Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 4
4
MORCU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. júní 1966
Bí LALEICAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km,
SÍMI 34406
SENDUM
Volkswagen 1965 og ’66.
LITLA
bíloleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1300 og 1300.
Sími 14970
m——BÍLALEIGAN
Falur p
át' , ,
RAUÐARÁRSTfG 31
SÍMI 22 0 22 ,
BiFREIOALEIGAIU
VEGFERD
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
Fjölvirkar skurðgröfur
I ÁVALT TIL REIÐU.
N SÍmi: 40450
Hópferðab'ilar
allar staerðir
Súni 37400 og 34307.
BO S C H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágxnúla 9. — Simi 38820.
•jc Friðhelgi Þingvalla
Guðmundur Árnason
skrifar:
„Þegar ég las í M>bl. að Nátt-
úruverndarráð hefði keypt
Skaftarfell í Öræfum til þ-ess að
friðlý^a staðinn fór ég að hugsa
um annan friðlýstan stað, þ.e.
Þingvelli í Árnessýslu.
Með lögum nr. 59 frá 7. maí
1938 eru Þingvellir friðlýstur
helgistaður allra íslendinga, og
árlega er af almannafé varið
til þeirra verulegri fjárupp-
hæð, þótt þess verði lítt vart í
framkvæmdum á staðnum.
Hvað veldur umhyggjuleysi
manna fyrir Þingvöllum? Varla
getur annað verið en að ramm
ar taugar liggi undir niðri til
Þingvalla í vitund flestallra ís-
lendinga og ætti að vera mögu
legt að leysa þessar tilfinning-
ar úr læðingi til heilla fyrir
staðinn og framtíð hans.
Ef til vill er fyrirkomulag
Þingvallamála ekki það heppi-
legasta, þótt í Þingvallanefnd
eigi jafnan sæti ágætis menn.
Ef svo væri lægi það nefnd-
inni næst að gera tillögur til
úrbóta.
Að öðru leyti gæti hér verið
verðugt verkefni fyrir víðtæk-
an félagsskap eins og t.d. ung-
mennafélögin eða Lions-hreyf-
inguna.
Kosningar eru nýafstaðnar í
Reykjavík og þótti mörgum
undarlega fara með tillit til
þeirrar athafnasemi sem ein-
kenndi síðasta kjörtímabil, og
mun mála sannast að mann-
skepnan verður ekki ánægð
með það sem hún hefur fyrr
en hún hefur misst það.
En því er ég að minnast á
þetta óskylda mál, að eitt af
því sem síðasta borgarstjórn
gerði var að ganga frá víð-
tæku og framsýnu heildar-
skipulagi fyrir Reykjavík.
Á sama hátt finnst mér að
vinna eigi að málum Þingvalla,
þannig að þessi og komandi
kynslóðir hafi þar markmið að
vinna að þótt hægt fari.
Undarlegt má það teljast að
einstaklingum skuli hafa verið
leyft að byggja sumarhús í þjóð
garðinum óg illa virðist ganga
að leggja niður búsetu að Gjá-
bakka og Vatnskoti.
Netaveiði er stunduð af
kappi í þjóðgarðinum og geng-
ur oft svo langt að netadræs-
urnar ná alla leið frá Hrafna-
gjá og vestur fýrir Lambhaga,
en innan við þessa netagirð-
ingu stendur svo fólkið, sem
komið hefur til Þingvalla að
njóta útivistar á staðnum með
stengur sínar og reynir án
árangurs að klófesta þær
bröndur, sem kynnu að hafa
komizt inn fyrir netin.
Þetta fólk hefur greitt kr.
50.— fyrir daginn, eða dag-
partinn til að mega dingla með
færið sitt í vatninu, en hinir
borga ekki neitt.
Er virkilega hægt að réttlæta
það á nokkurn hátt, að einstak
ir ménn geri hér þjóðgarðinn á
Þingvöllum að féþúfu?
Friðlýsing í landi Skaftafells
er án efa spor í rétta átt og
vissulega er tímabært að gera
ráðstafanir til verndar óbyggð-
um íslands áður en þær verða
illri umgengni og rányrkju að
bráð. En umfram allt er oklc-
ur skylt að friðhelgi Þingvalla
verði með þeim hætti, sem lög-
in þar um gera ráð fyrir — og
beini ég því til þeirra sem á
því bera mesta ábyrgð.
Á hvítasunnu_ 1966,
Guðmundur Árnason.
^ Hægri og vinstri
„Kæri Velvakandi
Eins og þú mannst efalaust,
ritaði ég nokkrar línur um
hægri/vinstri handar akstur
og sendi þér. Taldir þú mig
þá all svartsýnan, eða svo, að
ég sæi fullmikið af grýlum á
mínum leiðum.
Þó vorum við fyllilega á eitt
sáttir með aðalatriðið, eða að
bifreið ætti alltaf að hafa stýri
fjær þeim kanti vegar sem ek-
ið er eftir, hvort sem lögin
segja hægri eða vinstri.
Að undanörnu virðast samt
flest þau skrif, sem birtast í
dálkum blaðanna, gegn hægri
akstri, einkum beinast að því
hve gjörómögulegt sé fyrir
okkur að sitja þeim megin I
bifreiðinni.
Eru ekki þeir sem þannig
hugsa mjög svo verðugir full-
trúar grýlnanna á götuhornun-
um sem ég á að sjá svo mikið
af? Þessir fulltrúar eru á þver-
öfugri skoðun við okkur, og
reyndar alla fyrirsvarsmenn
öryggis í umferðinni. Meira að
segja jafn skarpur fugl og
storkurinn virðist kominn 1
grýluhópinn.
Öllum þeim sem haldnir eru
þeim kvilla, vil ég aðeins benda
á, að þó brúnir margra ís-
lenzkra þjóðvega séu varasam-
ar, þá þurfa bifreiðir með stýri
nær miðju vegar miklu minna
rúm til að mætast en bifreiðar
með stýri fjær miðju vegar.
Allir geta fullvissað sig um
það með því að horfa á um-
ferðina á vegunum. Séu bifreið
arnar báðar með vinstri hand-
ar stýri, er oft rúm fyrir bif-
reið á milli, þegar mætzt er,
en þetta aukarými færist út á
vegabrúnir báðum megin geti
bifreiðarnar verið nær hvor
annarri, og það eru þær ef stýr
ið er hinum megin.
Enginn getur verið svo glám-
skyggn að sjá ekki kosti þess
að hafa stýrið nær miðju veg-
ar við framúrakstur, enda mun
það ein aðalástæða væntanlegr
ar breytingar á akstursreglum
hérlendis.
Að lokum bið ég afsökunar
á þessari langloku, en því mið-
ur hef ég alla tíð átt erfitt með
að koma hugsun minni í ritað
mál.
Við skulum bara vona að all-
ir bifreiðastjórar landsins legg-
ist á eitt með að auðvelda fram
kvæmd breytinganna þegar til
kemur, og að grýlurnar fari nú
ekki að kaupa sér nýjan bíl
með stýrinu hinum megin.
— Grýlubarnið.
Þörf gæzlu
Halldór Jónsson skrifar:
„Loftleiðir hafa nú reist og
tekið í notkun hið nýja og
glæsilega hótel sitt á Reykja-
víkuflugvelli.
Þótt menn geti velt því fyrir
sér, hvers vegna þessum glæsi-
höllum sé valinn staður þarna
lengst niður í Vatnsmýri, þeg-
ar starfsemi félagsins er löngu
flutt suður með sjó, þá er til-
vist þeirra staðreynd.
í þessum byggingum er svo
rekinn hinn glæsilegasti
skemmtistaður. Þangað er al-
menningur svo velkominn til
þess að fá sér hóflega í glas.
Ekki munu þó Loftleiðir geta
ábyrgzt að hófsins sé gaétt.
Það er alkunna, að margir
menn verða helzt til uppátekt-
arsamir þegar þeir eru orðmir
þéttfullir. Hvað íslendingum
viðkemur, virðist athafnaþrá
in oft fá útiás í ósviknum
vandalisma, enda slælega agað
fyrir þesskyns brot af hálfu
hins opinbera. Varla þykir þvi
að gera reikistefnu út af smá-
munum, eins og til dæmis að
einhver skárfurinn steli haf-
færu skipi í fylleríi og renni
á grunn.
En þó lítt sé á vernd laga
og reglu að treysta, eru þó
margir þeir hér á þessu landi,
sem búast má við að séu þvl
heldur andvígir, að verðmæti
séu eyðilögð fyrir þeim. Þessir
menn verða því að sjá hætturn
ar sjálfir og vara sig á þeim,
sem eru fullir og í stríðsskapL
Því fullir dónar virðast hafa
hér jafnmikinn rétt og sauð-
kindur, þ.e. eyðileggist verð-
mæti af þeirra völdum ber
tjónið, sem fyrir verður, því
hann hefur ekki girt sig nóg af.
En því hef ég orð á þessu,
að næsta hús við hótelið er
flugskýli, sem stendur opið og
gæzlulaust, en hýsir flugvélar
fyrir milljónatugi.
Nú geta menn ímyndað sér
afleiðingar þess, að einhver af-
glapinn drekki sig staurful'an
á barnum hjá Loftleiðum og
valsi síðan út í flugskýlið. Það
er ekki skemmtileg tilhugsun,
að t.d. Björn Pálsson þurfi að
fara fyrirvaralaust í sjúkraflug
eftir að afglapinn er búinn að
handfjatla vélina hans. Eða
hvað skyldu geta verið margir
lítrar af benzíni samankomnir
í skýlinu?
Ég fæ því ekki betur séð,
en það sé nauðsynlegt að hafa
vörð um vélarnar á meðan að
drykkjan stendur yfir á hótel-
inu. Því ekki verða allir sjent-
ilmenn af því einu að sópað
sé í kringum þá.
Halldór Jónsson, verkfr."
VEIÐIMEIVN Nokkrir aðilar óskast í félag um leigu á vatni í Skagafirði. — Leigutími 1966—67. Til greina kæmi sala á veiðileyfum fyrir allt sum- arið. — Þeir, sem áhuga hafa vinsamlega sendið nafn og símanúmer í pósthólf 1144, sem fyrst. Sendisveínn Unglingspiltur óskast til léttra sendistarfa. Davlð S. Jónsson & co hf. Heildverzlun. — Þingholtsstræti 18.
Kaupum vel prjdnaðar dömu- og herra lopapeysur, heilar og hnepptar. Gjafaver Hafnarstræti 16. Síldarverksmiðja til sölu Síldarverksmiðja í Bakkafirði er til sölu. Kauptil- boð óskast send ekki síðar en 18. júní nk. — Nánari upplýsingar gefa lögfræðingar bankans. Stofnlánadeild sjóvarútvegsins. Seðlabanka íslands.