Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 20
®9ItoJt f «»tí«ei t «91
UOKGUHBLADIÐ
Flmmtuðagur 9. Júní Í966
20 •
4ra herb
seljast tilbúnar undir tré-
verk, við Hraunbæ.
Afhentar eftir áramót.
Teikningar á skrifstofunni,
Bankastræti 6.
Tómar gler-
kistur til sölu
GU30GLER HF.
. íbúðir
FASTEIONASALAB
HÚSAEIGNIR
BANKASTIÆTI 4
Símar 16637 og 18828.
Skulagötu 26 - Sími 12056 og 20456
Aðstoðarmaður
óskast
Landsspítalann vantar, til afleysinga í sumarleyf-
um, starfsmann til aðstoðar við vaktstörf, flutninga
á varningi á sjúkradeildum o. fl. Um framtíðar-
starf getur verið að ræða. Laun samkvæmt kjara-
samningum opinberra starfsmanna. Umsóknir ásamt
upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrif-
stofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 16. júní
nk.
Reykjavik, 8. júní 1966.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Frá Ljósmæðraskóla
Islands
Samkvæmt venju hefst kennsla í skólanum hinn
1. október nk.
Inntökuskilyrði:
Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og
ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undir-
búningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða til—
svarandi skólapróf. Krafist er góðrar andlegrar og
likamlegrar heilbrigði. Heilbrigðisástand verður
nánar athugað í skólanum.
Kiginhandarumsókn sendist forstöðumanni skólans
í Fæðingardeild Landsspítalans fyrir 1. ágúst 1966.
Umsókn skal fylgja læknisvottorð um andlega og
líkamlega heilbrigði, aldursvottorð og löggilt eftir
rit gagnfræðaprófs. Umsækjendur eru beðnir að
skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina, og
hver sé næsta símstöð við heimili þeirra. Umsókn-
areyðublöð fást i skólanum.
Upplýsingar um kjör nemenda:
Ljósmæðraskóli íslands er heimavistarskóli og búa
nemendur í heimavist námstímann.
Nemendur fá laun námstímann. Fyrra námsárið kr.
3.786,00 á mánuði og síðara námsárið kr. 5.409,00 á
mánuði. Auk þess fá nemar greiddar lögboðnar
tryggingar og skólabúning.
Húsnæði ásamt húsbúnaði, fæði, þvotti og rúm-
fatnaði, sem Ljósmæðraskólinn lætur nemendum
í té, greiða þeir samkvæmt mati skattstjóra Rvíkur.
Fæðingardeild Landsspítalans, 6. júni 1966.
Skólastjórinn.
Deildahjúkrunar-
konur óskast
Vífilsstaðahælið óskar eftir að ráða deildarhjúkrun
arkonur til afleysinga í sumarleyfum og veikinda
forföllum. — Upplýsingar gefur forstöðukonan í
sima 51855.
Reykjavík, 7. júní 1966.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Tíllöguinai
samþykktor
Singapore 7. júní — NTB.
STJÓRN Malasíu og Fjóðþing
Indónesíu samþykktu fyrir sitt
leyti í dag tillögur þær um bætta
sambúð landanna, sem til urðu
á Bangkokráðstefnunni í fyrri
viku. Gera tillögur þessar ráð
fyrir að ófriðarástandið, sem ríkt
hefur, sé á enda.
Sukarno, Indónesíuforseti, hef
ur ekki fallizt á tillögumar enn
sem komið er.
Regnkápur
og
Gúmmístígvel
Ævintýri á göngu-
för á Akranesi
Akranesi, 7. júní
200. sýning á Ævintýri á göngit
för eftir C. Hostrnp stóð yfir í
þrjár klukkustundir hér i Bíó-
höllinni í gærkvöldi. Storm-
inn meðal áhorfenda linnti ekki
sýninguna út. Tvær stúlkur hitti
ég sem kváðust hafa hlegið aS
leiknum í allan dag.
Svo magnaðir og töfrum snún
ir voru leikararnir, að þeir virt-
ust gjörsamlega hafa kastað elli-
belgnum, meðan þeir fluttu á-
horfendum „eligansann" og
ævintýraþránna úr Iðnó. Um til-
svör og látbragð má segja — þar
var nú hitt í mark. Húsfyllir var,
leikstjóri Ragnhildur Steingríms
dóttir. — Oddur.
Síldarstúlkur helzt vanar, vantar á Söltunarstöðina
Sólbrekku h.f. Mjóafirði. — Fríar ferðir. —
Kauptrygging. — Upplýsingar í síma 16391.
Við Reynimel
Til sölu eru skemmtilegár 2ja, 3ja og 5 herbergja
íbúðir á hæðum í sambýlíshúsi við Reynimel. íbúð-
irnar seljast tilbúnar undir tréverk og sameign f
húsinu inni og úti fullgerð. Hitaveita. Malbikuð
gata. Örstutt í Miðbæinn. —
Teikning til sýnis á skrifstofunni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími 14314.
í Ljósheimum
til sölu 4ra herb. íbúð á 1. hæð. Þvottahús á hæð-
inni. — Löng lán fylgja.
RANNVEIG ÞORSTEIN SDÓTTIR, HRL.
Laufásvegi 2 — Sími 13243.
Diesel rafstöð
til sölu. Stöðin er 100 kw — 230/400/127/220 Volt
A.C. — 50/60 rið — 1500/1800 snúningar.
Mótor og rafall í mjög góðu lagi.
Til sýnis í kolaporti voru.
Hf. Kol & Salt
4ra herb. íbúð
Til sölu er 4ra herb. endaíbúð á 6. hæð í sam-
býlishúsi við Kleppsveg. Selst tilbúin undir tréverk
og sameign úti og inni tilbúin, þar á meðal lyfta og
vélar í þvottahúsi. Afhendist í júní/júlí 1966.
Mjög fagurt útsýni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Simi 14314.
AB komið út
FÉLAGSBRÉF Almenna bókafé-
lagsins er nýkomið út. Hefst það
með kynningu á þeim bókum,
sem koma út hjá félaginu fyrri
hluta þessa árs. Grein er eftir
Arthur Miller, Köllun bók-
mennta í dag, og smásaga eftir
Arthur Knut Farestveit, Hita-
molla. Guðmundur G. Hagalín
skrifar greinina Hálfrar aldar
ártíð Jóaiasar skálds Guðlaugsson
ar og Jóhann S. Hannesson. skóla
meistari, Á Skáiholtshátíð. Lokj
er bókaskrá Almenna bóka-
félagsins.
Ný stærð af Coca
Cola flöskum
BORGARBÚAR hafa eflaust
flestir hverjir veitt athygii að
í gær var mögulegt að fá nýja
stærS af Coca Cola flöskum i
verzlunum. Mbl. sneri sér í gær
ttl framkvæmdastjóra Vífilfells
hf., sem upplýstí að erlendis
væru til einar þrjár flöskustærð
ir fyrir utan hina gömlu, er
fengizt hefðu hér.
Nú hefði verið ráðizt i það
hér að byrja að selja í stærri
flöskum, og hefði miðstærðin
orðið fyrir valinu. Hún tæki 10
únsur, sem eru um 300 sentilítr-
ar, í stað 6, sem gamla flösku-
stærðin tæki. Framkvæmdastjór
inn kvað fyrirtækið hafa í
hyggju að koma síðar með enn
eina flöskustærð, og yrði það að
öllum líkindum stærsta gerðin.
Hún tæki 23-24 únsur, sem er
nálægt því að vera pottur.
3295 gislu Loft-
Ieiðohótelið í oioi
f MAÍMÁNUÐI gistu 3296
manns á Loftleiðahótelinu, og
þar af voru svokallaðir viðdvalar
gestir 1029, eða 31,2% af gestum
hótelsine. Meðalnýtingin er því
tæplega 70%, og eru forráða-
menn hótelsins mjög ánægðir
með hana, bæði þar sem maí-
mánuður er ekki mikill ferða-
mannamánuður, auk þess sem
þetta er fyrsti starfsmánuður
hótelsins. Mjög mikil eftirspúrn
er eftir Kótelherbergum hjá hótel
inu í sumár.