Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.1966, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐID \ Fimmtudagur 9. j&m 1966 Lægðin yfir Grænlandshaf- inu olli allhvassri SV-átt suðvestan til á landinu. Fylgdu henni S'kúrir, einkum framan af deginum. Á Aust- fjörðum var dálítil rigning, en bjartviðri og hlýtt norðan lands, víða 12 — 14 stig í innsveitum um nónleitið. Allmikil hæð er yfir Norður löndum, svo að horfur eru á suðlægri átt næstu daga og heldur vætusömu veðri f á Suðurlandi. SVFl aðili ab „Varúð á vegum" í GÆH var ahldinn að Hótel í Sögu framhaldsfundur ráðstefnu þeirrar um umferðarmál, er i frestað var 23. jan. sl., en á þeirri | ráðstefnu var samþykkt, að ' stofnuð skyldu félagssamtök á sem breiðustum grundvelli, er nefnast skyldu „Varúð á veg- um“. I lok þeirrar ráðstefnu var kosin 6 manna stjórnar- nefnd til frekari undirbúnings framhaldsaðalf undar. Á’fundinum í gær skýrði Hauk ur Kristjánsson læknir, sem er formaður nefndarinnar frá starfi hennar og þeim viðræðum er átt hefðu sér stað við þá aðila, sem nefndin taldi mikilvægt að sam- vinna næðist við, svo og þá aðila, sem ekki hefðu séð sér fært að tjá afstöðu sína til samtak- anna á ráðstefnunni í vetur. Nefndi hann þar einkum til Siysavarnafélag lslands og Fé- lag ísl bifreiðaeigenda. Bar hann síðan upp tillögu frá sfjórnarnofndinni, þar sem lagt var til að myndað skyldi fulltvúaráð, er skyldi skipað á þarui hátt, að frá Slysavarna- félagi íslarvds skyldu vera minnst 7 /ulltrúar, en það félag skyldi þó jafn»ii eiga % hluta allra . fiilltrúa í ráðinu. Frá bifreiða- | tryggiugafélögum sameigin- lega skyldu vera minnst 7 fuil- trúar, en félögin' skyldu þó jafn an eiga Vs hluta allra fulltrúa í ráðinu. Frá félagi ísl. bifreiða eigenda skyldu vera 3 fulltrúar og 1 fulltrúi frá hverju ein- stöku öðru þátttökufélagi. Töluverðar umræður urðu um tillögu þessa og frumvarp til laga fyrir samtökin er stjórnar- nefndin lagði fram. Tók þá til máls forseti Slysavarnafélags íslands, Gunnar Friðriksson, og sagði hann að stjórn félagsins hefði samþykkt að gerast aðili að samtökunum og eftir atvik- um gætu þeir fallizt á tillögu stjórnarnefndarinnar. Aðrir er tóku þátt í umræðunum voru Logi Guðbrandsson, Einar Ög- mundsson, Ólafur B. Thors, Arin björn Kolbeinsson, Stefán Björnsson, Guðjón Hannesson, Jón Rafn Guðmundsson, Sig- ríður Thorlacius, Kristján H. Þorgeirsson og Ólafur Stephen- sen. Var tillagan að loknum um ræðum, borin undir atkvæði og samþykkt með 20 samhljóða at- kvæðum. Var síðan gert fundar hlé og störfuðu þá nefndir. Var áætlað að fundi yrði fram hald ið í gærkvöldi og þá kosið í stjórn og fl. Fellibylurinn Almaveldurtjóni Havana og Key West Florida, 8. júní AP. FELLIBYLURINN „Alma“ Efling Hdskólons í undirbúningi ÞAÐ kom fram á blaðamanna fundi, sem dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra hélt í gær að ráðgert væri að ráðast í alls- herjar uppbyggingu Háskóla ís- lands á næstu 20 árum. Kvað dr. Gylfi verið að skipa í nefnd sem fjalla myndi um málið og hefðu þrir þegar ver- ið tilnefndir. Á nefndin að gera tilögur um stækkun og eflingu Háskólans. í nefndinni eiga sæti 9 menn. Tveir skipaðir af mennta mála- og fjármálaráðuneytinu, tveir formenn menntamála- nefnda Alþingis, þrír frá Há- skólaráði og tveir frá Bandalagi háskólamenntaðra manna og Stúdentaráði. Nefndin á að vera búin að skila áliti að tveimur árum liðnum og er henni heim- rlt að ráða sér ritara á laun- um. hefur valdið geysilegu tjóni, þar sem hann hefur farið um. Á Hondúras varð hann 73 mönnum að bana — þaðan stefndi hann yfir Kúbu, þar sem hann olli geysilegu tjóni á upp- skeru og mannvirkjum og síð- degis í dag skall hann á Key West í Florida með 160 km hraða á klukkustund — reif upp tré og felldi hús og önnur mannvirki. Ölduhæð jókst um 2—3 metra og gerðar voru skyndiráðstafanir til þess að flytja fólk burt af þeim svæð- um á suðvesturströnd Florida, sem lægst standa. Fellibylurinn olli, sem fyrr segir, gífurlegu tjóni á Kúbu og var neyðarástandi lýst yfir í landinu. Þegar stormurinn fór yfir Havana var hraðinn í verstu hviðunum um 170 km á klst. Tugþúsundir manna voru fluttar frá mestu hættusvæðun- um og er ekki vitað um neitt manntjón á landi. Á sjó fórst einn fiskimaður er báí hans hvolfdi. Mestu skemmdirnar urðu á ávaxtagörðum og tóbaksekrum og segir AP, að tjónið af völd- um fellibylsins sé gífurlegt áfall fyrir efnahagslíf Kúbu. I gærmorgun kl. um 8 lentu sam an stór flutningabíll og litil fólks bifreið á mótum Bústaðavegar og Klifvegar, með þeim afleiðing- um, að farþegar í fólksbílnum slösuðust, einn kvenmaður og 3 karlmenn. Voru þau flutt á sjúkrahús en meiðsl ekki talin hættuieg. KL II var ekið á barnavagn, en alvarlegt slys varð ekki. Dr. Gylfi kvað margt koma til greina, er íslendingar leggðu fram óskir sínar til stofnunarinn ar. T.d. styrkti stofnunin þýð- ingar á bókmenntum smáþjóð- anna á heimsmálin og kæmi sér þá í hug, hve lítið hefði verið þýtt af íslenzku á frönsku. Hinn franski bókmenntaheimur hefði verið nær lokaður fyrir norræn- um bókmenntum. Hér biðist ef til vill tækifæri til þess að lag- færa þetta. Þá kvað hann einnig koma til greina að fara fram á styrk til hinnar gagngeru end- urskoðunar á fræðslukerfinu, til vísinda og lista. Hong Kong, 8. júní — NTB Skriða féll í dag á skóla- hús í Kowloon í Hong Kong og varð 4 börnum og einni, konu að bana. Átján böm siösuðust meira eða minna- Formenn norrænna UIMESCO-nefnda þinga í Réykjavík í NÓVEMBER 1964 gengu Is- lendingar i UNESCO, Menningar og vísindastofnun Sameinuðu þjóðana. Aðildarriki stofnanar- innar eru nú 120 og meðal 110 þeirra starfa sérstakar nefndir, sem fjalla um málefni viðkom- andi lands og stofnunarinnar. Til þessa hefur ísland ekki haft slíka nefnd, en fyrir skömmu var skip að i hana og nefnist hún íslenzka UNESCO-nefndin. Nefndin hélt fyrsta fund sinn í gær að Hótel Sögu og ræddi þá þátttöku ís- lands almennt í stofnuninni. Nefndina skipa þessir menn: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, formaður nefndar innar; Þórður Einarsson, stjórnar ráðsfulltrúi, fulltrúi menntamála ráðuneytisins í nefndinni; Þor- leifur Thorlacius, deildarstjóri, fulltrúi utanríkisráðuneytisins; Höskuldur Jónsson, stjórnarráðs- fulltrúi, fyrir fjármálaráðuneyt- ið, rektor Háskóla íslands, próf- essor Ármann Snævarr; Vilhjálm ur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri; Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri Helgi Sæmundsson, ritstjóri, for maður Menntamálaráðs; prófess- or Magnús Magnússon, formaöur framkvæmdanefndar Rannsókn- arráðs ríkisins; Jón Þórarinsson, tónskáíd, formaður Bandalags isl. listamanna. dr. Sturla Friðrilcs- son, formaður Vísindafélags fs- lendinga; dr. Finnbogi Guð- mundsson, landsbókavörður, full trúi í nefndinni fyrir Landsbóka safn, Þjóðskjalasafn, Handrita- stofnun íslands, Þjóðminjasafn og Listasafn ríkisins; Ólafur Ein arsson, kennari, formaður Lands sambands framhaldsskólakenn- ara; Skúli Þorsteinsson, náms- stjóri, formaður Sambands ísl. barnakennara og Ingólfur þor- kelsson, kennari, fulltrúi fyrir Félag háskólamenntaðra kenn- ara. Ritari nefndarinnar er Andri ísaksson, sálfræðingur. Fundinn í gær sat ásamt nefnd armönnum fulltrúi aðalskrifstofu á föstudag stofnunarinnar í París, Pierre H. Coeytaux og formaður norsku nefndarinnar Harald L. Tveterás, yfirbókavörður háskólabóka- safnsins í Osló, en hann er kom- inn hingað aðallega til þess að sitja formannafund nefndanna á Norðurlöndum, sem halda á hér í Reykjavík næstkomandi föstudag. Coeytaux ræddi við blaðamenn að loknum fundi nefndarinnar og sagði frá skipulagi UNESCO í aðalatriðum. Hann sagði, að meginverkefni stofnunarinnar væri eins og nafnið benti til að stuðla að menningar- og vísinda samskiptum aðildarríkjanna. Þá kvað hann stofnunina annast allar upplýsingar eins og t.d. í hefði veitt fslendingum styrk til handritarannsókna 4000 dollara og væri Jónas Kristjánsson cand mag., nú á förum til þess að at- huga íslenzk handrit í Osló, Lundi og Uppsölum. Þá hefði UNESCO einnig afhent íslend- ingum ljósmyndatæki til þess að Ijósmynda islenzk handrit í er- lendum söfnum. Væri þetta fyrsta fjárveiting til Íslendinga frá því er þeir gerðust aðilar. Þá ræddi formaður norsku UNESCO-nefndarinnar Harald L. Tveterás nokkuð hagnað þann er litlar þjóðir hefðu af þátttöku í stofnuninni. Hann taldi hann mikinn og hefði reynslan orðið sú, að þær hefðu frekar verið þiggjandi en veitandi. Að lokum sagði dr. Gylfi Þ, Gíslason, menntamálaráðherra, Á fundinum að Hótel Sögu í g ær, taldir frá vinstri: Þórður Einarsson, stjórnarráðsfulltrúi, Pierre H. Coeytaux, dr. Gylfi Þ, Gíslason og Harald L. Tyeterás. sambandi við mannréttindastofn skrána. Stofnunin beitti sér fyrir skipulagðri fræðslu meðal þeirra þjóða, sem hennar þörfnuðust bæði á verklegurn og menningar legum sviðum. Á vegrnn hennar væru og haldnar ráðstefnur, þar sem aðildarríkin gætu komið saman, rætt og samræmt reynslu sína. I sambandi við menningarmál, nefndi Coeytaux, að stofnunin formaður íslenzku nefndarinnar, að tillag íslendinga til stofnunar innar næmi 0,7% af heildarfram lögum til hennar. Gilti þar sama regla og um Sameinuðu þjóðirn- ar. Nú lægi næst fyrir nefndinni að gera tillögur um fjárveitingu til íslendinga af fjárlögum stofn- unarinnar, en þau væru til tveggja ára og yrðu tillögurnar að vera tilbúnar i september, en þá hefst ársþing UNESCO í París. Nefndin á fyrsta fundi sínura í gær. (Ljósm: Ol. K. Magnússon.) íslenzk UNESCO-nefnd stofnsett

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.