Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 10
1U
MORGU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. júni 1966
Wilhelm Kempff -
Sinfdníuhljdmsveitin
Þ A Ð er með ólíkindum, hve
miklu láni við íslendingar höf-
um átt að fagna með heimsóknir
erlendra tónlistarmanna á síð-
ustu árum. Hingað hafa komi'ð
margir þeir snillingar, sem hæst
hefur borið og skærast hafa
ljómað á himni listarinnar, sum-
ir hvað eftir annað, og miðlað
okkur af nægtabrunni sínum.
Þetta er eitt af því, sem hefur
gert Reykjavík meiri og menn-
ingarlegri borg en ella væri. En
það megum við gera okkur ljóst,
að allt þetta byggist á þeim
greiðu og góðu flugsamgöngum,
sem við höfum bæði til austurs
og vesturs; án þeirra mundu
eftirsóttir íistamenn ekki geta
eytt dýrmætum tima sínum í að
sækja heim þennan veraldar-
hjara, sem við byggjum.
Svo vel tókst til, að um sama
leyti sem samgönguskilyrði til
þessara heimsókna voru að kom-
Wilhelm Kempff.
ast á, réðst til íslandsferðar
einn ágætasti tónlistarmaður,
sem þá var uppi, fiðlusnillingur-
inn Adolf Busch. Móttökunum,
sem hann fékk hér, gleymdi hann
aldrei, og persónulega er mér
kunnugt um að hann lét fá tæki-
færi ónotuð til að láta í ljós á-
huga sinn og aðdáun á íslandi og
íslendingum. Munu þeir vera ó-
fáir tónlistarmennirnir, sem
hingað hafa komið, fyrst fyrir
beina eða óbeina áeggjan hans,
þótt fleira hafi a'ð sjálfsögðu
komið til. Og nú mun mega
segja, að mörgum þessum mönn-
um þyki það sómi heldur en hitt
að hafa gist ísland. Margir þeirra
hafa fengið hér móttökur, sem
þeir eru óvanir annarsstaðar, hlý
legri og persónulegri, og kunna
þeir vel áð meta það. Fyrir bragð
ið bera þeir okkur vel söguna
og eru fúsir til endurkomu.
Þeim fjármunum, fyrirhöfn og
tíma, sem til þess fer að gera
þeim dvölina hér ánægjulega, er
vel varið.
Fyrir skömmu var hér einn
slíkur aufúsugestur, þýzki píanó-
snillingurinn Wilhelm Kempff.
Hann kom fram á tvennum síð-
u»tu tónleikum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, en á hennar veg-
um var hann hér, og auk þess á
sérstökum píanótónleikum í sam-
komuhúsi Háskólans. Þessir
þrennir tónleikar voru haldnir á
jafnmörgum dögum, 26.—28. f.m.,
og voru það talsverðir hátíðis-
dagar í tónlistarlífi höfuðborgar-
innar.
Wilhehn Kempff er óvenju
stórbrotinn iistamaður, einn af
síðustu og glæsilegustu fulltrúum
þeirrar kynslóðar evrópskra
píanóleikara, sem nú er óðum að
kveðja og hverfa. Hann er sér-
stæður persónuleiki, mótaður í
skóla þýzkrar tónlistarhefðar
eins og hún hefur gerzt bezt. Öll
túlkun hans ber sjálfstæðan og
persónulegan svip, en er þó al-
gerlega öfgalaus, og yfir henni
er heiðríkja og svöl birta, heil-
næm og hressandi. Segja má, áð
leikstíll hans eigi yfirleitt betur
við klassíska tónlist en róman-
tíska, þótt mörg rómantísk tón-
verk — og kannske einmitt helzt
þau beztu — þoli vel og jafnvel
skírist og vaxi við slíka meðferð.
En sumir kunna að sakna hér
hins rómantíska tilfinningahita,
eða þeirra tilburða, sem margir
telja bera heitum kenndum vitni.
Allt þetta varð ljóst, er hlýtt
var á þau tvö verk, sem Kempff
lék með Sinfóníuhljómsveitinni,
píanókonsert Schumanns og
fjórða konsert Beethovens (G-
dúr), en kom þó enn skýrar fram
á einleikstónleikunum, þar sem
fluttar voru sónötur eftir Mozart
(B-dúr, K. 281) og Beethoven
(As-dúr, op. 110), Davidsbiindler
tanze eftir Schumann og fjögur
píanólög, op. 119, eftir Brahms.
Hér bar sónöturnar langhæst.
Heimsókn Wilhelms Kempff
var mikill viðburður í tónlistar-
lífi okkar og gladdi marga. Og
hinn aldni snillingur brá tölu-
verðum ljóma yfir síðustu tón-
leika Sinfóníuhljómsveitaririnar
á þessu starfsári. Þó kom þar
fleira til. Á tónleikunum 26. maí
var frumflutt nýsamið verk eftir
Jón Nordal. Allir, sem láta sig
íslenzka tónlist nokkru skipta,
fylgjast af áhuga með ferli þessa
gáfaða og vandvirka höfundar,
og það eins fyrir því þótt hann
hafi í síðustu verkum sínum fet-
áð slóðir, sem sumir hafa átt erf-
itt með að fylgja honum. Verkið,
Jón Nordal.
sem hér um ræðir, Adagio fyrir
flautu, hörpu, píanó og strengja-
sveit, minnir um margt á síð-
asta stóra verk hans, sem kunn-
ugt hefur orðið, Brotaspil. Það
ber vitni um að hann hefur
fylgzt vel með nýjungum og til-
raunum starfsbræðra sinna I
hinum stóra heimi, og svo sem
vænta má þarf hann að sann-
prófa gildi þeirra í eigin verk-
um. Ekki er þó hér gripið til
neinna þeirra örþrifaráða, • sem
ungu tónskáldin sum hafa talið
nauðsynleg til að vekja á sér at-
hygli, og öllum tæknibrögðum er
svo í hóf stillt, að engan getur
hneyksláð. Við fyrstu heyrn virt-
ist heildarsvipur verksins fín-
gerður og næstum ljóðrænn, og
næmum fingrum fer höfundur-
inn um þann efnivið, sem hann
hefur valið sér. Þetta er eitt af
þeim verkum, sem enginn skyn-
samlegur dómur verður felldur
um eftir svo snögg kynni, og
væri mikil þörf að taka verkið
aftur á efnisskrá einhverra fyrstu
sinfóníutónleika með haustinu,
úr því ekki varð komið við að
tvíflytja það nú í vor.
Bodhan Wodiczko, hinn pólski
meistari taktstokksins, sem verið
hefur aðalstjórnandi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í vetur, hefur
unnið hér mikið og gott verk, og
eru fagnaðarfréttir, að hann
muni halda starfi sínu áfram áð
minnsta kosti annað ár. Svipur
hljómsveitarinnar er nú allur
annar en verið hefur undanfarin
ár, snerpa í átökum mun meiri,
samleikur fágaðri og heildar-
blærinn samfelldari og áferðar-
betri, þótt þar standi að vísu
ýmislegt enn til bóta. Bodhan
Wodiczko er tvímælalaust ein-
hver ágætasti „þjálfari", sem
hljómsveitin hefur haft, og væri
vel, að við fengjum að njóta
krafta hans sem lengst. Því má
sem sé ekki gleyma, að „þjálf-
un“ og uppeldi hljómsveitarinnar
er aldrei lokið. Og hér er alltof
mikið í húfi, til þess að teflt sé
í neina tvísýnu eða nokkur
sparnaðarsjónarmið komi til
greina.
Það hefur stundum komið
fram hér í blaðinu í vetur, að
undirritáður hefur ekki verið
allsendis ánægður með verkefna-
val hljómsveitarinnar. Og því
verður ekki neitað, þegar litið
er yfir efnisskrána í heild, að
þar ber furðu mikið á ýmis kon-
ar léttmeti, og býsna margir sin-
fóníukonsertar hafa verið haldn-
ir, án þess að nokkur sinfónía
væri á efnisskránni. „Svítur“
ýmis konar eru því fleiri, stund-
um tvær á einum og sömu tón-
leikum, og fer naumast hjá því,
að slíkir tónleikar, sem samsettir
eru af mörgum samhengislitlum
þáttum, fái lágkúrulegan og los-
aralegan svip. Það hefur líka
verið vikið að því áður, að sumt
af þessari músík getur verið lær-
dómsríkt og jafnvel skemmtilegt
fyrir hljómsveitina að glíma vi'ð,
þótt ekki sé það að sama skapi
ánægjulegt eða uppbyggilegt á
að hlýða. Það er von þess, sem
þetta ritar, að næsta vetur verði
meira tillit tekið til hinna
mörgu og tryggu áheyrenda
hljómsveitarinnar að þessu leyti
en verið hefur i vetur.
Einleikarar (og einsöngvar^r)
hafa margir komið fram með
hljómsveitinni í vetur. Því mið-
ur verður að segja það, að ýmsir
hinna útlendu listamanna, sem
hafa veri'ð „fluttir inn“ í þessu
skyni með ærnum tilkostnaði,
Bohdan Wodiczko.
hafa ekki verið nema miðlungs-
menn og sízt staðið framar okk-
ar eigin listafólki. Fyrir slíkum
„innflutningi" er engin afsökun.
Lélegur listamaður er næstum
(eða alveg) eins dýr og góður,
og því dýrari sem vara hans er
verri. Og okkar fólk ætti að fá
öll þau tækifæri, sem ástæður
framast leyfa.
En að öllu samanlögðu er á-
stæða til að óska Sinfóníuhljóm-
sveitinni, stjórnanda hennar og
forráðamönnum til hamingju
með vetrarstarfið. Það hefur
stefnt upp og fram.
Jón Þórarinsson.
Gröfu hlekkist á og
ufsi syndir á dekkinu
Þessar myndir eru teknar nú
nýverið á Seyðisfirði og sendi
ljósmyndari blaðsins þar,
Bjarni Jónsson, okkur mynd-
irnar.
Það óhapp vildi til, að
skurðgrafa lenti út i Fjarð-
ará, og er ein myndin af því
er verið er að ná henni upp
úr ánni. Ekki hlutust af slys á
mönnum.
Hinar myndirnar snerta síld
veiðarnar. Þórður Jónsson er
sildveiðiskip frá Akureyri og
kom inn með 3000 tunnur ti)
Seyðisfjarðar. Er skipið drekk
hlaðið eins og sjá má. Þriðja
myndin sýnir hvar fiskitorfa
er á sundi i gangi á þilfari.
Þarna er ekki um að ræða
síld heldur hefir ufsatorfa
synt inn um lensportin á skip
inu, en það er svo hlaðið að
sjór flæðir um gangana. Skip-
ið liggur við bryggju á Seyð-
isfirði.
Þingi Sambands ísl. barna
kennara lauk á sunnudag
ÞINGI Sambands íslenzkra
barnakennara lauk síðdegis á
sunnudag. Á þinginu yoru sam
þykktar ítarlegar ályktanir um
launa- og kjaramál og ennfrem
ur lagðar fram tillvgur um skip
an skólamála. Var samþykkt að
vísa þeim til milliþínganefndar
samtakanna, en h.ín leggur end
anlegar tillögur fyrir mennta-
málaráðherra.
í stjórn Sambands íslenzkra
barnakennara til næstu tveggja
ára voru kjörnir: Skúli Þor-
steinsson, en hann var endur-
kjörinn sem formaður, Gunnar
Guðmundsson, skólastjóri Laug
arnesskóla, Páll Guðmundsson,
skólastjóri Mýrarhúsaskóla á Sel
tjarnarnesi, Ingi Kristinsson,
skólastjóri Melaskóla, Þórður
Kristjánsson, kennari, Þorsteinn
Sigurðsson, kennari við Mela-
skóla og Svavar Helgason, kenn
ari við Breiðagerðisskóla. Ár-
sæll Sigurðsson, sem um árabil
hefur átt sæti í sambandsstjórn-
inni baðst undan endurkjöri, en
hann hefur um langt árabil starf
að fyrir samtökin.
Tveir aldraðir kennarar voru
gerðir að heiðursfélögum, þeir
Ingimar Jóhannesson, fyrrum
fulltrúi fræðslumálastjóra og
Guðjón Guðjónsson, fyrrum
skólastjóri í Hafnarfirði. Þeir
voru hvor um sig, formenn sam
takanna um árabiL