Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 5
yí'immtudagur 16. Jfinl 1966
MORGUNBLADIÐ
5
Kaupmaðurinn í Sokkabúðinni
fæddist þar sem síðar var
lager búðarinnar
Rabbað við Reyni Sigurðsson
ára afmælis verzlunar
U M þessar mundir er
Verzlunin Sokkabúðin hf.
40 ára. Hún er stofnuð af
frú Söru Þorsteinsdóttur
og Sigurði Z. Guðmunds-
syni. Verzlunin tók til
starfa í einu litlu herbergi
á Laugavegi 42, en var
fljótlega stækkuð og hefir
nokkrum sinnum verið
breytt frá upphafi, en hún
hefir alla tíð verið í sama
húsinu og mun sennilega
vera elzta vefnaðarvöru-
verzlunin í borginni, sem
enn starfar á sama stað og
er jafnframt í eigu sömu
aðila sem upphaflega stofn
settu hana.
f tilefni þessa afmælis hitti
Mbl. Reyni Sigurðsson kaup
mann, en hann er sonur
þeirra frú Söru og Sigurðar.
Hann hefir nú í 5 ár verið í
stjórn Félags vefnaðarvöru-
kaupmanna..
— Ég get frætt þig um það
að ég er fæddur hérna í her-x
berginu, sem lengi var lager
verzlunarinnar, eftir að það
hafði verið svefnherbergi for
eldra minna. Það var því
nokkuð snemma, sem ég fór
að hafa afskipti af Sokkabúð-
inni.
— Verzlunin mun eftir því,
sem þú sagðir áðan, vera
nokkru eldri en þú sjálfur
og því væri ekki úr vegi að
þú segðir okkur ofurlítið um
upphaf hennar?
— Já, eitthvað hefir mér
verið um það sagt. Foreldrar
mínir unnu lengi hjá Vöru-
húsinu hér í bæ, og fleiri
fyrirtækjum. Þau byrjuðu
svo rekstur sjálfstæðrar verzl
unar með því að taka eitt
herbergi á leigu á Laugavegi
42. Nokkru síðar losnar svo
íbúðin, sem var á sömu hæð
og verzlunin, og flytja þau
þá þangað. Þau ráku verzlun
sína alla tíð í 'leiguhúsnæði
og svo er enn í dag að verzl-
unin á ekki húsnæðið, sem
hún starfar í.
Foreldrar mínir bjuggu
þarna í sama húsinu í nær-
fellt 10 ár.
Árið 1936 flytjumst við á
Mímisveg og bjuggu foreldr-
ar mínir þar alla tíð meðan
bæði lifðu, en faðir minn lézt
1959 og móðir mín 1961.
— Og hvernig var þetta
svo með svefnherbergið og
lagerinn?
— Fyrsta breytingin er
gerð á verzlunarhúsnæðinu
ekki löngu eftir að hún er
stofnsett og er þá ein stofa
af íbúðinni bætt við upphaf-
lega verzlunarhúsnæðið. Lag-
erinn var þá í kjallara. Þegar
við flytjum svo 1936 er svefn
herbergið tekið fyrir vörur,
stofan gerð að skrifstofu og
eldhúsið látið halda sér sem
kaffistofa og afdrep starfs-
fólks. Nú á þessu ári er búið
að taka upphaflega svefnher
bergið í verzlunarhúsnæði og
verzlunin nú orðin það, sem
upphaflega voru þrjú her-
bergi. Frekari stækkun verð
ur ekki framkvæmd nema
með því að brjóta niður
veggi. Ef svo tekst til að
verzlunin fær að starfa þarna
áfram þá eru allar líkur til
að enn verði reynt að stækka
hana, því enn heldur hún
jafnt og þétt áfram að vaxa.
Meðan við stöldrum við hjá
Reyni rekum vxð augun í
gamlar bækur hjá honum. —
Þetta eru doðrantar frá löngu
liðnum tíma. Sérstaklega vek-
ur einn þeirra athygli okkar,
en það er víxlabókin, sem enn
er í notkun. Fyrsti víxillinn,
sem færður er inn í hana er
tekinn 20. september árið
í tilefni 40
Kans
1929 og er vöruvíxill að upp-
hæð kr. 570,02, útgefinn af
erlendu fyrirtæki og hefir
hann átt að greiðast í Lands-
bankanum. Til gamans spyrj
um við Reyni hvaða víxill sé
svo síðastur í bókinni og upp
hæð hans.
— Hann er rúmlega 283
þúsund krónur að upphæð,
vðruvíxill, eins og sá fyrsti,
til greiðslu á unglingakápum,
sem verzlunin var að fá nú
um síðustu helgi.
— Hvað kemur til að búð-
in hét í upphafi Sokkabúðin?
Bendir það til að hún hafi
selt ákveðna tegund vöru um
fram aðra. En nú ertu hins-
vegar farinn að selja ungl-
ingakápur? spyrjum við.
— Mér er raunar ekki kunn
ugt hvað valdið hefir þess-
ari nafngift í upphafi, segir
Reynir, en hinsvegar hafa nú
verzlunarhættir breytzt svo,
ekki hvað sízt við Laugaveg-
inn, þar sem íbúðum fækkar
og upp rísa ýmsar opinber-
ar stofnanir og svo sérverzl-
anir í stað gömlu verzlan-
anna, þar sem allt fékkst frá
sokkum og upp í hatt. Nú
verða verzlanirnar að fækka
vörutegundum og á sama tíma
að auka úrvalið. Það eru
kröfur tímans sem heimta
þetta. Við skulum sem dæmi
nefna unglingabuxur. Þennan
mánuðinn þurfum við að hafa
mikið úrval af nokkrum gerð
um og litum- í dag eru það
mjaðmabuxur, á morgun mitt-
isbuxur, þröngar skálmar
voru fyrir skömmu, en nú
gilda víðar skálmar, liturinn
var köflóttur í gær, en ein-
litur, blár eða rauður í dag.
Það eru þessar sveiflur, sem
sérverzlanirnar verða að fylgj
ast með hvort sem þeim líkar
betur eða ver. Annars skal ég
geta þess að aðalvörutegund
verzlunarinnar er allskonar
nærfatnaður á konur, börn og
unglinga svo og karlmenn og
svo nú eftir síðustu breyting
una allskonar ytri fatnaður á
telpur og ungar stúlkur.
Ég veit ekki betur en Sokka
búðin sé eina verzlunin hér í
borg, sem hefir á boðstólum
allar tegundir þeirra Kanters
lífstykkjavara, sem fáanlegar
eru hér á iandi, meira að
segja geta konur sem fylla
meira en meter í mittið feng
ið það sem þeim hentar.
Auk þessa eru svo ýmsar
vörur, sem alla tíð hafa verið
til í verzluninni, en eru nú
ekki lengur notaðar að neinu
marki, svo sem langerma bol
ir á karlmenn. Það eru hins-
vegar nokkrir eldri menn, sem
alla tíð hafa fengið sína boli
hérna og því verða þeir að
vera til.
Fyrir jólin í vetur kom
eldri maður inn í búðina til
að kaupa peysu handa kon-
unni sinni i jólagjöf. Hann
hafði í áratugi fengið hana
þarna fyrir jólin og því ætl-
aðist hann til að hún væri
enn þar til. Þessu fólki hefir
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
verzlunin sinnt í 40 ár og þvl
er oft ekki svo hægt um vik
að hætta að veita þessa þjón-
ustu.
f þessu sambandi verð ég
að láta þess getið, segir Reyn
ir ennfremur, að tilkostnað-
ur fer sífellt vaxandi við all
an verzlunarrekstur og hefir
ekki um alllangt skeið fylgt
eftir verzlunarálagningunni,
sem hvergi í hinum frjálsa
heimi er lægri en hér á ís-
landi. Sl. 2 ár hefir verzlunar
kostnaður hækkað um ca. 30
til 36% meðan ótilhlýðanlega
ströng verðlagsákvaéði hafa
svo til verið óbreytt. Þetta
veitir verzluninni að sjálf-
sögðu erfiðara að viðhalda
þjónustu, sem þótti sjálfsögð
fyrir nokkrum árum eða ára
tugum. Það er einnig nokk-
uð erfitt fyrir eldra fólk, sem
hefir keypt hjá okkur skyggn
ishúfu eða nærbol. Húfan
kostaði fimm fcrónur fyrir all
mörgum árum, en nú kostar
hún fleiri hundruð krónur sú
dýrasta. Nærbolur kostaði 2
til 3 krónur, en nú talsvert
á annað hundrað.
— Og hvað vilt þú svo
segja að lokum? spyrjum við.
— Ég vil nota þetta tæki-
færi til að þakka hinum fjöl
mörgu viðskiptavinum okkar
á öllum þessum árum. Þá er
og þess að geta að hjá verzl-
uninni hafa unnið margir við
afgreiðslustörf og ber að
þakka þeim, enda var verzlun
in alla sína tíð mjög hjúasæl.
Geta má þess að héðan fóru
margar afgreiðslustúlkur
beint í hjónabandið. Einn
þýðingarmesti þátturinn i
rekstri verzlunar er gott
afgreiðslufólk, og því er gengi
góðrar verzlunar gott starfs-
fólk.
Reynir og starfsfólk verzlunarinnar.
Happdrætti Styrktarfélags \ i W'innfc. J
vangefinna Happdrættismiðar verða seldir í tveim af þrem happdrættisbílum vorum 17. júní. Verður annar bíllinn staðsettur í Austurstræti 1, hinn á Gamla B.S.Í. planinu við Kalkofnsveg. Allmargir miffar eru þegar í frjálsri sölu, en bif- reiðaeigendur sem eiga forkaupsrétt á bílnúmerum sínum geta fengið kvittun fyrir að hafa keypt y a« auglýslng
númer sín, og verða þeim sendir happdrættis- i útbreiddasta blaðlnu
miðarnir síðar. — Verð hvers miða er kr. 100. — borgar sig bezt.
Happdrætti Styrktarfélags vangefinna.
Afgreiðslumaður
'óskast
strax. — Upplýsingar í N.L.F. búðinni
Týsgötu 8.
Aðstoðarhjúkrunarkonu
vantar við sjúkrahúsið á Patreksfirði frá 1. ágúst
næstkomandi. Upplýsingar hjá hjúkrunarkonu eða
á sýsluskrifstofu.
Sýslumaður Barðastrandarsýslu.