Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 24
24 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. Júni 1966 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GRÍMU — Ég er hræddur um, að hann megi verða svo reiður sem hann vill. Ég er alveg reiðubúinn til að gefa lögfræðingnum hans all- ar þær upplýsingar, sem hann óskar. Mér finnst það í hæsta máta undarlegt hjá honum að vera að senda þig, og hjá þér að halda, að ég láti þessar upp- lýsingar af hendi. — Yves Renier .... sagði ég. — Mér er nákvæmlega sama um hr. Renier. Ég veit, að bróðir minn hefur alltaf verið kæru- laus um fjármál .... en til hvers þarf hann að vera að hafa ráðs- mann .... ef hann þá er nokk- ur ráðsmaður hans, að segja. — Það þýðir ekkert að spyrja mig um það. — Nei, sannarlega þýðir það ekert. En mér finnst bróðir minn eiga það að mér, að ég tjái honum, að konan hans og þessi svokallaði ráðsmaður hans virðast hafa nokkuð náið sam- ’band sín á milli. Gæti það hugs- azt, að þið hefðuð aðrar *fyrir- ætlanir viðvíkjandi eignum bróð ur míns, Júlía? — Ég hef engar fyrirætlanir, sagði ég þreytulega, — annað en það að fara aftur til Frakk- lands og reyna að komast aftur inn í heiminn .... heim, sem ég þekki og þekkir mig. Augu okkar mættust yfir þvert gólfið og ég leyfði mér að halda áfram að horfa á hann, og láta augun dveljast við laglegt and- lit hans og snyrtilega persónu. Mér var orðið alveg sama um, hvaða tilfinningar ég kynni að opinbera með þessu, og skamm- aðist mín ekkert fyrir að láta hann sjá, hve hrifin ég var af honum. Og augu hans ljómuðu er 'hann leit á mig. Ég vissi, mér til gleði, að þrátt fyrir alit pótti honum ég vera girnileg, en um leið fann ég vel, að ég óskaði mér meira af hans hendi, sem sé virðingu hans, auk þrárinnar. En þetta mundi ég aldrei öðlast — og heldur engin von á því. Ég átti það ekki skilið. 7. kafli. Brottför mín frá Sorrell varð ekki allsendis viðburðalaus. Ég hafði tekið saman það lítið ég hafði af farangri og honum hafði verið komið fyrir í bílnum, 3em 'beið okkar, þegar maður á vél- hjóli kom þjótandi eftir braut- inni og snarstanzaði rétt við framdyrnar. Steve, sem hafði verið að gefa þjónustufólkinu einhverjar loka skipanir, kom út til að sjá, hver þetta væri. — Halló, Thomas, sagði hann og ég áttaði mig á, að þetta var lögreglumaðurinn á staðnum, sem Steve þekkti auðvitað. — Hvað get ég gert fyrir þig? — Það er bara fyrirspurn, sagði lögreglumaðurinn og setti frá sér hjólið. Svo tók hann af sér hanzkana. — Ég vildi bara fá það staðfest, að frú Júlía Ger- ard sé hér stödd. — Hún er nú að fara af stað tii Frakklands, sagði Steve. — Við höfum fengið fyrir- spurn frá Frakklandi, sagði Thomas, fyrir milligöngu Inter- pol. Hann dró seiminn á Inter- pol, rétt eins og hann nyti þess að nefna þá stofnun. — Interpol? hváði ég. — Hvað hefur Interpol með mig að gera? Yves, sem hafði komið út á eftir Steve, greip nú fram í. — Maðurinn þinn hafði áhyggjur af þér fyrst eftir að þú fórst. Það hlýtur að vera það. Það var til- kynnt, að þín væri saknað. Thomas leit á okkur á víxl. — Þér eruð þá að leggja af stað til Frakklands? Við getum þá sent skýrslu um það? Gætuð þér sagt mér heimilisfangið, sem þér er- uð að fara til? Og Kannski gæti ég líka séð vegabréfið yðar? — Það er ekki nema sjálfsagt, sagði Yves. — Ég skal skrifa bílinn og á hraðri ferð áleiðis til London. Ég leit ekki um öxl, þeg ar ég fór frá Sorrell. Ég er dá- lítið hjátrúarfull og trúi því, að ef maður horfir á persónu eða stað, meðan það er að hverfa sjónum, þá sjái maður það aldrei aftur. En þrátt fyrir þessa var- úðarráðstöfun mína, var ég sann færð um, að ég ætti aldrei eftir að sjá staðinn aftur. Við vorum komin nægilega snemma á flugvöllinn í London og þegar Steve gekk frá bílnum höfðum við enn hálftíma til um- ráða. Yves vildi kaupa viskí og vindlinga til að taka með sér toll frjálst, og skildi okkur Steve eftir ein meðan hann gerði kaupin. — Þú þarft ekki að bíða, sagði ég við Steve. Við getum veifað til okkar sjálf. Þú ert búinn vel að gera. — Nei, ég þarf þess ekki, en ég ætla að gera það samt, sagði Steve. — Mundu mig stundum, sagði ég, án þess að horfa á hann. í stað þess fylgdi ég Yves með augunum, meðan hann var að verzla og svo farþegunum, sem voru þarna á fleygiferð, og af- greiðslufólkið. Þama var allt á ferð og flugi kring um mig, en ég vissi bara ekki af neinu nema Steve og svo ónotakenndinni innan um mig. Ég mundi aldrei sjá hann framar. n- -□ 26 □- -□ það fyrir yður. Og svo reif hann blað úr vasabókinni sinni og skrifaði heimilisfangið á það, meðan ég dró upp vegabréfið. Thomas leit á heimilisfangið og vegabíéfið og stakk síðan blaðinu frá Yves samanbrotnu í vasann. Svo setti hann aftur upp hanzkana og steig upp á hjólið. — Afsakið ónæðið, sagði hann vingjanlega og svo var hann þot inn niður eftir brautinni. Ég sneri mér að Yves, hálf- ringluð. — Svo að ég var þá að strjúka, sagði ég. — O, sei, sei nei! Þú fórst bara dálítið snögglega, og án þess að segja Tom, hvert þú ætlaðir, svo að hann varð áhyggjufullur. Steve leit á hann hálfgerðum tortryggniaugum, en sagði ekk- ert. Ég sagði heldur ekki neitt, en ég minntist þess, sem Yves sagði í gærkvöldi, að ég hefði komið gagngert til þess að spyrja Steve um eignir Toms og við- skiptamál hans, samkvæmt 'beiðni Toms sjálfs. Brátt vorum við komin upp í — Það verður mér ekkert vandamál og það veiztu sjálf, sagði einbeittur. Hann leit snöggvast á mig og lét það eftir mér að horfa á hann sem snöggv ast, áður en hann sneri sér und- an aftur. — Hitt er nær að spyrja um, hvort ég verði fær um að gleyma þér, bætti hann við með beizkju í röddinni. Yves var á leiðinni til okkar og hélt því, sem hann hafði keyp varlega fram undan sér. — Þarftu að vera alveg svona hrædd á svipinn? sagði Steve. — Við hvað ertu svona hrædd? — Líklega við framtíðina, sagði ég lágt. Nú kom Yves til okkar, svo að ég sagði ekki meira. Ég var bú- in að segja Yves það, fyrr um morguninn, að ég hefði ekki haft heppnina með mér að fá neinár upplýsingar hjá Steve. Og ég furðaði mig á því, að hann skyldi ekki verða líkt því eins vondur og ég hafði búizt við. Seinna hafði ég heyrt hann segja Steve, að hann skyldi fá Tom til að skrifa honum. — Ég skal vera hreinskilinn við þig, hafði hann sagt, með óhreinskiln asta brosinu sínu. — Hann þarf á peningum að halda. Hann er að hugsa um að kaupa annan skemmtibát, til að leigja út. Það gefur góðan ábata. En Steve hafði svarað honum þurrlega. — Tom fær ekki um- ráð yfir meiri peningum næstu fimm árin, en vitanlega gæti hann selt sinn hluta í fyrirtæk- inu, ef forráðamennirnir sam- þykktu það. Yves hafði kinkað kolli og sagt: — Ég skal fá Tom til að skrifa. Stundarkorn stóð Steve við girðinguna, meðan við fórum gegn um hliðið með farangurinn okkar. Ég leit á hann meðan hann beið og horfði á hann ganga burt. Hann veifaði ekki og það gerði ég heldur ekki. Við flugum ekki beint til Suð- ur-Frakklands. Af einhverjum ástæðum, sem Yves einn vissi, hafði hann tekið far fyrir okkur til Parísar, og ég eyddi því, sem eftir var dagsins í að bíða eftir honum í biðsalnum á stöðinni og svo í bílum fyrir utan hús, meðan hann lauk erindum sín- um. Ég hafði vonað, að þegar fæt- ur mínar snertu franska grund, þegar ég heyrði frönsku talaða allt í kring um mig, sæi búðar- gluggana, sem ég þekkti og bláu skyrturnar burðarkarlanna og verkamannanna, þá yrði eitt- hvert kraftaverk. Þá kæmi hin týnda fortíð streymandi móti mér og þessi villukennd mundi hverfa. En þarna gerðist ekkert kraftaverk. Ég kannaðist við París. Ég hafði komið þar áður, en ég fann ekki til neinnar ná- innar þekkingar á borginni. En ég yrði að vera þolinmóð. Mart- in læknir hafði sagt, að ef til vill tæki það langan tíma að fá minnið aftur, það kæmi smátt og smátt eins og aðfallið á sjón- um. Við tókum næturferð til Nice og borðuðum kvöldverð í flug- vélinni. Yves var hugsi og treg- ur á að tala, og ég var því feg- in. í rauninni var þetta eins og gálgafrestur, því að ég hafði kviðið fyrir því að hið innilega samband okkar hæfist aftur. Ég mundi slá úr og í eins lengi og ég gæti, og bera fyrir mig þreytu og höfuðverk, og löngun til að vera ein, en að lokum mundi honum gremjast þetta og ég neyddist til að segja honum, að ég vildi ekki hafa neitt með hann að gera. En eins og var virtist svo sem hann gengi svo upp í sínum eig- in málum, að hann umgekkst mig næstum eins og ókunnuga manneskju. Við komum til Nice í myrkri. Yves hafði bíl, sem beið eftir okkur, með bílstjóra. Fyrst hélt ég, að hann ætti bíl- inn sjálfur, en hann sagði mér hranalega, að hann væri leigð- ur, og hefði verið pantaður til að sækja okkur. Við ökum í hálf tíma, framhjá öllum glæsilegu hótelunum gegn um borgina, en loks beygðum við inn á hlykkj- ótta braut, sem lá út I sveit- ina. Blærinn, sem barst inn um gluggana, var hlýr og ilmandL Við ókum inn um galopið járn- hlið og eftir malarbraut, að dyr- um á ljósrauðu húsi með græn- um gluggahlerum. II FO’DURFRAMLEIÐSLU KðGGLAÐ VARPFÓÐUR Kögglun á skepnufóðri er nú mjög að færast í vöxt Við fóðurframleiðslu hvar sem er í heiminum. MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR hefir viljað fylgjast með í þessari þróun og hefir nú komið sér upp ný- tízku blöndunar- og kögglunarverksmiðju með vélum frá svissneska firmanu BUHLER, en vélar frá þessu fyrirtæki eru notaðar við fóðurvöruframleiðslu í öllum fremstu landbúnaðarlöndum heims. Við bjóöum nú KÖGGLAÐ VARPFÓDUR, sem er HEIL- FÓÐUR og inniheldur öll þau efni, sem varpfuglar þurfa til fóðrunar. Fóðrið er gefið varpfuglum frjálst og óskammtað og ekkert annað fóöur. KOSTIR M.R. KOGGLAFOÐURS: gd I M m MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.