Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 9 júní 1966 MORGUNBLADID 19 Landbúnaður — SveStirnar — Landbúnaður ■■1 S. ' ■■ * ' Hvers þarfnast sveitirnar mest? eftir Guðjón. Jósefsson, Ásbjarnarstöðum LANDBÚNAÐARMÁLIN eru mjög á dagskrá og er sízt að lasta. Virðast þau skapa mikinn vanda í þjóðfélaginu, sem vex því meir í augum, að ýmsir líta þau ekki í réttu ljósi og rekja þangað fleiri vandkvæði, en rétt er. Vandamálin blasa auðvitáð allsstaðar við, þannig hefur það gengið frá öndverðu og við þau losnum vi'ð seint. Breyttir tímar skapa ætíð ný viðhorf, leiða fram önnur og breytt sjónarmið, færa hverjum tíma ný og ný verk efni og vandamál í fang. Fyrir þessum staðreyndum má ekki glúpna, heldur leita nýrra úr- iræða og þeirra leiða, sem líkleg- astar eru til góðs árangurs. í þessu er landbúnaðurinn au’ðvit- að engin undantekning og víðar í löndum munu mál hans nokkuð umdeild, svo ekki er alveg um einsdæmi að ræða hér. Hver eru svo þessi vandamál nú og hvernig verður þeim ráðið til farsællar lausnar? Vandamálin eru, skilst mér, aðallega: niðurgreiðslur á verði búvöru og uppbætur á útfluttar landbúnaðarvörur. Greiðslur þess ar hafa að undanförnu farið hækkandi frá ári til árs, eins og annað á landi hér, með þeim af- leiðingum að landbúnaðurinn virðist orðinn hálfgerð Grýla í augum sumra manna, sem ógnar jafnvel þjóðfélaginu í heild. Er talað um offramleiðslu á búvör- um og mjög á orði haft hversu marga’r milljónir renni til þess- arar framleiðslugreinar frá ríkis búinu, þar með taldar niður- greiðslurnar, sem þó er meir en hæpið áð færa allar landbúnað- inum til tekna. Raunar er vitað, að innfluttar búvörur væri yfir- leitt unnt að selja hér ódýrara en okkar, yrði að því ráði horfið. Þar væri þó margs að gæta, m.a. færi til þess álitleg gjaldeyris- fúlga árlega, hvaðan sem hún ætti að koma. Tvær heimsstyrj- aldir hafa gengið yfir, með stuttu millibili, sem vafalaust hefði torveldað slíkan innflutn- ing, ef um hefði verið að ræða, svo ekki sé fastar áð orði kveðið og enginn veit hvað verða kann. Annað mál er það, hvort við eigum að framleiða búvöru um- fram eigin þarfir, meðan ekki fæst kostnaðarverð fyrir þær á erlendum markaði. Náttúrlega er langt frá æskilegt að borga með útflutningsvörum héðan, þótt það sé varla einsdæmi. Svo er á að líta, að ekki þurfa mörg vandræ’ðaár að koma til þess að dragi úr framleiðslunni svo, að hún fullnægi aðeins innanlands- þörfum og gæti farið lengra nið- ur. En um það held ég að flestir verði að lokum sammála, að full- nægja þurfi jafnan innlendri neyzluþörf. Stefna ber þó auðvit- að að því eftir föngum, að lækka framleiðslukostnaðinn. Þarf að í- huga sem bezt alla möguleika til þess. Kemur þar vafalaust margt til og ætla ég að það sé hvergi nærri rannsakáð til hlítar. Benda má á atriði sem máli skiptir: Auka þarf vísindalegar rann- sóknir í þágu landbúnaðarins og veita bændum hagfræðilegar leiðbeiningar, sem nú skortir al- gerlega, auk þess sem efla þarf Kirkjan og sveitin: Garðar á NÚ er hið fornfræga prestsetur og kirkjustaður, Garðar á Álfta- nesi, mjög á dagskrá. Ber tvennt ■til: Þriggja alda minning Meist- ara Jóns, sem fæddur var í Görð- um og prestur þar um sinn. Og í annan stað, að nú hefur verið endurreist bæði Garðakirkja og Garðaprestakall. Margir merkis- klerkar hafa setið í Görðum, tólf þeirra verið prófastar. Einna kunnastur er sr. Árni Helgason, •tiptprófastur að nafnbót, er gegndi tvívegis embætti biskups. Um hann segir Gröndal í Dægra- dvöl, að hann hafi verið „ein- hver hinn fullkomnasti maður, •em hugsast getur. Hann var í því jafnvægi lífsins, sem mjög fáir ná“. Eftirmaður sr. Árna í Görðum Álftanesi var sr. Helgi Hálfdánarson, síðar lektor. Og kom þar inn í „kulda- belti“ skynsemistrúarinnar. „En það sem einkum stóð hinu and- lega lífi fyrir þrifum þar í prestakallinu var örbirgðin, sem allur þorri manna átti við að búa í tómthúsunum, bæði á Nesinu og einkum í Hamarfirði. Baráttan fyrir lífinu fæddi af sér hið mesta áhugaleysi um allt, sem ekki snerti munn og maga“. (Dr. J.H.). Nú er öðruvísi um að lit- ast í villuhverfunum í Garða- hreppi. Síðasti prestur í Görðum var sr. Árni Björnsson. Hann fluttist þaðan til Hafnarfjarðar 1928. Þá fékk Guðmundur Björnsson ábúð á Görðum. Hefur hann búið þar síðan. hverskonar leiðbeiningaþjónustu. Það fyrirkomulag, að sami maður annist margþætt ráðu- nautsstörf á einhverju afmörk- uðu svæði, er alveg fráleitt. Fleiri ráðunautar þurfa að starfa saman á stærri svæðum ,hver með sitt ákveðna verkefni, einn leiðbeinir á tæknisviði, annar annast jar'ðræktina o. s. frv. Sér- pukur búnaðarsambandanna þarf að hverfa úr sögunni. Þá þarf af festu og skilningi að vinna að skipulegri framleiðslu- háttum og aukinni fjölbreytni í framleiðslu. Má vera að þetta sé, eins og nú háttar, eitt hið nauð- synlegasta úrlausnarefni í þágu landbúnaðarins. Það er viðurkennt, að bændur leggja yfirleitt hart að sér og neita sér um margt. Á það ekki einasta við hérlendis, heldur víða um lönd. Lengi var baráttan von laus fyrir marga, eða vonlítil. Sá tími er liðinn. Vi’ð eygjum vissu- lega aðra framtíð, með léttari störf, nokkrar tómstundir og batnandi lífskjör. Þessir tímar eru að nokkru gengnir í garð, og þeir færast yfir í ríkara mæli, sé samtaka að því unnið, en sízt með víli og voli. Úrtölumennirn- ir, sem oft má heyra til, vinna sveitunum hið mesta ógagn, hver sem meiningin þeirra kann að vera. Þeirra leið liggur ekki til velfarnaðar, hún leiðir ekki úr vandanum, heldur lendir þar í blindgötu bölsýnis og úrræða- leysis. Lífið og starfið í sveitum landsins fellur ekki steinrunnið eftir einhverjum afmörkuðum farvegi, fremur en aðrir þættir þjóðlífsins. Færi svo, kæmi kyrr staða, sem leiddi til hnignunar. Bágt ástand Rangárþing er eitt mesta land- búnaðarhérað á íslandi. Þar drýp ur nú smjör af hverju strái, eins og raunar um allar sveitir. Fyrir einni öld var ólíkt um að lítast austur þar. Þaðan var Þjóðólfi skrifað 25. jan. 1868 á þessa leið: „Mest er neyðin, eftir þvi sem næst verður komizt hér í sýslu undir Eyjafjöllum, í Austur- Landeyjum og Fljótshlfð. Á sömu leið segja ferðamenn að austan, og hefir oss verið sagt, að þeir séu eigi allfáir þar eystra, er séu að skera sauðkindur sínar til bjargar. Margir sé þeir, er skor- ið hafi hesta um nýárið og hafi átu þeirra til lífsframdráttar, og á 12—15 bæjum í Austur-Land- eyjum hafi fyrir skömmu lítið matarkyns fundizt, en á einum alls ekkert, eða svo gott sem ekk- ert. Úr Skaptafellssýslu höfum vér eigi glöggvar fregnir fengið, en þó er Mýrdalurinn talinn illa staddur. í Vestmannaeyjum er nú sagt kornlaust orðið, nema það, sem kaupmenn þar ætli eyjabú- um og útróðramönnum." Góð er eyjabeitin HVERSU góð sauðaganga hafi verið í eyjunum má ráða af því, að ég keypti seint á sumri (í ágúst) nokkrar magrar kvíaær sunnan úr Miklaholtshrepp, hverja á tvo rd., skar eina þeirra, og í henni voru 2 merkur mörs, hinar henni líkar lét ég út í eyj- arnar. Eftir mánaðartíma tók ég ærnar og skar þær og þá voru þær með 16 mörkum mörs og engu lakari á holdið. Síðan lét ég lömb út í eyjarnar, og gengu þau þar fram undir þorra, og voru þá eins og veturgamlar kindur á hausti. (Páll Melsteð). HÖFUNDUR þessarar greinar, Guðjón Jósefsson, er fæddur 1909. Hann lauk námi í Núps- skóla 1932, hóf búskap á hálfri jörðinni Ásbjarnarstöðum á Vatnsnesi 1939 og hefur búið þar síðan. Guðjón hefur starf- að mikið að félagsmálum, ver- ið í hreppsnefnd og sýslunefnd og hreppstjóri hin síðari ár. Hann hefur setið um skeíð á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokk inn sem varamaður. Kona Guðjóns er Sigrún Sigurðar- dóttir frá Katadal. Þá er komið í ófæruleið úrtölu- mannanna. Það, sem máli skiptir fyrir sveitirnar er, hvort þar eigi að þróast sjálfstæður bændabúskap- ur eða ekki. Bóndi er og á að vera bústólpi og bú landstólpi. Skorti á það, er að grafa um sig veila, sem haft getur alvar- legar afleiðingar. Sveitirnar hafa haft, hvað sem öðru líður, menn- ingargildi í þjóðlífinu og þær eiga að hafa það framvegis. Til þess þarf menn og konur með trú á manngildið og mátt mold- ar og svo ungt fólk, sem byggir sína sveit og treystir á sitt land. Þetta fólk hefur verið til og er það enn. Það þarf að njóta skiln- ings og sanngjams stuðnings þjóðfélagsins í starfi sínu. Hvort- tveggja virðist mér í rauninni fyrir hendi og allra sízt ætti að standa á samstarfsvilja hjá okk- ur, sem sveitirnar byggjum. (Grein þessi hefur því miður beðið birtingar nokkurn tima). Bjargheyið Brún Látrabjargs er víða allvel gróin. Var heyjað þar frá Látr- um í gamla daga. Nú er því löngu hætt. Oft var ekki byrjað á þeim heyskap fyrr en eftir göngur og réttir á haustin, því illt þótti að þurrka bjargheyið framan af sumri. Grasið var því látið spretta úr sér. En að haustinu var það slegið í góðu veðri og reitt af Ijánum beint heim í garð. Hitnaði í því og ázt ekkert hey betur. — Heyverkunaraðferðir á íslandi hafa verið margar, og virðast allar hafa gefizt vel. — Reynslan — hún er góður kenn- ari. — I LJÁFARINU HVER skyldi hann vera, þessi töfrasproti? Þannig var oft spurt í bernsku þegar lært var í skólaljóðum Þórhalls biskups þessi alkunna vísa Jóns Ólafssonar: Hér er nóg um björg og brauð berirðu töfrasprotann. Þetta land á ærinn auð ef menn kunna’ að nota’ hann. Nú er víst ekki neinn vafi á því hver töfrasprotinn er. Það er tæknin, vélarnar og verkkunn- áttan til að nota þær þannig, að auður landsins komi börnum þess að sem mestum og beztum notum. Aldrei hefur það sann- azt eins vel og nú, að hér er nóg um björg og brauð. Allt fram á síðustu ár hefur samt verið talað um það, a’ð ísland sé á mótum hins byggilega og óbyggilega á jarðarkringlunni. Sé það rétt, bera lífskjör fólksins sannarlega órækan vott um það, hve vel þjóðin kann að beita töfrasprot- anum. Þannig hefur þetta alltaf verið síðan við fórum að ráða málum okkar sjálf þótt örastar hafi framfarirnar verið þessi ár- in, sem viðreisnarstjórnin hefur verið við völd. Aldrei hafa lífs- kjörin verið rýmri, aldrei hefur fólkið getað veitt sér eins mikið af þessa heims gæðum. Þetta hljóta allir að viðurkenna. Þetta finnur hver og einn hjá sjálfum sér og þetta blasir við augum allt í kringum okkur, því að þetta eru staðreyndir daglegs lífs. Það er erfitt verk og illt, sem þeir menn verða að vinna, sem hafa tekið að sér að neita þess- um staðreyndum. Það sannast á leiðarahöfundum stjórnarand- stöðublaðanna, að það verður að gera fleira en gott þykir. En stundum hrekkur sannleikurinn út úr þeim alveg ósjálfrátt, eins og ritstjóra Þjóðviljans, sem kom á Alþing (sem varamaður) og fór að halda þar ræðu eins og lög gera ráð fyrir. Og þar kom ræða hans, að hann sagði: „Og efnahagslega séð erum við betur færir til þess en nokkru sinni fyxr að ráðast í ný verkefni". Þetta er vitanlega hverju orði sannara. En í þessu sambandi verðum við að hafa það fast í huga, að efnaleg velmegun er ekkert takmark í sjálfu sér, hjrorki fyrir þjóð né einstakling, heldur meðal til andlegrar lífs- nautnar, menningarlegs þroska, þeirrar farsældar, sem er í innsta eðli sínu óháð ytri kjörum. Margur mun nú minnast þeirra orða Einars Ben., að „hér sé ei stoð að stafkarlsins auð .Nei, stórfé, Hér dugar ei minna". En það er sama hversu mikið fé við eignumst: Fyrir andans framför eina, fólksins hönd er sterk. G. Br. fyrir skrifstofu og lager óskast (hrein- legar vörur). Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „SL — 9969“. ATVIIMNA Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða röskan og reglusaman mann til lager- og útkeyrslustarfa. Þeir, sem áhuga hafa á starfi þessu leggi nöfn sin ásamt upplýsingum um fyrri störf í afgr. Mbl., merkt: „Atvinna — 9541“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.