Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. júní 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
EINS og frá var skýrt í frétt
blaðsins í gær var mjög fjöl-
mennur fundur haldinn á
Selfossi í fyrrakvöld, þar sem
bændur ræddu um innvigtun-
argjald það, sem sett hefir
verið á mjólk bænda, sem
lögð er inn í Mjólkurbú Flóa-
manna. A fundinum var deilt
hart á Framleiðsluráð land-
búnaðarins fyrir framkvæmd
ir þess.
Fundinn sat formaður Stéttar
sambands bænda, Gunnar Guð-
bjartsson, og flutti hann langa
skýringarræðu um verðlagsmál-
Við setningu fundarins á Sslfossi. Lárus Ág. Gíslason í ræðustóli. Fundarstjórar t.v. Guð-
mundur Guðmundsson Evri-Brú og Jóhannes Sigmundsson, Syðra-Langholti. Að baki ræðu-
manns: Stefán Jasonarson, Gunnar Guðbjartsson og Pétur M. Sigurðsson.
Mótmæla ráistöfunum
Framleiðsluráis
in og þróun þeirra á undan-
förnum árum.
Þá töluðu fundarboðendur,
Lárus Ág. Gíslason, Stefán Jas-
onarson, Guðmundur Eyjólfsson
og Pétur M. Sigurðsson. Auk
þeirra töluðu svo Sigurjón Páls-
eon, Ölver Karlsson, Sigurgrím-
ur Jónsson, Páll Diðriksson,
Gisli Hannesson, Erlendur Árna-
son, Elís Sveinsson, Kjartan Jóns
son, Sigurgrimur Jónsson; aftur,
Kristinn Helgason, Vigfús Ein-
arsson og Gunnar Stefénsson.
Gunnar Guðbjartsson talaði á
ný og svaraði fyrirspurnum og
gerði nokkrar athugasemdir. Þa
talaði Björn Einarsson og ioks
Pétur M. Sigurðsson, Stefán Jas-
onarson og Lérus Ág. Gislason.
Nýr bæjorstjóri
ó Húsovík
Húsavík, 8. júní.
FYRSTI fundur hinnar nýkjörnu
bæjarstjórnar Húsavíkur var
Kaldinn í dag. Samstaða hefur
náðst um stjórn bæjarmála næsta
kjörtímabil milli Alþýðuflokks-
ins, Sjálfstæðisflokksins og ó-
háðra kjósenda. Bæjarstjóri var
kjörinn Bjöm Friðfinnsson lög-
fræðingur hjá borgardómara í
Beykjavík, og tekur hann við
starfinu í haust. Forseti bæjar-
Stjórnar var kjörinn Guðmundur
Hákonarson (A), fyrsti varafor-
seti Ingvar Þórarinsson (S) og
annar varaforseti (óh.). í bæjar
ráð voru kjörnir Ásgeir Krist-
jánsson (Óh), Ingvar Þórarins-
son (S) og Karl Kristjánsson (F)
— Fréttaritari.
Brutust inn n
þremur stöðum
I FYRRINÓTT um kl. 3 var
brotizt inn í veitingahúsið Múla
kaffi og var farið inn í fyrir-
tækið um bakdyr. Farið var í
peningakassa fyrirtækisins og
þar stolið 9000 krónum, sem
gleymzt hafði að taka úr hon-
nm kvöldið áður.
Þá var sömu nóttina, en
skömmu síðar brotizt inn í fyr-
irtækið Mót og stansar við Suð-
urlandsbraut skammt neðan við
Múlakaffi en ekkert tekið þar
af verðmæti. Brotin var síðan
rúða í þriðja fyrirtækinu skammt
frá og voru nátthrafnarnir tekn
ir höndum við iðju sína. Höfðu
tveir vegfarendur orðið varir
við hávaða' og gert lögreglunni
aðvart. Hér var um tvo unglinga
aö ræða.
sem af hálfu fundarboðenda
þökkuðu mikla fundarsókn.
Fundinum hafði borizt skeyti
frá héraðsnefnd Eyfirðinga og
var það í bundnu máli og var
svarað á sama hátt.
Franskt eftir-
litsskip væntan-
legt hingað
EINS og undanfarin ár mun
franska fiskveiðaeftirlitsskipið
„COMMANDANT BOURDAIS"
heimsækja Reykjavíkurborg dag
ana 11. til 14. júní n.k.
Skip þetta hefir fengið það
hefðbundna hlutverk að aðstoða
fiskiskip við veiðar á fjarlægum
miðum. Umsjónarsvæði Comm-
andant Bourdais er helzt fiski-
miðin við Nýfundnaland, Græn-
land og í Berentshafi.
Commandant Bourdais er bú-
inn fullkomnum uppskurðar-
tækjum, tannlæknastofu og
sjúkrastofum fyrir fiskimenn.
Lengd skipsins er 103 metrar
og breidd 11,50 m. Það er 2000
smálestir og hraði þess 26 hnút-
ar.
Almenningi verður leyft að
skoða skipið sunnudaginn 12.
júní milli kl. 14 til 17.
Aden, 8. júní — NTB —
Fjórir Arabar og einn Breti
hafa farizt og fimmtán særzt
af öldum skemmdarverka í
Aden síðustu daga, að því er
hernaðaryfirvöld í Aden upp-
lýstu í dag.
Loks skilaði fundurinn frá sér
samhljóða áiyktun svohljóðandi:
„Almennur fundur bænda á
Suðurlandi haldinn á Selfossi
þann 7. júní 1966 mótmælir narð
lega þeirri kjaraskerðingu, sem
ákvörðun Framleiðsluráðs land-
búnaðarins kemur til með að
valda mjólkurframleiðendum, ef
ekkert verður að gert.
Fyrir því skorar fundurinn á
Framleiðsluráð og ríkisstjórnina
að semja um lausn, sem bændur
geta við unað.“
Auk þessa kaus fundurinn og
samhljóða fimm menn úr hverri
þeirra sýslna, sem hlut eiga að
Mjólkurbúi Flóamanna sem hér-
aðsnefndir til viðræðna við opin
bera aðila um þessi mál.
Af hálfu Skaftfellinga voru
kosnir: Siggeir Björnsson, Holti;
Jón Helgason, Seglbúðum, Ás-
geir Pálsson, Framinesi, Einar
Þorsteinsson, Sólheimahjáleigu,
Páll Pálsson, Litlu-Heiði.
Af hálfu Árnesinga: Pétur M.
Sigurðsson, Austurkoti; Stefán
Jasonarson, Vorsabæ; Sigmundur
Sigurðsson, Syðra-Langholti; Jón
Jvarsson Skipum; Guðmundur
Guðmundsson, Efri-Brú.
Af hálfu Rangæinga: Lárus
Ágúst Gíslason, Miðhúsum; Ölver
Karlsson Þjórsártúni; Sigurður
Haukdal, Bergþórshvoli; Sigur-
jón Pálsson, Galtalæk; Magnús
Guðmundsson, Mykjunesi.
Fundi þessum lauk kiukkan
rúmlega 3 í fyrrinótt og höfðu
umræður verið fjörugar og all-
hart deilt á ráðstafanir Fram-
leiðsluráðs, en almennri verð-
bólguþróun í landinu kennt um
hvernig komið væri.
Lengri og skemmri
ferðir Farfugia í sumar
FARFUGLINN tímarit Banda-
lags íslenzkra Farfugla, 1. tbl.
10. árgangs, er nýlega komið út.
Meðal efnis í ritinu má nefna
ferðaáætlunina fyrir sumarið.
Áætlaðar eru 25 einsdags- og
helgarferðir, og tvær lengri
sumarleyfisferðir.
Önnur sumarleyfisferðin verð
ur á Fjallabaksvegi Syðri og
nyrðri, í ferðinni verður einmg
komið að Langasjó og gengið á
Sveinstind. Lengri ferðin verður
í Arnarfell hið mikla. Ástæða er
til að vekja sérstaka athygli á
þeirri ferð, þangað var ekki
farið síðastliðið sumar, en sú
ferð hefur ávallt notið mikilla
vinsælda, og er nú tekin upp
Halldór Jónsson hæst
ur Ólaisvíkurbáta
Ólafsvík, 8. júní.
SÍÐUSTU netabátar hættu veið-
um 20. maí s.I. og var þá heildar-
aflinn á vertíðinni 1966 orðinn
9487 lestir í 953 róðrum, en var
í vertíðarlok 1965 9197 lestir i
902 róðrum.
Aflahæstu bátar á vertiðinni
voru: Hglldór Jónsson 1001 tonn
í 75 róðrum, skipstjóri Leifur
Halldórsson. — Valafell 902 tonn
í 79 róðrum. Jón Jónsson 864
tonn í 72 róðrum. Steinunn 813
tonn í 72 róðrum. Sveinbjörn
Jakobsson 812 tonn í 65 róðrum.
Stapafell 808 tonn í 61 róðri. Jón
á Stapa 624 tonn i 58 róðrum.
Héðan munu 5 bátar fara til
síldveiða sunnanlands og austan
og eru það færri bátar en í fyrra.
Sjómenn eru nú að útbúa báta
sína á dragnótaveiðar, sem munu
hefjast um miðjan júní.
Einn bátur er byrjaður á hum-
arveiðum, en afli verið tregur
það sem af er. Tveir bátar munu
sennilega verða gerðir út á troll
í sumar og munu byrja á næst-
unm. Margar trillur hafa verið
á handfæraveiðum í vor og með
iangflesta móti. Hefur afli verið
mjög góður það sem af er, allt
að tonni á færi yfir daginn.
Hrognkelsaveiði hefur verið
nokkur hér 1 vor og jafnvel með
bezta móti og hafa sennilega all
flestir Ólafsvikurbúar fengið að
bragða á hinum gómsæta fiski,
aldrei þessu vant.
Skipakomur hafa verið alltíð-
ar að undanförnu, að lesta fisk
og fiskafurðir svo sem fiskimjöl,
frystan fisk. skreið og saltaða
gotu o.fl.
I í ferðaáætlunina að nýju. f
Arnarfellsferðinni verður auk
j þess farið í Vonarskarð og
gengið á Bárðarbungu i Vatna
í jökli, ef veður og ástæður leyfa.
í helgarferðunum er helzta ný-
mælið ferð á Hattfell og Enstrur
j og 17 .júní ferðin í Ljósufjöll og
Drápuhlíðarf j all.
Ólafur Björn Guðmundsson
skrifar aðra grein sína um ís-
lenzkar jurtir, fjallar hann að
þessu sinni um hnoðrana.
í blaðinu ræðir Óttar Kjart-
ansson við Sigurjón Rist, vatna-
mælingamann, um vetrarferða-
lög. Snýst talið meðal annars
um farartæki og ferðabúnað, og
ýmis atriði, sem varast ber í
slíkum ferðalögum. Sigurjón
leggur mikla áherzlu á hættu þá,
sem stafað getur af vatni sem
safnast oft í djúpa polla á
hraunasvæðunum, þar sem af-
rennsli vatnar á yfirborð lands-
ins. Er mjög erfitt að varast
þessa pitti, þegar þeir eru huld-
ir ís- og snjólagi. Hann segir
þetta svo algengt fyrirbæri á há-
lendinu, að merkilegt megi
teljast, að þetta skuli ekki hafa
valdið alvarlegum slysum.
í blaðinu er skemmtilegt dag-
bókarbrot eftir Björgvin Ólafs-
son, veðurathugunarmann á
Hveravöllum. Segir hann þar
frá lífi þeirra einbúanna inni á
hálendinu, sem ekki reynist eins
einmanalegt og margur gæti
haldið.
Annað ef ni í blaðinu, eru
fréttir frá aðalfundum Farfugla
deildar Reykjavíkur og Banda-
lags íslenzkra Farfugla, og smá-
letursdálkurinn „Úr malpokan-
um“.
ST.USTimii
Tímiim, Þjóöviljinn
og Vietnam
Fyrir nokkrum dögum var í
þessum dálki vakin athygli á
skrifum eins ritstjóra Þjóðviljans
um Vietnam-málið, þar sem hann
hélt því fram að ekkert dagblað
á ísiandi ræddi Vietnam-málin á
„heiðarlegan“ og „frjálslegan"
liátt, nema Þjóðviljinn. En þessi
ritstjóri er ekki einn um það að
hrífast af eigin verkum. í Tím-
anum í gær er fjaliað um þetta
mál, og þar segir:
„Sannleikurinn er sá, að ekk-
ert blað hefur birt meira af fræð-
andi efni um styrjöldina í Viet-
nam og hlutlegt mat á ástand-
inu þar en Tíminn. Undanfarna
mánuði hafa birzt tvær til þrjár
valdar greinar á viku í blaðinu,
þar sem styrjaldarrekstur Banda
rikjamanna hefur verið gagn-
rýndur, og tekið undir þau öfl
í Bandaríkjunum sem vinna að
því að knýja fram stefnubreyt-
ingu Bandaríkjastjórnar. Hins
vegar ætlar Timinn sér ekki þá
dul að skrif blaðsins muni leysa
þetta erfiða vandamál
Hér eru sem sé hafnar hinar
hörðustu deilur milli þessara
tveggja blaða um það, hvort
þeirra skrifi af meiri vizku um
Vietnam, og verður gaman að
fylgjast með áframhaldi þeirra.
Um þetta má vissulega segja, að
sæll er hver í sinni trú.
„Nýr kafli“
Kommúnistar hér á landi hafa
jafnan verið bjartsýnir menn,
þótt fylgi þeirra og áhrif hafi
farið þverrandi og dvínandi með
hverju árinu sem liðið hefur. En
a.m.k. einu sinni á ári byrjar
Þjóðviljinn að skrifa um það að
„nýr kafli“ sé að hefjast í ís-
lenzkri stjórnmálasögu, „ný
sókn“ róttækrar verkalýðshreyf-
ingar sé hafin og svo framvegis.
í fyrrasumar hófust þessi skrif,
þegar síldarflotinn sigldi að
landi, og nú er kommúnistum
mikið í mun að túlka kosninga-
úrslitin á þennan hátt, enda segir
Þjóðviljinn í gær: „Kosningasig-
urinn getur boðað, að nýr kafli
í íslenzkri stjórnmálasögu sé að
i hefjast, ný sókn róttækrar verka-
lýðshreyfingar gegn vinnuþrælk-
I un, arðráni og okri, sókn þjóð-
I ræknismanna, sem ekki ætla að
una smán herstöðva og dátasjón-
varps, sókn þeirra þjóðfélagsafla,
sem heimta jsland frjálst af arð-
I ránsokri erlendra auðhringa. I
| stórsókn er alltaf liðsvannt, «g
í Alþýðubandalaginu er verkefni
fyrir hvern þann, sem ekki vill
standa kyrr og tvíráður, heldur
skilur nýjum skilningi, að einnig
hann á verki ólokið".
í sjálfu sér er engin ástæða
til þess að amast við því þó
að kommúnistar hér á landi, sem
vissulega hafa orðið fyrir marg-
víslegum vonbrigðum á lífsleið-
inni, enda ekki til annars stofnað,
séu nú haldnir árlegri óskhyggju
sinni um „nýja sókn“. En ósköp
er nú hætt við, að raunveruleik-
inn sé svolítið annar — ekki sá
sem kommúnistar reyna að halda
fram.í blaði sínu, heldur hinn,
að sundrungin í Alþýðubanda-
laginu hefur blossað upp á ný,
og hefur líklega aldrei verið
eins harðskeytt og hún verður
á því ári, sem er til þingkosn-
inga, þvi að nú er um líf og
dauða að tefla fyrir klikurnar
i Alþýðubandalaginu, hverja um
sig. Þetta er sá kaldi raunveru-
leiki, sem kommúnistar standa
frammi fyrir, og þeir eru alls
ófærir um að hefja „nýja sókn“
af þeim sökum.