Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.06.1966, Blaðsíða 1
32 síður ©FSARIGNINGAR hafa valdið flóðum og skriðuföll- um í Hong Kong að undan- förnu og vaidið miklu tjónL í, NTB-frétt í gær var sagt, að líklega hefðu a.m.k. 80 manns farizt af völdum ó- veð'ursins, — 55 lik hafa fundizt 70 manns hafa særzt og um 100 manns er saknað. í gærmorgun jókst úrkoman enn og varð þá að engu það starf, er unnið hafði verið við að greiða úr öngþveitinu frá því um siðustu helgi, er ham farirnar náðu hámarki. £r efnalegt tjón nú metið á miilj ónir doliara. Öllum skólum hefur verið lokað um sinn Meðfylgjandi mynd, sem tek- in var s.L sunnudag gefur nokkra hugmynd um öng- þveitið sem þar ríkir. Utanríkisráðherrar A-Evrópu ræðast við með leynd í Moskvu Úkyrrð í Amsterdam þingið ræðir oeirðimar svðusfu daga Amsterdam, 15. júní NTB. . Holienzka þingið kom saman til aukafundar í dag til þess að ræða um óeirðimar, sem verið hafa í Amsterdam siðustu þrjá daga. Lýsti forsæt- isráðherrann, Joseph Cals, því yfir, að stjómin hefði gert sér- stakar ráðstafanir til þess að hindra að þeim yrði áfram haldið. Enn kom til óeirða í Amster- dam í kvóld þótt öflugur lög- regluvörður væri hvarvetna. 1 dag hafði lögreglan leitað þeirra, sem taidir eru hafa staðið fyrir óeirðunum að und- anförnu. í gærkvöldi náðu óeirð ir þessar hámarki, með mót- mælaaðgerðum nærri höll Júlí- önu drottningar. Meiddust um 60 manns, þar af 28 lögreglu- menn. Orsök þessara alvarlegu átaka síðustu daga er sú, að verka- menn staðhsefa, að lögreglan hafd orðið að bana manni úr þeirra hópi. Lögreglan segir hins vegar líkskoðun hafa ieitt í ljós, að maðurinn hafi dáið af völdum hjartabilunar. Verkamenn hafa að undan- förnu mótmælt 2% lækkun á orlofi, sem stjórnin hafðd fyr- irskipað vegna aukins kostnaðar við atvinnurekstur. í óeirðunum 'hafa einnig tekið þótt margjr unglingar — síðhærðir og klædd ir leðurjökkum — sem vanir eru að gera sér mat úr því, ef til slagsmála kemur í Amster- dam höfðu þeir sig mest frammi í kvöld, brutu rúður og rifu niður umferðarspjöld og stöðu- mæla. Tjónið, sem orðið hefur í óeirðunum er metið á aðra miiljón króna (ísl.). Sukarno býður páfa í heimsokn Rómaborg, 15. júní — AP: —■ SLKARNO, forseti Indónesíu, hefur boðið Páli páfa VI að heimsækja Indónesíu, að því er semdiráð landsins i Rómaborg, skýrði frá í dag. Var sagt, að iandbúnaðarmálaráðherra Indó- nesíu, Franz Seda, hefði fært páfa heimboðið, er hann hítti hann að máli sl. mánudag. Ekki er vitað, hvort páfi þigg- ur heimboðið. Hann hefur í mörg horn að líta á næstunni, á fyrirlig.gjandi heimboð til margra landa, allt austur tii Filippseyja. Breytingar á liði Rússa Helzta vandamólið: Someiginleg aístaða um málefni Eviópu í A-Þýzkalandi ? Moskvu, Ii6. júni — NTB-AP • Utanríkisráðherrar Austur- Evrópuríkjanna hafa síðustu dag Kekkonen tll Neregs Osló, 15. júní NTB: — Urho Kekkonen, forseti í'innlands, fer 20. júní n.k. í tveggja daga einkaheimsókn til Noregs og mun þá ræða við ráð- herra þar. Talið er, að Kekkonen muni að einhverju leyti skýra norsku stjórninni frá viðræðum sínum við Aléxei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sem fer frá Finniandi 18. júní. Meðal þess, sem þeir ræða þessa daga eru ejónarmið Kekkonens varðandi landamærasamninga Finnlands og Noregs. Að sögn fréttaimanms NTB í Tlelsinki, hefur heimsókn Kosy- gins verið með fádæma óform- legu yfirbragði. Öryggisráðstaf- Framh. á bls. 2 ana setið á sleitulausum fundum, til þess að reyna að koma sér saman um sameiginlega afstöðu í viðræðunum við de Gauile forseta Frakklands, er hann kem ur til Sovétríkjanna. • Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum fundum, — þeir hafa farið fram fyrir iuktum dyrum og fáar fregrtir þaðan borizt. Starfsmenn sendiráða A-Evrópu ríkjanna hafa jafnvel ekkert fengið að vita um gang viðræðn- anna. Talið er þó að viðræðun- um 1 júki í kvöld, en ólíklegt, að gefin verið út opinber tiikynn- ing. • Meðal ráðherranna, sem setið hafa fundinn, er Andrei Gromy ko, utanrikisráðherra Sovétríkj- anna. Hætti hann við að fara með Alexei Kosygin forsætisráð herra Sovétríkjanna til Finn- lands, til þess að geta tekið þátt í þessum viðræðum, og er talið, að af því megi marka, að þær hafi verið hinar mikilvægustu. Eitt helzta vandamál ráðherr- anna mun hafa verið að koma Átök í Saigon - mlBEí stúdeiita, fréttairiainiia ©g Hjjósmyndara - og lögreglu Saigon, 15. júní — NTB • Enn kom til óeirða í Saigon í dag er studentar og Búdda- trúarmenn fóru í hópgöngur til að lýsa andúð sinni á stjórn landsins. Um hundrað stúdentar voru handteknir. Ljósmyndarar, sem reyndu að taka myndir af átökunum, voru neyddir til að láta af hendi film ur sinar við lögregluna. Braut lögreglumaður einn ijósmynda- vél bandarisks sjönvarpsmanns og ástralskur fréttamaður, sem reyndi að taka myndir varð fyr- Framihald á bls. 31 Ágreiningui sagðui um kostnað sér saman um afstöðu til mála Evrópu. Hefur rikt mikill ágrein ingur um þau mái og umræður um ýmis atriði tekið langtúm lengri tíma en ætlað var. Sú mun ætlan franska forset- ans að kanna í Moskvu mögu- leikana á friðsamlegri lausn Þýzkalandsmálanna. Sagði franski sendiherrann í Washing ton, Charles Lucet við blaða- menn í dag, að de Gaulle væri þeirrar skoðunar, að ekki væri von varanlegs friðar í Evrópu fyrr en málefni þýzku ríkjanna hefðu verið endanlega leyst. Rússlandsferð de Gaulle hefst næstkomandi mánudag. af dvöl Bonn, 15 júní — NTB ♦ HIÐ óháða blað „Die Welt“ í Hamborg skýrir svo frá í dag, að Sovétstjórn- in hafi ákveðið að kalla heim fimm herdeildir af tuttugu, sem staðsettar eru í Austur- Þýzkalandi, en fjölga í þess stað flugskeytum. Blaðið kveðst hafa eftir áreið- anlegum heimildum, að ástæðan til þessara breytinga sé sú, að liðsins stjórnir Sovétríkjanna og Austur- Þýzkalands séu ekki á einu máii um það, hversu mikið Austur- Þjóðverjum beri að greiða fyrir að hafa sovézkt lið á austur- þýzku landsvæði. Þá segir blað- ið, að Ulbricht hafi hug á því, að Rússar staðsetji í A-Þýzkalandi eldflaugar, er borið geti kjarn- orkuvopn, en ekkert bendi til þess, að Sovétstjórnin ætli a'ð verða við þeim tilmælum. Opin- ber staðfesting hefur ekki feng- izt á þessum skrifum vestur- þýzka blaðsins. Framboð og eftirspurn - franitíðarlögmá! sovéskra viðskiptahátta Moskvu, 15. júní — NTB t Sovétstjórnin hefur op- inberað fyrirætlanir sín- ar um breytingar á við- skiptaháttum þjóðarinnar, sem eiga í framtíðinni að byggjast að verulegu leyti á lögmálinu um framboð og eftirspurn. Aleksander Strutjev, við- skiptamálaráðherra Sovétrikj anna, skýrði frá þessum fyrir- ætlunum á ráðstefnu, sem nú stendur yfir í Kreml. Eru þátt takendur þar helztu forystu- menn og starfsmenn í við- skiptalífi Sovétríkjanna. — Meðal viðstaddra við setningu ráðstefnunnar var Leonid Breshnev, aðalritari kommún- istaflokksins. Aleksander Strutjev skýrði meðal annars frá því, að í framtíðinni yrði að því stefnt að framleiða vandaðar vörur í stað lélegs varnings, sem enginn vildi kaupa og lægi því rykfallinn í hillum sovézkra verzlana. Dró hann upp glæsilega mynd af stór- verzlunum framtíðarinnar, þar sem húsmæður gætu keypt allt, sem þær þyrftu í matinn á einum stað. Einnig gerði hann ráð fyrir, að lit- rikar auglýsingar héldu inn- reið sína í sovézkt viðskipta- líf, kominn væri tími til að binda enda á núverandi aug- lýsingahætti — sovézkar aug- lýsingar væru á lágu stigi og lítt sannfærandi. Þá fjallaði Strutjev um þær breytingar, sem gerðar hefðu verið í ýmsum fyrirtækjum landsins, með það fyrir augurrt að innleiða gróðasjónarmið í meiri mæli. Hefði starfshátt- um verið breytt í 70.080 fyrir- tækjum frá því í júlí sl. og virtist ætia að gefa góða raun. Verzlun og framleiðsla hefði aukizt og þjónusta batnað. Loks sagði Strutjev að kanna þyrfti eftir vísindalegum leið- um eftirspurn og kröfur neyt- enda — slíkt hefði til þessa alveg gleymzt í Sovétríkjun- um. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.