Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 14
24 ' Fimmtuflagur 9. júní 196« MOMSUNBLAÐIÐ Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 105.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavik. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árn.i Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakiff.* MÁLEFNI ATLANTS- HAFSBANDALA GS- INS SKÝRAST k fundi utanríkisráðherra ■‘®- Atlanthafsbandalagsríkj- anna, sem staðið hefur í Briissel, hafa málefni Atlants- hafsbandalagsins skýrzt nokk uð. Ráðherrafundurinn hefur samþykkt að flytja aðalstöðv- ar bandalagsins frá Frakk- landi til einhvers Benelux- landanna. Franski utanríkis- ráðherrann hefur skýrlega tekið fram, að Frakkar vilji vera aðilar að bandalaginu áfram, og að þeir vilji taka þátt í stjórnmálalegu sam- starfi í fastaráði bandalags- ins. Hinsvegar er enn óljóst hversu háttað verður dvöl fransks herliðs í Vestur- Þýzkalandi. Eftir að Frakkar tóku her- afla sinn undan stjórn Atlants hafsbandalagsins og óskuðu eftir því að aðalstöðvar þess yrðu fluttar á brott frá Frakk landi, hafa menn verið nokk- uð uggandi um framtíð banda lagsins. Ýmsar fregnir hafa verið uppi um það, að Frakk- ar hyggðust segja sig úr bandalaginu, þegar samnings tímabilið rennur út 1969. Það er þess vegna mjög ánægju- legt, að málefni Atlantshafs- bandalagsins hafa nú tekið skýra stefnu á ráðherrafund- inum, og ljóst er, að banda- lagið mun starfa áfram í sinni núverandi mynd, þótt franskur herafli verði ekki lengur undir stjórn þess. En þá er þess að gæta, að það ástand hefur raunverulega ríkt um langt skeið. Bæði höfðu Frakkar sent mikinn herafla, sem var undir stjórn herstjórnar Atlantshafsbanda lagsins til Alsír á sínum tíma, og einnig tóku þeir flota sinn undan stjórn bandalagsins fyrir nokkrum árum. Á ráðherrafundinum hefur nokkuð verið rætt um mögu- leika á nánari samvinnu aust- urs og vesturs, og hugmyndir verið uppi um viðræður milli Austur- og Vestur-Evrópu- ríkjanna um öryggismál. Á því er enginn vafi, að ástand- ið í Evrópu hefur batnað mikið á undanförnum árum, en þó verður að telja hæpið að enn sé tímabært, að tekn- ar verði upp alvarlegar um- ræður milli Atlantshafs- bandalagsins og Varsjár- bandalagsins um öryggismál Evrópu. Betra er að láta tím- ann vinna sitt verk enn um skeið. Hinsvegar er auðvitað sjálf sagt, að haldið verði áfram að efla og auka samvinnu Evrópuríkjanna austan og vestan járntjalds á viðskipta- sviðinu og í menningarlegum efnum. Slíkt samstarf hefur þegar borið mikilvægan ár- angur og er þess að vænta að nánara samstarfi á þeim svið- um muni leggja grundvöll að samvinnu þessara ríkja um öryggismál Evrúpu. SVIPAÐ VERÐ OG í FYRRA V/’firnefnd hefur nú ákveðið bræðslusíldarverðið í sum ar, og er lágmarksverð ákveð ið kr. 1.71 á kíló. Var þessi verðákvörðun tekin með at- kvæðum oddamanns og full- trúa útgerðarmanna og sjó- manna í nefndinni gegn at- kvæðum fulltrúa síldarkaup- enda. Erfitt er að bera þetta verð saman við bræðslusíldarverð- ið í fyrrasumar, en þá var verðið miðað við mál, en deil- ur hafa staðið um það hvað mikið magn hafi verið í hverju máli. Nú er sú deila úr sögunni og síldin er vigtuð samkvæmt ósk sjómanna. En þó mun óhætt að fullyrða, að það verð sem yfirnefnd hefur nú ákveðið er mjög svipað bræðslusíldarverðinu í fyrra- sumar. GLÆSILEGT FISKISKIP ¥ fyrradag kom til Húsavík- ■*• ur nýtt og glæsilegt fiski- skip, 330 tonn að stærð, eign útgerðarfélagsins Hreyfa hf. á Húsavík. Skip þetta er merki- legt fyrir margra hluta sakir, en einhver mesta nýlunda við það er sú, að síldarlestir skips ins eru kældar með sjó, sem gerir það að verkum, að síld- in geymist mun lengur, og á hún að vera jafn góð, þótt nokkrir dagar líði þar til löndun getur farið fram. Þá eru á skipinu svonefndar síld- arskrúfur, það eru skrúfur á hliðum skipsins, sem gera það að verkum að unnt er að snúa því í einu vetfangi. Er jafn- vel talið að slíkur útbúnaður sé álíka bylting og kraft- blökkin var á sínum tíma. Slíkur útbúnaður lengir end- ingartíma nótarinnar, auk þess sem unnt er að stunda veiðar við miklu erfiðari skil- yrði en áður. Þetta nýjá skip undirstrik- ar enn einu sinni þá stað- reynd, að hin mikla bylting, sem orðið hefur í sjávarút- vegi okkar á örfáum árum, UTAN ÚR HEIMI Fall Juan Bosch í Dom- inikanska lýðveldinu • Sigur Dr. Joaquins Bala- guers í forsetakosning- unum í Dominikanska lýð- veidinu kom flestum mjög á óvart, bæði innan lands og utan. Flestir töldu nokkurn veginn víst, að Juan Bosch færi með sigur af hólmi, eftir það sem á undan var gengið. Hann hafði unnið vænan meirihluta i forsetakosning- unum 1962 og uppreisnin, sem þar var gerð á sl. ári var frá upphafi sögð miðast að því, að koma honum aftur í forsetastólinn, sem hann hafði hrakizt úr fimm mánuðum hans gripu til vopna og börð- ust fyrir málstað hans. Bosch hefur sjálfur svarað þessu svo til, að Bandaríkjastjórn hefði áreiðanlega komið í veg fyrir að hann færi heim, — sem ekki er ólíklegt, því að hún greip fljótt til þess ráð.s að senda á vettvang herlið til þess að koma í veg fyrir kommúníska byltingu. Hins- vegar reyndi aldrei á þetta — Bosch gerði enga tilraun til þess að komast heim. >á kom það einnig til, að Bosch var lítt athafnasamur í kosninga- baráttunni. Var hann sagður óttast svo mjög um líf sitt, að hann sat mestan part kyrr á heimili sínu eða kom fram í sjónvarpi. Reyndist andstæð ingum hans þannig auðvelt að saka hann um hugleysi og sannfæra kjósendur um, að slíkur maður væri ekki væn- legur til forystu. I>ví jafnvel þótt ótti hans hafi e.t.v. ekki verið ástæðulaus — og fram- koma hans ef til vill hárrétt, fór ekki hjá því, að hún hefði neikvæð áhrif — í sumum landshlutum a.m.k. Sennilega átti allt þetta sinn þátt í ósigri hans. Ýmsir Juan Bosch eftir kosningarnar 1962. Hvað gerðist? Hversvegna höfðu menn reiknað kosningadæmið nú svona skakkt? Ein skýringin, sem fram hefur verið sett er sú, að Balaguer hafi tryggt sér sig- ur með því að telja bráða- birgðaforsetann, Hector Garc- ia Godoy, á að veita konum kosningarétt þegar í stað — og án þess að þær þyrftu að sækja um og greiða fyrir skrásetningu á kjörskra. Fylgismenn þessarar skýring- ingar staðhæfa, að konur séu jafnan íhaldssamari í stjórn- málum og hafi ráðið úrslit- um að þessu sinni. Önnur hugsanleg skýring er sú, að stuðningsmenn hægri framibjóðandans dr. Rafaels Bonnelly, hafi á síð- ustu stundu ákveðið að styðja Balaguer, þar sem sú værí eina leiðin til þess að koma I veg fyrir sigur Bosch. Það styður þessa tilgátu, að Bonnelly hlaut mun færri at- kvæði en búizt var við. Þxiðja tilgátan er sú, að þær ásakanir í garð Juan Bosch, að hann hafi sýnt hug- leysi gagnvart málum lands- ins að undanförnu hafi haft þau áhrif, að draga úr fyrri vinsældum hans. Þessar ásakanir urðu háværir í upp- reisninni í fyrra, þegar hann lét hjá líða að koma heim úr útlegðinni á Puerto Rico — fannst mörgum, að hann hefði átt að koma heirn, þeg- ar er Fransisco Caamano, of-. ursti, og uppreisnarmenn Joagnin Balaquner hafa einnig viljað halda því fram, að Dominikanar hafi ekki kosið hann sökum þess, að hann hafi verið ,laumu- kommúnisti“ — en sú tilgáta er afskaplega vafasöm svo ekki sé meira sagt og eru flestir stjórnmálamenn dom- inískir sannfærðir um, að væri Bosrfi kommúnisti hefði Bandaríkjastjórn með ein- hverju móti komið í veg fyr- ir framboð hans. Annað mál er, að Dotpinikanar eru á engan hátt, fremur en aðrar Mið- og Súður-Ameríkuþjóð- ir yfirleitt, jafn hræddir við kommúnismann og íbúar Norður-Ameríku. En hver sem ástæðan er til fails Bosch, er nú eftir að sjá, hvað við tekur. Eitt af því, sem næsta víst er að ávinnzt með sigri Balaguers er, að her lið Ameríkuríkjanna, sem verið hefur í Dominikanska lýðveldinu í næstum ár, verði flutt burt fljótlega. Lið þetta, um það bil 10.000 manns, sem að mestu hefur verið skipað hermönnum frá Bandaríkj- unum og Brazilíu, undir brazíliskri yfirstjórn, hefur verið afar illa þokað af lands mönnum. Hafa Dominikanar látið í ljós óánægju sína með herliðið á margan hátt, m.a. með því að skrifa aftan á bréf, er þeir hafa sent — Dóminikanska lýðveldið — „hersetið land“. Skömmu fyrir kosningarnar sendi Godoy forseti sendinefnd til ýmissa Ameríkuríkja með til- mæli um að boðað yrði til ráð stefnu OAS — Samtaka Am- eríkuríkja — til þess að ræða brottflutning herliðsins íyrir kosningarnar, eða eigi siðar en fyrir 1. júlí, er hinn ný- kjörni forseti tæki við em- bætti. Bosch hafði lýst því yfir að hann mundi ekki vinna embættiseið fyrr en herliðið væri farið. Balaguer hafði enga slíka yfirlýsingu gefið — enda þótt hann hefði hvatt til brott- flutnings herliðsins og er nú talið, að hann komi því tii leiðar með ró og spekt. Ekki er líklegt að Bandaríkja- stjórn beiti sér gegn því — var haft eftir áreiðanlegum heimildum innan stjórnar- innar, þegar fyrir kosningarn ar í Dóminikanska lýðveld- inu, að hún vœri hlynnt brottflutningi herliðsins. Bandaríkjamenn hafa nóg á sinni könnu þar sem er Viet- nam og í Brazilíu hafa verið uppi hafðar háværar spurn- ingar um það hvað þarlendir hermenn séu eiginlega að gera í Dóminikanska lýðveld- inu. En hvað tekur þá við þar? Er hætta á, að til átaka komi á ný? Hefði Bosch náð kosn- ingu, hefði hægri uppreisn verið hugsanleg. Með Bala- guer sem sigurvegara og þá sérstaklega með tilliti til hins slælega árangurs Bonnellys i kosningunum — virðist mega útiloka þann möguleika. Öilu líklegri er sá möguleiki, að vinstri öflin geri Balaguer einhverja skráveifu, einkum þar sem fylgi Bosch var sér- staklega öflugt í höfuðborg- inni, Santo Domingo — eða um 92% — og þeir, sem börð- ust fyrir málstað Bosch, við hlið Caamanos ofursta í fyrra voru að langmestu leyti frá Santo Domingo. En þá er þess að gæta, að uppreisnarmenn þurfa að eiga sér foringja — og ólík- legt er, að Caamano taki það hlutverk að sér aftur — hann er nú starfandi sem hernaðar fulltrúi sendiráðs Dómini- kanska lýðveldisins í London og hefur marg sagt, að hann muni ekki berjast gegn lög- lega skipaðri stjórn, þar eð megintilgangur hans með upp reisninni hafi verið að losa landið við herforingjastjórn- ina og koma á lýðræðislegri Framhald á bls. 18 er fyrst og fremst að þakka dirfsku, framsýni og dugnaði, útgerðarmanna og sjómanna, sem hafa ótrauðir farið inn á nýjar brautir í kaupum á fiskiskipum, tileinkað sér nýj ustu tækni og öft teflt á tæp- asta vað, en jafnan með hin- um bezta árangri fyrir sjávar útveg okkar í heild. Sá fram- farahugur, sem fram kemur í kaupum á slíkum skipum, er þjóð okkar mikilvægur, og þess vegna ér það landsmönn um öilum mikið fagnaðaréfni í hvert sinn, sem ný og glæsi- leg fiskiskip eru tekin í notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.