Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 1
28 slður
Ráhherrafundi NATO lokib:
Fastaráðið fjalli um f ra mtíðarstöðu
franska herliðsins í V-Þýzkalandi
Robert Kensiedy fékk að
heimsækja Albert Luthuli
Brússel, 8. júní. — (AP-NTB)
í KVÖLD lauk í Briissel ráð-
herrafundi Atlantshafsbanda-
lagsins, án þess að tekin væri
endanleg ákvörðun um fram-
tíðarstöðu franska herliðsins í
Vestur-Þýzkalandi. Hins veg-
ar sættust fulltrúar á þá
málamíðlun, að Fastaráði
bandalagsins í París yrði
fengið málið til frekari at-
hugunnar og þar sett á lagg-
irnar nefnd, er geri tillögur
um það, hvernig unnt sé að
leysa þetta ágreiningsmál
svo, að allir aðilar megi við
una. Þau atriði málsins, sem
teljast eingöngu tæknileg
munu rædd sérstaklega undir
forystu Lyman L. Lemnitzers,
yfirmanns bandaríska NATO-
liðsins og Charles Aillerets,
yfirmanns herforingjaráðs
franska hersins.
Haft er eftir bandarískum beim
iMum í Brússel, aS Couve de Mur
ville, utanríkisráðherra Frakk-
lands, hafj þekkzt boð um að
koma til Washington til viðræðna
í september n.k. Mun hann þá
jafnframt vera við setningu Alls
herjarþings Sameinuðu þjóð-
anna og síðan heimsækja
Kanada.
í lok fundarins í dag var gefin út
yfirlýsing, þar sem sagði, að þátt-
takendur ráðherrafundarins
væru staðráðnir í að íhuga í anda
samstarfs og sáttfýsi þau vanda-
mál, er afstaða Frakklands hefði
í för með sér og reyna að finna
á þeim lausn, sem allir hlutaðeig-
andi aðiiar gæti við unað, jafn-
framt því, að hún tryggði öryggi
aðildarrikja bandalagsins.
Þá var sérstaklega tekið fram,
að megin markmið bandalagsins
væri að binda encfa á kiofning
Evrópu, bandalagsríkin myndu
miða að sameiningu Þýzkalands
og vinna að einingu allra ríkja
Evrópu.
í yfirlýsingunni voru tilgreind-
ar þær samþykktir, sem gerðar
Framhald á bls. 27.
Þegar blökkumaðurinn James Me redith hafði verið útskrifaður af
William P. Kowid sjúkrahúsinu í Memphis í gær, ræddi hann
btundarkorn við blaðamenn áður en hann færi þaðan burt. Bar
þá svo við að hann féll saman. /ékk taugaáfall og missti meðvit-
und. Myndin er tekin, er læknar þustu til að sinna honum.
I Mynð þessl af Emil Jónssynl, I
utanríkisráðherra íslands, var
tekin í gær, er hann kom inn
í fundarsalinn í Brússel, þar
sem viðræður utanrikisráð-
\ herra NATO-ríkjanna hafa
farið fram síðustu daga. Bak
' við ráðherrann til vinstri er
) Hendrik Sv. Björnsson, sendi-1
| herra íslands í París. I
Viljo U Tbont
í 5 ár
New York, 8. júní — NTB —
STJÖKN Bandaríkjanna hef-
mr mælzt til þess við U Thant
framkvæmdastjóra S. Þ., að
faann gefi aftur kost á sér í
etöðu framkvæmdastjóra fyrir
næstu fimm ár. Áður höfðu
eijórnir Brellands og Frakklands
farið hins sama á leit — og Sov-
étstjórnin látið á sér skilja, að
hún mundi ekki beita sér gegn
því að U Thant haldi áfram
Btarfinu.
frá rannsóknarnefnd ríkisins
London, 8. júní. — AP-NTB
í D A G hafnaði hrezka sjó-
mannasambandið máiamiðl-
unartiilögu þeirri, sem hin
stjórnskipaða rannsóknar-
nefnd, undir forsæti Ray
Gunthers, atvinnumálaráð-
herra, lagði fram. Hefur
stjórn Alþjóðasambands flutn
ingaverkamanna fyrirskipað
hafnarverkamönnum víðs-
vegar um heim að neita að af-
greiða hrezk skip.
Vietnam:
Ný fri&arher-
ferð Johnsons?
Washington, 8. júní NTB — AP
• Bandaiísk blöð halda þvi
fram, að Lyndon B. John-
Bon, forseti muni innan tíðar
gera enu eina tilraun til þess
uð' koma á friðarumleitunum í
Vietnamdeilunni. Jafnframt eru
uppi í blöðum vangaveltur um
það, hvort ætlunin sé að efla
enn lið Bandaríkjamanna í S-
Vietnam og segja sum, að allt
að hundrað þúsund hermenn
verði sendir þangað til viðbótar
á þessu ári.
Framhald á bls. 27
Málamiðlunartillaga rannsókn-
arnefndarinnar var á þá leið, að
sjómenn skyldu fá 9.5% launa-
hækkun á næstu tveimur árum
en jafnframt skyldi vinnutími
þeirra þegar í stað styttur úr
56 klst. á viku í 48 stundir, — og
síðan í 40 stundir eftir eitt ár.
Ennfremur að sumarfrí skyldu
lengd úr 36 dögum í 39 daga á
ári.
Verkfallið hefur nú staðið yfir
í 23 daga. Krefjast sjómenn 17%
launahækkunar og 40 tíma vinnu
viku þegar í stað, svo o£ ýmissa
breytinga á vinnuskilyrðum. Út-
gerðarmenn hafa talið sig geta
gengið að því, að sjómenn fái
13% launahækkun á þremur ár-
um og vinnustundafjöldinn
lækki í 40 á næstu tveimur
til þremur árum.
Stjórn sjómannasambandsins
hafnaði einróma tillögu rann-
sóknarnefndarinnar á þeirri for-
sendu, að hún væri ekki gildur
umræðugrundvöllur, þar sem þar
væri ekkert tillit tekið til þess,
að útgerðarmenn hefðu leyndar
tekjur af hinum slæmu launa-
og vinnuskilyrðum sjómanna. —
Jafnframt staðhæfir stjórnin, að
sú staðreynd, að rannsóknar-
nefndin gat lagt fram málamiðl-
unartillögu sína svo fljótt, sýni,
að stjórnmálamenn noti sér af
verkfalhnu. Hefur framkvæmda-
stjóri sjómannasambandsins,
William Hogarth, lýst því yfir, að
sjómenn muni nú berjast til
þrautar.
Sem kunnugt er hefur Harold
Framhald á bis. 27.
Brezkir sjómenn höfnu&u
málamiðlunartillögu
F©r i dag Fil Tanzaniu
Johannesarborg, 8 júní —
AP-NTB
• Bandarishi öldungadeild-
arþingnraaðurinn, Robert
Kennedy, ræddi i dag við
friðarverðlaunahafann Albert
Ltithuli, fyrrum leiðtoga
Afríkumanna í S-Afríku —
en sem kunnugt er hefur
hann verið í einskonar stofu-
fangelsi siðustu árin á heim-
ili sínu í Groutville, sem er
um 65 km norður af Durban.
Kennedy er fyrsti eriendi
stjórnmálamaðurinn sem fær
leyfi til að heimsækja Uut-
huli frá því Bag Hammar-
skjöld ræddi við hann fyrir
sex árum. Sagði Kennedy, að
heimsókninni lokinni, að
Uuthuli væri einhver áhrifa-
mesti maður, sem hann hefði
nokkurn tíma kynnzt og
hefði hann þó víða farið.
Fréttamenn fengu að sjálf-
sögðu ekki að fylgjast með
samtali þeirra en Kennedy
sagði ó eftir frá því heiztá
sem þeim hefði farið á milli.
Framhald á bls. 27
Johnson ræðir tií-
ræðið við Þferedith
Washington, 8. júní AP.
• UYNBON B. Johnson, for-
seti, ræddi við þingleiðíoga
demókraia í dag um banatilræð-
ið við hlökkumanninn James
Meredith, en sem kunnugt er
var skotið á Mereðith úr laun-
sátri við ríkjamörk Tennessee
og Mississippi sl. mánudags-
kvöld.
Að loknum fundi forsetans og
þingleiðtoganna sagði einn
þeirra, Carl Albert frá Okla-
Framhald á bls. 27