Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLÁDIÐ Fimmtudagur 9. Juní 1966 Miklar breytingar geríar á vélstjóranámi Frá skólaslitum Vélskólans VÉLSKÓLANUM í Reykjavík Ýar slitið í 51. skipti 7. maí s.l. Nemendur skólans voru í vetur 80 talsins o gvar í vetur starfað í fimm bekkjardeildum. Fyrsti og annar bekkur voru tvískiptir en þriðji bekkur (rafmagnsdeildin) stakur. Til vélstjóraprófs innrituðu sig 30 nemendur o gstóðust það, en 4 stóðust ekki próf eða hættu í prófum. Af þeim sem stóðust, hl'U-tu 2 ágætiseinkunn, þeir Guð mundur Þórmundsson 7,41 og Þor steinn Gíslason 7,32, en hæst er gefið 8, eftir Orstedkerfinu. 9 hlutu 1 .einkunn, 8 II. einkun betri og 7 II lakari. Til lokaprófs innrituðu sig 16 og stóðust allir próf. Tveir með ágætiseinkunn, þeir Jóhann Ágústsson 7,47 og Búi Guðmunds aon 7,44. 7 hlutu 1. einkunn, 4 II. ebtri og 3 II. lakari. Breytingar á náminu. Við skólaslit flutti Gunnar Bjarnason skólastjóri vélskólans ræðu, þar sem hann vék m.a. að allmiklum breytingum á allri til- högun vélskólans í samræmi við nýsamþykkt lög um vélstjóra- nám. Helztu breytingamar eru þær, að fjöugrra ára iðnnáms verður ekki lengur krafizt fyrir vél- stjóranám og hverjum námsvetri lýkur með prófi er veitir ákveð- in réttindi. Stig vélstjóramennt- unár yerða fjögur: 1. stig að loknu 5 mánaða vélstjóranám- Skeiði; 2. stig eftir 814 mánaðar veru í 1. bekk Vélskólans o.s.frv. Þá verður tekin upp smíða- kennsla við skólann og nemend- um kennt það, sem álitið er að vélstjórum sé nauðsynlegt á því sviði. Með þessari breytingu má bú- ast við að aðsókn að skólanum aukist og sérstaklega að hún verði árvissari en verið hefur. Er þá viðbúi ðað þröngt verði í skólahúsinu. Vélskólinn hefur til umráða 9 kennslustofur í Iþessu húsi, notaði í vetur sjálf- ur 5, Loftskeytaskólinn hafði 2, og Tækniskólinn 2. Næsta vetur er viðbúið að við þurfum a.m.k. 7 stofur. Hvemig það verður leyst er ekki hægt að sjá fyrir núna. Þó er aðalvandinn að koma fyrir smíðakennslunni. Fyrir hana vantar alveg húsrými. Fram tíðarlausn þess vanda getur ekki orðið önnur en ný bygging, senni lega viðbótarbygging við véla- salinn. Nýju lögin ganga í gildi 1. júlí næstkomandi og mun skólinn starfa skv. þeim frá næsta hausti, f>ó þannig að þeir, sem setjast í 2. bekk núna, lúta eldri regluin- um. Þá gat skólastjóri þess, að 1916 á fyrsta starfsári skólans hefðu útskrifast 3 vélstjórar og væm tveir þeirra nú á lífi, þeir Gísli Jónsson, fyrrv. alþinigsmaður og Hallgrimur Jónsson vélstjóri. Óskaði hann þeim til hamingju Og þakkaði ræktarsemi þeirra við skólann á þeim 50 ámm er liðin em frá útskrift þeirra. • Gjöf til skólans og lánasjóður. Því næst vék hann að upphafi vélfræðikennslunnar á íslandi og sagði: * „Eins og ég gat um fyrir ári síðan við þetta tækifæri þá er upphaf vélfræðikennslunnar hér á landi nokkrum ámm eldra en sjálfur Vélskólinn. 1913 var, fyrsta vélstjóraprófið haldið á ís- landi við vélstjóradeild Stýri- mannaskólans. Sú deild starfaði frá hausti 1911 þangað til þessi skóli var stofnaður. Af þeim, sem voru í þessari deild en fóm ekki I Vélstjóraskólann eru tveir þekktir vélstjórar enn á meðal okkar. Þeir em Jóhann Steinsson, síðast lengi yfirvélstjóri á skip- um Eimskipafélags Jslands og Júlíus Kr. Ólafsson, síðast yfir- véltjóri hjá Skipaútgerð ríkisins. Jóhann var kominn á sjóinn áður en prófin komu til og lauk síðar prófi í Englandi, en Júlíus lauk prófi ásamt 5 öðmm vorið 1913. Hann er nú einn á lífi þeirra félaga og hefur sýnt bug sinn til þeirra og skólans með því að afhenda mér klt 5.000,00 — minn- ingargjöf uin,þá. Gjöfin er hugs- uð þannig áð henni skuli varið á einhvern þann hátt er verði skólanum og nemendum hans til mestrar blessunar. Þakkaði skólastjóri Júlíusi gjöf ina og árnaði honum heilla. Næst skýrði hann frá því að í vörzlu skólans væm nokkrir sjóðir sem gefnir hafa verið við ýmis tæki- færi, og sagði: „Sjóðir þessir em gjöf Gísla Jónssonar, sem hann gaf á 60 ára afmæli M.E. Jessen, fyrrverandi skólastjóra; minning arsjóður Guðm. S. Guðmundsson ar og Einars Einarssonar er bekkjarbræður þeirra gáfu á 25 — Dómur Framhald af bls. 28. fara frá. Ákærða var kunnugt um portúgalska togarann á stjórn- borða, er hann yfirgaf stjórnpall- inn og er hann kom á stjórn- pall á ný hefði a'ð áliti dómsins enn verið nægur tími til að forða árekstri. Telja verður að ákærði hafi sýnt vítaverðan skort á árvekni, en hann veitti því ekki athygli að hinn portúgalski togari var á siglingu og ljóst er af framburði ákærða sjálfs að hann hugðist brjóta hinar alþjóðlegu siglingar- reglur gagnvart portúgalska tog- aranum, enda þótt honum væri ljóst að skip hans ætti að víkja, en ákærði taldi að skipin myndu samt sleppa hvort fram hjá öðru. Vir’ðist ákærða þegar hafa verið ljóst, að hann tók talsverða á- hættu með því að haga siglingu skipsins á þann veg, er hann gerði, enda var báðum skipunum með þessari siglingu ákærða stefnt í bráða hættu. Eins og siglingu b.v. Narfa var háttað bar ákærða að stöðva skip sitt í tæka tíð eða breyta stefnu þess svo að hjá árekstri yrði komizt og er það álit dómsins að hann hafi hva'ð þetta snerti sýnt alvarlegan aðgæzluskort og ekki gætt réttra stjórntaka skipsins. Er það álit hinna siglingafróðu dómenda að jafnvel eftir að á- kærði veitti því athygli að portú- galski togarinn var á siglingu en þá var enn Vi—V* sjómíla á milli skipanna, hefði mátt forða árekstri eða a.m.k. draga veru- lega úr afleiðingum hans með því að víkja á stjórnborða um leið og sett var á fulla ferð aft- urábak. Þykir ákærði með framan- greindu framfer’ði sínu hafa brot- ið gegn fyrirmælum 19. og 23. gr. sbr. 33. gr. tilskipunar nr. 47/1953 sbr. nú tilsk .nr. 79/1965 og 1. mgr. 239. gr. siglingarlaga nr. 66/1963. Þá er upplýst að af árekstrinum hlauzt mannsbani og telst brot ákærða því einnig varða við 215. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940 vegna þeirra afleiðinga sem af því urðu.“ Ákærða var gert að greiða allan sakarkostnað. Hákon Guð- mundsson, form. Siglingadóms, kvað upp dóm þennan ásamt samdómsmönnum, Einari Thor- oddsen, yfirhafnsögumanni Guð- mundi Hjaltasyni, fyrrv. skip- stjóra, Jóni Björnssyni, fyrrv. skipstjóra og Guðmundi Péturs- syni, vélstjóra. ára vélstjóraafmælinu og minn- ingarsjóður Rannvers Gunnars- sonar, sem stofnaður var að hon um látnum, þá nýútskrifuðum vélstjóra og nú gjöf Júlíusar ólafssonar, sem áður gat. Ég hef hugsað mér að sjóðir þessir verði sameinaðir og með 'þeim stofn- aður lánasjóður vélskólanema. Að upphæð myndi þetta veeða tæpar kr. 100,000,00, en tekjur ætla ég sjóðnum áframhaldandi af sölu minningarspjalda og minningargjöfum. Sjóðurinn myndi starfa þannig að efnilegir nemendur, sem þeg- ar hefðu sýnt námshæfni og dugn að við námið, gætu fengið náms- lán úr honum, sem stæði renntu laust þar til t.d. tveim árum eftir lokapróf. Eftir þann tíma yrði svo lánið greitt upp á nokkrum árum og vextir reiknast. Ég vona að þetta verði komið í kring fyrir næsta haust.“ 0 Breytingar á skólahúsnæði. Þá gat hann þess að félagslíf í skólanum hefði verið með mikl um blóma í vetur og vék því næst að tækjakaupum skólans og kennslu. „Á þessu skólaári var unnið að því að standsetja og koma í gang þeim tveim vélum, sem skólinn eignaðist á s.I. ári. Af nýjum tækjum má nefna ýmsa rafmagns mæla o.fl. í sambandi við verk- lega rafmagnskennslu. Til kaupa á þeim var varið allhárri fjár- upphæð, þótt lítið fari fyrir þeim. Á næsta leiti eru kennslutæki í samabndi við sjálfvirkni véla- samstæða. Á þessu sviði stöndum við enn dálítið höllum fæti enda er þetta tiltölulega nýtt svið, varla meir en 5—7 ára. Tjl þess að koma hreyfingu á þetta mál gengst skólinn fyrir því að hing- að verði boðinn til vikudvalar norskur vélfræðikennari, Mossige verkfræðingur. Hann kennir við vélskólann í Osló og hefur kynnt sér þessi mál sérstaklega. Hann mun að líkindum koma hingað 9. eða 10. ágúst og flytja fyrir- lestra með skuggamyndum um sjálfvirkni í skipum. Hann miun vitanlega einnig svara fyrirspum um. Að boðinu standa Vélstjóra- félag íslands, Landssamiband ísl. útvegsmanna og væntanlega Vinnuveitendasambandið“. Lauk skólastjóri máli sínu með því að óska nemendum til ham- ingju með áfangann og þakkaði Gólfklæðning frá DL w er heimskunn gæðavara. GÓLFDÚKAR GÓLFFLÍSAR GÓLFTEPPI við allra hæfi. Munið merkið er trygging yðar fyrir beztu fáanlegri gólfklæðningu. Deutsche Linoleum Werke AG þeim og kennurum skólans gott samstarf á liðnum vetrum. Árnaðaróskir og gjafir. Að lokinni ræðu skólastjóra flutti Gisli Jónsson fyrrv. al- þingismaður, handhafi vélstjóra skírteinis nr. 1, kveðjur og árn- aðaróskir. Færði hann skólanum að gjöf veglega peningagjöf og blómakörfu. — 20 ára vélstjórar sendu kveðjur sínar og gáfu skól amum peningaupphæð til kaupa á skólafána. Þakkaði skólastjóri góðar gjaí- ir og hlý orð í garð skólans og afhenti því fyrir hönd Sjómanna dagsráðs Fjalarbikarinn, en hann hlýtur sá nemandi er fær hæstu einkunn í vélfræðifögum, sem að þessu sinni var sá nemandi er hlaut hæstu einkunn á vél- stjóraprófinu, Guðmundur Kr. Þórmundsson. Innheimtumaður óskast nú þegar. — Upplýsingar ekki veittar í síma. Hf. Kol & Salt Olíuketill 4,5 ferm. (frá Vélsmiðju Sig. Einarssonar) til sölu ásamt spíralhitadúnk og sjálfvirkum kynditækjum. — Upplýsingar í síma 11600 og eftir kl. 6 í síma 34490. Opel caravan 1964 vel með farinn einkabíll til sölu. — Upplýsingar gefur Guðmundur Hjaltason c/o Slippfélagið í Reykjavík, sími 10123. Hrærivél 40—60 lítra hrærivél óskast keypt. — Upplýsingar í síma 50-300. Einstaklingsíbúð með húsgögnum og síma til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgr. MbL, merkt: „Einstaklingsíbúð — 9540“. TÍI sölu Bedford vörubifreið, árg. 1962, 6 tonna með vél- sturtum. Ennfremur Moskwitch fólksbifreið, árg. 1959 4 manna. Uppl. gefur Árni Erlendsson, Skíð- bakka Austur-Landeyjum, sími um HvolsvölL ALMENNAR TRYGGINGAR g Trésmiðir óskast við mótauppslátt við fjölbýlishús. — Góð vinnu- skilyrði. — Upplýsingar í símum 34619 og 12370. Sölumaður Viljum ráða duglegan sölumann nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Ingólfshvoll hf. Laugavegi 18 A. hvert sem þér fariö # ferðatrygging

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.