltur um kosningaúrslit
eftir á eru óhjákvæmilegar. Þær
geta og verið fróðlegar fyrir
framtiðina, ef byggt er á réttum
forsendum og óskhyggja ekki
látin ráða. En ætíð taka við ný
verkefni, og þau verður að reyna
áð leysa, hvað sem líður bolla-
leggingum um fortíð og framtíð.
Flestir spyrja nú hvað verði um
vinnufrið. Komast á nýir kjara-
samningar? Eru verkföll yfirvof-
andi? Eða vilja menn doka við,
þó af mismunandi ástæðum sé?
Samningar við hin almennu
verkalýðsfélög runnu út nú um
mánaðamótin maí-júní. Ætíð
mátti sjá það fyrir, að tregt yrði
um samningaumleitanir, meðan á
kosningabaráttunni stæði. Marg-
ir samningamenn voru bundnir í
þeirri baráttu og flestir eru ófús-
ir til að ljá höggstað á sér meðan
á slíkum átökum stendur. í sjálfu
sér er þess vegna engan um að
saka, þó að samningar hafi enn
ekki tekizt, og raunar lítt verið
reyndir. Nú reynir á. Ekki er
um að villast, að margar blikur
eru á lofti. Tíminn og Þjóðviljinn
hafa þegar hafið kapphlaup um
hverjir lengra komist í yfirbo'ð-
um og eggjun til ófriðar. Þetta
er engin nýjung. Sagan frá því í
fyrra og hitteðfyrra er einungis
að endurtaka sig. Sömu öflin,
sem þá reyndu að spilla samn-
ingum, eru enn að verkL
Hættan af sundr-
ungaröflunum
Sundrungin innan Alþýðu-
bandalags og Alþýðusambands-
stjórnar hefur sitt að segja, tog-
ast er á um menn og málefni.
Verkamannafélögin segjast eiga
erfitt með að binda sig fyrr en
sjáist, hvað iðnaðarmannafélögin
beri úr býtum, en samningar
þeirra eru ekki lausir fyrr en í
haust. Alþý'ðusambandskosning-
ar verða í sumar. Þar búast ýms-
ir við baráttu allra gegn öllum,
þ.e. ekki einungis á milli stjórn-
málaflokkanna, heldur einnig og
ekki sízt innan núverandi meiri-
hluta Alþýðusambandsins. Af
þessum orsökum gera ýmsir ráð
fyrir, að verkamannafélögin
verði ekki viðbúin raunveruleg-
um samningaumleitunum fyrr en
einhvern tíma í haust. Um þetta
skal ekkert sagt á þessu stigi.
Fyrir sjálfan verkalýðinn skiptir
öllu, að upplausnar-, sundrung-
ar- og ófriðaröflin fái ekki að
ráða. Um orsakir verðbólgu og
dýrtiðar verður endalaust þrætt
vegna þess að ýmsir vilja loka
augunum fyrir hinu sanna sam-
hengi. Úm hitt verður ekki
þrætt, að júnísamkomulagið 1964
og samningarnir vorið 1965
kjarabætur en hann áður hefur
hlotið, e.t.v. með nokkrum samn-
ingum, a.m.k. nú um langt ára-
bil. Talið um kaupmátt tíma-
kaups hinna lægstlaunuðu segir
raunar ekki nema nokkurn hluta
sannleikans um raunverulegar
kjarabætur. En óhagganlegt er,
að kaupmáttur tímakaups lægstu
flokka Dagsbrúnarmanna hefur
hækka'ð á síðustu tveimur árum
um 15—25%. Spurningin nú sem
áður er sú, hvort menn vilja
halda sér við það, sem er fram-
kvæmanlegt, og fá bætt kjör sín
í samræmi við það, eða setja
fram og reyna að knýja fram
algjörlega óraunhæfar kröfur, og
draga þar með úr og seinka raun
hæfum kjarabótum þeirra, sem
sundrungamennirnir þó þýkjast
vera að vinna fyrir.
Ráðleggingar
Wilsons
Allir töluðu um mikinn sigur
Yerkamannaflokksins brezka í
þingkosningúnum nú í vor.
Flokkurinn hlaut þá 47,9% at-
kvæða, e'ða heldur lakara at-
kvæðahlutfall en Sjálfstæðis-
flokkurinn við borgarstjórnar-
kosningarnar hér í Reykjavík og
mun minna en stjórnarflokkarn-
ir hér um land allt. Eftir því
sem í öðrum löndum tíðkast var
þetta með réttu talinn mikill
sigur og Wilson mjög hafa styrkt
aðstöðu sína. Enginn efast um
vilja hans til að bæta kjör verka
lýðsins, enda á hann allt undir
frambúðarfylgi verkalýðshreyf-
ingarinnar. Einmitt vegna vel-
vildar sinnar í garð brezks verka
lýðs og viðleitna til að bæta
kjör hans með raunhæfum hætti,
leggur Wilson allt kapp á að
koma í veg fyrir vinnudeilur og
halda niðri óraunhæfum kröfum.
Ráðleggingar hans á verkalýðs-
þingi einu fyrir nokkrum vikum
vöktu almenna athygli en féllu
kröfugerðar-postulunum misjafn
lega í geð.
verður ekki framhjá því komizt, færðu verkalýðnum raunhæfari
Stinga kröfubók-
inni undir stól
Á þessum fundi ráð-
lagði Wilson með sterkum orð-
um hófsemi í kröfugerð og
ráðlagði Wilson með sterkum
orðum hófsemi í kröfugerð og
benti á samhengi verðlags og
kaupgjalds. Hann lagði áherzlu á
að halda yrði hvorutveggja í
skefjum, svo að Bretland yrði
ekki aftur úr í samkeppni á er-
lendum mörkúðum, greiðslujöfn-
uður færi úr skorðum og at-
vinnuleysi ykist. Wilson sagði
m. a. orðrétt:
„Að svo miklu leyti, sem við
getum með einbeitni, ráðist gegn
öllu, sem hindrar aukna fram-
leiðni, gegn öllum vinnudeilum,
sem hægt er að komast hjá, gegn
öllum úreltum vinnuvenjum,
gegn öllum fyrirmælum um að
hafa fleiri menn en þörf er á til
að vinna tiltekin verk, gegn öll-
um úrsérgengnum markalínum
á milli verkalýðsamtaka — að
því marki, sem vfð getum losað
okkur við þessi úreltu tákn
vinnuverndar, þá getur launa-
málastefna okkar meira og meira
orðið að ákveðinni áætlun um
aukningu launa og bætt lífs-
kjör“.
Wilson lagði höfuðáherzlu á,
að bætt lífskjör fengjust með því
móti einu, að framleiðsla á mann
ykist. Til þess að slíkt mætti
verða yrðu allir áð leggjast á
eitt, verkamenn, verkalýðsfélög,
atvinnurekendur og atvinnurek-
endafélög ásamt ríkisvaldinu.
Hann varaði jafnt við steingerf-
ingshætti í stjórn fyrirtækja, ein
hliða gróðafýkn atvinnurekenda
sem úreltum vinnubrögðum
verkalýðshreyfingarinnar. Holl-
ast væri að kröfubókinni gömlu
væri stungið undir stól. Hún
yrði engum til góðs í nútíma-
þjóðfélagi.