Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 26
MORGU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. júní 1966
ZO
Tvð slógu „holu
höggi“ á veli G
Fyrsta konart er það gerir á landinu
UM helgina skeði sá fágæti at-
burður hjá Golfklúbbi Reykja-
Víkur, að tveir félagar klúbbsins,
Páll Ásgeir Tryggvason og frú
Ólöf Geirsdóttir kona Árna
Brynjólfssonar rafvirkjameistara
slóu bæði ,,holu í höggi“ þ.e.a.s.
notuðu ""aðeins eitt högg til að
slá kúluna frá upphafsstað braut
ar í holuna, enda brautar, en
í báðum tilfellum var vegalengd
in um 140 metrar.
Að slá „holu í höggi“ er næsta
sjaldgæft. Áður hafði það þríveg-
is skeð á velli Golfklúbbs Reykja
víkur við Grafarholt, en á að
gizka 10—12 sinnum alls í sögu
hans.
Páll Ásgeir Tryggvason tók
þátt í firmakeppni Golfklúbbsins
á laugardaginn er hann sló „holu
í höggi“. Páll var á 2. braut, sem
er 141 meter að lengd. Notaði
hann járn nr. 7 og svo einkenni
lega vildi til að kúlan skoppaði
ekkert, heldur hæfði rakleitt í
holuna 141 m. frá.
Hjá frú Ólöfu, sem mun fyrst
íslenzkra kvenna til að slá „holu
í höggi“ að minnsta kosti hér
sunnanlands, skeði atburðurinn
á 11. holu eða við tjörnina í
hvos vallarins. Braut kvennanna
er þarna styttri en braut karla
en eigi að síður um 140 m. og
yfir tjörnina að slá. Frúin notaði
„driver“ eða trékylfu nr. 1 og
hjá henni skoppaði kúlan í hol-
una eins og venjulegast er þegar
slík tilviljun skeður að hitta
„holu í höggi“.
Á öllum golfvöllum þykir slík-
ur atburður mikið gleðiefni og
nú var hátíðin tvöföld. Það er
föst venja að sá er holu slær í
höggi gleðji meðleikendur sína og
svikust þau Páll og Ólöf ekki
undan merkjum.
Á golfvelli G.R. hefur þetta
þrívegis skeð eins og áður er
sagt. Hafsteinn Þorgeirsson og
Magnús Guðmundsson, íslands-
meistari hafa báðir slegið „holu
Magnús Guðmundsson íslands-
Magnús einnig á 6. braut (1965)
en sú braut er 170 m. að lengd.
Ólöf og Páll Ágústsson á golfve llinum í gær. Frúin leit upp fyri r Ijósmyndarann. Ljósm.: Sv. 1».
Námskeið í körfuknatt
leik fyrir 10-16 ára
Innrifun fer tram í dag
UTBREIÐSLUNEFND körfu-
knattleikssambands íslands og
körfuknattleiksráð Reykjavíkur
hafa ákveðið að halda námskeið
í körfuknattleik fyrir drengi á
aldrinum 10 — 16 ára.
Námskeiðin fara fram á tveim
stöðum hér í bænum, við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
Langholts'skóla.
Kennslan fer fram úti, en sé
veður óhagstætt fer hún fram
inni. Flokkaskipan verður sem
hér segir 10 til 13 ára og 13 til
16 ára. Yngri flokkarnir verða
á timabilinu kl. 4 til 6 en eldri
á tímabilinu kl. 7 til 9.
Námskeiðið stendur yfir í
júnímánuði og kennt verður
þrisvar í viku. Námskeiðsgjald
verður 50 kr. á mann. Kennari
við Langholtsskóla verður Einar
Ólafsson sem er körfuknattleiks-
mönnum góðkunnur, við Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar kennir
Þórarinn Ragnarsson íþrótta-
kennari.
Innritun fer fram á leiksvæði
tveggja ofangreindra skóla í dag
4 til 5 yngri flokkar og 8 tii 9
eldri flokkar.
Þeir sem að þessu standa
vænta þess að börn og unglingar
fjölmenni á þessa staði á ofan-
greindum timum. Keppt verður
að því að þátttakendur taki eitt
merki tækniþrautar körfuknatt-
ieikssambandsins. í lokin fer
væntanlega fram keppni milli
fiokka frá þessum tveim stöð-
um.
Varalandslið Brasilíu í
knattspyrnu keppti við lands-
lið Póllands í Belo Horizonte
í Brasilíu á sunnudag og
unnu Brasilíumenn 4-1 (2-1).
•
Enska liðið Tottenham Hot
spur og skozka liðið Gl. Cel-
tic skildu jöfn, 1-1, í sýningar
kappleik í Vancouver á sunnu
daginn. I hálfleik stóð 1-0
fyrir Celtic.
5 Ieikmenn
bornir ol velli
| FIMM leikmenn voru bornir
i meðvitundarlausir af knatt-
spyrnuvelli í Bremen á mánu
' daginn. Orsökin var þó ekki
grófur leikur eða árekstur við
I móther jana, eins og stundum
á sér stað.
Orsök mannfallsins var að
leikurinn fór fram í slagviðrij
Ísem gekk yfir mestan hluta ’
Þýzkalands. Eldingu laust *
niður í þverslá annars marks I
ins og fimm leikmenn sem
voru skammt frá féllu í öng-
vit vegna eldingarinnar og
voru bornir út. Einn varð síð-
!ar að flytja í sjúkrahús en I
hinir hresstust von bráðar.
Juri Valson á OL í Róm. Ilann lyftir þarna rúml. 202 kg. sem
þá var heimsmet.
fþróttir eru atvinnugrein
eins og bc!!ett og söngur
segir rússneskur Olympíumeisfari
EINN af fremstu og mestu
„áhuga“-íþróttamönnum Sov
étríkjanna, sem augsýnilega
vill verða atvinnumaður en
getur ekki, sagði á laugar-
dag í viðtali við blaðið
„Sovet Culture“ að það væri
kominn tími til þess fyrir
sovézku þjóðina að viður-
kenna „íþróttaiðkun sem at-
vinnugrein“.
Sá er þetta mælti var Juri
Vlasov, Ol-meistari í þunga-
vigt lyfinga 1960 og 2. á OL
1964. Hann sagði að gera ætti
greinarmun á atvinnumönn-
um og áhugamönnum í íþrótt
um alveg eins og gert væn í
leiklist, sönglist o.fl. greinum.
Vlasov er að sögn AP-
fréttastofunnar, sem gerir
mikið úr viðtalinu, foringi í
flugher Sovétríkjanna. Eins
og aðrir sovézkir iþrótta-
menn svo sem þeir er sitráðir
eru starfsmenn verksmiðja
eða sem íþróttafréttamenn,
fær hann full laun greidd,
þó hann dvelji í æfingabúð-
um iþróttafólks langtímum
saman.
Sama fyrirkomulag er haft
um heil knattspyrnulið, ís-
hokkíið og nær „kerfið“ til
þúsunda iþróttamanna. Þeir
fá greidd laun í ákveðnum
verksmiðjum en koma ekki
nálægt öðru „starfi“ en æf-
ingum í íþrótt sinni. Hefur
þetta verið gagnrýnt í sovézk
um blöðum — en engu verið
breytt.
Framúrskarandi íþrótta-
mönnum eins og Vlasov er
veittur titillinn „Meistari
Sovétríkjanna“. Þeir sem
þann titil hljóta fá styrk sem
nemur 120 rúblum (132 dalir
eða um 5700 ísl. kr.) á mán-
uði AUK venjulegra fasta-
launa. Styrkurinn einn er um
25% hærri en meðal verka-
mannalaun eru, e” bau eru
95 rúblur á mánuði.
Á styrkinn er litið sem he:ð
urslaun og Vlasov og aðrir
„Meistarar Sovétríkjanna-'
eru áhugamenn samkv. sov-
ézkum skilningi. Sem slíkur
keppti hann á síðustu tveini
OL-leikum og hlaut gull og
siifur.
En um þetta ræddi Vlasov
ekki í viðtalinu. Hann meinti
að ef íþróttir yrðu viður-
kenndar sem atvinnugrein
fengi hann lífeyri og annað
er hann ekki fær nú. Hann
vék og að því að atvinnu-
mennska eins og gerist á
Vesturlöndum væri ekki
slæm hugmynd. „Sá tími
kemur“, sagði hann, „að
íþróttir verða skoðaðar sem
Framhald á bls. 27