Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 5
rimmtudagur 9. júní 1966
MORGUNBLADIÐ
5
í Noregi er iitið á íslendinga sem
brautryðjendur í innanlandsflugi
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
EINN af þátttakendum í norr-
ænu veffurfræðiráðstefnunni,
eem fram fer í Reykjavík þessa
dagana og sagt hefur veriff frá
í Morgunblaðinu, er Petter
Dannevig, yfirmaffur veffur-
stofunnar á Fornebu-flugvelli
viff Oslo, en Dannevig er flug-
veðurfræðingur að mennt.
Hvernig er starfsemi veður-
stofunnar á Fornebuflugvelli
háttað?
I>etta er ekki veðurstofa eins
og t.d. sú, sem er hér í Reykja-
vík, því við vinnum eingöngu
fyrir flugþjónustima. Við fáum
sendar allar venjulegar upplýs-
ingar frá þeim u.þ.to. löO veður-
athugunarstöðvum, sem eru um
allan Noreg og að auki fáum við
svo upplýsingar víðs vegar að,
t.d. fáum við á þriggja klst.
fresti spár frá íslandi, frá stöð-
um eins og Vestmannaeyjum,
Keflavík og Reykjavík. Við er-
um í radiosamtoandi við allar at-
hugunarstöðvarnar í Noregi og
fáum frá þeim athuganir, sem
aldrei eru eldri en 45 mín. Á
þriggja klst. fresti koma svo til
okkar venjulegar lendingarspár
frá ýmsum veðurstöðvum. Það
svæði, sem við fáum spár fyrir
afmarkast í austri af Moskvu, í
vestri af Shannon, í suðri af
Cairo og Bödö í norðri, þannig
að ef einhver flugmaður kemur
til okkar á Fomebu og æskir
upplýsinga um aðstæður á ein-
hverjum flugvelli innan bessa
svæðis, þá getum við gefið þær,
yfirleitt mjög nákvæmar.
Hver er helzti munur á upp-
lýsingum, sem flugmenn æskja
og þeim, sem berast til eyrna
almennings?
Þær upplýsingar, sem flug-
tnennirnir sækjast eftir, eru að
sjálfsögðu bundnar við flugið
sjálft, flugtak og lendingu og
þannig töluvert annars eðlis en
þær upplýsingar, sem t.d. bænd-
ur þurfa á að halda. Þeir vilja
fá upplýsingar um ísingu, óró-
leika í lofti, háloftavinda,
6kyggni og skýjahæð. Óróleiki í
lofti ísing og vindhraði hafa
áhrif á flugið sjálft, en skyggni
og skýjahæð á flugtak og lend-
ingu.
Þróun í veffurfræffi ör.
Hvernig hefur þróun verið í
veðurfræði, miðað við aðrar
greinar vísinda?
Við verðum þar að greina á
milli veðurathugana og veður-
fræðinnar sem vísindagreinar og
jafnframt hafa það í huga, að
veðurfræðin er tiltölulega ung
vísindagrein, varla mikið meira
en aldargömul, en að undanfömu
hefur þróunin verið mjög ör.
Það er eitt helzta vandamálið á
sviði veðurfræði, að veðrið þekk
ir engin takmörk og er ekki
kyrrt á einum stað stundinni
lengur. Það er ekki unnt að
taka ákveðið „magn“ af veðri
og athuga það náið, því eftir
augnatoilk er það komið á a)lt
annan stað og orðið allt öðru-
vísi. Einmitt af þessari ástæðu
er mjög fullkominnar tækni þörf
til að veðurfræðin fái þróazt og
geti fylgzt með veðrinu á fleiri
en einum stað er grundvallar-
skilyrði. Forsenda þess að það
sé unnt, er fullkomin radio-
tækni, en einmitt á því sviði
hafa undanfarið orðið miklar
framfarir. Ástæðan til þess, að
veðurfræðin sem slík er ung
vísindagrein, er sú, að fyrir fá-
einum áratugum var radiotækn-
in ekki komin á það stig, að unnt
væri að nota hana að gagni til
rannsókna á sviði veðurfræði.
Fyrr á öldum gátu vísinda-
menn í greinum eins og stjörnu-
fræði látið sér nægja að standa
á einum stað og athuga gang
himintunglanna og þannig náð
allmiklum árangri í grein sinni,
en það er ekki fyrr en unnt var
að skiptast á upplýsingum milli
landa, að veruleg þróun fer að
verða á sviði veðurfræðinnar.
Annars hefur þekkingin á and-
rúmsloftinu verið geysimikil að
undanförnu með tilkomu eld-
flauga, gerfihnatta og veðurat-
hugana úr flugvélum. Hér í
Keflavík er t.d. mjög fullkomin
veðurathugunarstöð, þar sem
framkvæmdar eru rannsóknir í
háloftunum með því að senda
upp loftbelgi.
Hvers eðlis eru þær upplýs-
ingar, sem loftbelgirnir senda til
jarðar?
Með sendingu þeirra upp í há-
loftin, fást tvenns konar upplýs-
ingar. í fyrsta lagi eru það upp-
lýsingar, sem berast með sjálf-
virkum útvarpssendingum frá
belgjunum sjálfum um mæling-
ar á þrýstingi, hitastigi og raka.
Belgirnir komast allt upþ í 10
millibar eða u.þ.b. 30 km. hæð
og allan tímann á leiðinni upp,
senda þeir þessar upplýsingar til
jarðar. í öðru lagi fást svo upp-
lýsingar um vindhraða með því
að fylgjast með reki þeirra und-
an vindi. Með ákveðnu milii-
bili er staða belgsins fundin með
aðstoð radar- eða radiotækja og
þannig finnst staða þeirra og
um leið vindhraði.
Spár langt fram í timann
ólíklegar.
Nú er það sjálfsagt ósk flestra,
að unnt verði að gera sæmilega
öruggar spár alllangt fram í
tímann. Hvenær haldið þér, að
hægt verði að segja til með
öryggi um veðrið eftir t.d. 10—14
daga?
Petter Dannevig
Að því er flugið varðar, eru
mjög sjaldan gefnar spár til
lengri tíma en 27 klst., þó unnt
væri að gefa þær til eitthvað
lengri tíma. Venjulegar spár eru
gefnar allt að þremur dögum
fram í tímann, en hvað varðar
spár til margra vikna, þá veit
ég satt að segja ekki, hvort það
verður nokkurn tíma unnt.
Bandaríkjamenn og Bretar hafa
reynt að gera spár heilan mán-
uð fram í tímann, en um öryggi
þeirra vil ég ekki leggja dóm á.
Suma hluta árs, t.d. miðsumar
og miðvetur er unnt að gera
sæmilega öruggar spár allt að
því mánuð fram í tímann, en
aðra hluta árs er það alls ekki
unnt. Ef t.d. júlí er kaldur og
rakur, eru allar líkur á því, að
ágúst verði það líka og sama er
að segja ef janúar er kaldur,
þá eru líkur á, að febrúar verði
það einnig. Þetta eru þó aðeins
spár, sem byggðar eru á stað-
tölulegum líkum og alls ekki
öruggar. Öryggi þessara spáa
er einnig undir því komið, hvar
í heiminum þær eru fram-
kvæmdar. Sums staðar mundi
öryggið vera meira, en t.d. í
Noregi og á fslandi mundi það
vera svo til útilokað að gera spár
til svo langs tíma, því löndin eru
á mörkurn þeirra svæði þar sem
mætast heitir straumar að sunn-
an og kaldir að norðan.
Hvaða gagn höfðu veðurfræð-
ingar á Norðurlöndunf af veður-
hnöttunum Tyros, sem sendir
hafa verið á loft?
Ekki held ég, að það hafi ver-
ið ýkjamikið og að mínu áliti
átti sér ekki stað nein bylting,
þegar þeir voru sendir á loft, en
á hinn bóginn má heldur ekki
gleyma því, að með aðstoð
þeirra hafa borizt upplýsingar,
sem þörf var á. Þær upplýsingar,
sem veðurfræðingar á Norður-
löndum þurfa helzt á að halda
og hafa mest gagn af, eru miklu
fremur staðbundnar, því slíkar
upplýsingar hafa að sjálfsögðu
mesta þýðingu fyrir efnahags-
líf þjóða okkar. Það skiptir ykk-
ur íslendinga t.d. mestu að vita,
hvort veðurfar hér fari batn-
andi. Ef þið ætlið að virkja ein-
hverja stórána, þá þurfið þið að
vita, hvort hún verður full af
ís vetur eftir vetur, eða hvort
unnt er að virkja hana með ör-
yggi.
Verður ekki unnt með hinni
stórauknu tækniþróun að fækka
veðurstöðvum og stækka þau
svæði, sem hver stöð ber átoyrgð
á?
Á vissum sviðum veðurfræð-
innar hlýtur þetta að vera það,
sem stefna ber að, því takmark-
ið hlýtur að vera að koma upp
vel mönnuðum og velbúnum
stöðvum og þá verður einfald-
lega ekki þörf fyrir mikinn
fjölda stöðva. Að þessu stefnir
Alþj óðlega Veðurfræðistofnuni.i
í Sviss, en svo að vel verði, þarf
til þessarar starfsemi geysidýr
tæki, sem vart er á færi annarra
en stóhþjóða að eiga og reka. Á
hinn bóginn mun alltaf verða
þörf fyrir minni stöðvar í hverju
landi, sem veita munu og vinna
úr upplýsingum, sem stórar, al-
þjóðlegar stöðvar munu ekki
gera.
fslendingar brautryffjendur.
Hvað finnst yður sem flug-
veðurfræðing um þá þjónustu,
sem veitt er á innanlandsflug-
leiðum hér á íslandi?
Auk þess að sækja veðurfræði-
ráðstefnuna, er þetta mál ein
helzta ástæða komu minnar
hingað. í Noregi er litið á fs-
lendinga sem brautryðjendur á
sviði innanlandsflugs og «8
mínu áliti hefur Flugfélag ís-
lands unnið mikið starf og mjög
merkilegt með starfeemi sinni.
Ég held mér sé óhætt að segja,
að Flugfélagið haldi uppi reghi-
toundu áætlunarflugi til 12 staða
og það er miklu meira, miðað
við víðáttu landsins, en er í Nor-
egi. Ég er t.d. hræddur um, að
SAS mundi ekki taka það í mál
að halda uppi áætlunarflugi til
Vestmannaeyja, hvað þá heldur
til staða eins og Kópaskers «g
Hellu. Noregur og ísland «ru
þær tvær þjóðir, sem hvað mest
þurfa að byggja samgöngur sín-
ar á flugi. í snjóþyngslum á
vetrum, þegar aUir vegir eru
lokaðir, tekur það e.t.v. allt að
heilan dag að ferðast með skipi
leið, sem ekki tekur meira en
20 mínútur til hálftíma að
fljúga. Mér telst til, að á fslandi
séu alls um 100 flugvellir, og
þótt sumir þeirra séu litlir og
aðeins fyrir sjúkraflugvélar, þá
er þetta margfalt hærri tala en
í Noregi. Þar er fyrir aðeins ör-
fáum árum hafin þróún, sem
hófst hér á íslandi með bygg-
ingu flugvalla fyrir 15—20 árum.
Það eru t.d. ekki nema tvö ár
síðan hafizt var handa um að
halda uppi reglulegum flugsam-
göngum við nyrztu hluta Noregs,
og þar í landi höfum við við að
glíma nákvæmilega sama vanda
og þið fslendingar, sem er flótti
úr strjálbýlinu til bæjanna. Eina
raunhæfa svarið við þessum
vanda er að halda uppi sem tíð-
ustum flugferðum á innanlands-
leiðum.
>0 auglýsing
I útbreiddasta blafflnu
borgar sig bezt.
Jfior0jinl>laí>id
ORLANE-snyrtivörur
í dag, fimmtudag frá kl. 1 e.h. verður sérfræðingur
frá ORLANE snyrtivöruverksmiðjunum frönsku til
viðtals í verzluninni SNYRTIÁHÖLD fyrir þá, sem
vilja fá ókeypis leiðbeiningar um notkun ORLANE-
snyrtivaranna.
GJÖRIÐ SVO VEL OG LÍTIÐ INN
SIMYRTIÁHÖLD
Grensásvegi 50. — Sími 34590.